Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Ætla að koma útgerð- inni yfir í fjórða ættliðinn -segir Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður og aflakóng SIGURLAUG og Sigurjón. -Ég man að hjúkrunarkonan spurði mig hvort ég ætlaði að vera viðstaddur fæðinguna. Ég ieit á Sigurlaugu og hún sagði eitt orð: „Nei.“ Þar með var það mál afgreitt. Sjávarútvegur hefur frá upphafi verið undirstaða lífsins í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar hafa um langt skeið verið einhver stærsta verstöð landsins og verða það án efa um einhverja framtíð. En það eru blikur á lofti í málefnum sjávar- útvegsins og þeir eru margir sem halda því fram að eigi að takast að snúa íbúaþróun í Eyjum til betri vegar, verði að líta til annarra úrræða en sjávarútvegsins, vaxtarmöguleikar séu þar takmarkaðir og fiskveiðar og vinnsla geti ekki tekið við meira vinnuafli. Utgerð hefur á undanförnum árum æ meira verið að færast yfir á færri og stærri aðila og svonefndar einyrkjaútgerðir hafa margar hverjar átt erfitt uppdráttar. Os hf. er fjölskyldu- fyrirtæki sem gerir út frystitogarann Þórunni Sveinsdóttur VE. Þar ræður ríkjum Sigurjón Oskarsson, afla- kóngurtil margra ára en nú kominn í land, sér um málefni útgerðarinnar en lætur öðrum eftir að koma með aflann að landi. I spjalli við Sigurgeir Jónsson segir hann undan og ofan af sjálfum sér, málefnum sjávarútvegsins og útgerðarinnar og spáir í framtíð Vestmannaeyja. Siguijón er fæddur í Vestmannaeyjum 3. maí 1945, sonur hjónanna Oskars Matthíassonar, skipstjóra og útgerðar- manns, og Þóru Sigurjónsdóttur. Oskar lést 1994 en Þóra býr í Vest- mannaeyjum og er enn í fullu fjöri eins og Sigurjón orðar það. Sigurjón er annar í röðinni af sjö systkinum. Matthías er elstur, útgerðarmaður á Bylgju VE, þá Siguijón, Kristján, áður útgerðarmaður á Emmu VE og nú- verandi sumarhúsafrömuður, Oskar Þór, vinnuvélaverktaki, búsettur í Borgamesi, Leó, skipstjóri og út- gerðarmaður, Þómnn, hjúkrunarkona í Reykjavík og Ingibergur, rafvirki í Reykjavík. Ég er líkari mömmu að skapferli Hvemig uppalcmdi var Oskar Matt? „Hann var mjög góður, held ég. Hann var alinn upp við vinnusemi, duglegur karl, og vildi að bömin hans stæðu sig í því sem þau tækju sér fyrir hendur. Annars hvfldi uppeldið lík- lega öllu meira á mömmu. Þau voru að mörgu leyti ólík, hann mikill skapmaður en hún mun mildari. En hún var líka ákveðin og við komumst ekki upp með annað en að hlýða henni." Nú eruð þið fjórir brœðumir einkum þekktir jyrir sjómennsku og útgerð. Eruð þið líkir að öðru leyti? „Já, ég held að við séum að mörgu leyti líkir og við systkinin reyndar öll. En þeir Matti, Stjáni og Leó em meiri skapmenn en ég. Þeir em líkari pabba að því leyti, ég er líkari mömmu í skapferli.“ Sjóveikin fór aldrei alveg af mér Hvenœr byrjaðir þú til sjós? „Sextán ára gamall á vertíð með pabba á Leó VE. Við Matti vomm ráðnir saman upp á hálfan hlut hvor. A línuvertíðinni beittum við fimm eða sex bjóð hvor en svo þegar netin vom tekin, fór Matti á sjó en ég var í landi við að skera af netum og fella. Svo fór ég á sjó um sumarið. Mér líkaði ágætlega á sjó þrátt fyrir að vera dmllusjóveikur. Sjóveikin fór aldrei alveg af mér, ég fann oft fyrir henni, sérstaklega fyrstu dagana eftir stopp í landi. Eg held að það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að ég yrði sjómaður, það þótti bara sjálfsagt á þessum tíma, þá lifðu og hrærðust flestir ungir menn í þessu. Þetta er nokkuð sambærilegt við það að krakkar nú til dags em flestir á kafi í tölvum og því sem þeim tengist." Svo tókstu Stýrimannaskólann? „Eg fór í skólann í Vestmannaeyjum 1965 og 1966, hjá Guðjóni Armanni og þá var skólinn að Breiðabliki. Reyndar var ég búinn að taka vél- skólann áður, hafði verið vélstjóri á Leó í eitt eða tvö