Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 KAUPMENN afhenda gjöfína, f.v. Magnús Sveinsson og Sigurbjörg Axelsdóttir frá Félagi kaupsýslumanna og Björn Þorgrímsson og Daði Pálsson frá Isfélaginu. ¥ Ometanlegur stuðningur -segir Björn Þorgrímsson formaður ísfólksins Eyjaberg selt Ós hf. hefur ákveðið að selja bátinn Eyjaberg VE, hann var keyptur á síðasta ári af Útgerðarfélagi Vest- mannaeyja en hefur ekki verið gerður út síðan. í bæjarstjóm var samþykkt með sjö samhljóða at- kvæðum að falla frá forkaupsrétti á skipinu enda hefur það verið til sölu í langan tíma og er selt án afla- heimilda. Virkt eftirlit með sjókvíaeldi Fulltrúar Vestmannaeyjalistans báru á síðasta bæjarstjómtu-fundi frant tillögu þess efnis að fyrir- hugað sjókvíaeldi í Klettsvík verði háð virku eftirliti með ýmsum um- hverfisþáttum, svo sem lífrænni mengun. í því sambandi er lögð áhersla á að gera samning um það milli Islandsktx og Rannsóknaseturs Háskólans og Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri bar fram tillögu um að vísa þessari tillögu til umsagnar stjórnar Rannsóknaseturs Háskól- ans og Vestmannaeyjabæjar og var það samþykkt. Göngustígur samþykktur Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn að nú þegar verði gerðar úrbætur á göngustíg milli Iþróttamiðstöðvar og Bessahrauns. Göngustígurinn verði upplýstur og þannig úr garði gerður að gangandi vegfarandi eigi jafngreiðan aðgang og áður en bygging nýs íþróttahúss hófst. Þessi tillaga var flutt af fulltrúum minnihlutans en fulltrúar sjálf- stæðismanna gerðust meðflutnings- menn að henni og er ekki oft sem slíkt gerist í bæjarstjóm. Sem vænta mátti var þessi tillaga samþykkt Síðasti valsinn? Vegagerðin hefur sent bæjarráði bréf þar sem óskað er eftir því að bærinn tilnefni tvo fulltrúa og tvo til vara, í nýja stjórn Herjólfs hf. sem til stendur að kjósa á hluthafafundi 2l.des. nk. Bæjarráðhefurtilnefnt sem aðalmenn Guðjón Hjörleifsson og Þorgerði Jóhannsdóttur og sem varamenn Elsu Valgeirsdóttur og Ragnar Óskarsson. Kröfur upp ó tæpar 1,5 m felldar niður Á síðasta bæjarráðsfundi var sam- þykkt að lella niður kröfur sem taldar eru óinnheimtanlegar. Að tillögu sýslumanns em felldar niður kröfur upp á 317.379 krónur og að tillögu lögmanns bæjarsjóðs eru felldar niður kröfur upp á 1.159.036 krónur. Jólatónleikar standa yfir Jólatónleikar Tónlistarskólans standa nú yfir. Vegna fjölda nem- enda er tónleikunum skipt niður á fjóra daga. Tónleikarnir hófust á þriðjudag og enda á morgun, iöstudag. Þessir tónleikar em öllum opnir en þeir hefjast kl. 17.30 bæði í dag og á morgun. Stjórn Starfsmannafélags ísfé- lagsins (Isfólksins) vill koma á framfæri þakklæti sínu til allra þeirra sem sýnt hafa því hlýhug nú í vikunni. Bjöm Þorgn'msson, formaður félagsins, sagði, í viðtali við Fréttir í gær, ómetanlegt að ftnna fyrir þeim stuðningi sem hvarvetna væri að finna. Auk þess sem verslanir hafa gefið sérstakan afslátt og sumar þeirra Á síðasta fundi bæjarst jórnar létu fulltrúar minnihlutans bóka að samkvæmt tillögu, sem lægi fyrir, ætluðu sjálfstæðismenn að sam- þykkja hækkun útsvars úr 12,04% í 12,7%. Um síðustu áramót hefði álagning útsvars hækkað úr 11,94% í 12,04% og áramótin þar á undan úr 11,24% í 12,04%. Þrátt fyrir þessar auknu álög- ur hafi ýmsum framkvæmdum ekki verið sinnt eins og til stóð þegar hækkanimar voru ákveðnar enda séu þær einungis til að lappa upp á afleita fjárhagsstöðu bæjarfélagsins sem haft farið síversnandi í stjómartíð sjálf- stæðismanna. Útsvarshækkunin dugi Á bæjarráðsfundi í nóvember mótmælti fulltrúi minnihlutans þeirri ákvörðun meirihlutans að ganga að tiiboði fjármálaráðu- neytisins í hlutabréf í Herjólfi hf. Nokkur umræða varð þá um hinn skamma frest sem veittur var til að ganga að tilboðinu. Á síðasta fundi bæjarstjómar lagði meirihluti sjálfstæðismanna til að tillögu minnihlutans yrði vísað frá þar sem málinu væri lokið af hálfu bæjaryfirvalda og gerð haft verið grein fyrir málinu á síðasta fundi bæjar- að auki geftð rausnarlegar gjafir, eins og getið er um annars staðar í blaðinu, hafa starfsfólkinu einnig borist pen- ingagjafir frá félögum og íyrirtækjum. Björn segir að fyrirtækið Bergur- Huginn haft á mánudag gefið 100 þúsund krónur, Félag kaupsýslu- manna haft fært þeirn 300 þúsund krónur, Vömval hafi geftð 100 þúsund og Bónus Vídeó einnig 100 þúsund krónur. Björn sagðist vita að fleiri ekki til því að bæjarsjóður haft auk þess þurift að taka stórfelld lán til að endar næðu saman. Þá hafi sjálf- stæðismenn og hækkað fasteigna- tengda skatta upp úr öllu valdi. Þessar staðreyndir sýni að sjálfstæðismenn hafi algerlega misst tök á fjármála- stjóm bæjarfélagsins. Minnihlutinn lýsir yfir