Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 28. september 2000 Eyjar 2010: Undirbúningsfundur ungs fólks í Reykjavík Frá undirbúningsfundinum sem haldinn var í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag, þar sem fólk skeggræddi um framtíð Eyjanna. Bæjarráð styrkir ekki samkynhneigða Fyrir fundi bæjarráðs á mánudag lá bréf frá Samtökunum 78 þar sem leitað er eftir styrk að upphæð kr. 50 þús. til stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa. Nokkuð árvisster að slíkt erindi berist á haust- mánuðum inn á borð bæjaryfir- valda frá þessum samtökum samkynhneigðra á íslandi. Fram til þessa hefur þeim erindum verið hal'nað og að þessu sinni varð engin breyting á, eða eins og segir í fundargerð bæjarráðs: „Bæjarráð geturekki orði við erindinu.“ Frítt lið á hafna- sambandsþing Ársfúndur Hafnasambands sveitar- félaga verður að þcssu sinni haldinn á Akureyri dagana 12. til 13. okt. nk. Fulltiúar Vestmannaeyjahafnar verða þeir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri og formaður hafnar- stjómíir, Ólalúr Kristinsson, hafnar- stjóri, Hallgrímur Tryggvason og Valmundur Valmundsson. Vara- fulltrúar eru þeir Ásmundur Frið- riksson og Hörður Þórðarson. Heimilt að hefja lax- eldi Fyrr í sumar barst hafnarstjórn erindi frá Fiskeldisfélaginu íslands- laxi hf. þar sem lýst er áhuga fyrir að hefja sjókvíaeldi á laxi í Klettsvík. Á fundi hafnarstjómar í síðustu viku var samþykkt að heimila íslandslaxi að hefja slíkt eldi í Klettsvík eftir nánara sam- komulagi um staðsetningu. Hækkuð gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Á síðasta fundi íþróttaráðs var samþykkt ný gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðina en gjaldskrá hennar hefur verið óbreytt frá 15. janúar 1997. Helstu breytingar eru þessar, (eldra verð í sviga): Sund, fullorðnir: 10 miða kort 1500 kr. (1200) 30 miða kort 3900 kr. (3000) árskort 18000 kr. (17000) hálfsárskort 9000 kr. (nýr kostur) eittskipti 200 kr. (160) Sund, börn: lOmiðar 500 kr. (350) eittskipti lOOkr. (70) Líkamsrækt: 20 miða kort 6000 kr. (4000) 3 mán. kort 9000 kr. (nýr kostur) eitt skipti 400 kr. (300) Sólarlampi: 10 núða kort 4200 kr. (3500) eitt skipú f.h. 400 kr. (420) eitt skipti e.h. 500 kr. (420) Gufubað: 20 miða kort 6000 kr. (4000) eitt skipti 400 kr. (300) Leiga á handklæði og sundlötum: 200 kr. (170) Tilfærsla fundar vegna ráðstefnu Á fundi bæjarráðs, fyrr í þessum mánuði, var ákveðið að næstu fundir bæjarstjórnar yrðu haldnir 5. október og 2. nóvember nk. Nú hefur fundurinn, sem átti að vera 2. nóvember, verið færður til 31. október þar sem fjármálaráðstefna sveitaifélaga verður haldin dagana 2. og 3. nóvember. Síðstliðinn fimmtudag var haldinn undirbúningsfundur Vestmanna- eyinga sem búa á Stór-Reykja- víkursvæðinu og ætla að taka þátt í ráðstefnunni Eyjar 2010 sem haldin verður í Týsheimilinu 14. október næstkomandi. Undirbúnings- fundurinn var haldinn á veitinga- staðnum Klaustrinu, en um þrjátíu manns komu á fundinn og sýnir það vel hversu mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni. Fundarmenn voru mjög ánægðir með þetta ráðstefnuframtak, en fund- armenn voru bæði námsfólk og ungt fólk sem lokið hefur námi og er í vinnu á Reykjavíkursvæðinu. Töldu allir frumkvæðið mjög gott ekki síður en þarft. „Það þarf að skapa jákvæða umræðu í samfélaginu til mótvægis við hið neikvæða, sem allt virðist vera að drepa í drórna," eins og fundar- menn komust að orði. Þeir hópar sem myndaðir vom á undirbúningsfundinum í Reykjavík munu meta stöðu Vestmannaeyja út frá sjónarmiðum borgarsamfélags og þéttbýlis undir yfirskriftinni „Horft heim til Eyja.“ Hópamir munu taka fyrir öll þau viðfangsefni sem hópamir í Eyjum fjalla um, en frá áðumefndum sjónarhóli. En eins og skýrt hefur verið frá em þemu hópanna: Atvinnumál og viðskipta- tækifæri, mannlíf og menning, lífsgæði og ný viðhorf, samgöngur og ferðamál, frítími og fjölskyldan, menntun og íþróttir. Hópamir hafa allir hafið störf og miðað við áhuga þátttakenda er ljóst að ráðstefna af þessu tagi er löngu tímabær. Hópamir munu svo vinna úr hugmyndum sínum á ráðstefnunni, skiptast í vinnuhópa og skila niður- stöðum að lokum. Niðurstöðumar verða svo kynntar í prentuðu máli, en einnig mun verða opnuð vefsíða: http://www.eyjar2010.eyjar.is Á vef- síðunni sem gert er ráð fyrir að muni verða komin á netið næstkomandi föstudag verður skoðanaskiptasvæði, þar