Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 28. septembers 2000 Bókvitiá 'askana Skrítni dagurinn Ég þakka Bám kærlega fyrir áskorunina. Það verður að viður- kennast að lítill tími hefur gefist til lestrar nú í haust ef frá em taldar skólabækur, skólanámskráin og annað sem tengist starfinu. Þó finnst mér lestur vera eitt af því skemmti- legra sem ég get hugsað mér. Að hreiðra um sig með gott lesefni og verða vitni að því þegar „orðin fá vængi“ - eins og einhver orðaði það svo skemmtilega, það er toppurinn. Fyrst tilgangurinn með þessu pári er að segja frá góðum bókum sem viðkomandi hefur lesið koma fljótt nokkrar upp í hugann. Má þar nefna Tímaþjófinn e. Steinunni Sigurðar- dóttur, sem mér fannst með albrigð- um skemmtileg, og bók sem gefin var út hér á landi árið 1963 og heitir Blómin í ánni, e. Edita Morris. Segir sú bók örlagasögu tveggja japanskra systra sem lifðu af kjamorku- sprenginguna í Hírosima 6. ágúst 1945. Aðrar og nýlega lesnar em „Aður en þú sofnar" eftir Linn Ullmann. Var Linn þessi gestur á bókmenntahátíð hér á landi í haust og kom þá m.a. fram með mjög skemmtilegan samanburð á norræn- um kvensöguhetjum og þeim enskumælandi - okkur dætmm norðursins mjög í hag. Önnur bók sem skildi mikið eftir sig var bók Sindra Freyssonar, Augun í bænum. Segir þar frá ungum lækni sem strax að loknu námi snýr aftur í litla sjávarplássið þar sem hann ólst upp. Hulda Karen Róbertsdóttir er bókaunnandi vikunnar Á bókarkápu segir að þetta sé „...þroskasaga, ástarsaga og saga um glæp og refsingu...“. Sjálfri fannst mér stíll þessa unga rithöfundar slíkur að hrein unun var að lesa bókina og kemur ekki á óvart að hann hafí hlotið Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness árið 1998. Þessa dagana em nokkrar bækur á náttborðinu. Spennusagan Unholy Trinity, e. breska rithöfundinn Paul Adam. Fjallar hún um breskan fréttaritara á Italíu sem flækist inn í vef þar sem við sögu koma morð á presti, gömul falin skjöl frá fasistatímabilinu, nýfasistar og Vati- kanið. Allt mjög spennandi ! Önnur bók, er handbók um ólíkar kennslu- aðferðir sem nefnist Litróf kennslu- aðferða og er eftir Ingvar Sigurgeirs- son. Síðast en ekki síst er ég að endurnýja kynnni mín af Halldóri Laxness og er núna að lesa Bam náttúmnnar sem ég las fyrst á heitum sumardögum í Svíþjóð þegar ég var I4ára. Annars er ein bók sem ég hlakka mikið til að lesa þegar hún kemur út. Ekki er kominn titíll á hana ennþá en upphafið lofar góðu: SKRÍTNl DAGURINN. Það var helgi. Æ, æ sagði Hulda Karen (mamma) og dæsti, hún hafði hellt niður í FJÓRÐA skiptið á klukku- tíma, og hún sem hellir aldrei niður ( Mjög OVENJULEGT). ÞóraKristín (systir) átti að fara að hvíla sig og hún gerði það með glöðu geði. (EINNIG MJÖG ÓVENJULEGT). Þetta átti eftir að verða MJÖG SKRÍTINN dagur. Það vom FIMM FÓT- BOLTALEIKIR í sjónvarpinu þennan dag og Bergur Páll (pabbi) horfði ekki á einn einasta leik ( AL- VEG ÓTRÚLEGT)............... Höf. Áslaug Dís Bergsdóttir. Sem arftaka minn í bókaþáttinn skora ég á Hönnu Bjömsdóttur. Við erum keppnisfólk Kvennahandboltinn er hafinn. Lið ÍBV, sem varð íslandsmeistari á liðnum vetri, á erfiðan róður fyrir höndum vegna mikilla leikmannaskipta. Undanfarin ár hefur starfið kringum kvenna- handboltann að verulegu leyti hvílt á herðum þriggja fjölskyldna í Eyjum og Eyjamaður vikunnar er úr einni þeirra. Fulltnafn? Þorvarður Vigfús Þorvalds- son. Fæðingardagur og ár? 20. nóvember 1956. