Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur28. september 2000 Fréttir 17 Hlynur Stefánsson hefur verið fyrirliði ÍBV frá 1996, en þá var árangur IBV svipaður og í ár. Hlynur hefur jafnframt verið einn sterkasti leikmaður ÍBV undan- farin ár en nú er farið að síga á seinni hluta ferilsins og íhugar fyrirliðinn nú að hætta. Síðasti leikur hans var síst til að auka líkurnar á því að hann haldi áfram enda spilaði IBV einn sinn allra lélegasta leik í sumar, í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hlynur segist fyrst og fremst vera svekktur yfír að hafa brugðist stuðningsmönnum liðsins og liðinu sjálfu. „Eg er mjög vonsvikinn með þennan leik. Við náðum okkur aldrei á strik og þetta var vægast sagt mjög slakur leikur af okkar hálfu, við náðum aldrei takti í sóknarleiknum og það er mjög sárt að ná ekki betri leik þegar svona mikið er undir. Það er líka mjög sárt að sjá svo marga stuðningsmenn liðsins standa á bak við okkur og við náum ekki að standa undir væntingum. Maður hefur auðvitað sínar skýringar á þessu, taktikin var kannski ekki rétt enda sáum við það eftir þijátíu mínútna leik að þetta var ekki að ganga, þá hefðum við átt að bregðast við. Skagamenn voru greinilega búnir að kortleggja okkur mjög vel og settu m.a. menn til höfuðs Goran og Momir, en það var eins og menn gátu reiknað með. Það hefði verið hægt bregðast við þessu með því t.d. að færa Goran framar á völlinn, eða út á væng . Maður sá eftir hálftímann að þetta gekk ekki og svo þegar brugðist var við því í seinni hálfleik, þá var það einfaldlega orðið of seint. Ég hefði viljað sjá Tómas Inga koma fyrr inn á því hann er sterkur á boltann og hefði gefið liðinu meiri tíma til að koma framar á völlinn og hefði getað komið mönnum inn í leikinn með góðum sendingum.Við lögðum upp með það að við værum með betra lið, sem ég tel vera rétt og maður vonaði að styrkleikamunur liðanna myndi ráða úrslitum í leiknum. En það var einfaldlega meiri barátta í þeim og þeir vildu greinilega meira. Mörkin sem við fengum á okkur voru svipuð, bæði mjög ódýr enda tapast boltinn á slæmum stöðum og okkur er refsað fyrir það. En eins og ég segi þá á maður mjög erfitt með að sætta sig við þetta.“ Leikur liðsins hefttr legið niðttrá við undir lok tímabilsins, þrjú töp í röð. Atti ekki að bregðast við þessum vandrœðum ? „Ég veit það býr miklu meira í liðinu en við höfum sýnt í síðustu leikjum. Við spiluðum ekki vel í síðustu leikjunum, sérstaklega sóknarlega séð og auðvitað hefðum við átt að bregðast einhvem veginn við því. Við hefðum átt í það minnsta að hafa eitthvað upp í erminni í staðinn fyrir að láta þetta renna svona úr höndunum á okkur aðgerðalaust. Yfirgnæfcmdi líkur á að Hlynur hætti - nema komi til róttækra breytinga hjá ÍBV Kannski hefði ég sem fýrirliði liðsins átt að láta í mér heyra en ég er lflca leikmaður og er því að reyna að standa mig í því hlutverki, enda hefði maður haldið að þeir sem standa við hliðarlínuna hefðu átt að sjá þetta. Þetta var ekkert að gerast bara á sunnudaginn, heldur í mörgum leikj- um í sumar.“ Var undirbúningur liðsins þá ekki nógu góður ? „Ég set kannski spumingarmerki við það að við vomm með vissa leikmenn í meiðslum, Kjartan, Baldur og Tommi vom búnir að vera meiddir og Palli Guðmunds búinn að vera veikur en samt sem áður vomm við að æfa á fullum krafti. Æfingamar vom kannski full langar og erfiðar fannst mér og sumir hefðu kannski ekki mátt við þvf eins og ástandið var. En undirbúningurinn sem slíkur var „Ég hefði viljað að við hefðum staðið okkur betur, stuðningsmennimir stóðu sig frábærlega en við ekki. Ég hefði viljað sýna þeim betri leik en því miður gekk það ekki. Eg vil líka þakka fyrir persónulegann stuðning í gegnum árin, ég hef alltaf verið vel studdur utan vallar sem innan og er mjög þakklátur fyrir það.“ að klára dæmið en það er eitthvað í sambandi við t.d. samvinnu leik- manna og stjómar sem verður að skoða. Er eitthvað sem við leikmenn getum gert betur til að ná árangri? Er eitthvað sem stjómin verður að gera betur? Þetta em spumingar sem við verðum að skoða.“ Var kannski tekin ofmikil áhœtta með ráðningu Kristins Jónssonar, sem var óreyndur sem aðalþjálfari meistara- flokks í efstu deild ? „Nei það held ég ekki, enda var hann búinn að vera aðstoðarmaður Bjama Jó í tvö ár og þjálfari annars flokks þannig að menn vissu alveg hvað hann stóð fyrir. Ég held að framboð af góðum þjálfurum sé bara ekki nógu mikið. Þetta eru alltaf sömu andlitin sem maður sér í efstu deild og búið að reka flesta einu sinni eða oftar. Menn teljast kannski ekki alvömþjálfarar nema búið sé að reka þá minnst einu sinni. Það er spuming hvort íslenska knattspyman þurfi ekki bara að fara leita út fyrir landsteinana að þjálfumm, kannski til Skandinavíu, til þess að fá nýtt blóð í þetta og nýjar hugmyndir. En Kristinn stóð sig ágætlega og var ekkert öðmvísi en við bjuggumst við.