Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 Velheppnað lundaball: Með mistök annarra að skotspæni -Ystklettingar unnu veiðibikarinn til eignar Árlegt lundaball Félags bjargveiði- manna var lialdið í Týsheimilinu á laugardaginn og þótti það takast með fádæmum vel. Er það mál manna, annarra en Suðureyinga, að lundaballið 2000 sé það besta frá upphafi og verði erfitt að slá það út í framtíðinni. Þetta er a.m.k. álit Elliðaeyinga sem héldu ballið að þessu sinni. Þátttaka var góð og voru gestir um 270 sem er í góðu meðallagi. Margt var gert til skemmtunar, borð svign- uðu undan veisluföngum og var lundinn að sjálfsögðu mest áberandi á matseðlinum, steiktur, reyktur og soðinn og með tilheyrandi meðlæti. Alltaf eru einhverjir sem ekki vilja fuglakjöt og þeim stóð til boða londonlamb. Allt rann þetta Ijúflega niður enda eldað og framreitt af mikilli snilld. Að venju byggðust skemmtiatriðin upp á léttu gríni Elliðaeyinga á öðrum úteyingum. Reyndar komu þeir sjálfir við sögu í einu atriðinu en þar hófu þeir sjálfa sig og eyjuna sína kæru til skýjanna. Fyrsta atriðið var þó aðfengið en það var sönghópur úr Bústaðakirkju sem flutti nokkur Eyja- lög í útsetningu Guðna heitins Guð- mundssonar frá Landlyst. Var þetta sama dagskráin og hópurinn flutti við vígslu Landlystar en dagskrána hafði Guðni undirbúið áður en hann lést. Eftir það tók við hefðbundin dag- skrá þar sem Elliðaeyingar tóku fyrir nristök annarra í úteyjum í sumar. Bar þar hæst þyrluatriðið í Ystakietti þegar tveir dánumenn eyddu heilli nóttu í kofanum og héldu hvor um sig að þeir væru orðnir fárveikir. Ástæða fyrir slappleikanum var gasleki en þeir tóku engan sjens og linntu ekki látum fyrr en þyrla var send eftir þeim. Átriðið byrjaði með því að tveir Klettsmenn gengu til bóls með háfa sína og að sjálfsögðu vasaljós því eins og sannir atvinnumenn veiða þeir langt fram í myrkur á meðan aðrir lundakarlar eru að dóla þetta rétt á meðan sól er hæst á lofti. Eftir að komið er í kofann fá þeir sér í glas og kæla með þurrís. Það rýkur hressilega upp af glösunum og verður þeim ekki um sel. Spyr annar hvort ekki sé hætta á að þeir verði blindir af þessari ólyfjan. Hinn hélt nú ekki og sagði að það skipti kannski ekki svo miklu máli því þeir væru búnir að sjá allt sem vert er að sjá hér í heimi. Til að fullkomna áhrifin mátti heyra hvin í þyrlu ásamt söng annars fómar- lambsins. Þetta endaði svo með því að tvímenningamir voru studdir af sviðinu, orðnir fárveikir. Það má geta þess hér að Klettsmenn fengu veiðibikarinn afhentan en hann er veittur því veiðifélagi sem skilar mestum lunda hverju sinni. Bikarinn fengu þeir til eignar, öðmm til mikillar ánægju því hann er orðinn illa lykt- andi. Álseyingar fengu líka sinn skerf og tengdist það málningartúr þeirra í sumar. Þeir lögðu upp með birgðir af málningu og nóg af penslum og var ætlunin að mála þakið enda kominn tími á það. Þeir drösluðu öllu upp að kofa og ætluðu að heijast handa þegar einn þeirra klifrar upp á þakið og segir: -Við höfum ekkert hér að gera því það er búið að mála þakið. Þá rifjaðist upp fyrir einhverjum að sams konar leiðangur hefði verið farinn í fyrra en því höfðu allir gleymt. Brandsmenn fluttu um síðustu jól hrút í eyna sem átti að gagnast roll- unum sem þar em. Engin komu þó lömbin og enginn fannst hrúturinn þegar fjárins var vitjað í vor. Skýringin sem fram kom á lundaballinu var sú helst að hrúturinn væri hýr og hefði komið sér í Suðurey þar sem kynvísi er ekki í hávegum höfð hjá rollunum þar. Það var aðra sögu að segja úr Bjamarey því þar þekkja menn ekki mun á kind og hnit sem varð til þess að þar bám allar kindurnar um miðjan vetur. Dekurdagar í Elliðaey er meðal þess sem Jóhanna á Hressó sér fyrir sér sem til að laða hingað fólk. Þessu vom gerð góð skil í dagskránni og var sendillinn í Geisla þar í aðalhlutverki. Kyrjaði hann Presley en hans draumur var að komast í faðminn á Jóhönnu sem þama var mætt. Á eftir var stiginn dans fram á nóttu við undirleik Dans á rósum og fóm flestir sáttir heim. HELLISEYINGAR létu sig ekki vanta, f.v. Bragi, Maggi, Adda, Jóhanna, Steingrímur og ung stúlka sem við ekki þekkjum. ÞÓRARINN Elliðaeyingur leiðir Álseyingana, Pál, Jón Geir og Rut í allan sannleika um hvernig ber að hegða sér á lundaballi. MÖRG faileg konan tengist Álsey, f.v. Bryndís, Fríða, Þóra og Magga ásamt Leó Snæ trúbador. HÖRÐUR fer fyrir sínu fólki við Elliðeyjarborðið. Hörður, Bjarki, Maja, Anna og Kristjana. Þá sést í vanga Didda í Svanhól en hjá honum er lífið ekki alltaf Dans á Rósum. EINAR Ólafsson, Hávarður Sigurðsson og Sigurgeir Jónasson fengu viðurkenningu fyrir þeirra framlag til fjalla- og veiðimennsku frá Bjargveiðimannafélagi V estmannaeyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.