Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 28. september 2000 Siguróur Jökull Ólafsson er26ára og hefurverió aó læra heimilda- Ijósmyndun við Háskólann í Wales undanfarin misseri. Hann kom til Eyja í byrjun ágúst til aó vinna aó lokaverkefni sínu vió skólann og svo aftur 16. september og veróur í Eyjum til 2. október við myndatökur og segir aó hann eigi eftir aó koma nokkrum sinnum enn vegna verkefnisins. Siguró Jökul rak á fjörur blaóamanns á Standveginum og baó hann um viðtal í framhaldi af þeim reka. Þaö var auösótt mál og fer spjallið hér á eftir. Sigurður Jökull segir að áhugi hans á ljósmyndum hafi vaknað í kringum 1993, en það ár lauk hann stúdents- prófi frá MR „Ég hafði áhuga á að fara í kvikmyndagerð, en af ein- hverjum ástæðum, sem rekja má til forvitni og ævintýraþrár, ákvað ég að snúa mér að ljósmyndun. Nú, það má líka segja að ég sé úr listhneigðri fjölskyldu, en móðir mín er Sigríður Sigurðardóttir listmálari og fósturfaðir minn er danski myndlistarmaðurinn Per Fritzner Jörgensen. Afi minn er Klemens Jónsson leikari, þannig að það lá vel við að fara í eitthvað sem tengdist listinni." Sigurður hélt vestur á Bíldudal eftir stúdentinn. Hann bjó þar í hálft ár og vann við smíðar og laxeldi. „Ég fór svo í skóla í Stokkhólmi árið 1994 og lærði ljósmyndun þar í eitt ár, en hélt síðan til Danmerkur og var þar nokkum tíma. Ég fór til Englands árið 1998 og er þar enn, en ég er ekki að læra ljósmyndun, sem slíka, heldur er námið miklu sérhæfðara. Þetta er eini skólinn í Evrópu og einn af þeim fáu í heiminum þar sem aðaláherslan er á heimildaljósmyndun, en námið byggir á hefð sem kennd er við Magnum ljósmyndara, en í henni felst að segja sögu með ljósmyndum, með litlum eða engum texta.“ Er þetta spennandi svið Ijósmynd- unar? „Mér finnst þetta bara hið eina rétta. Auðvitað ber ég fulla virðingu fyrir öðrum greinum ljósmyndunar, þannig að þegar ég segi hið eina rétta á ég við það eina rétta fyrir mig. Ég get ekki hugsað mér neitt annað. Heimilda- ljósmyndun snýst um líðandi stund í heiminum og hvað fólk er að gera í umhverfi sínu. Þannig að ég er fyrst og fremst að taka mannlífsljósmyndir, en inn í þetta fléttast allt mögulegt annað, til dæmis landslag og umhverfi sem maður reynir að tengja saman. Reyndar hefur heimildaljósmyndun í dag breyst aðeins, vegna þess að * \\ Ein mynda Sigurðar Jökuls sem hann tók af lundaveiðimanni í Brandinum í sumar. Vestmannaeyjar eins og samnefnari fyrir ísland - segir Sigurður Jökull Ólafsson heimildaljósmyndari listræn ljósmyndun er farin að fléttast svolítið við hana. Þannig að það eru til margir heimildaljósmyndarar, sem taka aldrei myndir af fólki, heldur aðeins hlutum og segja sögu út frá því. Einn af prófessorunum við skólann tekur ekki mikið af myndum af fólki. Hann tók til dæmis myndir af lögreglustöð í Belfast, þar sem hann studdist við tákn og slíka hluti. Hann sýnir hins vegar myndir sínar aðallega í galleríum." Nú er eðli heimildarkvikmynda að vinnsla þeirra tekur langan tíma og stundum mörg ár, er ekki slíkt hið sama um heimildaljósmyndina að segja? ,dú þetta er mjög langt ferli. Hugmyndin um Vestmannaeyjar kviknaði hjá mér fyrir um tveimur árum. Síðan hef ég verið að undirbúa jarðveginn, tala við fólk og skipu- leggja tímann. Þetta ferli er þess vegna ekki alltaf spuming um að vera með myndavélina á lofti, heldur er maður í mikilli upplýsingaöflun, því maður verður að kynna sér vel umhverfið og mannlíftð." Sigurður Jökull segir að Vest- mannaeyjar hafi orðið fyrir valinu vegna þess hversu heillaður hann var af því hvemig Vestmannaeyjar í smækkaðri mynd em eins og sam- nefnari fyrir Island. „Það er þessi nálægð við náttúruöflin, eldfjöllin sjóinn, fiskinn. Þannig að í raun og vem er ég líka að fjalla um það sem er að gerast á Islandi og fyrir mér er þetta eins og óður til íslands." En þitt Ijósmyndaauga, ef svo má segja, hlýtur þó að nema einhver sérkenni Vestmannaeyja? ,Jú, jú. I Eyjum er margt sem hvergi finnst annars staðar, eins og lundaveiði og úteyjalíf og auðvitað verður ekki horft framhjá sérkenn- unum.