“ En spurning vikunnar er sú hvort Hlynur Stefánsson sé að hœtta. „Eins og staðan er í dag þá em yfirgnæfandi líkur á því að ég sé að hætta. En ég ætla að bíða aðeins með að gefa endanlegt svar, ég ætla að taka mér gott frí og jafna mig á þessu, sjá síðan hvaða stefnu ÍBV ætlar að taka í vissum málum, eins og með þjálfara og leikmenn. Það þurfa hins vegar að koma til stórkostlegar breytingar til þess að ég nenni að standa í þessu. Ég er þreyttur á þessu, ég er þreyttur á því að gefa mig allan í þetta meðan einstakir leikmenn, sem koma nálægt þessu, gera það ekki og em ekki að gefa neitt af sér og komast upp með það. Og á meðan svo er þá nenni ég ekki að standa í þessu, þá vil ég frekar eyða tímanum í eitthvað annað.“ En viltu koma einhverju að í lokin ? „Ég vil auðvitað þakka stuðnings- mönnum liðsins fyrir frábæran stuðning í sumar, ekki síst núna um helgina. Ég hefði viljað að við hefðum staðið okkur betur, stuðningsmenn- imir stóðu sig frábærlega en við ekki. Ég hefði viljað sýna þeim betri leik en því miður gekk það ekki. Ég vil líka þakka fyrir persónulegan stuðning í gegnum árin, ég hef alltaf verið vel studdur utan vallar sem innan og er mjög þakklátur fyrir það.“ Júltus Ingason. Ég á erfitt með að sætta mig við að við létum Skagamenn, sem em með miðlungs lið, stjóma leiknum." IBV hejurá undanfömum árum verið að spila illa á útivelli og virtist liðið vera spila í sama gœðaflokki í úrslitaleiknum eins og í svo mörgum útileikjum liðsins. Hefur ekkert verið reynt að bregðast við þessu ? „Ég held að þetta útileikjadrauga- spjall sé að stórum hluta bara í hausnum á okkur sjálfum. Við unnum Fylki á útivelli en þeir vom þá á toppi deildarinnar, við unnum Keflavík í Keflavík og sigmðum Leiftur tvívegis en þar áttum við bara ekkert meira skilið en það sem við fengum. Við náum hins vegar ekki að nýta okkur yfirburði okkar í mörgum leikjum og sitjum því uppi með fjórða sæti deildarinnar. Það munar ekki mörgum stigum í lokin að við séum á toppnum en það vom þessi stig sem við töpuðum íjafnteflisleikjunum. Þannig að þetta útileikjaspjall er kannski bara eitthvað bull. Auðvitað er erfiðara að spila á útivelli, andstæðingunum líður að sjálfsögðu betur á sínum heimavelli alveg eins og okkur líður best á Hásteinsvellinum." Hlynur: „Það er líka mjög sárt að sjá svo marga stuðningsmenn liðsins standa á bak við okkur og við náum ekki að standa undir væntingum. ágætur, við vomm á Loftleiðum þannig að menn vom ekkert að þreyta sig á rútukeyrslu eins og hefúr stundum komið fyrir. Mér fannst mórallinn góður, menn virkuðu afslappaðir og fullir tilhlökkunar fyrir leiknum. Maður er bara svo undrandi á þessu, við vorum búnir að hafa svo mikið fyrir að komast í þennan leik, lentum í vandræðum með Fylki, en unnum þá þannig að ég hélt að þessi bikarstemmning sem var í liðinu þá myndi fylgja liðinu í úrslitaleikinn sjálfan. Maður spyr sjálfan sig hvernig sé hægt að klikka svona. spila heilan leik og gera ekkert sóknarlega. fyrir norðan, í deild og bikar. Þama em níu stig í deildinni en ég held að Islandsmeistaratitillinn hafi einfald- lega tapast á þessum jafnteflum gegn slakari liðum í deildinni. Mér fannst við vera að spila mjög vel í upphafi móts en fengum ekki út úr þeim leikjum sem við stjórnuðum og réðum algjörlega ferðinni. Ég get tekið leiki eins og Leiftursleikinn hér heima og Fylki heima. Framleikurinn í bænum, þar sem við ráðum ferðinni allan leikinn en fáum bara eitt stig. Við áttum náttúmlega mjög slaka útileiki t.d. á móti Stjömunni og Breiðabliki Telur þú að sumarið í ár sé það slakasta síðan þú gekkst aftur til liðs viðÍBV 1996? „Þetta er sami árangur, silfur í bikar og íjórða sætið. Þetta er líka svipað og í fyrra, þegar kom að úrslitaleikjum þá höfðum við ekki það sem þurfti og eitthvað vantaði sem var í lagi 1997 og 1998. Nú verða menn innan klúbbsins að setjast niður og athuga hvað hefur farið úrskeiðis. Út af hveiju emm við að klikka þegarjnest ríður á að við stöndum okkur. Ég er alveg sannfærður um að við vomm með nógu góðan mannskap í sumar til

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.