sem fólk getur opnað hug sinn og lagt fram hugmyndir og ekki síður fylgst með fréttum af hópastarfmu. Upplýsingar um gang ráðstefnunnar munu einnig verða settar á síðuna á meðan á ráðstefnunni stendur. Ráðstefnan verður eins og áður sagði 14. október. Látí nú allt ungt fólk í sér heyra; framtíðin er ekki bara í höndnum þeirra sem nú fara með stjóm. Framtíðin er í höndum þeirra sem vilja og þora að opna fyrir skoðanir sínar, ekki seinna en strax. Nú er tækifærið. Rólegheitavika Mjög rólegt var í liðinni viku hjá lögreglu og engin alvarleg atvik sem upp komu. T.d. bárast engar kærur vegna líkamsmeiðinga né heldur vegna þjófnaða eða skemmdarverka. Helgin var líka einkar róleg enda margir tjar- verandi úr bænum vegna bikar- úrslitaleiksins. Ekki þótti heldur sérstök ástæða til hátíðahalda að honum loknum þannig að lögregla þurfti ekki að hafa viðbúnað vegna þess. Námskeið fyrir veiðimenn Rétt er að benda veiðimönnum á hæfnisnámskeið sem haldið verður í Vestmannaeyjum 5. október nk. og lýkur með hæfnisprófi. Slík námskeið verða allir veiðimenn að sækja, sama hvort er um að ræða skotveiðimenn, þá sem veiða með háf eða í gildrur. Þessi námskeið era aðeins haldin einu sinni á ári á hverjum stað og veiðikort era aðeins gefin út til handa þeim sem sótt hafa þau og lokið hæfnisprófi. Þetta námskeið er nánar auglýst í blaðinu í dag, það tekur aðeins fjórar klukkustundir og kostar sex þúsund kr. Nánari upplýsingar er að fá á Lögreglustöðinni, þar fást líka þau gögn sem nota þarf auk þess sem unnt er að skrá sig þar. Fylgst með umferð og útivist Að undanfömu hefur lögregla haft virkt eftirlit með umferðinni við grannskólana, fylgst með aksturs- lagi og hraða, ekki síst við gang- brautír. Þá hefur einnig verið fylgst vel með því að reglur um útivist bama og unglinga séu virtar og talsvert um að ungu fólki hefur verið vísað heim, fólki sem verið hefur á stjái eftír að löglegum útivistartíma þess hefur verið lokið. Lögreglumaður, sem rætt var við, segir að yfirleitt taki það sept- embermánuð að viðkomandi átti sig á þeint reglum, síðan virðist hægjast um í þeim efnurn. Klippur á lofti í vikunni voru númer klippt af átta bifreiðum. ýmist vegna vangold- inna bifreiðagjalda eða að þær höfðu ekki verið færðar til skoð- unar. Lögregla biður bifreiðaeig- endur um að kippa þeim máluin í lag, að sögn lögreglumanna er það með leiðinlegri verkum sem þeint eru falin. þegar þeir era sendir af stað með klippurnar. Bæjarráð styður stjórn Herjólfs Fyrir fundi bæjanáðs á mánudag lá afrit af bréfi stjómar Herjólfs hf. til vegamálastjóra, þar sem leitað er upplýsinga um þær tölur og for- sendur sem kostnaðaráætlun Vega- gerðar ríkisins byggir á, vegna útboðs á rekstri Heijólfs. Bæjarráð tekur undir það erindi stjómar Heijólfs hf. Uni síðustu helgi komu í heimsókn til Eyja þeir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri í Reykjanesbæ og Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri. I fylgd með þeim voru tveir slökkviliðsmenn frá Lindsberg í Svíþjóð, þeir Zamo Kristiansen, slökkviliðsstjóri og Harry Birgerson, aðalvarðstjóri. Lindsberg er milli Gautaborgar og Stokkhólms og er íbúafjöldi á svæðinu um 25 þúsund manns. Gestirnir fylgdust með reykköfunaræfingu slökkviliðsins hér og veltu fyrir sér útkallsstyrk á fyrstu mínútum útkalls en lágmarksreglur hafa verið settar um slíkt í Svíþjóð. Þær reglur tilgreina nákvæmlega lágmarksútkallsstyrk og útkallstíma í Svíþjóð, með tilliti til útkallssvæða í dreifbýli og stærri borgum. Á myndinni eru, frá vinstri: Harry Birgerson, Jón Guðlaugsson, Sigmundur Eyþórsson, Elías Bald vinsson og Zamo Kristiansen. FRETTIR 8 tgefandi: íVjspHQt dif. VestBHnrBeyjim. RLhstrj ri: nar ter arsscn. Bla amenn: toedikt Gsstsscn & SLgurgeir J nsscn. " r ttír: Jóel us lirpscn. 'byrg armenn: rrar Gar arsscn & G sli Vblt ssan. Erarivima: Eyjcprent dtf. VestiranrBe/juti. A ætur ritstj rrar: Straniegi 47 n. h . SmL: 481-3310. M^rclriti: 481-1293. tfetfang/rafp stur: fæetLtS^óar.is. Vfeffang: http/Aww.eyþftettir.is. FR TTIR tara œt alla fmntirkp. Bla i a: selt Itekrift og eimig laras lu Himinm, Kletti, ''feLtirgadÆlniri Eri arh fn, TVistinm, ftnigo, KrSri, V rual, Iferj Ifi., Elugval larverslunimi, Ihnganun, S lusManin Eri arh fn. " Re^kjav k: hjÆ Efeæ St ragar i cg Flugta: urá Æ Efe^cjav kurflugveillL. FR TTIR eru praita ar 2000 eint kum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.