Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Fréttir 17 Tölvun flytur suður fyrir Strandveg á sjö ára afmælinu - Störfum hefur fjölgað úr 2 í 1 I Pláss fyrir fleira starfsfólk -með reynslu og áhuga á tölvum og tölvusamskiptum -Ég lít ekki á þetta sem Ijón á veginum, heldur miklu frekar sem ögrun til að takast á við, segir framkvæmdastjórinn STARFSFÓLK Tölvunar í dag. Frá vinstri, Anton Gylfason tæknimaður á verkstæði, Ómar Magnússon tæknimaður, Sigursveinn Þórðarson vefliönnuður, Auðbjörg Björgvinsdóttir bókhald, Guðni Valtýsson kerfisfræðingur er yfirmaður hugbúnaðarsviðs, Hallgrímur Njálsson kerfisfræðingur er kerfisstjóri netþjónustu Tölvunar, Guðmundur Jóhannesson verslunarstjóri, Kristín Garðarsdóttir tölvari sem sér um starfsmannahald og bónusútreikninga fyrir ísfélagið, Aðalheiður Jensdóttir stjórnarformaður og hefur einnig yfirumsjón með bókhaldi og Tryggvi Gunnarsson tæknistjóri. VERSLUN Tölvunar opnaði á nýja staðnum á laugardagsmorguninn og hafði Sigursveinn eins og aðrir starfsmenn nóg að gera því mikið var að gera strax frá fyrstu mínútu. Sá ævintýralegi vöxtur, sem er í öllu er lýtur að tölvum og teygir anga sína til Vestmannaeyja, kristallast í Tölvun sem þessa dagana er að færa út kvíarnar og flytja í nýtt og stærra húsnæði. Tölvun er sjö ára gamalt fyrirtæki sem í upphafi var meðtvo starfsmenn en nú eru þeir 11 og gæti átt eftir að fjölga umtalsvert í framtíðinni. Tölvun er að taka upp samstarf við Tölvumyndir í Reykjavík og væntir fram- kvæmdastjórinn mikils af því samstarfi sem hann segir forsendu fyrir auknum umsvifum Tölvunar. Byrjuðu smátt Þegar Davíð Guðmundsson kom heim frá námi sem tölvuverkfræðingur stofnaði hann Tölvun ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Jensdóttur. Kjölfestan í rekstrinum var rekstur á tölvukerfí Samfrosts sem var sameign frysti- húsanna. Fyrstu húsakynnin voru á annarri hæð Rannsóknasetursins en ekki leið á löngu áður en starfsemin sprengdi utan af sér húsnæðið og þá var flutt aðeins vestar á Strandveginn, nánar tiltekið að Strandvegi 54 í hús Kiwanismanna. Þama óx og dafnaði verslun með tölvur og tölvubúnað, starfsmönnum fjölgaði auk þess sem starfsemin jókst á öðrum sviðum, í tölvuþjónustu og rekstur á netþjónustu varð sífellt fyrirferðameiri svo fátt eitt sé nefnt. Það kom að því að Strandvegur 54 var orðinn of lítill og þá fór Davíð að líta í kringum sig og staldraði við Strandveg 51 þar sem Neisti var lengst af til húsa. Niður- staðan var að kaupa húsið og var það formlega tekið í notkun á laugar- daginn. Það er 334 fm á einni hæð og með byggingarétti fyrir aðra hæð. „Við ætlum samt ekki að láta gamla staðinn af hendi því ætlunin er að koma Tölvuskóla Vestmannaeyja, sem við erum aðilar að, þangað auk þess sem við höfurn áhuga á að taka upp samstarf við Rannsóknasetrið um Athafnaverið. Tölvuskólinn og At- hafnaverið fara mjög vel saman,“ segir Davíð framkvæmdastjóri í samtali við Fréttir. Skiptist í fjögur svið Með nýja húsnæðinu verður starfsemi Tölvunar skipt í fjögur svið, Hug- búnaðarsvið, verslun, verkstæði og þjónustu við netið sem allir starfs- mennimir koma að með einum eða öðrum þætti. „Um leið erum við stokka upp í eignarhaldi með því að bjóða starfsmönnum hlut í félaginu. Kristín Garðarsdóttir hefur starfað hjá okkur frá upphafi en hún hafði áður unnið hjá Samfrosti. Hallgrímur Njálsson kerfisfræðingur á næst- lengstan starfsaldur að baki og svo kemur Tryggvi Gunnarsson. Þau þrjú em orðin hluthafar, Kristín með 3%, Hallgrímur 2,5% og Tryggvi 2%. Mörg fyrirtæki í þessum geira hafa farið þessa leið og er samtals 15% hlutur í