Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Fréttir 13 Ragnar Óskarsson skrifar: Sökudólgar fundnir Sú fjármálastjóm er á ábyrgð meirihluta sjálfstæðismanna og þar er bæjarstjóri í lykilstöðu. Þess vegna er höfuðskýringin augljós, sem sé sú að bæjarstjórinn hefur ekki sinnt hlutverki sínu eða látið blekkjast af misvitmm ráðgjöfum. Hvort tveggja er alvarlegt og hvort tveggja hefur valdið Vestmannaeyjabæ fjárhagslegu tjóni. Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna að þessu sinni er aldeilis furðu- legt viðtal sem haft var við bæjarstjórann í Vestmanna- eyjum í DV 9. nóv. sl. Lán í einum gjald- miðli. I viðtalinu er fjallað um lán, 12 milljónir dollara, sem bæjarsjóður Vestmannaeyja tók fyrir nokkru til margvíslegra nota. Lán þetta var einungis tekið í og tryggt með einum gjaldmiðli, nefnilega Bandaríkjadoll- ar, og fyrir vikið hefur Vest- mannaeyjabær beðið stórkostlegt fjárhagslegt tjón vegna gengistaps þar sem gengi dollars hefur verið hátt að undanfömu. Hversu mikið tjónið er, er ekki nákvæmlega hægt að segja á þessari stundu þar sem bæjarstjóri er ekki tilbúinn með nákvæm svör þar um þegar þetta er skrifað. Það sem hins vegar er gagnrýnivert í máli þessu er fyrst og fremst það að lánið skuli ekki hafa verið tryggt í blöndu ýmissa gjaldmiðla til þess að dreifa áhættu vegna gengisbreytinga. Slík blanda er á lánamarkaðinum talin alger nauðsyn en einhverra hluta vegna var horft fram hjá þessari nauðsyn þegar um- rætt lán var tekið. Til skýringar má geta þess að 12 milljónir dollara sam- svara í dag rúmlega einum milljarði íslenskra króna. Hvemig getur slíkt gerst? Þegar slíkt gerist er rétt að spyrja um hvað komið hafí fyrir. Hvers vegna gerðist þetta? Hver ber ábyrgðina? Hvað er hægt að gera? Þegar stórt er spurt verður hins vegar oft fátt um svör. Svarið við þessum spumingum er hins vegar augljóst. Fjármálastjóm Vestmanna- eyjabæjar hefur enn og aftur bmgðist. Sú íjármálastjóm er á ábyrgð meiri- hluta sjálfstæðismanna og þar er bæjarstjóri í lykilstöðu. Þess vegna er höfuðskýringin augljós, sem sé sú að bæjarstjórinn hefur ekki sinnt hlut- verki sínu eða látið blekkjast af misvitrum ráðgjöfum. Hvort tveggja er alvarlegt og hvort tveggja hefur valdið Vestmannaeyjabæ íjárhagslegu tjóni. Skýringar bæjarstjórans Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hef- ur haft þann sið, þegar eitthvað bjátar á, að finna sökudólga. Hann er afar naskur við þessa iðju og tekst alltaf að fmna sökudólgana. í leit sinni að söku- dólgum forðast bæjarstjórinn hins vegar jafnan eins og heitan eldinn að líta í eigin barm því hann telur sig vera þeim kostum gæddan að gera ekki mistök. Svo er einnig í þessu máli. Þegar málið kom til umræðu í bæjarstjóm nú á dögunum sagðist bæjarstjórinn lítið geta um það sagt því það væri í höndum bæjarritara sem væri fjarverandi. Þannig var bæjar- ritarinn orðinn miðpunktur málsins. Þegar málið var rætt á fundi innan meirihluta bæjarstjómar skýrði bæjar- stjórinn frá því að ástæðan fyrir öllum vandræðunum væri sú að bæjarfélagið hefði fengið slæma ráðgjöf og afleita ráðgjafa. Rúsínan í pylsuendanum var síðan það sem bæjarstjórinn sagði í viðtalinu við DV, sem ég vísaði til hér að ofan, en þar sagði bæjarstjórinn: „Það er minnihlutinn sem er að eyðileggja þetta mál fyrir okkur.“ Hér finnur bæjarstjórinn ólíka söku- dólga úr þremur ólíkum áttum, einn hentar hér og annar þar. Þegar þetta allt er haft í huga hljóta að vakna þær spumingar hvort bæjar- stjórinn þyki trúverðugur í mál- flutningi sínum. Ætla sjáfstæðismenn t.d. að láta sér slíkar og misvísandi skýringar nægja? Og það sem meira er, eiga bæjarbúar að sætta sig við það að bæjarstjóri þeirra gefi út skýringar sem hann telur að henti sér pólitískt best hverju sinni án þess að þær byggi á staðreyndum? Er það ekki of dýr pólitík fyrir okkur Vestmannaeyinga. Með öðmm orðum, er pólitík Sjálf- stæðisflokksins ekki þegar búin að gengisfella Eyjamar nógu mikið? Ragnar Oskarsson Drífa Kristjánsdóttir skrifar: Eyjan okkar er falleg á haustdögum Ég vil þakka öllum þeim sem komu nálægt ráð- stefnunni „Eyjar 2010“ þetta var frá- bært framtak og skemmti- legt. Margt er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og margt má gera betur það vitum við sem héma búum, en ekki má gleyma því að margt er búið að gera (sjá grein eftir Hönnu Júlíusdóttur í Fréttum sl. fimmtudag). Hér hafa verið neikvæðar raddir í gangi sem því miður vega sterkara en þær jákvæðu, því þarf að breyta. Þegar eitthvað bjátar á hjá okkur þá stöndum