Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2000, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur 5. október 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 5. október Kl. 10 - 11.30. Foreldramorgnar. Samvemstundir foreldra ungra bama. Fyrsta samvera. Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnun, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 16.30. Útför Oddnýjar Bjama- dóttur. Kl. 17.30. TTT - starfið í umsjón Olafs Jóhanns. Föstudagur 6. október Kl. 11-12.00. Stafkirkjan á Skans- inum opin til sýnis. Kl. 13.45. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, yngri hóp, í Safnaðar- heimilinu. Kl. 20.30. Nótt í KFUM&K hús- inu fyrir unglinga í æskulýðsfélagi Landakirkju. Olafur Jóhann. Laugardagur 7. október: Kl. 10.30. Útför Helgu Björg- vinsdóttur. Kl. 11.30. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hóp, í Tónlistar- skólanum við Vesturveg. Kl. 14.00. Útför Margrétar Páls- dóttur. Sunnudagur 8. október: Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Bamakórinn Litlir lærsiveinar syngur undir stjóm Guðrúnar Helgu og Ósvaldar Freys. Leikur, lofgjörð og bæn. Kl. 13-14.00. Stafkirkjan á Skans- inum opin til sýnis. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Organisti Joanna Wlasczick. Kór Landa- kirkju. Molasopi á eftir. Kl. 16.00. Hátíðarmessu síðustu helgar útvarpað á ÚV FM 104. Kl. 20.30. Tónlistarmessa Tón- smíðafélagsins í Safnaðarheim- ilinu. Kaffihúsastemning og kerta- ljós. Fundur æskulýðsfélags Landakirkju rennur inn í messuna. Þriðjudagur 10. október: Kl. 16.30. KKK. Krakka- klúbburinn Kirkjuprakkarar (7-9 ára) í umsjá Hrefnu Hilmisdóttur. Miðvikudagur 11. október: Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Allir velkomnir. Kl. 12 - 12.20. Kyrrðar- og bæna- stund. Kl. 20 - 22.00. Opið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga. Hver mætir með stráhatt? Hvi'tasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur um ísrael, hvað er framundan? Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma að hætti hússins. Samskot tekin til prédikarans. Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur 7. október Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Körfubolti: Fréttir kynna mfl. IV Byssjum á heimamönnum -os einni fesurðardrottninsu sesir Arnsteinn Insi formaöur os leikmaóur LIÐ ÍV 2000: F.v. Sæþór Orri Guðjónsson, Kristinn Þór Jóhannesson, Eggert Baldvinsson, Guðmundur Eyjólfsson, Pálmi Óskarsson, Davíð Arnórsson. Fremri röð: Daði Guðjónsson, Henry Mörköre, Jónatan Guðbrandsson, Arnsteinn Ingi Jóhannesson og Júlíus Ingason. Körfuknattleiksfélag Vestmanna- eyinga, IV er nú að hefja sitt annað ár í 1. deild karla en liðið komst upp úr 2. deild tímabilið 1998-99 eftir að hafa tapað úrslitaleik um það árið áður. A síðasta tímabili voru fengn- ir margir leikmenn víðs vegar af landinu til að styrkja IV og árang- urinn var þokkalegur, fimmta sæti en fjögur efstu liðin fara í úrslita- keppni um tvö laus sæti í úrvals- deild. Þrátt fyrir ágætis árangur þá gekk rekstur deildarinnar ekki sem skyldi og því hefur verið ákveðið að liöið verði í ár byggt upp á heima- mönnum sem virðast vera tilbúnir í slaginn. Liðið hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn og er annar þeirra þjálfari liðsins í Eyjum. Eggert Baldvinsson er þó ekki að öllu leyti aðkomumaður, faðir hans Baldvin er ættaður úr Eyjum. Það má því segja að Eggert sé kominn á heimaslóðir. Amsteinn Ingi Jóhannesson hefur lengi starfað í kringum körfuboltann í Vestmannaeyjum. Addi er Akureyr- ingur en unnusta hans er Páley Borg- þórsdóttir, Eyjasnót en þau búa þessa dagana í Reykjavík. Addi er, ásamt því að vera formaður IV, einnig leikmaður og svo sér hann um æfingar liðsins í Reykjavík. Það er því óhætt að segja að Addi sé allt í öllu hjá ÍV. I fyrra fékk liðið til sín marga leikmenn og réði góðan þjálfara, var stefnan þá sett á að komast upp? „Markmiðið í fyrra var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. En okkur gekk vel til að byrja með og vorum í þriðja sæti eftir fyrri um- ferðina. Þá settum við okkur það markmið að halda því sæti og komast í úrslitakeppnina en því miður gekk það ekki eftir og við enduðum í fimmta sæti og komust þ.a.l. ekki í úrslit. Það má kannski segja að eins og staðan er í dag þá er ekki grundvöllur fyrir úrvalsdeildarliði í Vestmanna- eyjum. Meistaraflokkur gæti kannski komist upp en undirstaðan er engin, þ.e.a.s. yngri flokkarnir eru fáir. Við höfum reynt að setja á fót fleiri yngri flokka en við erum með núna, en það eru 12 ára og yngri og 13-15 ára. Astæðan fyrir því er einföld, við fáum ekki fleiri tíma í íþróttahúsi en við bíðum bara spenntir eftir nýju og stærra húsi. Við erum að reyna byggja upp núna þannig að framtíðin ætti að vera björt.