félaginu eymamerktur starfs- mönnum og er helmingurinn eftir. Þetta snýst um að fólk njóti þess ef vel gengur og með þessu er frekar hægt að halda í gott starfsfólk." Starfsmenn gerast hluthafar Davíð segir að frekari breytingar á eignarhaldi Tölvunar séu fyrir dymm því Tölvumyndir í Reykjavík eru að koma inn í með 25% hlut. „Það er forsendan fýrir stækkuninni hjá okkur núna og gerir okkur kleift að koma upp hugbúnaðarsviði sem við væntum mikils af. Tölvumyndir em mjög sterkt fyrirtæki innan sjávarútvegsins og meðal sveitarfélaga og hefur m.a. bæði Isfélag og Vinnslustöð og Vest- mannaeyjabæ á sinni könnu. Það má segja að Tölvumyndir eigi sjávarút- veginn eins og hann leggur sig og þeir em sterkir hjá sveitarfélögunum eins og ég gat um áðan. En það er ekki síst í orkugeiranum sem þeir hafa látið til sín taka. Undir merki Tölvumynda hafa verið sameinuð þrjú fyrirtæki af fjómm sem þjónusta orkufyrirtækin. Þá hafa þeir stofnað fyrirtæki í Noregi þannig að ef vel gengur hjá okkur hér úti í Eyjum eigum við alla möguleika á að vinna að verkefnum úti um allan heim.“ Vaxtarbroddur í hugbúnaðargerð Hugbúnaðarsviðið ásamt vefhönnun- inni geta orðið mikill vaxtarbroddur hjá Tölvun að mati Davíðs og þar ætlar hann sér landvinninga. „Þar eru margir ókannaðir möguleikar og það sama á við um netsamskipti en þar hafa Vestmannaeyingar verið framar- lega. Við búum t.d. ennþá að ti'u mb streng sem Samfrost lagði 1987 en tilkoma hans var ótrúleg framsýni. Sjálf áttum við hlut að máli þegar örbylgjusambandi var komið á milli stofnana bæjarins fyrir fjórum árum sem stóru tölvufyrirtækin í Reykjavík hafa verið auglýsa undanfarið sem algjöra nýjung. Þá erum við að taka í notkun ljósleiðara sem tengir okkur við nokkur fyrirtæki í nágrenningu. Allt er þetta samtengt og ég held að óvíða sé jafnmikil netvæðing innan bæjar og hér. Það er t.d. fyrst núna sem Lína.Net er að fara af stað með lagningu ljósleiðara í Reykjavík.“ Setja saman tölvur Enn á eftir að nefna einn þáttinn í starfsemi Tölvunar en það er sam- setning á tölvum sem hlotið hafa nafnið Keiko Computer eða Keicom. „Við fengum leyfi til að nota nafn há- hymingsins Keikó sem verið hefur í Klettsvíkinni frá því í september 1998. Þama emm við að nýta okkur reynslu Antons Gylfasonar við að setja saman tölvur." Styrkur hvers fyrirtækis í tölvu- iðnaði liggur ekki hvað síst í starfs- fólkinu og Davíð segist geta verið til í að taka undir það. „Við störfum í sjávarplássi og gmnnur okkar að hugbúnaðarsviðinu er þekking okkar allra á sjávarútvegi. Það er ekki þar með sagt að ætlum að einblína á sjávarútveg og það sem honum tengist. Við emm opin fyrir öllu á hugbúnaðarsviðinu." Davíð segist hiklaust hafa pláss fyrir fleira starfsfólk með reynslu og áhuga á tölvum og tölvusamskiptum. „Ég lít samt ekki á þetta sem ljón á veginum, heldur miklu frekar sem ögmn til að takast á við.“ Haustið hefur ekki bara farið í stækkun fyrirtækisins, unnið er að því að gera starfsfólkið hæfara til að takast á við ný verkefni. „Flest okkar fara í próf í haust og núna eru Hallgrímur, Tryggvi, Ómar og Anton að taka svokölluð MCSE próf sem stendur fyrir Microsoft Certified Systems Éngineer. I allt em þetta sex próf og eitt í viku og prófdaginn eru þeir í Reykjavík. Þegar tveir í fyrirtækinu hafa náð þessum prófum, sem em mjög þung, fáum við leyfi til að kalla Tölvun Microsoft Certified Solution Provider. Þar með getum við boðið upp á heildarlausnir frá Microsoft. Einnig emm við, ég, Guðni og Hall- grímur á námskeiðum tvo daga í viku fram að jólum," sagði Davíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.