Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Síða 11
Fimmtudagur 5. október 2000 Fréttir 11 Eyjamönnum í Reykjavík Frosti Gíslason: Víðsýnna hugarfar Frosti Gíslason er fæddur árið 1977. Hann er á öðru ári í iðnaðar- tæknifræði í Tækniskólanum og hefur búið í Reykjavík síðastliðin sjö ár, utan þess að vinna í Eyjum á sumrin. Hann segir ráðstefnuna mjög já- kvæða og að hún eigi að geta skapað umræðu um ástandið, hins vegar telur hann að Eyjamar muni ekki taka mikl- um breytingum fyrir árið 2010, vegna þess að tíu ár séu ekki langur tími. Við sjáum að fyrir utan fólksflóttann sem verið hefur frá Eyjum á síðustu ámm þá hefur lítið breyst. Fólk hefur veitt fisk í Eyjum og mun gera það áfram, það vantar bara eitthvað meira og nýtt. Ef ekkert kemur til þá verður staðan lítið breytt að tíu ámm liðnum. Málið er held ég að bæta þurfi andann í Eyjum og opna hug fyrir nýjungum." Nú býrð þú ekki í Eyjum, kvikna jákvæðar hugmyndir um Eyjar best með því að búa ekki þar? „Það hafa allir gott af því að fara eitthvað til þess að öðlast víðsýni og kynnast einhveiju öðm. Það ætti að geta glætt menningarlíf í Eyjum. Ef fólk fer aldrei neitt, þá staðnar það. Það er einu sinni svo að fólk verður að afla sér nýrrar þekkingar og einmitt það fólk sem kemur til baka á að geta fært nýtt líf í Vestmannaeyjar og ég trúi því að bæði það unga fólk sem tekið hefur þátt í undirbúningi ráð- stefnunnar og þeir sem stunda nám hér uppi á landi eigi eftir að skila sínu til Eyjanna aftur. Það gerist þegar fólkið kemur heim og fer að vinna að verkefnum í Eyjum.“ Nú er alltaf talað um að í Eyjum sé ákveðið andrúmsloft sem ekki eigi sinn líka, það er talað um sérstaka Eyjasál, sem að margra mati sé íhaldssöm og bundin í ákveðnum hefðum. Er ekki tómt mál að tala um að breyta slíku samfélagi, það ber í sér dauðann, ef taka má svo djúpt í árinni? „Eyjaandinn er mjög sterkur og Vestmannaeyingar em mjög stoltir af því að vera Vestmannaeyingar, sér- staklega þegar þeir era komnir upp á land, og menn finna fyrir ákveðinni samkennd. Eg tel að Eyjamar muni ekki bíða neinn skaða af því að hlusta á og veita viðtöku nýjum og ferskum jákvæðum hugmyndum. Eg tel mig hafa haft mjög gott af því að búa annars staðar og sé þess vegna margt sem má bæta í Eyjum og tel mig bara víðsýnni eftir og kem aftur sterkari til leiks." Frosti stundar nú nám í iðnaðar- tæknifræði og hann segir að það nám eigi að geta nýst honum vel, hvort heldur í Eyjum eða hvar sem er í heiminum. „Eg er alveg sannfærður um að ég á að geta fengið vinnu í Eyjum, hvort sem ég vinn hjá öðmm, eða fer út í einhverja eigin starfsemi. Enda er iðnaðartæknifræðin öflugt nám sem skilar sér vel úti á atvinnumarkaðnum. Þessi ráðstefna er stórkostlegt framtak sem ber að þakka fýrir. Ef eitthvað er þá ætti hún að geta stuðlað að auknum möguleikum fólks í námi til þess að snúa aftur til Eyja. Þeir sem komið hafa að undirbúningnum í Reykjavík hafa verið mjög ánægðir með þetta. Þótt árangurinn verði kannski ekki sýnilegur fyrr en síðar þá er ég sann- færður um að ráðstefnan muni skila árangri. Núna sýnir árangurinn að sig í góðum anda og jákvæðri viðleitni, þeirra sem að ráðstefnunni koma og ekki síður þeirra sem koma til með að veita því athygli sem út úr henni kemur.