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Guðrúnu Ragnarsdóttur. Við eigum þrjú börn. Menntun og starf? Húsasmíðameistari og dúklagningameistari. Starfa aðallega við það síðarnefnda. Laun? Ágæt. Bifreið? Izusu Rodeo '93. Helsti galli? Spurðu Guðrúnu. Helsti kostur? Spurðu hana líka að þessu. Uppáhaidsmatur? Fiskur. Versti matur? Ég man ekki eftir neinu sem mér finnst vont. Uppáhaldsdrykkur? Vatnið. Uppáhaldstónlist? Elton John er í uppáhaldi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera í fríi með fjölskyldunni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hafa ekkert fyrirstafni. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Bjóða fjölskyldunni í ferð tilÁstralíu. Uppáhaldsstjómmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Börnin mín eru í uppá- haldi. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Já, ÍBV og Oddfellow. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir og spennu- myndir. Uppáhaldsbók? Ofvitinn eftir Þórberg. Hvað meturþú mest í fari annarra? Að menn séu þeirsjálfir. Hvað fer mest ítaugarnar á þér í fari annarra? Hið gagnstæða, sýndarmennska. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ætli Eyjarnar séu ekki fallegastar. Hve lengi ert þú búinn að vera viðloðandi kvennaboltann? Líklega ein tólf, fimmtán ár, ég man það ekki nákvæmlega. Eru miklar breytingar á liðinu í vetur? Geysilega miklar, sjö leikmennfamir af ellefu. En ístaðinn koma ungir og efnilegir leikmenn, ásamt þremur út- lendingum. Er stefnt að því að halda titlinum? Að sjálfsögðu. Það verður erfiður róður en við erum keppnisfólk og stefnum ótrauð að því. Eitthvað að lokum? Vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda í vetur og þakka fyrirliðinn vetur. Nýfaeddir ?cr Vestmannaeyingar Þann 28. maí eignuðust Guðbjörg Hermannsdóttir og Bela von Hoffmann dóttur. Hún vó 12 merkur og var 48 cm að lengd. Hún hefur verið skírð Emelía Margrét. Fjölskyldan býr í Gautaborg. Þann 6. september eignuðust Goremykina Kristina og Jósef Róbertsson dóttur. Hún vó 16 Vi mörk og var 55 cm að lengd. Hefur fengið heitið Tanya Rós. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Á döfírmt 4* 29. sept. Opnun handverkssýningor safnaðorsal Landakirkju Id. 19.00 30. sept. Uppskervhátíð Skólagarðanna í Löngulág kl. 10.00. Foreldrar mega koma með! 30. sept. Héraðslundur Kjalamessprófastsdæmis í SafnaðarheimiliLandakirkjukl. 09.00- 12:00 30. sept. 30. sept. Lundaballið í umsjá Elliðaeyinga og 1. okt. Námskeið í list- og sköpunargáfu á vegum KÍ haldið á Hallveigarstöðum 30. sept. Vígsla söguminjasvæðis í Vestmannaeyjum við Skansinn. K\. 15.30. Allir á svæðið. 30. sept. Bændaglíman í golfi. Síðasta slórmót ársins. 02. okt. Heilsuefíing í Leikskólum. Fyridestur í Bamaskólanum kl. 20.00 03. okt. Skóvinnustofa Stefáns heldur upp á 25 ára afmælið. Allir í veislu á stofuna. 02.-04. okt. Seinni hluti náms í Ökuskóla Vestmannaeyja 04. okt. Fyrsta kyrrðarstund vetrarins við orgelleik í Landakirkju. Kl. 12.00 04. okt. Félagsfundur Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, kl. 20.00 05. okt. Foreldramorgnamir í Landakirkju byrjaðir, kl. 10.00 05. okt. Undirbúningsnámskeið fyrir veiðimenn í Rannsóknasetrinu kl. 18.00 08. okt. Tónlistarmessa með Tónsmíðafélaginu í Safnaðarheimilinu kl. 20.00 11. okt. Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags kl. 20.00 12. okt. Bjórhátíð á Mánabar, stendur í þrjá daga! 14. okt. Eyjar 2010. 14. okt. Grillveosla ÍBV-íþróttafélags við Þórsh. Id. 20.00 15. okt. Poppmessa í Landakirkju kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.