Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 16. nóvember2000 Bergur-Huginn hlaut umhverfisverðlaun LÍÚ Fyrirtækið talið skara fram úr í umhverfisverndarmálum SKIP Bergs-Hugins. Fremst er frystiskipið Vestmannaey, þar fyrir aftan koma togskipin Smáey og Háey. Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna ákvað fyrir nokkru að efna til umhverfisverðlauna í sjávarútvegi í annað sinn meðal þeirra aðila innan samtakanna sem þykja hafa skarað fram úr í þessu sviði. VarVSÓRáðgjöffaliðaðsjá um nauðsyniega forvinnu og mat í tengslum við verðlaunin. Akveðið var að verðlaun skyldu veitt því fyrirtæki sem skaraði fram úr í umhverfismálum. Yrði þá ekki ein- ungis litið til stórra útgerða heldur kæmu einyrkjar í útgerð til greina til jafns við hina stærri. A síðasta ári var samþykktur listi yfir þau atriði í rekstri fyrirtækjanna sem ákveðið var að höfð yrðu til viðmið- unar þegar kæmi að vali á verðlaunahafa. Þessi atriði voru á listanum: 1. Stefnumótun í umhverfismálum og almennar aðgerðir. 2. Vamir gegn mengun. 3. Umgengni um auðlindina. 4. Önnuratriði sem skipta máli. Auglýst var eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna og málið kynnt sérstaklega. Þeir aðilar, sem voru til- nefndir, fengu send spuminga- eyðublöð þar sem aflað var upp- lýsinga um þau atriði sem ákveðið var að hafa til viðmiðunar. Einungis þau fyrirtæki komu til greina sem sendu inn svör. Innsend gögn voru metin í samræmi við atriðalistann og tekið mið af því vægi sem hverju atriði hafði verið gefið. Niðurstaðan varð sú að Bergur- Huginn ehf. í Vestmannaeyjum fékk hæstu einkunn í áðumefndu mati og telur VSÓ Ráðgjöf að fyrirtækið skari fram úr öðrum sem tilnefnd vom. Eftirtalin atriði em talin upp: Félagið hefur markvisst hugað að umhverfi sínu og frætt starfsmenn um mikilvægi góðrar umgengni um hafið og athafnasvæði í landi. Félagið er framarlega í að nýta vannýttar tegundir, til að mynda gulllax og lýsu og hefur gert tilraunir með seiðaskiljur í samvinnu við Fiskistofu.. Tilraunir fara nú fram um að auka eldsneytisnýtingu. Er sú vinna þegar farin að skila árangri. Gott yfirlit er innan íyrirtækisins um þá þætti starfseminnar sem hugsanlega geta haft áhrif á umhverfið, þ.m.t. notkun kælimiðla, sorpförgun, botn- málningu, notkun á endurvinnan- legum kömm og notkun á sápu og leysiefnum. Skip og umhverfi fyrirtækisins em einnig til fyrirmyndar enda hefur markvisst verið unnið að þeim málaflokki innan fyrirtækisins. Félagið uppfyllti lögboðnar skyldur, tengdar umhverfismálum, þ.m.t. til- kynningaskyldu um notkun kælimiðla og færslur í sorpdagbók. Bergur-Huginn hefur auk þess, ásamt öðmm útvegsmönnum, stutt við rann- sóknir á karfastofnum sem unnar hafa verið af Hafrannsóknastofnun. Viðurkenning fyrir fyrirtæki og starfsfólk „Auðvitað er ég mjög ánægður með þetta,“ segir Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur, starfsfólkið og fyrirtækið í heild. Viðurkenning fyrir það sem við höfum verið að gera sl. vikur, mánuði og ár því að þetta er ekki eitthvað sem hefur verið að gerast á síðustu dögum. Við höfum stefnt að því að hafa allt í eins góðu lagi og unnt er, miðað við umhverfið, unnið það í samráði við áhafnir á skipum okkar og aðra. Þetta hefurgengið hægt og sígandi og skilar sér nú í þessari viðurkenningu sem við erum stolt af. Nú eigum við eftir að kynna þetta átak okkar erlendis og ég er viss um að það á eftir að skila sér, t.d. í