Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 16. nóvember 2000
Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa:
Ætlum að nýta Herjólf betur
-og skoða nýja kosti í ferðaþjónustu
-Einhverjar breytingar verða í stjómunarþættinum enda eru
þær hluti af hagræðingunni en hvað starfsmenn á skipinu
sjálfu varðar á ég ekki von á miklum breytingum. Við erum
reyndar nýbúin að ganga frá samningum við Vegagerðina,
það er því fyrst núna sem við hugum að mönnun skipsins og
við eigum því eftir að ræða við starfsfólk Herjólfs,
segir Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa.
Mikil umræða hefur verið
að undanfornu um útboð
Herjólfs og allt sem því
hefur fylgt. Menn hafa
haft ýmsar skoðanir á
málinu er nú liggur fyrir
að skrifað hefur verið
undir samning við
Samskip hf. sem áttu
lægsta boðið í rekstur
ferjunnar og munu
Samskip taka við rekstri
hennar frá og með næstu
áramótum. Samskip eru
ört vaxandi fyrirtæki í
alhliða llutningastarfsemi
og ekki eingöngu
skipafélag þótt skipa-
rekstur sé stór hluti
starfseminnar. Frá 1993
hefur velta Samskipa farið
vaxandi ár frá ári. Arið
1993 var veltan 3,4 millj-
arðar króna en á þessu ári
er gert ráð fyrir því að hún
verði 12 milljarðar króna.
Fyrirtækið hefur skilað
hagnaði frá 1994. Hjá
Samskipum starfa um
áttahundruð manns, bæði
á Islandi og erlendis.
Samskip hafa lengi sinnt
flutningastarfsemi í
Vestmannaeyjum, sem er
hluti af alhliða flutn-
ingakerfi fyrirtækisins.
Öflug flutningaþjónusta
Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa,
segir fyrirtækið framsækið á alþjóða
ilutningamarkaði, heimamarkaðurinn
sé einnig sterkur og fyrirtækið bjóði
viðskiptavinum samkeppnishæfa og
áreiðanlega flutninga. Ólafur segir að
ntikilvægur þáttur í rekstri Samskipa
sé að keppa eingöngu á „eigin
markaði", ef svo má segja. „Við
tökum ekki þátt í annarri atvinnu-
starfsemi og erum því ekki að keppa
við viðskiptavini okkar. Flutninga-
kerfi okkar innanlands er þéttriðið net
og skipt upp í sex megineiningar þar
sem við bjóðum samhæft kerfi frá
sendanda hvar sem er á landinu til
móttakanda hvar sem er í heiminum
og öfugt, auk geymsluþjónustu og
pappírsvinnu á öllu ferlinu."
Ólafur segir að Samskip reki nú tvö
gámaskip á Islandi, Arnarfell og
Helgafell, sem séu í áætlanasiglingum
milli Islands og Evrópu, auk þess sé
þriðja skipið nýtt til að mæta
álagstoppum í flutningum til og frá
landinu.
Heijólfur fellur vel að
skiparekstri okkar
Samskip hafa séð um rekstur ferjunnar
Sæfara í Eyjafírði og bæta nú við
rekstri Herjólfs. En hvað varð til þess
að Samskip ákváðu að bjóða í rekstur
Hetjólfs?
„Það var í raun tvennt sem vakti
áhuga okkar. Annars vegar sáum við
að hægt væri að reka Herjólf með
hagnaði og hins vegar sáum við að við
gætum styrkt starfsemi okkar í
Vestmannaeyjum og innanlandskerfið
allt um leið. Vestmannaeyjar eru og
verða mikilvægur hluti af innanlands-
kerfi Samskipa og Herjólfur fellur vel
inn í reksturinn þannig að við töldum
þetta heppilegt fyrir starfsemina. Við
buðum hins vegar ekki í Baldur. Það
hentaði okkur ekki því við erum ekki
með þannig starfsemi á Breiða-
firðinum sem passar með rekstri fetju.
Aðstæður eru allar aðrar í Eyjum.
Við tókum við rekstri Sæfara fyrir
nokkrum árum. Við þjónuðum þá
Eyjafirði og strandferðaskip okkar
höfðu viðkomu í Hrísey og við rákum
flutningamiðstöðvar á Dalvík og
Akureyri. Við sáum að það hentaði
mjög vel að bjóða í þann rekstur
Sæfara og geta náð fram samnýtingu í
rekstri."
Hvemig ætlið þið að nýta Heijólf í því
flutningakerfi sem Samskip rekur nú
þegar í Eyjum?
„Þjónusta Herjólfs verður með
svipuðum hætti og verið hefur enda
voru reglur um þjónustustigið í úboðs-
skilmálunum. Skipið fer milli lands og
Eyja samkvæmt fyrirfram skilgreindri
tímaáætlun og þjónustan er öll
fyrirfram ákveðin. Við teljum okkur
geta gert þetta mjög vel og án mikils
tilkostnaðar."
Sæfari og heimamenn
Eyjamenn hafa sumir áhyggjur af
mannahaldi í framhaldi af því að
Samskip taka við rekstrinum. Er
ástæða til þess?
