Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Síða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Bræðurnir Óskar og Adólf segja frá æviniýrinu á bak við X-18 Urðum skómenn Skófyrirtækið X-18, eða X-18 HF, The Fashion Group var stofnað árið 1998. Það hefur vaxið með ótrúlegum hætti undanfarin ár og náð fótfestu með fram- leiðslu sína í löndum austan hafs og vestan. A þessu ári stefnir í að velta fyrirtækisins verði um fjögurhundruð milljónir og gert ráð fyrir að fyrirtækið velti nærri milljarði á næsta ári. Bræðurnir / Oskar og Adolf Oskarssynir eru aðal- frumkvöðlar fyrir- tækisins, en þeir eru synir Axels og Döddu skó, sem rekið hafa / skóverslun Axels O í Vestmannaeyjum til fjölda ára, en hættu rekstri verslunarinnar fyrir skömmu og seldu hana nýjum aðilum. Oskar sem er fram- kvæmdastjóri og Adolf dreifingarstjóri X-18 hafa nánast alist upp í skóheimum, ef svo má að orði komast, allt frá því að starfa í verslun for- eldra sinna, bæði í Eyjum og reka skóverslanir Reykjavík, skóverksmiðju í Portúgal, þartil nú að þeir hófu markaðs- sókn undir merki X-18, með skrifstofu í Reykjavík, en skó- framleiðslu í Austur- löndum fjær. Benedikt Gestsson blm. brá sér í nokkur pör af X-18 ásamt bræðrunum og ræddi um vel skóaða tilveru þeirra og fram- tíðarsýn. ÞEIR bræður, Adolf og Óskar, ólust upp innan um skóna hjá Axel Ó. en nú ætla þeir að leggja heiminn að fótum sér. Lá beint við að fara í skó „Það þekktu allir skóverslun Axels O í Eyjum og við ólumst upp í kringum hana,“ segir Adolf. „Þannig að það lá beinast við að myndum frekar tiieinka okkur skómennsku en sjómennsku. Foreldrar okkar fluttu til Vestmanna- eyja árið 1959 og tóku við skóbúð sem frændi okkar hafði rekið þar. Upphaflega ætluðu þau bara að vera í stuttan tíma, en þetta vatt upp á sig, enda líkaði þeim mjög vel í Eyjum. Nú hafa þau selt búðina og ég heíd að þau séu mjög sátt við það. Það voru traustir aðilar og gott fólk sem keypti búðina og ég hef enga trú á öðru en að þessir nýju aðilar muni halda uppi þeim anda sem var og er í versluninni. Það er aðalmálið." Oskar segir að aldrei hafi staðið annað til hjá þeim bræðrum en að halda áfram í skóbransanum, enda hafi það verið nærtækast. „Við ólumst upp í skóbúð en vildum hins vegar taka eitt skref í einu varðandi markaðssetningu hugmynda okkar. Við höfum sjálfir rekið skóverslanir, heildsölu og verk- smiðju í Portúgal og verið alls staðar á öllum stigum sem hugsanlega er hægt að ganga í gegnum í þessum viðskiptum. Við unnum með skóverk- smiðjunni Iðunni á Akureyri þegar hún var starfrækt og framleiddi Puffinsskóna sem voru tískuskór þess tíma. Þegar mest var held ég að við höfum keypt um helming af fram- leiðslu Iðunnar." Núfluttuð þiðfrú Eyjum, voru þœr of litlarfyrir stórhuga menn ? „Nei, nei,“ segir Oskar. „En þegar ætlunin er að vera með dreifingu og sölu verður að stjóma því frá Reykjavík. Fyrirtækið sem við rekum núna erum við að reka á Islandi, en væri kannski betra að reka það er- lendis og nær markaðnum, því vissu- lega gerir fjarlægð okkar frá mark- aðnum okkur erfitt fyrir. Þannig að Vestmannaeyjar voru aldrei inni í myndinni, því það er svo margt sem þarf að sækja til Reykjavíkur. En hver veit nema með aukinni tækni verði hægt að breyta þessu einhvem tíma. Þó ég vilji kannski ekki gerast mikill spámaður, þá er hægt að nefna nýj- ungar eins og sjónvarpssíma og annað slíkt, sem gera hlutina miklu auð- veldari. Við emm til dæmis með iðnhönnuð í vinnu sem var að teikna upp stóran og mikinn vegg sem átti að fara í verslun. Eg spurði hann að því hvenær veggurinn yrði kominn upp og hann svaraði að hann hefði farið í bfl daginn áður og líklega kominn upp daginn eftir. Þá spurði ég hann í gríni: „Ekki var hann smíðaður á Akureyri?" „Nei í Hnífsdal," svaraði hann. Þaðan fengum við lægsta tilboðið, en allar teikningar og efnistillögur sendar á milli með tölvu. Þetta virtist ekki vera neitl vandamál, svo maður skyldi tala varlega, þegar maður veltir fyrir sér möguleilaim í framtíðinni.“ Harður heimur Statfsemi fyrirtœkisins er að mestu í austurlöndum fjœr og flestir skórnir eru framleiddir í Kína, Víetnam og Taiwan. Einhver myndi kannski segja þetta vonda pólitík, hverju viljið þið svara þvt'? Óskar: „Fyrst og fremst emm við að ná lægra vömverði með því, vegna þess að vinnuaflið er mun ódýrara þar. Það þarf ekkert að skammast í því, vegna þess að við búum í mjög hörðum heimi þar sem fólk vill fá vöruna á eins lágu verði og hægt er. Við breytum ekkert heiminum í því sambandi og ef heildarframleiðslan, eins og hjá stóm fyrirtækjunum, Nike og Skechers væri ekki þama hefði þetta fólk kannski ekkert að gera.“ Adolf: „Ég er sammála. Við emm í mikilli samkeppni og við verðum að leita að verðunum þar sem þau em lægst. Þó að við séum fyrst og fremst markaðsfyrirtæki, verðum við að standast í verðum eins og hægt er.“ Adolf og Óskar: -Við keyrum á ferskleika og tísku. Það þarf alltaf að vera með einhvern ferskleika og eitthvað nýtt, en auðvitað er það markaðurinn sem ræður og hann stjórnar hvaða línu við leggjum áherslu á og í hvað við viljm setja peningana. Það þýðir ekkert að bjóða vöru sem við vitum að selst ekki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.