Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Örlaganótt í sögu Eyjanna -Þegar Isfélagið stóð í Ijósum logum Laugardagskvöldið og aðfaranótt siinnudagsins munu seint líða Vestmannaeyingum úr minni. Að sjá miskunnariausan eldinn læsa sig í hús Isfélagsins við Friðarhöfn var úgnvekjandi og fólkið, sem dreif að, stóð magnvana gegn ægikrafti eldsins. Þarna horfði fólk á eitt nýtískulegasta frystihús landins verða eldinum að bráð, um hundrað manns sáu vinnustaðinn sinn fuðra upp og eigendurnir sáu margra ára starf og uppbyggingu fara í súginn. Það var því ekki óeðlilegt að margur felldi tár við þessa hrikalegu sjón. Eldurinn hafði greinilega kraumað lengi því örfáum mínútum áður en hann braust út varð fólk, sem átti leið þarna um, einskis vart. Þegar komið var að stóð eldurinn marga tugi metra upp í loftið og upp af honum vall kolsvartur reykur sem steig beint til himins. Upptökin voru í nýrri karageymslu sem myndaði flmmtu og nyrstu burstina á húsi Isfélagsins. Slökkvilið virtist ráða lítið við eldinn, þegar leið að miðnætti virtist þó sem að takast mundi að hefta útbreiðslu eldsins en sú von varð að engu þegar eldurinn náði að læsa sig í næstu burst og eftir það varð ekki við neitt ráðið. Eldurinn æddi suður eftir húsinu og það eina sem tókst að vcrja var vestasti hlutinn þar sem er sfldar- og loðnuvinnsla. Um tíma var talin hætta á að cldur kæmist í ammoníaksgeymi og var næsta nágrenni lýst hættusvæði en sem betur fer tókst að verja tankinn. Um klukkan 3 um nóttina hafði tekist að ná tökum á eldinum en ciginlcgu slökkvistarfl lauk ekki fyrr en langt var liðið á sunnudaginn. BRUNABÍLAR frá Slökkviliði Vest- mannaeyja og flugvellinum í sameiginlcgri atlögu að eldinum. ÞANNIG var aðkoman stuttu eftir að eldurinn braust út. Kertin, sem skreytt hafa ísfélagið til margra ára eru enn með Ijósum en á hinum endanum reðst eldurinn upp úr karageymslunni. í allt unnu um hundrað manns að slökkvistarfinu. Auk slökkviliðs Vestmannaeyja tóku starfsmenn Isfélagsins og hafnarinnar, flugvallarstarfsmenn og 11 slökkviliðsmenn úr Reykjavík þátt í baráttunni við eldinn. Auk þess voru mættir menn sem vildu leggja sitt af mörkum. Meðal þeirra var Þór í. Vilhjálmsson, verkstjóri í Vinnslustöðinni. Af flugvellinum komu tveir slökkvibflar og nota átti dælubúnað Lóðsins en það reyndist ekki hægt. SLÖKKVILIÐ Vestmannaeyja telur 30 manns og mættu 26 strax. Þeir börðust við eldinn alla nóttina og langt fram á sunnudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.