Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. september 2000 Fréttir 11 Haukur á Reykjum á leið í róður á hinum fyrri Ugga VE. „Þá komst ég í formannavísur. Ég man nú ekki mína vísu og kannski var hún þannig að ég kæri mig ekkert um að muna hana.“ engin handfærarúlla var um borð og allt dregið undir sig á höndum. Þetta gat verið erfitt ef mikið fiskaðist og mikill fiskur kominn um borð, því gamið vildi fara út fyrir með sjónum sem kom um borð og allt farið í flækju. En það fiskaðist mikið á þessum árum og eiginlega helming- urinn tveggja manna fiskur sem þýðir að tvo menn þurfti til þess að gogga hann úr bátnum og upp á bryggju." Þegar þú lítur til baka, hvemigfinnst þér tíminn hafa leikið trillukarla? „Það eru margir sem hafa ágætis kvóta núna, og eru að gera það ágætt, þó ekki héma í Eyjum. Mér finnst þó allt í lagi að hafa kvótakerfið, ef því er beitt í þágu fiskvemdunar. En eins og þetta er núna er engin fiskvemdun samfara kvótakerfinu. Þetta geta menn séð ef þeir fara niður á bryggju og sjá fiskinn sem kemur í land. Hann er ótrúlega stór og maður spyr sig hvar smái fiskurinn sé. A trillunum er dagróðrakerfi, og aflamark, og menn geta leigt frá sér og keypt kvóta. Eg er á dagróðrakerfmu og vil meina að því hafi verið þröngvað upp á mig, því ég vil fá að fara á sjó þegar mig langar til. Ef maður fiskar ekki, þá verður fiskurinn bara eftir, því við megum ekki framselja kvótann. Ég á til dæmis tvö bjóð beitt af línu, en ég má ekki fara með þau á sjó, því ég má eingöngu fiska á handfæri. Mönnum er því gert erfitt fyrir. Héma í Vestmannaeyjum henda trillukarlar ekki fiski, enda veiðist lítið, en það virðist vera stundað á mörgum öðmm stöðum. Ef ég seldi veiðiréttinn á bátnum mínum núna fengi ég tíu milljónir fyrir hann, en ég hef engan áhuga á því. Hins vegar er nóg af kaupendum og menn tilbúnir að borga á borðið. Ef ég seldi bara bátinn án veiðiréttarins, fengi ég hins vegar ekki nema um tvær milljónir fyrir hann. Það er ekki laust við að þama gæti ósamræmis." Yerðmætamat Nú dregur Haukur fram reikninga sem hann á fyrir innlegg í eina stöðina árið 1957, en hann segir þær upphæðir sem þar um ræðir lýsandi íyrir verðmætamat manna þá og nú. „Þessi héma er fyrir róður sem ég fór í á Þorláksmessu árið 1957. Að ég skuli selja þama 250 kg af úrgangi í gúanó á 45 aura er liðin tíð, en mér er sagt að núna sé Vinnslustöðin að kaupa úrganginn af karfanum á 90 aura. Þá var kílóið af ýsunni á 1.32 kr. Mér finnst mismunurinn þama orðinn nokkuð mikill miðað við kflóverðið á fiski núna og verðinu sem gefið er fyrir úrganginn nú, til dæmis á karfanum og úrgangurinn verr metinn. Inni í þessu er lifrin líka,“ segir Haukur. Þú talaðir áðan um að trilluútgerð þín vœri að hluta til hobbí, hvað er það sem gerir þetta svona spennandi? „Mér fmnst alveg nauðsynlegt að geta farið út og slappað af. Áður fýrr var ég líka að skjóta fugl, en er hættur því og um borð í bátinn sem ég á núna hefur aldrei komið byssa. Fyrir mér er þetta spuming um að ná hjartslætti náttúmnnar og auðvitað er þetta veiðimaðurinn í manni líka. Ég fer bara á ákveðinn stað og er þar. Mér hefur alltaf leiðst að leita að fiski og mér er alveg sama þó að ég sjái aðra báta á sjó. Eg er ekkert að kikja á þá, eða að færa mig þó að þeir séu að fá fisk. Ég bara bíð eftir mínum fiski á mínum stað, því ég veit hvenær hann kemur og það bregst mjög sjaldan." Ertu að hafa eitthvað upp úrþessu? ,Já, í dag hafa þeir sem fiska eitthvað upp úr þessu, en það bara vantar fiskinn í dag og sérstaklega í ár. Það hefur aldrei verið eins lélegt og í ár.