Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 28. september 2000 Atti ekki von á að hún gœti staðið á eigin fótum -segir taðir Þóru Magnúsdóttur, íbúa á Sambýlinu Bnsogsagtvarfráí Fréttum í síðustu viku hélt sambýlið upp á tíu ára afmæli sitt. í tilefni afmælisins var tekið hús á Magnúsi Kristinssyni og Lóu Skarphéðinsdóttur, en dóttir þeirra, Þóra hefur búiö á sambýlinufrá 1998. og hefur unað sér mjögvel þar. Lóa Skarphéðinsdóttir og Magnús Kristinsson eiga 27 ára dóttur, Þóru, sem búið hefur á sambýlinu frá því í febrúar 1998. Þau segja að þegar komið hafi til tals að sækja um pláss á sambýlinu fyrir Þóru á sínum tíma hafi Magnús ekki viljað taka það í mál. „Ég fann því allt til foráttu og tíncli til alla vankanta þar á. Ég sá aldrei fyrir mér að Þóra gæti staðið á eigin fótum og þyrfti alltaf að vera undir handarjaðri fjölskyldunnar og móður sinnar sérstaklega. Ég taldi hana ekki hæfa til þess að vera einstakling, sem byggi niðri í bæ, vegna þess að hún þyrfti svo mikla umönnun. En þegar búið var að sannfæra mig um að hún prófaði að búa þarna, þá segi ég fyrir mig að þetta er alveg stórkostlegt, og hún er yfir sig ánægð. Það kom því á daginn þegar hún flytur í sambýlið að henni líður það vel að varla heyrist í henni og hún vill bara vera þar. Og þegar hún kemur í heimsókn til okkar núna er hún nánast alltaf á klukkunni til þess að vita hvort ekki eigi að fara að skutla henni aftur niður eftir. Hún finnur sér alltaf eitthvað til dundurs og við höfum aldrei heyrt hana tala um að henni fyndist leiðinlegt eða að henni liði illa.“ Lóa segir þessi viðbrögð eðlilega tilhneigingu foreldra til þess að vemda bömin sín og ekki síst ef þau em fötluð. „Við verðum hins vegar líka að horfast í augu við að við emm ekki eilíf og miklu líklegra að við munum yfirgefa heiminn á undan henni. Þess vegna var það alltaf mín hugsun að hún kæmist í ömggt skjól. Það er heldur ekki hægt að ætlast til að systkini fatlaðra taki þau að sér, þegar þau em sjálf komin með sína fjöl- skyldu. En systkini fatlaðra hafa oftast þurft að taka mikið tillit við að alast upp með fötluðum einstaklingi. Ég var líka búin að kynnast sambýlinu betur en Magnús í gegnum Þóm. Myndin er tekin í afmælisveislu sambýlisins: Fr. v. Magnús Kristinsson, Þóra Magnúsdóttir móðir Magnúsar og amma Þóru og svo nafna hennar sem er lengst til hægri. Magnús og Lóa: „Við erum þakklát og stolt af henni, og hversu vel hún stendur sig við núverandi aðstæður Strax þegar sambýlið opnaði, en þá var hún 17 ára, var hún l'arin að tala um að hana langaði til þess að flytja í sambýlið. Á þeim tíma fannst mér að 17 ára fullfrískur einstaklingur hefði ekki þroska til þess að fara að heiman, hvað þá fatlaður einstaklingur. Þess vegna var þetta ekki inni í myndinni hjá mér þá. En hún sótti þama niður eftir, enda þekkti hún krakka sem bjuggu þar og var að fara þangað í heimsóknir.“ Lóa segir því að hún hafi frekar séð sambýlið sem lausn fyrir Þóm. „Þegar hún var flutt inn þurfti ekki langan tíma til þess að sannfæra okkur um að þetta væri hið eina rétta.“ Magnús segir að á meðan á þessu hafi staðið og þau verið að bíða eftir svari við umsókn hennar, hafi þau farið að tala um þetta við Þóru. „Þegar við sögðum henni að til stæði að hún gæti fengið inni á sambýlinu var mikil unun að hlusta á hana segja frá væntingum sínum til þess. Nokkmm dögum seinna var hún nánast búin að kortleggja allt, hvemig hún ætlaði að haga hlutunum. Hún virtist alveg vera búin að brynja sig fyrir hugsanlegum söknuði okkar og það virtist ekki vera í huga hennar. Húnn ætlaði að fara og trúði að lífið yrði bjart og skemmtilegt. Það var svo merkilegt hversu ákveðin hún var sjálf og í góðu