við vel saman, það ættum við að gera oftar, frekar en að vera nei- kvæð og rakka hvert annað niður. I ágúst og september hefur verið dauður tími undanfarin ár, flestir að koma úr sumarfrium, lítil vinna þar af leiðandi litlir peningar en það þýðir ekki að gefast upp. Mikið hefur verið byggt að undan- fömu eftir margra ára hlé og steypubflar famir að sjást aftur á ferð- inni, erfitt hefur verið að fá iðn- aðarmenn vegna anna hjá þeim. Fyrirtæki em að eflast og stækka húsnæði. Ráðstefnu og veitingahús er í byggingu en því miður hefur það ekki verið átakalaust en það vonandi gengur allt upp. A tímabili var ung kona hér í bæ með þrjár búðir og hefur hún staðið fyrir mörgum skemmtilegum uppá- komum hér í bæ, það ætti að heiðra þessa konu fyrir bjartsýni og dugnað. Sjávarútvegur hefur fengið nei- kvæða umfjöllun en hingað hafa þó verið keyptar trillur og tvö skip í smíðum. Stækkun Nausthamars- bryggju sem hefur einnig opnað nýtt og fallegra útsýni. Félagsstarfsemi er öflug í Eyjum, þar em byggingar að stækka sem er mjög gott mál, þar liggur mikil sjálfboðavinna að baki. Golfvöllurinn erhinn glæsilegasti og stækkun á golf- skálanum stendur nú yfir. Nýtt íþróttahús er í byggingu. Hér hafa verið byggðir glæsilegir sumar- bústaðir með frábæm útsýni. Eldri hjón hér í bæ hafa unnið óeigingjamt starf og komið upp fall- egum skrúðgarði á nýja hrauninu sem flestir ferðamenn heimsækja, glæsilegt framtak. Svona má lengi telja ef hugurinn reikar. Tökum höndum saman við upp- byggingu á eyjunni okkar, það er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það fyrir okkur. Drífa Kristjánsdóttir Kristján Bjamason skrifar: Svörtu sauðirnir verðar. En það er óneitanlega dapurlegt að í hópi tómstundabænda skuli vera örfáir menn sem þverskallast sí og æ við að fara að lögum og reglum samfélagsins. Höfundur er garðyrkjustjóri Vestmannaeyjabcejar 1 grein sem birtist í síðustu Fréttum og ber yfir- skriftina „Af mannorðs- morðum“ koma fram ósannindi og rangfærslur sem ekki em svara- Frá ritsjórn Frétta: Hafið útidyraljósin kveikt Það em vinsamleg tilmæli blaðburðarfólks okkar að húseigendur hafi útidyraljós kveikt á aðfaranótt fimmtudags þegar Fréttir em bomar út. Það auðveldar fólkinu störf sín nú þegar svartasta skammdegið er að ganga í garð auk þess sem um hreint öryggisatriði er að ræða þegar hált er og veður gerast válynd. Friðrik Harðarson skrifar: Um jákvæðni Athugasemd við grein Hönnu Júlíusdóttur Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur. Þetta em allir sammála um en er fegurðin nóg ein og sér? Hanna Júlíusdóttir nefnir það að það hafi verið tekið til hendinni víðs vegar um eyjuna, fegrað og snyrt. Skanssvæðið er til fyrirmyndar og getum verið stolt af því En margt af því fólki sem vann við það verk er atvinnulaust í dag. Ég mótmæli harðlega því sem hún heldur fram að hér sé næg atvinna handa öllum og að atvinnulaust fólk nenni ekki að vinna eða geti ekki unnið. Við tökum því sem móðgun. Atvinnuleysi er staðreynd. í dag em um þijátíu manns á atvinnuleysiskrá í Eyjum. Hún veltir því fyrir sér af hverju fólk flytji í burtu. Ér það ekki aðallega einhæft atvinnulíf og fækkun starfa í fiskvinnslu ásamt at- vinnuleysi? Við verðum að viður- kenna að vandinn er til og hann verður að leysa. Utrýmum atvinnuleysi. Að endingu óska ég eftir atvinnu handa okkur sem emm á atvinnu- leysisskrá! Friðrik Harðarson. Spurt er...... Ertu byrjaður (byrjuð) að undirbúa jóla- haldið? Gísli Valur Einarsson, út- gerðarmaður: „Já, hvað heldurðu. Nú er inaður í landi og þá er maður auð- vitað notaður í að bera ktissa og l'or- færa liilt og þetta." Hilmar Rósmundsson, fyrrv. út- gerðarmaður: „Já, en að mjög litlu leyli. Ég er ekkert farinn að sauma eða baka en aðeins farinn að líta á leik- fangamarkaðinn vegna minnslu barn- anna í Ijölskyldunni." Steingrímur Svavarsson, raf- virki: „Ég er byrjaður að hugsa um það en lítið farinn að fram- kvæma." Ingvar Sigurjónsson, frá Skógum: „Ég er byrjaður á söngæfingum. Ég ætla að syngja mig gegnum jólin." | Hrefna Hilmisdóttir: „Já, ég er búin að kaupa stjörnu á toppinn á trénu. Svo er ég auðvilað farin að hugsa um allar smákökusort- irnar sem ég á el'tir að baka." Sigrún Sigmarsdótlir, Tang- anuni: „Já, ég er búin að afgreiða gluggaþrif og svoleiðis. Ég er líka búin að kaupa í jólabaksturinn. Og svo það besta, ég er búin að kaupa næsturn allar jólagjafirnar, dreifði því á lengri tíma svo að |iað verður ekkert „jólavisa" hjá mér í l'ebrúar."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.