Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 16. nóvember 2000 • 46. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 Fréttir/Guðmundur Ásmundsson Andrés les Emil í Kattholti í tilefni Norrænu bókasafnsvikunnar sem nú stendur yfir las Andrés Sigurvinsson upp úr barnabókinni sívinsælu, Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, í lesstofu bókasafnsins á mánudag. Alls mættu um 50 manns, og voru börn í meirihluta. Var ekki að sjá að þeim leiddist því frábær upplestur Andrésar hélt þeim föngnum allan tímann. Baugur og Kaupás: Slást um Tangann Pysju- þjófur- inn fekk góðar viðtökur í Berlín Sjónvarpsmynd Magnúsar S. Sveinssonar, Pysjuþjófurinn, hlaut góðar viðtökur á sölu- sýningu ríkisrekinna sjónvarps- stöðva sem fram fór í Berlín. Stefnt er að frumsýningu mynd- arinnar hér á landi í byrjun næsta mánaðar og verður frum- sýningin í Vestmannaeyjum. „Myndin fékk frábærar viðtökur þegar hún var sýnd í Berlín og var keypt af öllum sjónvarpsstöðv- unum sem þar voru mættar nema einni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttir. „Astæðan er hvað viðfangsefnið er sérstakt og hvað krakkamir stóðu sig vei. Nú er verið að vinna myndina fyrir íslenska sjónvarps- áhorfendur en hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á næsta ári. Ætlunin er að taka smá forskot á sæluna og frumsýna myndina í Vestmannaeyjum í byrjun des- ember,“ sagði Magnús að lokum. 35 aivinnulausir Á sama tíma og fregnir berast af mikilii eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu og þar með atvinnuleysi í lágmarki, er ekki sömu sögu að segja í Vest- mannaeyjum. I haust hefur atvinnuleysi farið heldur vaxandi hér, í sumar fór tala atvinnulausra niður fyrir 20 en í haust hefur sú tala verið í kringum 30 og í gær voru 35 skráðir at- vinnulausir í Eyjum en það er hæsta tala sem sést hefur um langt skeið. Einn stútur til Alls lágu fyrir sjö kærur vegna brota á umferðarlögum eftir síðustu viku. Þar af var einn grunaður um ölvun við akstur, einn ók gegn rauðu Ijósi, einn ók of hratt, tveir voru kærðir fyrir að leggja ólöglega og tveir höfðu vanrækt að færa ökutæki sín til skoðunar. Ekkert verður af því að Nóa- túnsverslun komi í stað KA-Tang- ans í þessum mánuði eins og Kaupás stefndi að. Ástæðan er sú að eigandi hússins hefur sagt upp leigusamningi við Kaupás og leigt það Baugi sem stefnir á að opna þar verslun 1. maí á næsta ári. Kaupás sættir sig ekki við þessi málalok en húseigandinn telur sig í fullum rétti. I bréfi Matthíasar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Nóatúns, sem er í eigu Kaupáss eins og 11 - 11 versl- unin í Goðahrauni, til starfsfólks Tangans kemur fram að áform um að opna þar Nóatúnsbúð séu í biðstöðu og að ástæðan sé að í millitíðinni virðist húseigandinn hafa leigt hús- næðið öðrum þrátt fyrir leigusamning við Kaupás. „Ekki er annað hægt að segja en að þessi gjömingur hafi komið okkur verulega á óvart,“ segir Matthías í bréfi sínu. „Við höfum lagt metnað okkar í að þjóna Vestmannaeyingum sem best í gegnum tíðina og töldum okkur gera enn betur með opnun glæsilegrar Nóatúnsverslunar með þeim gæðum og þjónustu sem þær bjóða upp á. Eftir því sem okkur skilst ganga breyttar hugmyndir út á að opna 10-11 verslun í húsnæðinu og ef af verður sitja heimamenn uppi með tvær klukkuverslanir í Vest- mannaeyjum.