fullri ábyrgð á hendur sjálfstæðismönnum vegna dapurlegrar fjármálastöðu bæjarins. Forsendur þess að rétta við hag Vest- mannaeyja felist m.a. í hugmyndum minnihlutans sem áður haft komið fram, að bæjarstjóm geri sér grein fyrir alvarlegri stöðu fjármála; upp- stokkun á fjármálastjóm bæjarins með stjómar. í bókun sjálfstæðismanna vegna þessa máls segir að ljóst sé að fulltrúar Vestmannaeyjalistans haft ekki lesið yfir þann hagstæða kaupsamning sem haft þegar verið samþykktur. Samningurinn sé ekki við Vegagerðina heldur íjármála- ráðherra, f.h. ríkissjóðs. Eins og fram hafi komið tafðist það um fjóra tíma að samningurinn kæmi inn á borð bæjarstjómar, sú bið hafi verið hagstæð og gæti gefið bænum allt að tíu milljónum króna í tekjur. Minnihlutinn lagði þá fram bókun gjaftr væm á leiðinni og ítrekaði þakkir sínar til allra þeirra sem lagt hefðu þeim lið á þessum erfiða tíma. Fréttir hafa fengið nokkrar fyrir- spurnir um hvert fólk geti snúið sér, vilji það leggja ísfólkinu lið. Hægt er að hafa samband við Bjöm, formann félagsins eða Sigurbimu Ámadóttur á skrifstofu Isfélagsins. hlutlausum aðila sem aðstoði við að koma fjármálum á réttan kjöl; með mörkun heildarstefnu og áætlun um raunhæfa nýsköpun í atvinnumálum; með virkjun Þróunarfélagsins; með samstarfi við Byggðastofnun, Iðn- tæknistofhun og fleiri og með umsókn um aðild að Samtökum sunnlenskra sveitrfélaga og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. I lokaorðum bókunar- innar segir að bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans greiði ekki atkvæði með gjaldastefnu sjálfstæðismanna sem snúi að auknum álögum á bæjarbúa. þar sem segir að tillagan hafi verið lögð fram í þeim tilgangi að gera athugasemdir við fljótfærsnisleg vinnubrögð Vegagerðarinnar og sæti furðu að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vilji ekki fá skýringu á þeim. Frávísunartillaga þeirra sé því flutt af ótta við að upplýst verði hvemig málið er í raun til komið. Bókun sjáfstæðismanna sé útúrsnúningur og lýsi vandræðagangi þeirra. Frávísunartillagan var síðan sam- þykkt með ijómm atkvæðum gegn þremur. Mikið að gera vegna brunans Segja má að síðasta helgi hjá lög- reglunni hafi einkennst af brun- anum í Isfélaginu. Á laugardags- kvöld var allt tiltækt lögreglulið ræst út vegna hans. Þá hefur rann- sókn staðið yfir vegna hans alla vikuna. Tveir rannsóknarlögreglu- menn úr Reykjavík hafa verið lögreglunni hér til aðstoðar við það en niðurstöður þeirrar rannsóknar lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Hætt kominn Engin slys urðu á fólki í brunanum um helgina en litlu munaði að illa færi á mánudag. Þá vora slökkvi- liðsmenn á vakt á brunastað og munaði minnstu að þakbiti, sem féll niður í rústimar, lenti á einurn þeirra. Hallgrímur Tryggvason. vélvirki og slökkviliðsmaður, sagðist hafa farið inn í rústimar til að kanna ástand á ammoníaks- leiðslum og verið á leið út aftur þegar hann hefði heyrt hvin fyrir ofan sig og stokkið til hliðar. Það reyndist eins gott því að nokkur- hundruð kílóa þakbiti féll niðttr rétt hjá honum. „Mér brá heldur ónota- lega við þetta. það hefði sennilega ekki þurft um að binda hefði þetta lent á mér,“ sagði Hallgrímur. Lokunarborðar ekki virtir í brunanum um helgina girti lög- regla svæði við Isfélagið af með sérstaklega merktum borðum og er ætlast til að ekki sé farið inn á slfk svæði. Að sögn lögreglu var nokkuð um að fólk virti ekki þessa borða og fór inn á svæðið. Það era tilmæli frá lögreglu að fólk virði þessa borða í framtíðinni. Bæði era þeir settir upp til öryggis og eins til rannsóknar eftir á. Svartolíumengun á Garðavegi Á mánudagskvöld barst lögreglu tilkynning um olíuleka á Gttrðavegi. Við nánari athugun kom í ljós að veralegt magn af svartolíu hafði lekið úr tanki hjá Olíudreifingu hf. Menn frá fyrirtækinu í Reykjavík höfðu þennan dag verið að skipta um rör og virðist sem frágangur hafi ekkialvegveriðílagi. Vartaliðað allt að 3000 lítrar af svartolíu hefðu lekið út á Garðaveginn og olli sá leki nokkurri mengun. Var á þriðjudag unnið að því að blanda vikri saman við olíuna og þeirri blöndu stðan mokað burt. Jólatrésskemmtun á þriðjudag ísfélagið og ísfólkið hafa ákveðið að gangast fyrir jólatrésskemmtun fyrir böm starfsfólks ísfélagsins. Verður sú skemmtun á þriðjudag kl. 17 og þarf að skrá þátttöku sem fyrst í Aljiýðuhúsinu. Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir; Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Veitingaskálanum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruvali, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR Mótmæla hækkun útsvars Karpað vegna kaupsamnings

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.