Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 28. september 2000 Hentu þessu og kauptu nýtt! Hjálmar Brynjúlfsson er rafvirki og auk þess margt annað til lista lagt, utan að vera Eyjamaður í húð og hár. Hann á mörg rafmagns- handtökin í Eyjum, en það sem honum er ekki síður hugleikið er söfnun ýmissa muna, sem tengst hafa iðninni gegnum árin. Hann segir að í raun hafi hann slysast til að byrja í rafvirkjuninni haustið 1972. Um vorið hætti hann í skóla fyrir norðan og kom sér á sjó hjá Stjána á Emmunni, fram að þjóð- hátíð. I byrjun október olhauð karli föður hans iðjuleysið á honum og plataði hann í vinnu hjá sér. En hann rak þá ásamt félaga sínum Boga raftækjaverkstæðið Neista. Svo kom gosið og einhvem veginn ílentist hann í starfinu, enda kviknaður áhugi fyrir rafvirkjuninni. „Þannig að ég hætti að pæla í að fara í lang- skólanám og vitleysu," eins og hann orðar það svo skemmtilega. Þú tekurþá ástfóstri við rafmagnið, ef svo mœtti segja? Já, þetta kom svona af sjálfu sér. Eg var nú reyndar ósáttur við að starfa við þetta til að byrja með. Það má rekja til þess að þegar ég var krakki vann pabbi við tækjaviðgerðir á bátaflotanum. Bátamir komu inn á kvöldin og fóm út aftur á morgnana, yfir vertíðina, þannig að vinnutíminn hjá honum var oftast frá hádegi til næsta morguns. Það mátti því segja að við krakkamir segðum bless við hanti á haustin og sáum hann lítið sem ekkert fram að vertíðarlokum. Einhvem veginn fékk ég því antipat á þessu og ef ég var spurður hvort ég ætlaði að feta í fótspor hans var svarið alltaf hreint og klárt, nei.“ Hjálmar segir að eftir að hann hafi farið að vinna sem rafvirki hefði fljótlega kviknað áhugi hjá honum að halda til haga ýmsum tækjum og tólum sem tengjast faginu, en hafa misst notagildi sitt vegna tækni- þróunar. „Lengi vel átti ég afgamlan dýptarmæli, sem var eiginlega orðinn fyrir mér, svo það endaði með því að ég henti honum, en auðvitað sér maður núna að það var tóm vitleysa. Pabbi eignaðist eitt sinn fyrsta rfldarinn sem kom í íslenskan fiskibát, en hann endaði á sjóminjasafni fyrir gustan. Þessi radar fannst í kró í Vestmannaeyjum og hægt var að ifckja slóð hans og finna út í hvaða bát bann hafði verið og þá kom þetta í Jjós. Bátur þessi var keyptur hingað Hteð radarnum frá Austfjörðum. Byggðasafninu hérna var boðið að fá ndarinn, en þar var enginn áhugi, svo Mmn var sendur austur og skipar þar W teiðurssess. En það er samt Í ýmislegt sem ég hef haldið til haga gegnum tíðina, eigum við ekki að kalla það hirðusemi.“ Hjálmar segir að elsti hluturinn sem hann eigi sé spennumælir frá því um 1940. „Stærsti hlutinn af þessu er mælitæki sem voru mörg hver í notkun fram á síðasta ár. Það má segja að það hafi láðst að henda hinum hlutanum. Þegar pabbi flutti, kunni ég ekki við að henda öllu saman sem hann átti, en megnið af mælitækjum hans pantaði hann að Elsti mælirinn í eigu Hjálmars, spennumælir frá því um 1940. utan, ósamsett um 1960. Þau komu algjörlega í frumeindum og man ég vel eftir því þegar hann var að setja þau saman á borðstofuborðinu. Núna er þetta alveg liðin tíð og ef maður færi fram á að fá svona tæki ósamsett, yrði það trúlega dýrara en að fá það samsett." Hvaða tœki er þetta segi ég og bendi á heljarinnar apparat með stóru