Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Gamla myndin í dag er úr safni Gylfa Óskarssonar, tekin 1969 um borð í Sigurði VE sem var í eigu Sighvats Bjamasonar. Þama em tveir skipverja, Kristján Óskarsson, núverandi sumarhúsafrömuður og Hannes Bjamason, kunnur hljóðfæraleikari á sinni tíð en hefur verið búsettur erlendis í mörg ár. Bamaskólinn 120 ára Um þessar mundir hefur bamaskóli starfað samfleytt í 120 ár í Vest- mannaeyjum. Árið 1880 höfðu verið sett lög á Alþingi um bamafræðslu og í samræmi við þau var skóli settur á stofn. Hann var fyrst til húsa í Nöj- somhed sem var gamall embættis- mannabústaður. Kennslugreinar í þessum nýja skóla vom lestur, skrift, reikningur og kristinfræði. Þegar skólinn var stofnsettur bjuggu í Vestmannaeyjum 558 manns, af þeim vom um 21% ólæsir, á ýmsum aldri innan við tvítugt þrátt fyrir tíðar húsvitjanir og ötult starf sóknarprestssins (séra Brynjólfs Jónssonar, sjá Blik). Strax þegar ákveðið var að setja á stofn bamaskóla var farið að huga að bygginu skólahúss. Fyrst var byggt hús 1884 (Dvergasteinn), 1904 var aftur byggt (Borg) og í þriðja sinn 1917, var byggt og nú elsti hluti núverandi Bamaskólahúss, má segja að byggingarsaga barnaskóla/gmnn- skóla hér í Eyjum standi enn og sé eins og sagan endalausa. Til að minnast þessara tímamóta hefur ýmislegt verið gert í Barna- skólanum, m.a. hefur skólinn eignast sitt eigið merki, 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgríms- sonar, sá dagur hefur verið tileinkaður íslenskri tungu en við í Bama- skólanum ætlum að minnast 120 ára samfellds starfs Barnaskóla Vest- mannaeyja auk þess að halda íslensk- unni okkar á lofti. Hönnunarhópur í 10. bekk hefur unnið við að útfæra merki skólans í margvísleg efni og verður afrakstur- inn hengdur upp á veggi skólans þennan dag. Nemendur í 5 - 7. bekk ætla að heimsækja vinnustaði og lesa ljóð og sögur. Markmiðið með því er að efla tengsl skólans og samfélagsins auk þess að þakka samfélaginu fyrir það að við búum við þær aðstæður að bamaskóli þykir sjálfsögð stofnun. Fréttatilkynning frá Barnaskólanum Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nudda Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Glersteinar mikið úrval watóftóli', - j' 'OV^WÍj w j [ □ MIÐSTÖÐIN Strandvegi 65 S. 481 1475 Skoðið iika: www. eyj af r e tt i r. i s AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 og kl. 20.00, AA-bókin mán. kl. 20.30, Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 nýlidadeild þri. kl. 20.30, kvennadeild mið. kl. 20.30, reyklaus fim. kl. 20.30, fös. kl. 19.00, reyklaus, og 23.30, lau. kl. 20.30, opinn f jölsk.fundur,reykl. lau. kl. 23.30, ungt fólk. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Símí 481-1140 Barnalæknir Ari Víðir Axelsson barnalæknir verður til viðtals á Heilbrigðisstofnuninni dagana 27. og 28. nóvember. Tímapantanir verða föstudaginn 17. og mánudaginn 20. nóv. kl. 9 -14. Sími 481 1955 Augnlæknir_________________________________ Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður til viðtals á Heilbrigðis- stofnuninni dagana 27 - 30. nóv. Tímapantanir verða föstudaginn 17. og mánudaginn 20. nóv. kl. 9-14. Sími 481 1955 Guðný Bogadóttir hjúkrunarforstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunni í Vestmannaeyjum Sími 481 1955, netfang gbhiv@eyjar.is Nýbúar íVestmannaeyjaum Ingibjörg Hafstað, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, heldur fund með foreldrum og forráða- mönnum nýbúa í grunn- og leikskólum Vestmannaeyjabæjar. Fundurinn verður í sal Barnaskólans í dag, fimmtudaginn 16. nóvember og hefst kl. 15.30, ef fært verður með flugi. Viðkomandi eru hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri og mæta. Skólafulltrúi Laus störf í Hamarsskóla Skólaliði Starf skólaliða er laust til umsóknar nú þegar. Vinnutími er frá kl 13.00 til 17.00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en þann 25. nóvember. Nánari upplýsingar veita Svavar húsvörður eða Halldóra skólastjóri. Stuðningsfulltrúi Starf stuðningsfulltrúa er laust til umsóknar. Vinnutími er frá kl. 7.45 og breytilegur eftir dögum til kl. 13.45 og allt til kl. 15.30. Viðkomandi þarf að hafa góða líkamsburði og geta starfað undir verkstjórn og leiðsögn kennara. Undir starfssvið stuðningsfulltrúa flokkast m.a. fylgd með nemanda á milli staða. Aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs og þjálfun nemanda eftir því sem þörf gerist. Starfið er laust frá 1. janúar 2001. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið umsóknir í Hamarsskóla. Áður innsendar umsóknir óskast endurnýjaðar. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri. Skóla- og menningarfulltrúi Féló auglýsir nýja þjónustutíma Opið er fyrir 7. bekkinga alla virka daga frá kl. 15.30 til 18.30. Fyrir 8., 9. og 10. bekkinga er opið mánud. og þriðjud. frá kl. 15.30 til 18.30 og 19.30 til 22.00. Miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga er opið frá 15.30 til 18.30 og föstudaga 15.30 til 18.30 og 20.00 til 23.30. Ákveðið hefur verið að prófa að hafa opið fyrir 16 ára og eldri á miðvikudagskvöldum frá kl. 19.30 til 23.30 og viljum við beina því til allra 16 ára og eldri að mæta þá og leyfa yngri krökkunum að njóta sín á þeirra viðverutíma. Starfsfólk Féló Frá manntali Unnið er að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Því eru þeir sem eiga eftir að tilkynna flutninga beðnir að hafa samband hið fyrsta í síma 488 2000 eða líta við í Ráðhúsinu. Þessu er einnig beint til þeirra er hafa í hyggju að flytja fram að 1. desember nk. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Bataleið eftir líf 7 ofáti OA Fundir eru ha/dnfr í turnherhergi Landakirkju mánudaga kf. 20.00. Http:/Awww. oa. is - eyjar@oa.is Upplýsingasíml: 87B 1173

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.