“ Haukur segir að tilkoma fisk- markaðanna sé breyting til hins betra. „Það er gengið vel um fiskinn hér á markaðinum og starfsmennimir vilja allt fyrir mann gera. En það þarf eðlilega að borga fyrir þessa þjónustu. Menn em líka að fá hlutfallslega hærra verð íyrir fiskinn, heldur en í eina tíð þegar aðeins var hægt að selja einum aðila aflann. Hins vegar þegar ég var að byrja, þá var verðið á fiskinum ákveðið af ríkinu. Árið 1958 breyttist kerfið svo aftur, því þá var tekinn upp svokallaður bátagjaldeyrir, sem var í rauninni platverð, vegna þess að ríkið var að borga útgerðarmönnum peninga sem bættust ofan á fiskverðið, en þetta gjald rann beint í vasa útgerðarmannsins og skilaði sér aldrei til sjómanna. Besti sjávarútvegs- ráðherrann, Lúðvík Jóspesson, eins og útgerðarmenn segja, kom þessum greiðslum á til þess að hygla útgerð- inni.“ Vörubflar og bekkjabflar Þú varst lengi í vörubílaakstri og ert reyndar enn, hveniig stóð á því að þú fórst að keyra vörubíl? Eins og ég sagði áðan var ég starfsmaður bæjarins. Ég keypti síðan bfl ásamt bræðmm mínum, sem við rákum saman í eitt ár Svo æxlaðist það til að ég veiktist í september 1973 og var frá vinnu í fimm mánuði og hef reyndar aldrei náð mér síðan. En ég keypti síðan bflinn af bræðmm mínum í gosinu og hóf sjálfstæðan akstur. Ég man eftir því að í kringum 1960 vom 36 bflar á vömbílastöðinni og höfðu nóg að gera, en í dag emm við tveir á stöðinni og varla nóg fýrir okkur báða. Núna er ég aðallega í að flytja loðnunætur og er til taks þegar menn em að skipta um veiðarfæri á skipunum. Það er enginn akstur fyrir bæinn lengur sem heitir, því bærinn er með eigin vömbfla og er sjálfum sér nógur. Þetta er orðið svona á öllum stöðum í dag, nema á Norðfirði. Þar er allur akstur vömbfla boðinn út, enda þurfa þeir ekki að reka þjónustu við bflana fyrir vikið. Síðan bjóða þeir bara út verkin til einstaklinga. Mér fmnst þetta rétt þróun, en héma virðast menn ekki hafa áhuga á slíku fyrirkomulagi." Níu ára í bekkjabflum Þú hefur líka verið í bekkjabíla- akstrinum á þjóðhátíð, er það ekki spennandi og skemmtilegt? ,Jú ég hef keyrt marga skrautlega bfla á þjóðhátfð. Fyrsti bfllinn sem ég keyrði var '31 módelið af Volvo. Hann var vel útbúinn, en þann bfl keyrði ég alveg til ársins 1971. Þessi bfll var með Chevrolet mælaborði, Studebaker vél og á Ford hásingum. Þetta réðist nú bara af almennri hirðusemi og stundum var erfitt að fá varahluti, en þetta var prýðisbfll og lét ágætlega að stjóm. Annars var ég níu ára þegar ég byrjaði að mkka hjá bróður mínum sem var líka í þessum akstri, svo að ég man tímana tvenna í þessu. Þannig að ég hef verið lengi viðloðandi bekkjabflaaksturinn. En það varð mikil breyting á þjóðhátíð- arstemmningunni í bekkjabflunum þegar bjórinn kom. Fyrir þann tíma var hægt að hætta akstrinum klukkan fjögur um nóttina, því þá var