“ Matthías segir í bréfinu að málinu sé engan veginn lokið af hálfu Kaupáss en málið sé þó vissulega í biðstöðu. „Við biðjum ykkur um að hafa biðlund meðan við emm að athuga hvað þama er raunverulega á seyði. Vonandi tekst að ljúka þessu leiðin- lega máli sem íyrst.“ Matthías sagði í samtali við Fréttir að hann hefði litlu við þetta að bæta. „Við ætluðum að opna nýja búð í Vestmannaeyjum í þessum mánuði og vomm búin kaupa bæði tæki til að stækka kjötborðið um helming og leggja meiri áherslu á ferskvöru," sagði Matthías. Kaupás hefur haft Tangann á leigu í fimm ár og sagði Matthías að sam- kvæmt þeirra skilningi væm fimm ár eftir af samningnum. „Ef ekki, teljum við að við getum gengið inn í hæsta tilboð í leiguna. Okkar hugur stendur til að breyta versluninni í Nóatúnsbúð en það verður einhver bið á því.“ Kristmann Karlsson er eigandi hús- næðis Tangans. Hann sagði í viðtali við Fréttir að á sínum tíma hafi verið gerður tíu ára leigusamningur við Kaupás, sem uppsegjanlegur var eftir fimm ár. Kaupás hafði þó forleigurétt. Kristmann segist nú hafa sagt Kaupás upp leigunni, enda liðin fimm ár frá gerð samningsins. Sér hafí borist hagstæðara leigutilboð frá verslana- keðjunni Baugi og hafi þegar skrifað undir leigusamning við þá. Eins og málin standa nú, veit hann ekki betur en Baugur opni verslun í húsnæði Tangans 1. maí á næsta ári. Tregt bæði á loðnu og síld Loðna fór að veiðast í síðustu viku og þar með lögðu mörg skip úr höfn. Ekki hefur þó verið mikið um að vera á þeim veiði-skap, mikill barningur og al-gengt að skipin hafi verið að fú um og innan við hundrað tonn í kasti og þaðan af minna. Þrjú af skipum Isfélagsins eru farin til loðnuveiða. Sigurður landaði í gærmorgun 203 tonnum sem fengust á Vestfjarðamiðum. Guðmundur og Harpa eru einnig á veiðum en hafa ekki landað enn. Raunar varð Harpa að fara í land vegna bilunar. Gullberg landaði á Vopnafirði í gærmorgun milli 600 og 700 tonnum. Þá eru Kap og Isleifur einnig farin til loðnuveiða en ekki hefur frést af veiði hjá þeim. í ofanálag við að lítið virðist vera að frnna af loðnu hefur slæm tíð einnig gert erfitt um vik að stunda veiðamar. Þau skip sem eru á síldveiðum hafa ekki heldur farið varhluta af ótíð sem hamlað hefur veiðum síðustu daga. Antares veiðir fyrir ísfélagið og Sighvatur Bjarnason fyrir Vinnslustöðina en tregt hefur verið á síldinni að undanfömu. Heldur skárri spá er fyrir næstu daga og vona menn að þá rætist úr. Leikur að tölum I bókun frá minnihluta V-listans í bæjarstjórn segir að samkvæmt átta mánaða milliuppgjöri bæj-arsjóðs komi fram að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir þetta ár sé í molum og skuldir hafi hækkað um 520 milljónir kr. Samkvæmt upplýsingum á bæjarskrifstofunum vom skuldir bæjarsjóðs 1739 milljónir um síðustu áramót og þar af vom lífeyrisskuldbindingar 700 milljónir króna. í lok ágúst vom höfðu skuldirnar hækkað um 525 milljónir. Á móti átti bærinn 466 rjiilljónir í dollumm inni á reikningi þannig að raunhækkun er 59 milljónir og vom skuldir bæjarsjóðs því 1798 milljónir króna þann 31. ágúst sl. Sjá bls. 2. Bílaverkstæðið Bragginn s.f. • m , Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Mánud. - laugard. kl. 08.15 kl. 12.00 Sunnudag kl. 14.00 kl. 18.00 Aukaferö föstud. kl. 15.30 kl. 19.00 «<$>}Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.