ár og sá skóli var ágætur gmnnur fyrir skipstjómar- námið. Það vom mjög margir ungir menn í Vestmannaeyjum sem fóm í þetta nám á þessum ámm, fyrst í vélstjóm og svo margir áfram í stýri- mannanámið enda var þetta lengi vel eini möguleikinn til framhaldsnáms í Eyjum fyrir utan Iðnskólann. Eftir skólann var ég svo stýrimaður hjá pabba á Leó fram til 1968 en þá tók ég við skipstjóminni yfir sumarið. Pabbi var með bátinn á vertíðinni en ég á trolli um sumarið og gekk bara ljómandi vel. Svo fengum við Þómnni Sveins- dóttur, þá eldri, árið 1971, og ég var með hana fram til 1991 þegar við seldum hana og fengum þá nýju. A eldri Þómnni var aðallega hugsað um netaútgerð og ætlunin var einnig sú á þeirri nýju, hún var með netalúgum og ætluð til netaveiða. Við fengum hana í júK og vomm í Ijóra mánuði á ísfiski. En svo þróuðust hlutimir öðmvísi en ætlað var. A þessum tíma var mikill uppgangur í sjófrystingunni og það ur endaði með því að við létum breyta henni í frystiskip.“ Held ég hafi ekki misst af neinu Nú hefur ímynd sjómonnsins oft verið dregin þannig upp að hann sé heljarmenni að burðum, drykkfelldur í landi og með hnefana d lofti. Þessi ímynd á ekki beint við þig sem verið hefur reglumaður á áfengi allt þitt líf. Hvemig stendur á þeirri reglusemi? „Ætli það eigi ekki upptök sín frá æskuáranum. Eg sá margt misjafnt í kringum mig, sem tengdist áfengi, bæði í Eyjum og ekki síst í sveitinni þar sem landinn flaut í stríðum straumum. Og ég tók snemma þann pól í hæðina að láta þetta eiga sig. Aftur á móti held ég að ég sé ekki fanatískur og ef menn kunna með þetta að fara þá er það hinn ágætasti gleðigjafi. En áfengið hefur farið illa með margan manninn og mörg heim- ilin. Menn hafa stundum verið að segja við mig að ég fari á mis við mikið með því að nota ekki áfengi. En mér finnst ég ekki hafa misst af neinu. Ég hef ekkert á móti áfengi, á það yfirleitt sjálfur og veiti öðmm en er voðalega ónýtur við að drekka það sjálfur, næ kannski að klára einn bjór á kvöldi eða svo. En mér finnst ég oft vera opnari innan um fólk við skál og það háir mér ekki á nokkum hátt þótt verið sé að sulla í kringum mig. Svo læðir maður sér bara í burtu ef manni finnst einhveijir vera að fara yfir strikið." Einstakt lán yfir mér Þú hefur orðið aflakóngur í Vest- mannaeyjum oftar en nokkur annar. Hver er galdurinn á bak við það að vera aflamaður? „Ég var alltaf með góðan mannskap og það held ég að sé stærsti þátturinn í því hve vel mér gekk. Þetta vom allt keppnismenn eins og ég. Svo var ég með gott skip og góða útgerð á bak við mig. Við höfðum líka áhuga fyrir því sem við vorum að gera og lögðum okkur fram. Ég sótti líka oft á önnur mið en aðrir og oft kom Binni í Gröf upp í hugann, hann sótti líka mikið austur í bugtir. Þá var ég alinn upp við það að fylgjast með því sem var að gerast á bryggjunum. Svo fékk ég líka allar miðabækur frá pabba og á þessum tíma vom þær eins og banka- bækur, menn lágu á upplýsingum og gáfu þær ekki upp við aðra. Allt hjálpaðist þetta að og hefur átt sinn þátt í því að mér gekk yfirleitt vel.“ Þú hefur líka átt því láni aðfagna að bjarga mörgum úr sjávarháska. ,Já, það hefur verið alveg einstakt lán yfir mér í því. Fjómm sinnum kom ég að því að bjarga mönnum úr sjávar- háska og í öll skiptin var það eftirminnilegt. Lfldega var þó eftir- minnilegast þegar við björguðum áhöfninni af Nönnu VE sem Leó bróðir var með. Við vomm í kant- inum á Kötlugmnninu en Nanna á Vfldnni. Það var uppgangsveður síðdegis þegar ég hringdi í hann og hann sagði að þeir væm í vandræðum, sjór sem flæddi inn á millidekk. Við lögðum þegar af stað til þeirra og eftir nokkra stund hringdi ég aftur en náði ekki sambandi og þóttist þá viss um að báturinn væri sokkinn. Næstu skip

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.