Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Síða 2
2 Frcttir Fimmtudagur 5. október 2000 Tilboði frá Linuhönnun tekið A síðasta futuli í stjóm Bæjarveitna var rætt uni framtíðarrekstrarfonn Sorpeyðingarstöðvarinnar. Þar lagði veitustjóri fram upplýsingar um útboð á sorpeyðingu í Vest- mannaeyjum og sölu á Sorp- eyðingarstöðinni en rekstrarsamn- ingur við Gámaþjónustu Vest- mannaeyja gildir til ársloka 2002. Tvö tilboð lágu frammi vegna gerðar útboðsgagna fyrir Sorpeyð- ingarstöðina, annað frá VSO- Deloitte & Touche ráðgjöf, og hitt frá Línuhönnun - verkfræðistofu. Verkefnið felur í sér greiningu og útlistun á gögnum, vinnu við gerð útboðsgagna og yfírferð og útreikn- inga á innsendum lilboðum. Stjóm Bæjarveitna hefur falið veitustjóra að ganga til samninga við Línuhönnun um gerð útboðs- gagna, samkvæmt tilboði fyrir- tækisins en það er kr. 417.150 auk vsk. Hagnaður upp á 1,7 milljónir Lagt hefur verið fram yfírlit yfir rekstur Bæjarveitna Vestmannaeyja fyrir tímabilið 1. jan.-31. ág. 2000 og stöðu efnahags í lok tfmabilsins. Þær tölur líla þannig út, í milljónum króna: Heildartekjur 336,9 Almenn rekstrargj. 246,9 Afskriftir 53,1 Fjármagnsgj. neltó 35,2 Rekstrarhagnaður 1.7 Breytingar á kennaraliði Fjórir nýir kennarar hófu störf við grunnskólana í Vestmannaeyjum í haust. í 100% stöðu voru ráðin þau Maigrét Ingadóttir grunnskóla- kennari, Andrés Sigurvinsson grunnskólakennari og Hermann Christiansen leiðbeinandi. Selma Ragnarsdóttir, framhaldsskóla- kennari, var ráðin sem stunda- kennari f 33,3% stöðu. Þá hefur Jóna Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri Bamaskólans, sagt stöðu sinni lausri frá 1. október og Rósa Signý Baldursdóttir, kennari við Bama- skólann, sagt sinni stöðu frá og með sama tíma. Fádæma rólegheit Lögregla segir einkar rólegt hafa verið í bænum í liðinni viku, færslur í dagbók aðeins 96 sem er mjög lítið. Þó voiu fjögur skemmdarverk kærð til lögreglu í vikunni, þar af þrjú rúðubrot. Tvær líkamsárásir Um helgina voru tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu. í annarri þeiira var beitt hnífi en ekki hlutust þó alvarleg meiðsl af. f hinni var ráðist aftan að konu á veitingahúsinu Lundanum, aðfaranótt sunnudags og hlaut hún áverka á hálsi af því. Vitni að þeirri árás em vinsamlega beðin að gefa sig fram við lögreglu. Merkir athafna menn kveðja í gærmorgun létust í Vestmanna- eyjum Sigurður Einarsson forstjóri ísfélagsins og Kristinn Pálsson fyrrum útgerðarmaður og skip- stjóri. Sigurður Einarsson var fæddur í Reykjavík þann 1. nóvember 1950, sonur Svövu Ágústsdóttur og Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Sigurður var lögfræðingur að mennt en lögfræðin varð aldrei hans starfsvettvangur því hann einbeitti sér að útgerð og fiskvinnslu. Hann fluttist til Eyja eftir gos og var forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar frá 1975 til 1992 að ísfélag og Hraðfrystistöðin sameinuðust undir nafni Isfélagsins og var Sigurður forstjóri félagsins. Því starfi gegndi hann til dauðadags. Sigurður átti sæti í bæjarstjóm Vest- mannaeyja og var formaður bæjarráðs þegar hann lést. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sat í stjóm samtaka og félaga tengdum sjávarútvegi. Sigurður var kvæntur Guðbjörgu Matthíasdóttur og eiga þau fjóra syni, Einar, Sigurð, Magnús og Kristin. Kristinn Pálsson var fæddur í Vest- mannaeyjum 20. ágúst 1926, sonur Páls Sigurgeirs Jónassonar skipstjóra og útgerðarmanns og Þórsteinu Jóhannsdóttur frá Þingholti. Kristinn var lengi skipstjóri og út- KRISTBVN Pálsson. SIGURÐUR Einarsson. gerðarmaður á Berg VE. Hann var meðal stofnenda útgerðarfélagsins Bergs-Hugins ehf. sem varð til þegar togarinn Vestmannaey var keyptur árið 1973. Veitti hann félaginu forstöðu fyrstu árin og varð síðar stjómarformaður. Hann sat einnig í stjórn ísfélags Vestmananeyja hf. og var síðar formaður þar til margra ára. Meðal trúnaðarstarfa sem hann gegndi má nefna formennsku í Út- vegsbændafélagi Vestmannaeyja, hann var stjómarmaður í Lífeyrisjóði Vestmannaeyja auk þess sat hann lengi í