Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Fréttir 11 voru í 30 til 40 mflna fjarlægð og komið hlandvitlaust veður. En þeir höfðu komist í gúmbát og okkur tókst að bjarga þeim öllum. Það var góð tilfinning." Skrapp í frímínútum til að sjá soninn Hvenœr hófstþín útgerðarsaga? „Með Þómnni eldri. Þá stofnuðum við pabbi fyrirtækið Os hf. en það er nafnið á húsinu sem Þómnn Sveins- dóttir, amma mín, átti heima í á Eyrarbakka. Upphaflega var ætlunin að hinir bræðumir yrðu lflca með í fyrirtækinu en þeim lynti ekki við gamla manninn svo að úr varð að við urðum bara tveir í þessu og rákum útgerðina saman fram til þess að pabbi lést. En Os hf. hefur frá upphafi verið ijölskyldufyrirtæki og er það enn.“ Fyrst þú minnist á fjölskylduna. Segðu frá henni. „Konan mín heitir Sigurlaug Alífeðs- dóttir, Vestmannaeyingur, dóttir þeirra Alfreðs Einarssonar og Sigfríðar Runólfsdóttur. Við eigum þrjú böm, Gylfa, Viðar og Þóm Hrönn. Við kynntumst hér heima og giftum okkur á nýársdag 1968. Raunar áttum við þá orðið báða synina og Guðbjörg, móðursystir mín, sem er strangtrúuð, var lítið hrifin af því að frændi hennar skyldi vera að hlaða niður bömum utan hjónabands. Þess vegna drifum við í að láta pússa okkur saman. Strákarnir fæddust báðir meðan ég var í Stýrimannaskólanum, eitt ár og tíu dagar á milli þeirra. Eg man eftir því að ég skrapp í frímínútum til að h'ta á Gylfa þegar hann var fæddur. Þá var ekki í tísku að feðumir væra við- staddir fæðingar eins og nú er. Svo fæddist Þóra Hrönn í gosinu og ég man að hjúkrunarkonan spurði mig hvort ég ætlaði að vera viðstaddur fæðinguna. Ég leit á Sigurlaugu og hún sagði eitt orð: „Nei.“ Þar með var það mál afgreitt. Krakkamir okkar búa allir í Eyjum. Þóra Hrönn fór í Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði og vinnur nú hálfan daginn hjá mér og hálfan daginn hjá Eimskip. Strákamir fóm báðir í Stýri- mannaskólann hér og Gylfi fór áffam ínámíútgerðartækni. Báðiremþeir um borð í Þómnni Sveinsdóttur þannig að fjölskyldan tekur öll þátt í fyrirtækinu. Pabbi sagði einhvem tíma að þriðji ættliðurinn setti útgerðina alltaf á hausinn. En það hefur ekki ræst hjá okkur og ég stefni að því að fjórði ættliðurinn komi til starfa. Kannski tekst þeim að koma þessu á hausinn, þó held ég ekki, það kemur bara í ljós. Sennilega verð ég dauður áður en kemur að því.“ Fæ stöku sinnum fiðring Ert þú sjálfur alveg hœttur til sjós? ,Já. Ég fór í land 9. maí 1994 og ég er hættur. Menn hafa stundum byijað aftur eftir að hafa verið komnir í land og hefur yfirleitt ekki famast vel. Ég ákvað sjálfur að hætta. Mér fannst ekki ganga nógu vel hjá mér, ég hef alltaf verið meiri netamaður en troll- maður, og ákvað að ráða annan. Á þeim tíma fannst mér strákamir of ungir til að axla þá ábyrgð að vera með skipið og réði því vanan mann, Guðmund Guðlaugsson. Það samstarf hefur reynst vel og Guðmundur er enn um borð sem aðalskipstjóri.“ Klœjarþig aldrei íputtana aðfara um borð? „Það gerist afskaplega sjaldan. Þó fékk ég smáfiðring í mig um daginn. Þá keyrði ég suður í Höfða einn morg- uninn í blíðuveðri og þegar ég sá ljósin á trillunum fyrir vestan Eyjar, þá kom upp einhver ftðringur. En þótt ég sé hættur á sjónum þá tók bara annað við í landi og ég er í stöðugu sambandi við þá, hringi bæði kvölds og morgna út í sjó og tala við þá. í dag er það líka ærið starf að vera útgerðarmaður í landi og sennilega er enginn útgerðar- maður í Eyjum búinn að kaupa jafnmikinn kvóta og ég hef gert síðan ég kom í land.