gler- auga ogfullt aftökkum? „Þetta er kallað skóp í daglegu tali. Með því getur þú séð kúrfuna á rafmagninu og ef einhver frávik eru sýnir tækið þau. Þetta er stærsta mælitækið sem ég á, alveg tveggja manna tak. Ég hef reyndar ekki notað þetta tæki, en pabbi notaði það mikið,“ segir Hjálmar „Héma er ég svo með merkilegan grip“ segir hann og bendir á stóra koparskífu. Þetta er hluti af asdik- síldarleitartæki sem hannað var og smíðað hérna. Það var mjög frum- stætt, botnstykkinu snúið með handafli, en þetta virkaði engu að síður. Ekki veit ég hvort þeir útfærðu erlenda hugmynd, eða útlendingamir „stálu“ hugmyndinni, en asdiktækin eru enn í fitllu gildi, bara full- komnari." Hér ertu meðforláta rennibekk? „Já þennan rennibekk keyptu þeir gamlan um 1950. Á sínum tíma þegar jafnstraumsmótorar vom algengir þurfti oft að renna „kollektorinn“ (það er það sem kolin sitja á). bekkurinn var keyptur til að þurfa ekki alltaf að hlaupa inn í Magna í hvert skipti sem þurfti að renna. Hann nýtist mér vel í mótorvindingum, því eitt sinn var mixaður á hann gallonmælir úr olíubíl, sem telur 1 gallon við hvem hring og get ég því búið til spólur í mótorana með mun meiri hraða en í höndunum.“ En áfram með safnið, veistu hversu marga hluti þú átt? „Nei ég hef ekki hugmynd um það, enda er þetta nokkuð skipulagslaust ennþá og ýmislegt á ég í kössum sem ég á eftir að fara yfir. En þetta segir allt sína ákveðnu sögu, bæði af faginu sem slíku, en einnig er örugglega einhver saga og ævintýri í kringum hlutinn sjálfan, þó ég kunni ekki að segja hana nema að mjög litlu leyti.“ Nú rekur þú þitt eigið verkstœði, hvernig gengur það? „Ég verð að taka eitt skýrt fram: Mitt verkstæði heitir ekki Neisti og mun ekki gera það. Nafnið var selt dýmm dómum til Reykjavíkur. En ég er oft kenndur við Neista og það er ekkert nema til að vera stoltur af. Þegar þeir gömlu ákváðu að hætta og selja allt draslið var ekkert annað fyrir mig að gera en halda áfram. Ég vildi ekki kaupa húsnæðið því mér fannst það of stórt, og einnig leist mér betur á að byija ffá gmnni sjálfur. Það hefur tekið tíma að byggja þetta upp eins og ég vil hafa það, en þetta er allt að koma. Nú er ég nýfluttur í eigið húsnæði, en ég byggði svolítið stóran bflskúr við húsið og helmingurinn af honum er verkstæði. Ég vildi heldur byggja en kaupa, því þá gat ég haft þetta eftir mínu höfði. Reyndar tók þetta svolítið á, því allur frítími fór í þetta í heilt ár og gerði ég þetta mikið til einn. Nú er bara að reyna að klára að borga þetta upp, en það mætti alveg lifna yfir verkefnum. Við emm þrír einyrkjar í þessu fagi í Eyjum og mér heyrist flestir sammála um að deyfð sé í verkefnum og Ktið að hafa, eins og staðan er núna. Aftur á móti er ég nú kominn með mjög góða aðstöðu, raunar þá næststærstu í Eyjum. Svo færðu mig aldrei ofan af því að þetta er eina alvöra rafmagns- verkstæðið á almenna markaðnum í Eyjum, því hér er ekki viðkvæðið ef eitthvað bilar: „Ónýtt, henda þessu og kaupa nýtt,“ segir hann hlæjandi um leið og ég kveð og þakka fyrir kaffisopann. Benedikt Gestsson. SÁLARHORNIÐ Sársauki „Enginn getur sært þig, án þíns samþykkis!