öll traffíkin búin. Menn höfðu bara ekki úthald lengur ef þeir vom í brennivíninu, en eftir að bjórinn kom þá hefur aksturinn dregist lengur lfam á morguninn og enginn tími sólarhringsins betri eða verri varðandi traffíkina, og straumurinn miklu jafnari. Menn em samt ekkert að hafa meira upp úr þessu núna, vegna þess að ferðimar em ekki nema tvær á klukkutíma og ef maður missir af álagstíma, sem vissulega getur komið, þá er þetta bara kropp. En eftir aksturinn fer ég alltaf og horfi á fótbolta og slaka á.“ Asenal klikkar ekki Haukur hefur verið mikill áhugamaður um knattspymu og er einn öflugasti stuðningsmaður Arsenal í Eyjum, þó að hann vilji nú ekki viðurkenna það. „Það em nú margir sem em öflugri stuðningsmenn Arsenal en ég. En það er máltæki hjá okkur að þeir klikki ekki hjá Arsenal. Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum og var aðeins í fótboltanum sjálfur, og var að fýlgjast með strákunum á æfingum. Ég sá líka þegar Kristleifur Magnús- son setti Islandsmet í þrístökki á sínum tíma og það var gaman að því, því margir urðu hissa og kannski ekki síst hann sjálfúr.“ En af hverju að halda með Arsenal frekar en einhverju öðru liði? „Ég hef haldið með Arsenal síðan 1970 og hef aðeins eitt ár síðan 1974 sleppt því að fara á leik með liðinu. Arsenal er Lundúnalið og þegar maður kemur til London er lang- þægilegast að þurfa ekki að fara langar vegalengdir til þess að sjá liðið keppa. Það held ég að hafi nú ráðið mestu en ég reyni að fara á leiki Arsenal að minnsta kosti tvisvar á ári. Svo þekkir maður leikmennina og fylgist með þessu, og reynir að stilla upp sínu liði sjálfur. En það var gaman að koma inn á völlinn og sjá þetta sjálfur, maður mátti hins vegar ekki stíga inn fýrir hvítu línuna á vellinum." Haukur fór að sjálfsögðu á bikar- leikinn á sunnudaginn og hvatti sína menn í ÍBV. Ekki vannst sigur að þessu sinni, en Haukur segir menn bara muni leggja harðar að sér næst. „Ég reyni að fara á alla leiki IBV. Ég fór til að mynda með liðinu þegar ÍBV lék við Stuttgart og það var meiri háttar gaman. Svo er ég líka eins og sagt er „tippidjót" og okkur í HH- genginu hefur gengið þokkalega, en í því eru Hjalti Kristjánsson, Hjörleifur Jensson og Haukur Guðjónsson. Við fórum út í fyrra fýrir gróðann og sáum þrjáleiki. Við teljum okkurekki vera að tapa á þessu, þó að konumar okkar séu ekki á sama máli, segir Haukur og hlær. ,3n núna á ég inni fýrir drauma- ferðinni,“ bætir Haukur við. Og hver er draumaferðin ? „Það er að sjá Arsenal spila við Manchester United. Ég stefni á það, þó er það ekki að fullu ákveðið. Hins vegar er hugurinn bundinn við það. Þetta er hins vegar spuming um að komast á fleiri leiki í leiðinni. Ég yrði þess vegna vís til að skreppa yfir til Frakklands í leiðinni og alla leið til Parísar. En svona ferðalag þarfnast undirbúnings og skipulags," sagði Haukur að lokum. Benedikt Gestsson. Gústi Ellabergs og Haukur á Reykjum á núverandi Ugga VE 272. „Mér hefur alltaf leiðst að leita að fiski og mér er alveg sama þó að ég sjái aðra báta á sjó. Ég er ekkert að kíkja á þá, eða að færa mig þó að þeir séu að fá fisk. Ég bara bíð eftir mínum fiski á mínum stað.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.