Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 28. september 2000 » 39. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Á laugardag voru steyptar undirstöður fyrir varaspenninn á Klifinu. Að sjálfsögðu nýttu menn sér nútímatækni og þyrla sá um að koma steypunni upp á Klif. Herjólfur verður ekki málaður gulur ef Samskip tekur við rekstrinum Ýmsar spurningar hafa eðlilega vaknað í Vestmannaeyjum um væntanlegar breytingar á dag- legum rekstri Herjólfs, fari svo að tilboði Samskips verði tekið í reksturinn. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Samskips, segir að rekstur Herjólfs, sem slíkur, sé aðeins um 2% af heildarveltu Samskips. Segir það nokkuð um stærð og umsvif fyrirtækisins sem flestir reikna með að komi til með að sjá um samgöngur á sjó rnilli lands og eyja næstu þijú árin. Kristinn svaraði nokkrum spumingum um væntanlegan rekstur Samskips á Herjólfi en tók fram að öll væm þau að sjálfsögðu bundin því að samning- ar yrðu gerðir við Samskip. Er fyrirhugað að nýta afgreiðslu Samskips í Vestmannaeyjum meira og þá afgreiðslu Herjólfs minna en verið hefur? „Það verður ekki neglt niður fyrr en búið er að ganga frá samningum. Við höfum hug á að samnýta þetta með það í huga að ná fram sem mestri hag- kvæmni." Mega aðrir vöruflutningaaðilar vænta einhverra breytinga í vöra- flutningum? „Ég geri ekki ráð fyrir því. Utboðs- reglumar hljóða upp á jafnt aðgengi í því.“ Era fyrirhugaðar breytingar á áhöfn skipsins? „Það er eins með þetta og annað, við bíðum eftir því hvort gerður verður samningur við okkur. En við munum byrja á því að ræða við núverandi áhöfh, ef af því verður. Þeir era fyrstu aðilamir sem rætt verður við.“ Er ætlunin að mála skipið í litum Samskips og merkja það fyrirtækinu? „Ég á nú von á að við munum koma merki Samskips fyrir, eins og á öðram skipum sem sigla fyrir fyrirtækið, það fmnst mér ekki óeðlilegt. En ég reikna ekki með að við föram að mála Herjólf skærgulan, hvíti liturinn er alveg ágætur.“ Kristinn sagði ennfremur að Vegagerðin hefði mánuð til að svara þeim tilboðum sem borist hefðu og samkvæmt því ætti svar að liggja fyrir þann 11. október. „Þeir hafa sagt að svar verði gefið fljótlega og við bíðum bara rólegir eftir því,“ sagði Kristinn Þór Geirsson. Húsið á tankinum: Byrjað að reisa húsið á mánudaginn kemur Nágrannar senda mótmæli til kærunefndar skipulags- og byggingamála Þrátt fyrir að framkvæmdir séu nú hafnar við byggingu fyrirhugaðs veitinga- og ráðstefnuhúss ofan á vatnstankinum í Löngulág, eru ekki allir á eitt sáttir við þær og hafa mótmælt þeim. A fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir afrit af bréfi nokkurra íbúa í nágrenni tanksins, til kærunefndar skipulags- og byggingamála vegna þessara framkvæmda. Grímur Gíslason, hjá Veisluþjónustunni, annar þeirra aðila sem að byggingunni standa, segir að þeir haldi sínu striki, hvað sem öllum mótmælum líði. „Það er ekki búið að stoppa okkur af með neitt og meðan svo er, þá höldum við ótrauðir áfram. Hluti af húsinu kemur til Eyja nú um helgina og verður byrjað að reisa það á mánudag. Það er enginn bilbugur á okkur og við eram ekkert að gefast upp. Mótlæti er bara til að taka á því,“ segir Grímur Gíslason. Herjólfsmálið: Skýrast línur í kvöld? Vegagerðin hefur boðað til fundar í Eyjum með fulltrúum Herjólfs hf. og fleirum Sú ákvörðun stjórnarfundar Herj- ólfs hf. að krefjast þess af Vega- gerðinni að kostnaðaráætlun hennar verði lögð fram, virðist hafa borið árangur. I síðustu Fréttum var greint frá þessari kröfu stjómar Heijólfs og nú hefur vegamálastjóri, Helgi Halgríms- son, boðað til fundar í kvöld í Vestmannaeyjum. Heimildir Frétta herma að auk fulltrúa Vegagerðar- innar og fulltrúa Herjólfs hf. hafi fulltrúum bæjarstjómar og einhveijum þingmönnum verið boðið að sitja fundinn. Talið er fremur ólfklegt að Vegagerðin muni leggja fram kostn- aðaráætlun sína á þessum fundi, a.m.k. ekki skriflega, en sennilega munu þeir birta einhver þau gögn sem varpað geta ljósi á þann reginmun sem var á áætluninni og tilboði Herjólfs hf. Stjóm Heijólfs hefur illa unað því að fá einungis niðurstöðu- tölur áætlunarinnar án skýringa og væntanlega ættu þau mál að skýrast á fúndinum. Það er ljóst að Vegagerðin á næsta leik í stöðunni, honum verður leikið í kvöld og e.t.v. mun staðan skýrast að þeim fundi loknum. Frá úrslitaleik ÍBV og ÍA í kókakólabikarnum á Laugardals- vellinum síðastliðinn sunnudag. Hlynur í eldlínunn á vellinum. Sjá opinskátt viðtal við Hlyn um gengi félagsins í sumar og hugsanlega möguleika á að hann leggi skóna á hilluna. (bls. 17) n i ■ TM-ÖRYGGI jgL FYRIR ÖRVGGI | FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg'ngamáfin ik aeinfaldanog hagkvæman háti Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Fia Eyjtini Fia ÞorIál<shöfn Mánud. - laugard. kl. 08.15 kl. 12.00 Sunnud. kl. 14.00 kl. 18.00 Aukaferö á föstud. kl. 15.30 kl. 19.00 Sími 481 2800 -Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.