“ Þingmenn Vestfirðinga duglegri en okkar Hvað hefur mest breyst við sjó- mennskufrá því að þú byrjaðir og til dagsins í dag? „Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á skipunum og öllum að- búnaði um borð. Vinnuálagið er líka orðið miklu minna, ekki síst á netunum. Viðhorfið hefur líka breyst mikið. Hér áður var aðalatriðið að koma með sem mest í land, nú gildir að gera sem mest úr því sem fæst úr en hitt má leigja út. Þetta skapar mikið brask. Þetta leysir þó ekki allan vanda því á móti kemur að verði veiðiskyldan aukin þá verður erfiðara fyrir þá sem ekki eiga kvóta að leigja hann. Og eins og málin standa í dag þá skil ég ekki hvemig menn geta leigt þorskkflóið á yfir 100 krónur. Alla- vega tek ég ekki þátt í slíku. En óánægðastur er ég þó með út- komuna af stýringunni á veiðunum. Að við skulum ekki vera komnir í meira en 250 þúsund tonn af þorski þrátt fyrir alla veiðistýringu undan- farinna ára. Ég er sannfærður um að síðustu tvö ár hefði mátt veiða talsvert meira. Fiskifræðingamir em of var- heildarmyndin talsvert önnur. En umræðan er í dag mjög neikvæð í garð sjávarútvegsins og kvóta- kerfisins. Sú umræða hefur skaðað landsbyggðina og menn hafa hrein- lega flúið úr atvinnugreininni vegna þess, meðan þeir hafa getað. Það er rétt að menn hafa farið með hundmð milljóna út úr sjávarútveginum í eitt- hvað annað. Menn tala líka um að útgerðin sé mjög skuldsett og það sé kvótakerfinu að kenna. En þetta fé hefur farið frá útgerðinni í eitthvað annað, mest á höfuðborgarsvæðinu. Ég taldi alltaf að það ætti að skatt- leggja menn þegar þeir hættu í útgerð. En það var ekki gert og verður ekki SIGURJON og sjómannadag. Sigurlaug taka við fiskikóngstitiinum á AFLAKÓNGAR. -Ég var alltaf með góðan mannskap og það held ég að sé stærsti þátturinn í því hve vel mér gekk. Þetta voru allt keppnismenn eins og ég. Svo var ég með gott skip og góða útgerð á bak við mig, segir Sigurjón. ^ Fvrir nokkrum drum var algengt að " ■ ■■ ; , : . ' - ungir menn. sem gekk vel til sjós.fónt / 1 sjáljir i úlgerð. i\’ú er það nar útitokað. Hveniig Jinn.sl þér sú J þróun? ■ ' V/ H i UM |l iW „Mér finnst hún rosalega slæm. En ttr. málið er að í dag emm við með allt of stóran flota og allt of margir bátar sem ekki hafa veiðiheimildir. Og meðan flotinn er of stór verður alltaf um brottkast á fiski að ræða. Það em allir að reyna að koma með sem stærstan fisk og það þýðir því miður brottkast. Svo hefur stjómunin mistekist að vemlegu leyti. Tökum sem dæmi trillumar. Þegar þessu kerfi var komið á vom þær með um 7 þúsund tonn en í dag er þeirra hluti kominn í 60 þúsund tonn. Ég er ekkert á móti trilluútgerð, hún á fullan rétt á sér, en sú útgerð hefur bólgnað út og afla- aukning vertíðarbátanna hefur farið yfir til þeirra. Nú em Vestmannaeyjar ekki trilluútgerðarsvæði og við höfum tapað á þessari þróun. Aftur á móti hafa Vestfirðingamir hagnast á þessu, ekki síst þar sem þeirra þingmenn hafa verið miklu duglegri en okkar þing- menn að vinna að þessu. Við skulum taka Byggðastofnun sem dæmi, þar hefur verið lánað í trilluútgerð en ef menn í Vestmannaeyjum hafa viljað fjárfesta í vertíðarbát þá er það ekki hægt. Þetta er brotalöm í kerfinu." Veiðistýringin hefur mistekist Erhœgt að kenna h’ótakerfinu um allt sem misfarist hefur í sjávar- útveginum? „Ég er alls ekki ánægður með kvótakerfið og þann árangur sem náðst hefur síðan því var komið á. En spumingin er hvort til sé eitthvað betra. Og flestir viðurkenna að ekki er hægt að hafa flotann á hömlulausum veiðum. Ég er ekki með neina patent- lausn á þessum málum en mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, ekki síst allt fjármagnið sem er í kringum þetta. Verðlagningin á kvótanum er öll í gegnum hlutabréfamarkaði og það gerir einstaklingum í útgerð mjög erfitt um vik. Ég vil auka veiðiskylduna. í dag þarf að veiða 50% af því sem er úthlutað ÁHÖFNIN á Nönnu VE eftir björgunina. -Fjórum sinnum kom ég að því að bjarga mönnum úr sjávarháska og í öll skiptin var það eftirminnilegt. Líklega var þó eftirminnilegast þegar við björguðum áhöfninni af Nönnu VE sem Leó bróðir var með. kárir, þeir em að fyrirbyggja að hægt verði að kenna þeim um. En við höfum oft farið langt fram úr þeirra ráðleggingum og miðað við það þá ætti enginn þorskur að vera til í dag. Fiskifræðingar eyða of litlum tíma úti í sjó. Þeir byggja sitt álit á gögnum sem þeir fá í hendur og era misjafn- lega ábyggileg. T.d. er brottkast á fiski hvergi nefnt í þeim gögnum af skiljanlegum ástæðum. Ef allar tölur lægju fyrir um brottkast þá yrði gert héðan af.