Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 5. október2000 Bókvitiá 'askana Nýfæddir______ ?cr Vestmannaeyingar Hið fullkomna ilmvatn Ég vil þakka Huldu Karen kærlega fyrir að skora á mig í síðasta tölu- blaði. Bækur hafa alla tíð heillað mig og er það góð hvíld frá vinnu og amstri dagsins að hverfa á vit ævin- týranna með góðri bók. Nokkrar góðar bækur hef ég lesið síðustu mánuðina. Má þar fyrst nefna Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimars- dóttur. Þetta er hugljúf þroskasaga ungrar stúlku sem elst upp í fátækt og er send ung í sveit. Dvöl hennar á sveitasetrinu á eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar á líf hennar. Önnur bók sem hafði mikil áhrif á mig var Englar Alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, en hún hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 og var nýverið kvikmynduð undir leikstjóm Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Höfundur lýsir þar heimi ungs manns sem á við geðræn vandamál að stríða og finnst mér innsýn hans inn í þennan oft ruglingslega heim alveg einstök. Bjöm Th. Bjömsson er einstakur rithöfundur og nefni ég hér til heimildaskáldsögumar Falsarinn og Brotasaga. I Falsaranum segir Björn sögu Þorvalds Þorvaldssonar og afkomenda hans af mikilli snilld. Ég hafði gaman af að lesa Brotasögu, en hún gerist einmitt í Vestmanna- eyjum að hluta, en hún er átakanleg saga af konu sem háði erfiða lífsbaráttu. I gegnum tíðina hef ég lesið mikið á ensku. I sumar las ég Angela’s Ashes eða Aska Angelu eftir Frank McCourt. Þetta em bemskuminningar höfundar sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum og á Irlandi í ótrúlegri fátækt og nauð. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sem dundu á þessar fjölskyldu tekst höfundi að lýsa atburðum á ákaflega skemmtilegan og oft bráðfyndinn hátt. Enskar og bandarískar sakamála- sögur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Bækur Agöthu Christie komu mér á sporið en á tvítugsaldrinum las ég flestar bækur hennar um Hercule Poirot og Miss Marple. Ruth Rendell, P.D. James, Martha Grimes, Ngaio Marsh og Jonathan Kellerman em einnig í miklu uppáhaldi. Það er alltaf einn glæpareyfari á náttborðinu. Þessa dagana er ég að lesa bók eftir Jonathan Kellerman, Billy Straight, en hún er um 12 ára dreng sem flýr að heiman og verður síðan vitni að hrottalegu morði. Sagan er hörku- spennandi og spurningin er, hvor verður á undan að finna drenginn, löggan eða morðinginn? Fagbækur em alltaf innan seilingar og þessa stundina hef ég við höndina nokkrar bækur um systkini fatlaðra bama og drekk þær í mig. Ein sú bók sem hefur hvað mest hrifið mig er bók Ólafar de Bont, Þú ert mín Selma Rún. Þetta er saga móður til bams. Ólöf segir okkur frá reynslu sinni af að eignast Selmu sem var alvarlega fötluð. Hún segir okkur frá fæðingu hennar, lífshlaupi og dauða. Eins og Ólöf orðar það sjálf þá er sagan „uppgjör við erfið örlög lítils bams og fjölskyldu þess, við viðmót og við- horf samferðamanna og ekki síst „kerfisins,“ þess kerfis sem fjölskyld- ur bama með fötlun em svo háð“. Bók sem allir ættu að lesa. Að lokum vil ég segja ykkur frá bók sem ég las íyrir u.þ.b. 10 ámm og mun seint gleyma. Hún heitir Ilmur- inn og er eftir Patrick Súskind. Sagan gerist í Frakklandi á 18.öld og er um Jean Baptiste Grenouille. Grenouille er afar sérkennilegur maður svo ekki sé minna sagt. Hann leitast við að búa til hið fullkomna ilmvatn og fremur morð til að ná áformum sínum. Þama er skyggnst inn í mjög sérkennilegan hugar- og tilfinningaheim manns sem er tilbúinn til að gera allt til að búa til fullkomnasta ilmvatn sem framleitt hefur verið. Þetta er mjög sérstæð og minnisverð bók. Að lokum vil ég skora á Halldóru Magnúsdóttur, skólastjóra að taka við af mér í næsta bókaþætti. Held að allir verði sáttir Nýja veitinga- og ráðstefnuhúsið á vatns- Hvað fermest ítaugarnar áþér í fari annarra? Faisog tankinum í Löngulág hefur verið eitt af málum undirferli. málanna í Vestmannaeyjum að undanförnu. