Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Síða 13
Fimmtudagur 14. desember 2000 Fréttir 13 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar: Vestmannaeyingar eru duglegt og kjarmikið fólk Oft voru skrefin út úr Landakirkju þung þegar áföll höfðu dunið yfir og manneskjur gengu út í kirkjugarðinn, sem á þessum tíma er upplýstur af ljósum umhyggjusamra aðstandenda. En þá var gengið undir bogann og augu manna hvíldu á / orðum Jesú Kiists, „Eg lifi og þér munuð lifa“. Þá fann ég svo vel hvað það eru sterkar manneskjur sem á þessari eyju búa og hve óbifanlega náð Guðs mun alltaf haldast við Heimaey. Þessi fullyrðing er svo sannarlega sönn því það hef ég reynt á eigin skinni þau ár er ég lifði og starfaði í Vestmannaeyjum. Ég hef ekki aðeins reynt Vestmannaeyinga af því að vera duglegt fólk og kjarkmikið heldur líka æðmlaust. Ég hóf minn starfsferil sem prestur í Eyjum langt frá mínum æskustöðvum og í gjörólíku umhverfi en ég hafði vanist. En að koma til Eyja var sannkallað ævintýri með sínu ægifagra landslagi og litríku mannlífi. Ég hlaut mína eldskím í starfi sem prestur í Vestmannaeyjum, en þrátt fyrir að oft gæfi á bátinn kynntist ég því hvemig bæði landslagið og gott fólk hélt utan um mig og mína. Síðustu misseri hafa verið Vest- mannaeyingum erfið. Og allt of margt hefur dunið yfir. Mikilvægir forystu- menn í bæjarsamfélaginu hafa fallið frá í blóma lífsins. Sjálf jörðin tók að hristast undir fótum manna á hátíðardeginum 17. júní þannig að margir þurftu að flýja til bjargar sínu eigin lífi og annarra. Aðalsamgöngu- æð bæjarins fór úr höndum heima- manna og nú á síðustu dögum máttu Eyjamenn horfa á stærsta fyrirtæki bæjarins standa í ljósum logum þar sem eyðingaröflin virtust taka öll völd. Allt þetta brýtur niður baráttuþrek fólks og gerir dagana enn dimmari r' skammdeginu sem náttúran skammtar okkur. En Vestmannaeyingar hafa áður horft inn í lífsháskann og myrkrið. Áður hefur Heimaey staðið í björtu báli, áður hafa Eyjamenn þurft að taka höndum saman og lagt Ijósinu lið gegn myrkrinu. Það var mér mikil trúarvitnisburður þegar ég bjó í Eyjum að skynja þá miklu samhygð og samstöðu þegar blés á móti. Aldrei hafði ég áður kynnst því hvemig heilt byggðarlag getur staðið saman og slegið órjúfan- legri skjaldborg um sameiginleg verðmæti. Jafnvel í dreifrngunni, eins og ég nefni stundum brottflutta Eyja- menn, ríkir samstaða og aldrei líður sú vika að ekki hitti maður Eyjamenn sem hugsa heim og láta sig varða h'ðan og kjör þeirra sem þar búa. Oft voru skrefin út úr Landakirkju þung þegar áföll höfðu dunið yfir og manneskjur gengu út í kirkjugarðinn, sem á þessum tfma er upplýstur af ljósum umhyggjusamra aðstandenda. Én þá var gengið undir bogann og augu manna hvfidu á orðum Jesú Krists, „Ég lifi og þér munuð lifa“. Þá fann ég svo vel hvað það eru sterkar manneskjur sem á þessari eyju búa og hve óbifanlega náð Guðs mun alltaf haldast við Heimaey. Eyjamenn, orð Guðs mun ekki bregðast, erfiðleik- amir eru gróðurmold nýrra tækifæra og nýrrar framtíðar. Ég sendi ykkur að lokum bæn sem oft hefur verið mér styrkur. Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Með vinark\’eðju, Jóna Hrönn Bolladóttir. Mormónatrúboðar í Vestmannaeyjum: Hér hefur ekki verið skellt á okkur hurðum Undanfamar vikur hefur mátt rekast á í Vestmannaeyjum unga Bandaríkja- menn, snyrtilega til fara og kurteisa. Þeir hafa gjaman bankað upp á í húsum og viljað boða þau trúarbrögð sem þeir tilheyra. Hér em á ferðinni fulltrúar Mormónakirkjunnar, eða Kirkju hinna síðari daga heilögu eins og hún nefnist á íslensku. Þau trúarbrögð hafa náð fótfestu víða en mest þó í Banda- ríkjunum og sérstaklega í Utah. Tveir mormónar litu inn til okkar á Fréttum á dögurrum, tvítugir piltar og geðugir, þeir Scotty Hyldahl og Jaxon Hoopes. Scotty er frá Utah en Jaxon frá Wyoming. Báðir hafa þeir dvalið á Islandi í níu mánuði og tala ótrúlega góða íslensku miðað við hve stutt dvöl þeirra hér hefur verið. Þeir segja að í samfélagi mormóna gefist ungu fólki kostur á að helga líf sitt trúboði í öðm landi um nokkum tíma, piltum þegar þeir hafa náð 19 ára aldri og stúlkum eftir 21 árs aldur. Þeir segjast kosta þessar ferðir sjálfir, með eigin sparifé, auk þess sem fjölskyldur þeirra styrki þá til þessa starfs. „Við göngum í hús og deilum boðskap Guðs til fólks á jörðinni. Um leið kynnumst við líka fólki,“ segja þeir Scott og Jaxon. Þeir em sammála um að hér búi gott fólk og enn hefur ekki verið skellt á þá hurðum eins og á til að gerast í jreirra heimalandi. „Þetta er lítill bær og góð tilfinning sem er að hafa. fylgir því að vera hér,“ segja þeir. Forvemm þeirra í mormónatrúboði varð vel ágengt í Vestmannaeyjum á síðustu öld. þá létu margir skírast til mormónatrúar og fluttu í framhaldi af því vestur um haf. Ekki hefur þeim félögum gengið jafnvel, þó segja þeir að einn Vestmannaeyingur hafi tekið mormónatrú á þessu ári. Trú mormóna er af sama meiði og önnur kristin trúarbrögð, sami guð og sama trú á Jesú Krist. En auk þess gegna spámenn miklu hlutverki í trú mormóna sem trúa því að Guð haldi áfram að nota spámenn sína á jörðinni. Þá styðjast mormónar ekki einungis við Biblíuna heldur hafa þeir einnig Mormónsbók sér til halds og trausts. Mormónar nota ekki áfengi eða tóbak né heldur nokkur fíkniefni önnur. Þá drekka þeir hvorki kaffi né te enda segjast þeir Scott og Jaxon ekki skilja hvers vegna Islendingar drekki ekki meira af því dásamlega vatni sem hér er að hafa. Áður íyrr máttu mormónar eiga fleiri konur en eina en nú er sá siður löngu aflagður. Þeir Scott og Jaxon vildu koma því á framfæri að þeir halda samkomur á hverjum sunnudegi kl. 11 að Heiðarvegi 62, niðri, þar sem dvalarstaður þeirra er og eru allir velkomnirá þærsamkomur. Sigurg. • a | • •• r plagiof (Spurt í Barnaskólanum) Bjarld, 8 ára: „Mig langar mest í |i! lcik í Play Station." Ottó, 8 ára: „Mig langar líka í leik í Play Station." Helga, 8 ára: „Mig langar mest í bók til að lesa. Frans-bækurnar eru skemmtilegar." Helga Lilja, 8 ára: r „Mig langar í bókina Kafteinn Olúrbrók." Birta, 8 ára: „Ég veit það ekki.' Friðrik, 8 ára: T----------- „Vídeótæki. Ég á • . ueftiilegasjónvarp." Aldís Freyja, 8 ára: l .• ! 1 „Föi. Fallegan kjól og svoleiðis." Steingrímur, 39 ára: v „Góða bók og kon- *e^1’ l,il er eS vel settur."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.