“ En hvernig gengur að afla tekna fyrir liðið ? „Það má kannski segja að það gangi fyrir tilstuðlan fámenns hóps sem að stendur í þessu. Sæþór Orri hefur að mestu séð um að afla tekna fyrir félagið og er ótrúlegt hvað hann hefur unnið mikið starf einn síns liðs. Við höfum fáa menn í kringum okkur til að sækja peninga í fyrirtæki og standa fyrir ýmsum fjáröflunarleiðum einss og t.d. árlegs áramótaballs í Týsheimilinu. Ekki væri verra ef fólk sem hefur áhuga á því sem við erum að gera setti sig í samband við okkur, við tökum öllum fagnandi. Síðasta tímabil gekk kannski ekki nógu vel, við áttum erfiðara með að fá fyrirtæki að styðja okkur en árið áður sem okkur fannst skrítið enda liðið komið upp um deild. Þetta var erfitt hjá okkur í fyrra en við erum ekki að velta neinum stórum fjárhæðum þannig að þetta lítur ágætlega út. Við höfum núna sett stefnuna á að koma út á núlli og höfum því skorið niður, m.a. höfum við engan útlending á launum eins og undanfarin ár.“ En hvemig standa leikmannamálin hjá liðinu ? „Staðan er þannig hjá okkur er þannig að við létum flesta aðkomu- mennina, sem voru með okkur í fyrra, fara. I íyrra var mórallinn í liðinu ekki nógu góður, aðkomumennimir komust aldrei í takt við liðið sem kom niður á samvinnu leikmanna inni á vellinum. Núna höfum við fengið tvo mjög góða leikmenn, annar býr í bænum en hinn í Eyjum og hann sér m.a. um þjálfun yngri flokkanna. Svo em nokkrir aðkomumenn að æfa með okkur sem við getum gripið í ef okkur vantar leikmenn." Hvemig líst formanninum á komandi tímabil? „Bara ágætlega. Það virðast vera tvö áberandi góð lið í deildinni, Stjaman og Breiðablik sem hafa verið að spila mjög vel í æfingaleikjunum og bæði lið unnu sfna fyrstu leiki með yfirburðum. En annars held ég að deildin verði mjög jöfn, Skaga- mönnum var m.a. spáð fjórða sæti og okkur áttunda en við unnum þá um síðustu helgi nokkuð ömgglega." Hlynur bestur -íris í liði ársins Lokahóf KSÍ fór fram um síðustu helgi og eins og undanfarin ár var hófið hið glæsilegasta. Hápunktur kvöldsins var þegar tilkynnt var um val á bestu leikmönnum Lands- símadeildarinnar og að sjálfsögðu var Hlynur Stefánsson valinn besti leikmaður mótsins, ásamt því að vera í liði ársins, einn leikmanna ÍBV. Hlynur sagði að sjálfsögðu væri þetta mikill heiður fyrir sig. „Það að vera valinn besti leikmaður mótsins af öðmm leikmönnum gerir þetta auð- vitað mjög sérstakt og óhætt að segja að heiðurinn sé kannski enn meiri fyrir vikið. Maður er náttúmlega alveg í skýjunum með þetta en kannski er þetta bara samvinna milli leikmanna að losna loksins við mig úr þessu.“ Iris Sæmundsdóttir var ennfremur í liði ársins og er vel að þeirri viður- kenningu komin. Það vakti hins vegar furðu að Karen Burke, sem án efa var besti leikmaður Islandsmótsins í sumar var ekki einu sinni valin í lið ársins. Heimir áfram með stelpurnar ? Heimir Hallgrímsson lét hafa eftir sér í lok síðastliðins tímabils að hann væri hættur þ jálfun meistaraflokks kvenna. Eftir það fóm forráðamenn liðsins á stúfana í leit að þjálfara en sú leit hefur engum árangri skilað og ekki útlit eins og staðan er í dag að þjálfari finnist. Heimir sagði í stuttu spjalli að hann væri ennþá þjálfari liðsins. „Það er alveg á hreinu að stelpumar verða ekki skildar eftir þjálfaralausar og því er ég enn þjálfari liðsins. Ef nýr þjálfari finnst ekki þá mun ég halda áfram með liðið, ég fékk mikinn stuðning frá stelpunum um helgina en ef ég ætti að vera þjálfari liðsins næsta sumar þá vil ég fá meiri aðstoð með umgjörð liðsins."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.