jafnvægi." Lóa segir að Þóra hafi verið mjög háð henni, því auðvitað hafi lífið snúist mikið um hana og að hún hafi að vissu leyti verið ofvemduð. „Svo kom í ljós þegar hún var að fara að ég var miklu háðari henni en hún mér. Þannig að þetta var og er heilmikið sorgarferli sem foreldrar ganga í gegnum, þegar fatlaður einstaklingur fer að heiman. Það gat því verið mjög erfitt fyrir mig að sjá hana kannski eina á gangi niðri í bæ. En auðvitað hefur þetta þroskað okkur og ánægju- legt að sjá hversu mikið sjálfstæði hún hefur öðlast og er betur undir lífið búin með því að geta slitið tengslin að einhverju leyti við okkur, alveg eins og gerist með heilbrigða einstaklinga." Nú er eitt af markmiðum sambýlisins að gera íbúum þess kleift að öðlast sjálfstœða búsetu, hvernig metið þið það markmið gagnvart Þóru? „Það er kannski sama meinlokan hjá okkur, eins og þegar kom til tals að hún flytti á sambýlið á sínum tíma,“ segir Lóa. , Jig get ekki á þessari stundu séð að svo verði,“ segir Magnús. „Mér finnst vanta töluvert upp á það. Maður finnur ekki að hún sé að vinna sig út í að geta verið sjálfstæð manneskja úti í lífinu. Við emm bara þakklát og stolt af henni og hversu vel hún stendur sig við núverandi aðstæður." Lóa segir að einn þröskuldurinn varðandi sjálfstæða búsetu sé að Þóra sé líka flogaveik. „Maður vill þess vegna ekki vita af henni einni. Það myndi valda okkur miklu meira álagi að vita af henni í sjálfstæðri búsetu af þeim sökum. Hún vill heldur ekki taka það skref sjálf og sýnir enga viðleitni í þá átt. Það er líka félags- skapurinn sem hún sækir í og stemmningin sem er á sambýlinu og hún vill vera hluti af. Hún er líka mjög meðvituð um að sambýlið sé hennar heimili og ef hún kemur til okkar til dæmis eins og á jólum, hefur henni legið mjög á að komst á sitt eigið heimili aftur. Hún vill koma til okkar en ekki til að vera lengi. Þannig hefur hún algerlega slitið þau bönd, eins og heilbrigðir einstaklingar gera.“ Magnús bætir einnig við að Þóra vinni í fjóra tíma á hjá Isfélaginu, sem ekki sé síður mikils virði. „Við erum yfir okkur þakklát því fólki sem þar vinnur með henni og hversu vel henni hefur alltaf verið tekið þar. Það er okkur mikill léttir að vita af því að hún fari í vinnu á hverjum morgni og það er henni mikils virði að vera metin að verðleikum í starfi. Starfsfólkið þar tekur stórkostlega á móti henni og allir eru miklir vinir hennar. Það hafa allir liðsinnt henni og það hefur hjálpað henni mikið við að komast í gegnum vinnuna.“ Lóa segir að Þóra hafi mjög marga góða kosti og margt sem hún geti gert vel. „Hún er til að mynda mjög reglu- söm og samviskusöm og er mjög umhugað um umhverfi sitt og það sem hún gerir. Það er mjög mikilvægt að fatlaðir einstaklingar búi við ákveðna festu, reglu og öryggi og það hefur hún öðlast í sambýlinu og á sínum vinnustað.“ Lóa vildi líka koma því að hversu Vestmannaeyingar eru vel settir varð- andi aðbúnað fatlaðra. „Við þekkjum það af öðrum stöðum úti á landi þar sem þessir einstaklingar fá nánast enga þjónustu. Það er ekki bara að Þóra hafi húsaskjól í sambýlinu og allt sem því fylgir, heldur líka hina svo- kölluðu liðveislu sem hún hefur tvisvar í viku. Hér er líka boðið upp á akstur fyrir fatlaða og sú þjálfun og þjónusta sem boðið er upp á í Meðferðarheimilinu í Búhamri fyrir yngri böm er einstök í svona litlu bæjarfélagi Eftir að Þóra fór að njóta þjónustu bæjarins þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af henni félagslega Hún unir vel við sitt. Þetta öryggi skiptir að sjálfsögðu ekki minna máli fyrir foreldrana en hinn fatlaða einstakling," sögðu Lóa og Magnús að lokum. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.