stjóm Landssambands íslenskra útvegsmanna. Kristinn var kvæntur Þóm Magnús- dóttur og eiga þau fjögur böm, Magnús, Jónu Dóra, Berg Pál og Birki. HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnesprófastsdæmis var haldinn í Safnaðarheimilinu á laugardaginn. Um leið var haldin og handverks- og listmunasýning í Safnaðarheimilinu og var þetta lokaatriði kristnihátíðar í prófastsdæminu. Sérstök hátíðarmessa var haldin á laugardag, þar sem séra Kristján Björnsson prédikaði, séra Bára Friðriksdóttir þjónaði fyrir altari og Hátíðakór Vestmannaeyja söng, ásamt því að Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Söngstjóri var Guðmundur H. Guðjónsson en honum til aðstoðar voru organistarnir Einar Órn Einarsson og Úlrik Ólafsson. Heimalist færir út kvíarnar Gallerí Heimalist er um þessar mundir að halda upp á tíu ára afmæli sitt. Galleríið er í dag elsta starfandi handverksgallerí á land- inu. f tilefni þessara tímamóta verður opnaður nýr myndlistarsalur (a.m.k. fram að áramólum) að Bárastíg 9 við hliðina á handverksbúðinni þar sem sýnd verða verk eftir myndlistarfólk sem búsett er í Vestmannaeyjum. Myndlistrafólki hefur farið fjölgandi í Gallerí Heimalist. Vegna ljölbreytni og mikils úrvals af handverki norðan megin, sárvantaði veggpláss til að gera myndlistinni hærra undir höfði. Nýi myndlistarsalurinn hefur hlotið Listakot. Gallerí Listakot verður opn- að formlega laugardaginn 14. október með alþjóðlegri sýningu fimm listamanna sem allir era búsettir í Eyjum en eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, Englands, Júgóslavíu og að sjálfsögðu íslands. Sem sagt, al- þjóðlegur listaher. F réttatilkynning. Gætið ykkar á hálkunni Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en bæði minni háttar. Nú er tekið að kólna og hálka getur myndast á götum. Lög- regla vill biðja ökumenn og aðra vegfarendur að sýna varúð vegna þessa. Einnig vill lögregla ítreka við ökumenn að þeir skafi vel af rúðum bifreiða áður en ekið er af stað, séu þær hélaðar. Nagladekk má setja undir bifreiðar 1. nóv- ember. Þó er heimilt að setja þau undir tyrr ef aðstæður krefjast þess Þakvandamálið leyst í forsíðugrein úr blaðinu TV, sem Þorsteinn Gunnaisson gaf út og ritstýrði, fra 21. október 1992, segir í fyrirsögn: „Þak vatnstanksins orðið mjög lélegt.'1 Síðan segir: „Vatnstankur vatns- veituunar við Löngulág er farinn að láta á sjá. Sérstaklega er það þak tanksins sem er orðið lélegt og er ljóst að setja þarf nýtt þak fljótlega áður en mengunarhætta hlýst af." Þá segir að þakið sé steypt, þai' sé um 1000 fermetra gólfflöt að ræða sem hægt sé að byggja ofan á og standi öllum til boða sem áhuga hafi á! Haft er eftir Eiríki Bogasyni, veitustjóra, að illa hafi farið með þakið þegar vam, sem sest hefur á það, hefur frosið. Ýmsar leiðir séu í athugun lil úrbóta en ljóst sé að nýtt þak þurfi fljótlega. Átta ár eni liðin síðan þetta vtu' skrifað og lítið verið geit til úrbóta. Þó er ljóst að hinar nýju fram- kvæmdir við húsbygginguna á tankinum munu alfarið spara bæjarsjóði áhyggjuraf þakinu. Þeir aðilar sern byggja þar munu ganga þannig frá hnútum að hvorki muni leka niður í tankinn né gufa upp úr honum. Krakkakirkjan er byrjuð Krakkakirkjan verður í vetur á jíriðjudögum frá kl. 17.30 - 19.00 í Hvítasunnukirkjunni. Henni er skipt í þrjár deildir, 3 - 5 ára, 6-9 áraog 10- 12ára. Ýmislegt verður bjástrað í vetur, bæði í söng og leik, með bráðum og föndri og ýmsum uppákomum. En rauði þráðurinn gegnum allt verður kærleiki Krists og tnifesti hans til mannanna. Krakktunir munu einnig vinna að því að styrkja hjálparstarf ABC á Indlandi sem leggur áherslu á að styrkja fátæk böm til menntunar og sjálfsbjargar. Krakkar, sjáumst hress í krakka- kirkjunni! Starl'sfólk. Motocrossýning Á laugardaginn ætla moto- crossmenn að gefa fólki kost á að fylgjast með æfingu á svæði þeirra austur á Nýjahrauni. Þeir ætla m.a. að sýna nokkur ný Kawasakihjól sem Steini Tótu komur með. Æfingin byrjar kl. 13.00 en þeir verða mættir klukkan 12.00. FRETTIR I Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.