„Einhverjar breytingar verða í
stjómunarþættinum enda em þær hluti
af hagræðingunni en hvað starfsmenn
á skipinu sjálfu varðar á ég ekki von á
miklum breytingum. Við emm
reyndar nýbúin að ganga frá samn-
ingum við Vegagerðina, það er því
fyrst núna sem við hugum að mönnun
skipsins og við eigum því eftir að ræða
við starfsfólk Herjólfs. Við munum
samkeyra kerfið með flutninga-
miðstöð okkar í Eyjum, en hvemig
það verður gert get ég ekki sagt
nákvæmlega til um á þessari stundu.
Við emm hins vegar með tölvubúnað
okkar og starfsfólk, og sjáum ekki að
skynsamlegt sé að keyra tvö sjálfstæð
upplýsingakerfi í kringum reksturinn.
Það er hluti af hagræðingunni og að
geta gert þetta hagkvæmara í rekstri",
segir Ólafur.
Af því að þú nefndir Sæfara áðan,
var einhver ótti hjá heimamönnum þar
með það að Samskip tækju við
rekstrinum, eins heyra hefur mátt í
Eyjum?
„Nei, það var ekki. Eg held reyndar,
og tel það dálítið merkilegt, að þegar
við tókum við rekstri Sæfara þá voium
við álitin heimafólk vegna þess að við
höfðum starfsemi þama fyrir. Þeir sem
ráku Sæfara áður vom heldur ekki
heimamenn. Heimamannasjónarmið
geta breyst fram og til baka. Við eiunt
að reka Sæfara með heimamönnum
og stjómendur þessara flutninga-
miðstöðva eru heimamenn. Hins
vegar reynum við að forðast það að
lenda mikið í umræðu um heimamenn
og aðkomumenn.'1
Valkostir í ferðaþjónustu
Ólafur segir að þjónustan muni síður
en svo versna þegar Samskip tekur við
rekstrinum. „Ég held líka að margt
spennandi og skemmtilegt sé fram-
undan. Við höfum rætt það innanhúss
að það gæti verið kjörið tækifæri að
nota þetta ágæta skip til að bjóða upp
á skemmtilegri og meiri ferðamanna-
þjónustu til Eyja en verið hefur. Þetta
er sagt með fullri virðingu fyrir því
starfi sem unnið hefur verið á því sviði
hingað til en við teljum að þetta gæti
orðið gott tækifæri til að laða að enn
fleiri ferðamenn til Eyja, sérsaklega
yfir sumarmánuðina. Við ntunum
skoða þetta í samstarfi við aðra aðila.
Ferðaþjónusta er að vísu ekki okkar
sérsvið, en við sjáum samt mörg
tækifæri og ætlum að skoða það í
kjölfarið, enda Vestmannaeyjar
annálaðar fyrir náttúrufegurð.
Sjálfur hef ég oft komið til Eyja,
bæði með okkar skipum og með flugi
og tel mig vita nokkuð hvað hægt er
að bjóða upp á í ferðamennsku. Ég vil
þó aðeins segja það eitt á þessu stigi
málsins að við gemm okkur vonir um
að hægt sé að nýta skipið betur en gert
hefur verið og bjóða upp á áhugaverða
valkosti í ferðamennsku, tengda
skipinu."
Sameiginlegir hagsmunir
Þið ætlið að keyra skipið á svartolíu,
sem hefur sætt nokkurri gagnrýni.
„Við gerum þetta alla daga á
skipum okkar og vélar Heijólfs eru
smíðaðar íyrir svartolíu. Okkur finnst
það gefa auga leið að brenna því
eldsneyti sem hagkvæmast er.“
Kom það þér á óvart að tilboð
Samskipa skyldi vera svo miklu lægra
en Heijólfs hf.?
„Það kom nokkuð á óvart að svo
rnikill munur væri á tilboðunum, hins
vegar kom það ekki á óvart að gengið
skyldi að tilboði okkar, annað hefði
verið mjög óeðlilegt. Ég sé ekki
hvemig Vegagerðin eða ráðherra
hefðu getað komist hjá því að ganga til
samninga við Samskip um reksturinn.
Við höfum ekki tekið þátt í þeirri
umræðu sem verið hefur opinberlega
um útboðið og meint svik og óheilindi
í því sambandi og ætlum ekki að taka
þátt í því. Við rekum aðeins okkar
fyrirtæki og hluti af því er að reka
skip. Við emm spennt fyrir því að reka
Herjólf, gera það vel, og til hagsbóta
fyrir okkur og alla sem að málinu
koma. Við sjáunt tækifærin og viljum
nýta þau, öllum til hagsbóta."
Eitt að lokum. Nú hefur Herjófur hf.
verið ötull styrktaraðili íþrótta-
hreyfingarinnar í Vestmannaeyjum.
Verða íþróttatreyjur IBV merktar
Samskipum í bak og fyrir í
framtíðinni?
„Ég get nú ekki svarað því hér og
nú, hins vegar get ég sagt að síðast
þegar ég talaði við bæjarstjórann í
Eyjum vorum við að ganga frá
styrkjum Samskipa við IBV. Við
höfum ekkert skorast undan því að
styrkja íþróttahreyfinguna, bæði í
Vestmannaeyjum og annars staðar.
Auk þess höfum við styrkt baráttuna
gegn eiturlyfjum og æskulýðsstarf
fyrir milljónatugi og svo mætti lengi
telja. Við styðjum ýmis góð málefni á
Islandi og ætlum að halda því áfram.“
Benedikt Gestsson.
ARNARFELL, skip Samskipa á leið til Eyja. Um leið og Herjólfsmerkið hverfur verður merki
Samskipa meira áberandi í Vestmannaeyjum.