“ Eleanor Roosevelt Ég er ein af þeim sem þoli mjög illa líkamlegan sársauka, og reyni því eins og ég get að forðast hann. En þegar um andlegan sársauka er að ræða, virðist ég algjörlega ófær um að „sveigja“ frá honum, og það sem meira er, ég virðist festast þar! Kannast þú við þetta? Við emm mannleg og eðlilegt að áföll komi og að við finnum til, en það er óeðlilegt að dvelja í sárs- aukanum, eins og fakírinn sem velur að liggja á nagla! Óttar Guðmundsson læknir skrif- aði grein í Morgunblaðið „Legið á nagla“ sem fjallar um það „að dvelja í fortíðinni." Hann segir: „Margir em þeir sem liggja á nagla allt sitt líf. Þeir horfa um öxl og harma ótal ákvarðanir, sem eitt sinn vom tekn- ar...“ Og „Sumir lifa langa ævi á þessum nöglum fortíðarinnar og geta aldrei litið glaðan dag vegna sársauka og vanlíðunar, sem rænir þá lit daganna og ljósi sólarinnar." Við endumpplifum sársaukann sem minningin geymir aftur og aftur, og ákveðum samt að líta til baka. Það er enginn nema við sem gefum samþykki okkar að þessum pynting- um. Við emm að særa okkur sjálf, aftur og aftur! f bibh'unni segir írá konu Lots sem bjó í Sódómu hinni alræmdu. Hún fékk aðvömn þegar hún ásamt manni sínum og bömum flúði borgina rétt fyrir eyðingu hennar. Aðvömnin var „ekki líta til baka.“ Þegar þau á hlaupunum heyrðu hávaðann af eyðingu borgarinnar, óhlýðnaðist hún boðunum og leit við. Hún breyttist umsvifalaust í stein. Ef við lifum í fortíðinni, sífellt að líta um öxl, sífellt að gráta liðna daga þá fer eins fyrir okkur, við stöðnum. Hjartað verður að steinhjarta. Fortíðin er liðin, við getum ekki breytt henni, en við getum hugsanlega breytt viðhorfum okkar til dagsins í dag. Tekið ákvörðun um að „líta ekki til baka" í dag. Þegar kona fæðir er sársauki hennar mikill, eðlilega. Hins vegar þegar bamið er fætt dvelur hún ekki við minninguna af sársaukafullri fæðingu, heldur er athygli hennar öll á baminu og framtíðinni. Lista og handverkssýning í safnaðarsal Landakirkju í tilefni af lokahátíð kristnihátíðar í Kjalarness- prófastsdæmi verður opnuð Lista og handverkssýning í safnaðarsal Landakirkju föstudaginn 29. september kl. 19.00 Lista og handverksfólk í Vestmannaeyjum var gefínn kostur á að leggja fram verk sem tengjast kristinni trú. Séra Bára Friðriksdóttir sagði að margir kæmu að sýningunni með fjölbreytt verk. „Þar gefur að líta málverk, trélist, leir, hannyrðir og margt fleira forvitnilegt. Á meðal sýnenda eru bæði látnir og lifandi Vestannaeyingar. Einnig eru myndverk eftir börn úr Barnaskólanum sem unnin voru í myndmennt síðastliðinn vetur í tilefni af þúsund ára kristni á íslandi." Bára sagði að prófastur myndi setja sýninguna með nokkrum orðum, auk þess sem sóknarnefndarformaður tæki við gjöf sem söfnuðinum hafi borist. „Það er olíumálverk eftir Engilbert Gíslason frá byrjun þessarar aldar, en gefendur eru Ragnar og Gísli Engilbertssynir." Sýningin stendur frá 29. sept. til og með 8. okt. Hún verður opin 29. sept frá 19.00-21.00,30. sept á meðan á messukaffl stendur. Virka daga getur fólk komið við á meðan opið er í safnaðarheimilinu og á helgidögum verður hún til sýnis eftir sunnudagaskóla og guðsþjónustu. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum, fjölmenna i messu laugardaginn 30. sept. kl. 13:30 og njóta handverkssýningar og kaffiveitinga að messu lokinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.