Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 20
- iiiiisnbæjar Hreinsun getur verið varhugaverð í kjölfar jarðskjálftanna í sumar ályktaði almanna- varnanefnd um ákveðna hluti sem bæta þyrfti, ekki síst vegna hættu á áfram- haldandi grjóthruni í Klifinu. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, segir að til standi að merkja hættulega staði, bæði á leiðinni upp á Klif og svo uppi á Klifi, sömuleiðis inni í Dal. Sú framkvæmd verður væntanlega í höndum starfs- manna bæjarins. Þásegir Karl Gauti að rætt hafi verið hvort fara ætti út í hreinsun og Iagfæringar á leiðinni upp á Klif, t.d. hvort losa ætti um grjót sem væri hættulegt. Ekki hefði verið tekin ákvörðun um það enda mjög skiptar skoðanir um slíkar framkvæmdir. „Margir, sem eru hnútum kunnugir í þessum málum, ráða frá því. Þegar einn steinn er hreyfður losnar oft um annan og alls ekki víst að þannig framkvæmdir skili sér í bættu öryggi,“ segir Karl Gauti. Ljósmyndina hér að ofan tók Sigurður Jökull Ólafsson, heimildaljósmyndari, í Brandinum. Hann vinnur að stóru ljósmyndaverkefni sem fjallar um mannlíf og menningu í Eyjum og hefur því dvalið við ljósmyndun í Eyjum í sumar, en alls segir hann að verkefnið muni taka eitt ár. Viðtal er við kappann í blaðinu í dag. (bls. 14) Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 0)481 1909 - 896 6810-fax 481 1927 Vilhjálmur Bergsteinsson n 481-2943 * 897-1178 Söguminjasvæðið á Skansinum vígt á laugardag Á laugardagínn kl. 16 verður form- lega tekið í notkun söguminja- svæðið við Skansinn. Þá verður einnig opnuð sýning í húsinu Land- lyst sem búið er að endurbyggja á svæðinu. Við jaðarinn á nýja hrauninu hefur í sumar verið unnið að því að útbúa svæði þar sem Landlyst stendur, ásamt þjóðargjöf Norðmanna, Staf- kirkjunni, sem vígð var fyrr í sumar. Skansinn sjálfur er þó það mannvirki sem flestir kannast við og það elsta á svæðinu. Skansinn á sér langa sögu í Eyjum, upphaflega sem virki til að veijast óboðnum gestum og síðar sem samkomustaður fólks sem fylgdist með bátum koma til hafnar í misjöfnum veðrum. I eldgosinu 1973 fór stór hluti Skansins undir hraun en var síðan endurhlaðinn árið 1991. Við vígslu svæðisins á laugardaginn verður saga mannvirkja þar rakin í stuttu máli, auk þess em opnuð verður sýning í Landlyst er tengist sögu hússins og hlutverki þess áður fyrr. Þá verður flutt fjölbreytt tónlist þar sem fram koma Lúðrasveit Vest- mannaeyja, Hátíðakór Kjalamess- prófastsdæmis og félagar úr Kór Bústaðakirkju. Guðni Þ. Guðmunds- son, sem lést fyrr í sumar, var ævin- lega kenndur við heimili sitt, Landlyst, en Guðni var um árabil organisti í Bústaðakirkju og stjómandi kórsins þar. Þá er ætlunin að óvæntur glaðningur verði fyrir yngstu kynslóðina. Vígsla svæðisins er samstarfsverkefni Vestmannaeyjabæjar og Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Sigurður Símonarson, menningar- málafulltrúi bæjarins, segir að það samstarf sé að vemlegu leyti táknrænt. Reykjavíkurborg hafi t.d. í allt sumar auglýst uppákomur úti á landi sem hluta af dagskrá menningarborgar- innar, þar á meðal vígslu Skans- svæðisins. „Það má kannski segja að með þessu sé verið að minna á að Reykjavík er höfuðborg allra lands- manna, ekki bara þeirra sem búa í Rcykjavík," segir Sigurður. Hlíf Gylfadóttir, safnvörður við Byggðasafn Vestmannaeyja, hefur yfimmsjón með uppsetningu sýning- arinnar í Landlyst. „Þessi sýning tengist sögu Landlystar frá upphafí. Við höfum verið að grafa upp hluti frá sögu hússins, hluti sem tengjast Þorsteini lækni og Sólveigu ljósmóður og koma þeim fyrir. Þá var bóka- safnið þama um tíma, auk þess sem Landlyst var íbúðarhús langt fram á þessa öld. Helsta vandamálið er hvað húsið er lítið og það takmarkar nokkuð hvað hægt er að sýna,“ sagði Hlíf þegar við ræddum við hana í gær. En em aðstandendur sýningarinnar ánægðir með hana? „Það skal ég segja þér á laugardaginn þegar við opnum,“ segir Hlíf og hlær. „Við emm ekki endanlega búin að ganga frá sýningunni en á laugar- daginn skal ég segja hvað mér fmnst.“ Bstcklors pastaisósu 118,- áður 148,- AliBafome skinka m 948,- áður 1.198,- S s wj atf refktursvmakamburúit. 948,- áður 1.198,- Vikutilboð vikuna 28. sept.-4. okt Slátursalan erhafin 3 slátur í kassa 2.098,- 5 slátur í kassa 3.298,- Tilbúið slátur 3.841,- 3 slátur, saxaður mör og saumaðir keppir 2.779,- Nýr innmatur daglega 1aafö*':* sk»nka \ I UK 88>M£ 5CM f® ■ S&I.TU3 CC «l*>' UT* rn“ . KA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.