“ Jóhannes Egilsson: Fréttir bera mikla ábyrgð Jóhannes Egilsson er fæddur árið 1977. Hann er iðnrekstrarfræð- ingur og er að ljúka námi í Alþjóðamarkaðsfræði (B.Sc) frá Tækniskólanum nú um áramótin. Hann segir að umhverfið í Eyjum árið 2010 verði ekkert öðru vísi en það umhverfi sem menn vilji sjá á því ári. „Þegar ég kem aftur til Eyja,“ bætir hann við. „Stefnan er tekin á að flytja aftur til Eyja, en eins og umhverfið er í dag er það ekki mjög freistandi, en það er erfitt að segja hver hugsunin verður eftir fimm eða tíu ár. Vonandi verður hún þannig að ég geti flutt heim.“ Vinnurðu markvisst að því að reyna þá að skapa það umhverfi sem gerði þér mögulegt að flytja heim aftur? „Maður hefur svo sem fengið ýmsar viðskiptahugmyndir, sem ég ætla kannski ekki að opna hér og nú, en í dag er ég ekíd alveg tilbúinn ef svo mætti segja. Eg er bara peyi enn þá. Ég var í framhaldsskóla í Éyjum og hef búið í Reykjavík síðastliðin þrjú ár og ég vil fá meiri reynslu og lifa lífinu aðeins og prófa eitthvað nýtt, jafnvel fara erlendis til vinnu eða sækja meiri menntun. Þannig að það er nægur tími enn þá.“ Þegar þetta er allt að baki, heldurðu að þú sjáir einhvern grundvöll til að flytja aftur til Eyja? „Jú, af hverju ekki. Ef ég miða við hugmyndir sem fram hafa komið á undirbúningsfundum vegna ráðstefn- unnar, þá held ég að hvorki ég né aðrir þurfum að örvænta og bjart fram- undan og ég ætti þess vegna að geta fundið mér starfsgmndvöll þar.“ Jóhannes segir að sér finnist and- rúmsloftið í Eyjum mjög neikvætt. „Það tala allir á neikvæðum nótum. Nokkuð af þeirri neikvæðni má rekja til Frétta, vegna frásagna af fólki sem er að „flýja“ Eyjamar. Mér finnst að Fréttir mættu leggja meiri áherslu á það jákvæða sem einnig er að finna í Eyjum. Fréttir em íjölmiðillinn á staðnum og þær bera mikla ábyrgð á umræðunni. En þó ég ætli ekki að finna Fréttum allt til foráttu, þá er um- ræðan meðal fólksins í þeim dúr að bærinn sé að fara á hausinn og allur pakkinn. Slfk umræða vindur svo upp á sig.“ Þá íframhaldi afþví getur ráðstefna afþessu tagi sem núfer f hönd breytt einhverju varðandi viðhorjið til Eyjanna, hvort heldur heimamanna eðaþeirra sem búa áfastalandinu? „ Hún er af því góða, ef hún nær að skapa gagnrýna umræðu, en maður finnur að fólk er mjög jákvætt gagnvart ráðstefnunni. Ég held að þessi vettvangur ætti að geta fengið fólk sem býr í höfuðborginni til þess að hugsa til Eyja. Hvað er gott við þær, af hveiju vil ég búa þar og hvaða forsendur þurfa að vera svo að ég vilji og geti búið þar. Þannig er framtakið gott og þeir eiga hrós skilið sem fengu hugmyndina og hmndu herrni af stað.“ Hvað um viðhorftð sem oft á tíðum verður ofan á, eftir ráðstefnur að af þessu tagi um að hún skili engu nema einhverju ákveðnu magni af pappír, sem lendir í skújfunni og gleymist fljótlega? „ Það er hætt við því, en ég ætla að vona að eitthvað af þeim hugmyndum sem koma fram á ráðstefnunni verði að vemleika og hægt að framkvæma þær. Ég er sannfærður um að það er hægt ef rétt er á haldið, t.d. að halda þessu góða framtaki við og gera það jafnvel árlegt þannig að hægt sé að meta árangur og koma með hug- myndir að úrbótum. Abyrgðin er að sjálfsögðu okkar sem emm að vinna í þessu núna, en auðvitað verða allir að leggjast á eitt um að niðurstaðan verði ekki skýrsla sem lendir í skúffunni engum til gagns. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir taki þátt í þessu af lífi og sál, svo að Vestmanaeyjar megi blómstra. Það em ekki endilega bara stjómendur bæjarins, sem alltaf þurfa að eiga fmmkvæðið að öllu, því þeir geta ekki endalaust gert hlutina, það er ekki síður okkar hinna.“ Benedikt. ÁHUGINN er ekki minni í Eyjum og hafa fundirnir hér verið vel sóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.