“ Ert þú sœgreifi? „Ég leit meira á mig sem sægreifa áður en kvótakerfinu var komið á, þegar við gátum farið á sjó og veitt eins og við vildum. Ég er miklu skuldsettari núna en ég var þá. Mitt prinsipp er, eins og ég hef áður sagt, að koma útgerðinni yfir í fjórða ættlið og til þess þarf ég að eiga kvóta. Síðan 1994 höfum við fjárfest í kvóta fyrir 420 milljónir. Auðvitað er þetta vitlaus fjármálaspeki, þetta hefði ávaxtast mun betur í einhveiju öðm en svona er þetta ef maður bítur eitthvað í sig.“ Verðum að líta til fleiri átta Hvemig sérðu fyrir þér framtíð Vestmannaeyja ? „Ertu þá að meina árið 2010, eins og á ráðstefnunni? Ég get ekki neitað því að ég hef talsvert velt þessu íyrir mér. Ég hef ákveðinn metnað, ekki bara fyrir mig sjálfan, heldur fyrir Vest- rnannaeyjar sem byggðarlag. Ég held að við megum ekki einblína um of á sjávarútveginn, hann hefur verið undirstaðan en þar hefur dregist saman og við verðum að líta til fleiri átta. Við emm svo lánsöm að eiga framsækna menn á hugbúnaðar- sviðinu en sá geiri þarf að koma sterkur inn hjá okkur. Þá eigum við líka mjög góðar smiðjur og þeim þætti þarf að koma betur á framfæri. Þar em Vestmanna- eyingar samkeppnisfærir við höfuð- borgarsvæðið og vel það. Ég get nefnt dæmi um rafmagnstöflu sem var smíðuð í Vestmannaeyjum fyrir 600 þúsund krónur en lægsta tilboðið frá Reykjavik var 1700þúsund. Efþetta er hægt þá er flutningskostnaðurinn ekki stór þröskuldur. Ég vil líka sjá okkur gera betur í ferðamannaþjónustu. Þar þurfa menn að vera meira samstíga og reyna að halda ferðamönnunt lengur í Eyjum en nú er. I markaðsmálunt vil ég líka að við seljum okkar fisk sjálf, það fer í gegnum Reykjavík að miklu leyti núna. Netið gefur nær ótakmarkaða möguleika í þessum efnum. Ég hef vissar áhyggjur af sjávar- útveginum í Eyjum. Sameiningar- viðræðumar milli stóm fyrirtækjanna tóku allt of Iangan tíma og á meðan var óvissa hjá öllum sem áttu hlut að máli. Nútíminn kallar á sameiningu fyrirtækja og ég þykist þess viss að það verður sameinað í Eyjum meira en nú er. Hvemig sú sameining verður, hvaðan hún kemur og hverjir eiga þar hlut að máli held ég að gæti verið meira áhyggjuefni. En ég tel okkur líka að mörgu leyti heppin hvað varðar þá sem hafa hætt í útgerð í Vestmannaeyjum. Við höfum haldið varanlegum aflaheimildum okkar þótt menn hafi hætt og það er meira en önnur byggðarlög geta sagt. Bankastofnanirnar í Eyjum hafa líka verið okkur mjög innan handar í þessum málum. Ég held að við eigum eftir að sjá ein- staklingum fækka í útgerð í Vest- mannaeyjum. Eftir tíu ár á ég von á að hér verði tvö stór útgerðarfyrirtæki og örfáir einstaklingar í útgerð. Skilnaðar- og erfðamál geta haft og hafa haft gífurleg áhrif í þessari grein og eru hvað erfiðustu málin að leysa, ekki síst þegar mikið fjármagn er til staðar." Menn verða ekki milljónamæringar á einu ári Vildirþú vera að byrja sjómennsku í dag? „Ég held að það sé ekkert mjög spennandi kostur að vera að byrja sjómennsku í dag. Séu menn hjá út- gerð með góðar veiðiheimildir þá er raunar hægt að hafa góðar tekjur en þeim fyrirtækjum fer fækkandi. í útgerðinni em líka allt aðrar að- stæður en þegar t.d. pabbi var að byrja í þessu. Þá fóm þeir af stað, jafnvel þótt ekkert fiskverð lægi fyrir, héldu áfram og þraukuðu. í dag byija menn og gefast svo upp innan árs, gera miklar kröfur og standast ekki álagið sem fylgir þessu. Þeir em margir sem vilja hoppa inn í þetta og verða milljónamæringar á sama árinu. Það bara gengur ekki og hefur aldrei gengið. I útgerð verður að hafa fyrir hlutunum, rétt eins og öðm í lífinu." Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.