hærra verði fyrir okkar fisk. Þetta er það sem umheimurinn kallar á í dag, hreint umhverfi, tæran sjó o.s.frv. og við verðum að fylgja þeirri þróun. Víst er þetta kostnaðarsamt en þann kostnað á ekki að horfa í, hann skilar sér til baka. Við munum þá tíð þegar öllu sorpi og rusli var sturtað beint út af Hamrinum og síðan fauk það aftur til baka. Eg reikna ekki með að nokkur vilji hverfa aftur til þess horfs sem þá var. Það kostaði sitt að farga þeim úrgangi á annan hátt, en í dag á ég ekki von á að horft sé í þann kostnað. En við erum ánægð með þessa viðurkenningu sem sýnir að við erum á réttri !eið,“ sagði Magnús. Todmobile í Samkomu- húsinu á miðvikudag Á miðvikudag í næstu viku verður hljómsveitin Todmobile með tónleiku í Sumkomuluisinu við Kirkjuveg. Þessir tónleikur eru hluti af tónleikaferð sveitarinnar sem hófst á þriðjudag á Egilsstöðum. Vestmanna- eyingurinn Eiður Arnarsson er bassaleikari Todmobile en söngkona sveitarinnar er Andrea Gylládóttir. „Við höfum alltaf komið til Vestmannaeyja á tónleika- ferðum,“ segir Andrea. „Vestmannaeyingar hafa alltaf verið mjög hlynntir okkur og okkar tónlist og ég vona að það sé ekki bara af því að Eiður er í sveitinni heldur sé það af tónlistarlegum áhuga.“ Andrea segir að efni þessara tónleika muni spanna tólf ára sögu Todmobile, frá árinu 1988 til 2000, sé eins konar tónlistarleg saga sveitarinnar. Nýkominn er út tvöfaldur geisladiskur með Todmobile þar sem einmitt er að finna tónlist frá þessu sama tímabili og tvö ný lög að auki, alls 30 lög. „Diskurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur, þetta er eigulegur gripur og ágætis jólagjöf, alla vega til handa því fólki sem ekki á alla hina diskana okkar,“ segir Andrea. Þegar rætt er við íþróttaþjálfara er oft spurt hvort allir í liðinu séu heilir heilsu og ómeiddir. ,Já, það eru allir heilir hjá okkur og við hlökkum til þessarar tónleikaferðar, ekki síst til að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Andrea og bætti því við að tónleikarnir hæfust kl. 21 og engin aldurstakmörk væru á þá enda eru aðdáendur Todmobile á öllum aldri. Foreldrafélag Leikskólans Sóla: r Ocmægðir með aðbúnað barna sinna Um fimmtíu foreidrar barna á leikskóianum Sóla hafa sent bæjar- yfirvöldum bréf þar sem farið er fram á að endurbætur verði gerðar á húsnæði skólans. Telja foreldramir brýnt að gerðar verði endurbætur á lóð og húsi bæði að utan og innan. Til að fylgja máli sínu eftir létu foreldramir fylgja með myndir sem sýna að ýmislegt má betur fara og að þörf á endurbótum er orðin brýn. „Leikskólinn Sóli varð 40 ára á þessu árin og hvemig væri nú að muna eftir afmælisbaminu á fjárhags- áætlun bæjarins fyrir komandi ár og leggja metnað í töluna. Við í Foreldrafélagi Sóla trúum því og treystum að nú verði unnið róttækt í málefnum bama okkar. Þolinmæði okkar eftir nauðsynlegum endurbótum er því miður á enda og mun þessu erindi verða fylgt eftir með áfram- haldandi fyrirspumum," segir í bréf- inu sem Una Þóra Ingimarsdóttir skrifar undir. Máli sínu til stuðnings láta þau fylgja með samanburð á hvað miklir peningar hafa farið í endurbætur og viðhald á lóðum þriggja leikskóla í eigu bæjarins. I samanburðinum kemur í ljós að samtals hafa 8,6 milljónir farið í viðhald á Kirkjugerði, 11,3 milljónir á Rauðagerði en ekki nema 5,4 milljónir til Sóla. www.eyjafrettir.is Lifandi fjölmiðill

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.