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Að Fjallabaki Annar eigenda þess er Eyjamaður vikunnar. nyrðra, þar smalaði ég sem strákur. Fulltnafn? Sigmar Georgsson. Hefur ykkur komið á óvart að einhverjir væru því Fæðingardagur og ár? 1. apríl 1950. andsnúnir að húsið risi á þessum stað? Já, mjögsvo. Fæðingarstaður? Vegberg við Skólaveg. Hafið þið orðið fyrir fjárhagstjóni vegna þeirra Fjölskylduhagir? Kvæntur Eddu Angan- mótmæla? Við höfum orðið fyrirauknum kostnaði, þurft að týsdóttur, tvö börn og tvö barnabörn. láta breyta teikningum og öðru slíku sem hefur kostað sitt. Menntun og starf? Gagnfræðingur og Verður ekki eitthvert ónæði af völdum þessa húss? Ég verslunarmaður frá 17 ára aldri. Starfa sem ætla að vona ekki. Allri starfsemi fylgir raunar einhver stendur sem verkamaður við uppslátt að nýju umferð en um ónæði held ég að verði ekki að ræða. húsi í Löngulág. Hvenær er áætlað að opna ? Við stefnum á lok febrúar til Laun? Þokkaleg. byrjun mars á næsta ári. Bifreið? Mazda 323 '97 módel. Eitthvað að lokum? Ég vil vitna í það þegar Safnaðar- Helsti galli? Ofstór. heimilið var byggt, á sínum tíma, þá voru margir því mjög Helsti kostur? Lítið úrval af skóm á svona andsnúnir. Nú held ég að allir séu mjög sáttir við það og ég mann. er ekki í vafa um að svo mun einnig verða með veitinga- og Uppáhaldsmatur? Lambakjöt. ráðstefnuhúsið á tankinum í Löngulág. Versti matur? Lambanýrum sneiði ég yfirleitt hjá. Uppáhaldsdiykkur? Vatnið í vatnstankinum íLöngulág. Uppáhaldstónlist? Bítlarnir. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Öll útivera er skemmtileg, hvortsem erí frítíma eða húsbyggingum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það orð er ekki til í minni orðabók, ég geng að öllu án þess að láta mér leiðastþað. Hvað myndirðu gera efþú ynnirmilljón í happdrætti? Það færi beint íhlutabréf ÍKarató hf., húsfélaginu okkar. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Verður maður ekki að vera hlutlaus núna þegar maður vonast til að flokkarnir komi til með að halda sín iandsþing i Eyjum í nýju og glæsilegu húsi? Uppáhaldsíþróttamaður? Hlynur Stefánsson, hinnsíungi knattspymumaður. Hlynur, ekki hætta þegar hæst stendur! Ertu meðlimur i einhverjum félagsskap? Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Ftauða krossinum. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttirog fréttir. Uppáhaldsbók? íkjölfar kríunnar er bók sem ég hef alltaf haldið upp á. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni og heiðarleika. S i g m ci r G e o r g s s o n e r E y j a mj. p ð u r v i l< u n n ci r Þann 16. ágúst eignuðust son, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir og Heiðar Kristinsson. Hann vó 15 merkur og var 52 cm að lengd. Ljósmóðir var Margrét Guðmundsdóttir. Hann hefur verið skírður og fengið nafnið Alexander. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Á með- fylgjandi mynd er Alexander ásamt afa sínum Guðmundi Jenssyni. Margur nýburinn hefur komið undir á þjóðhátíð, inni í tjaldi eða annars staðar. Á döfinni 4* Handverks- og listasýning í SafnaSarheimili Landakirkju Sýningunni lýkur 8. október 5. okt. Bingó unglingaróðs IBV í Þórsheimilinu kl. 20.30 5. okt. Foreldromorgnarnir í Landakirkju byrja í dag kl. 10.00 5.okt. Undirbúningsnómskeið fyrir veiðimenn kl. 18.00 í Rannsóknasetri Hóskóla Islands 5. okt. Bæjarstjórnarfundur kl. 18.00 í Listaskólanum 6. -7 okt. Kynning ó gólfefnum hjó Tréverk 7. okt. Toyotabílasýning hjó Fjölverk kl. 11 - 16 7, - 8okt Evrópuleikir ÍBV kl. 14.00 bóðo daganna 7. - 8 okt Sprettsundmót í sundlauginni. Laugin lokuð fyrir almenning 8. okt. Tónlistarmessa með Tónsmíðafélaginu í Safnaðar- heimilinu kl. 20.00 10. okt. Krakkakirkjan kl. 17.30 - 19.00 í Hvítasunnukirkjunni 11. okt. Aðalfundur ÍBV íþróttafélags í Þórsheimilinu kl. 20.00 12. okt. Bjórhótíð ó Mónabar, stendur í jbr/'ó daga! 14. okt. Grillveisla ÍBV íþróttafélags við Þórsheimilið kl. 20.00 14. okt. Eyjar2010 15. okt. Poppmessa í Landakirkju kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.