“ Nú er Ijósmyndun dýrt fyrirtœki, hvemigfjármagnarþú þetta verkefni? „Ég hef íjármagnað verkefnið með vinnu, svo er ég með umboðs- skrifstofu úti. Hins vegar er á þessu stigi eingöngu um kostnað að ræða og ég fæ ekkert til baka fyrr en ég sel verkið, sem ég hef góða von með að geta. Þeir á Morgunþlaðinu hafa verið mjög áhugasamir. Einnig hef ég ágætis sambönd úti í London. En þegar fram líða stundir vona ég að geta safnað myndunum í eina bók og gefið út.“ Sigurður segir að þó nokkur samkeppni sé í þessari tegund ljós- myndunar, að minnsta kosti á Englandi. „Hér heima er þetta eigin- lega óplægður akur, eitthvað hefur verið um að erlendir ljósmyndarar komi hingað til að taka heimilda- ljósmyndir. Það eru samt til mjög góðir heimildaljósmyndarar á íslandi. Þessi tegund ljósmyndunar hefur mjög mikið gildi upp á síðari tíma. Ef maður skoðar myndir sem teknar voru á síðustu öld, standa þær myndir upp úr sem sýna það sem var að gerast í samfélaginu á þeim tíma Þær myndir hafa mest gildi, vegna þess að þær sýna atburði sem ekki verða endurteknir né koma aftur.“ En samkeppnin við aðra miðla og þá sérstaklega videóið og kvikmyndina? „Heimildaljósmyndun hefur verið á undanhaldi miðað við það sem áður var. Virt tímarit eins og Life Magazine var á sínum tíma stærsta blaðið fyrir heimildaljósmyndir. Önnur blöð birta einnig mun minna af slíkum myndum, vegna þess að fólk er búið að sjá myndina í sjónvarpi. Efni fyrir sjónvarp er unnið á miklu skemmri tíma og verður fljótt gömul saga þegar hún birtist í blaði eða á bók. I sjónvarpi er hins vegar kannski ekki verið að birta bestu myndina. Dæmi um þetta er þegar verið var að birta myndir frá stríðinu í Kosovo. Þá voru menn að selja myndir sem teknar voru á vídeótökuvélar bæði fyrir sjónvarp og í blöðin, en það segir sig sjálft að menn ná engan veginn sömu gæðum.“ Þú nefndir galleríin áðan, eru þau jafn stór vettvangur heimilda- Ijósmynda eins og tímarit og blöð? „Ég held að í framtíðinni verði þessi vettvangur aðallega í galleríum og bókum. Að sjálfsögðu birta stóru blöðin úti ágætt úrval góðra ljósmynda í helgarútgáfum sínum eftir ljós- myndara eins og Sebastian Salgado og fleiri. Það að segja sögu með ljós- mynd er að hún nái til sem flestra. Vandamálið er að hópurinn sem kaupir ljósmyndabækur og fer í galleríin er hins vegar lítill og mynd- imar ná þess vegna síður til fjöldans." Hvað er það sem þatfað prýða góðan heimildaljósmyndara ? „Það getur verið erfitt að svara því. Hann verður þó að hafa gott innsæi á það sem er að gerast í kringum hann. Hann verður að hafa hæfileika til að sjá út myndir í umhverfmu og að segja sögu með myndum. En kannski og ekki síst að þá verður hann að hafa gaman af því að umgangast fólk.“ Sigurður Jökull segir að Vest- mannaeyingar hafi tekið sér mjög vel. „í þessari töm verð ég til 2. október og á eftir að koma nokkmm sinnum enn. Vestmannaeyingar em mjög góðir heim að sækja, en ég ætla mér um eitt ár í þetta verkefni," sagði Sigurður Jökull að lokum. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.