Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 28. desember 2000
Fréttaannáll 2000
Guðmundur Huginn og Þórunn og börn með fyrsta Eyjabarnið á
aldamótaári.
Janúar
Met í ljósagangi
Aldrei hefur öðru eins magni af
flugeldum verið skotið upp og þegar
árið 2000 gekk í garð. Fögnuðu
margir aldamótum þó svo að stjarn-
fræðingar og stærðfræðingar væru
sammála um að enn væri eitt ár í þau
tímamót. Talsverðurerill varánýárs-
nótt hjá lögreglu án þess þó að nokkur
stórmál kæmu upp.
Alvarlegt flugeldaslys
Eitt alvarlegt slys átti sér stað á nýárs-
nótt. Flugeldur sprakk ájörðu niðri og
skaddaðist sá sem í henni kveikti á
auga. Var hann fluttur með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur þar sem aðgerð
var gerð á honum. Fékk hann góða
von um að fá fulla sjón að nýju eftir
nokkrar vikur.
Hraunbúðir 25 ára
Þess var minnst um áramótin að 25 ár
eru liðin frá því að Hraunbúðir,
dvalarheimili aldraðra í Vestmanna-
eyjum, voru teknar í notkun. I tilefni
þess var bæði heimilisfólki og gestum
boðið til veislu.
Fyrsti stúturinn tekinn
Ekki voru nema tæpir þrír dagar liðnir
af nýju ári þegar fyrsti ökumaðurinn
var tekinn, grunaður um ölvun við
akstur. Ekki fór sögum af því hvort
hann var enn að halda upp á áramótin.
Umferðarljós frá Eykyndli
Slysavamadeildin Eykyndill hefur um
árabil látið eitt og annað gott af sér
leiða í Vestmannaeyjum og hafa flest
verk deildarinnar miðað að því að
koma í veg fyrir slys á og við sjó. En
nú sýndu þær Eykyndilskonur að þær
láta sig fleira varða en slys á sjó. Þær
gáfu eina og hálfa milljón króna til að
koma upp umferðarljósum á gatna-
mótum Heiðarvegar og Strandvegar.
Heildarkostnaður við að koma upp
ljósunum var tjórar milljónir en hlutur
Eykyndils dugði til að kaupa sjálf
ljósin.
Fimmtán útköll á árinu
Samkvæmt skýrslu slökkviliðsstjóra
var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað
15 sinnum út á árinu 1999 eða ívið
oftar en í meðalári. Fimm sinnum var
slökktur eldur í íbúðarhúsum, tvö
skipti í bátum og sex sinnum var liðið
kallað út vegna sinubruna. Eitt skipti
var slökktur eldur í bíl og eitt skipti í
ruslagámi.
Nýir stjómendur
Þau Helga Jónsdóttir og Amór
Hermannsson höfðu haft á hendi
stjórnun á barnakómum Litlir læri-
sveinar, allt frá því að sá kór var
stofnaður. Nú létu þau af starfi og við
því tóku þau Guðrún Helga Bjama-
dóttir, leikskólakennari og Ósvaldur
Freyr Guðjónsson, tónlistarkennari.
Fréttapýramídamir afhentir
Fréttapýramídamir voru afhentir í
níunda sinn. Að þessu sinni komu
þeir í hlut írisar Sæmundsdóttur fyrir
framlag til íþróttamála, Guðmundar
Inga Guðmundssonar fyrir framlag til
atvinnumála og Áma Johnsen fyrir
framlag til menningarmála. Auk þess
hlaut Guðni Davíð Stefánsson viður-
kenningu fyrir afrek sitt á Olympíu-
leikum þroskaheftra sem fram fóm í
Bandaríkjunum á árinu.
Anna og Oddgeir fólk
aldarinnar
Fréttir gengust fyrir könnun á því
hvaða Vestmannaeyingar væm best
að því komnir að kallast Eyjamaður
og Eyjakona aldarinnar. Niðurstöður
þeirrar könnunar urðu þær að Oddgeir
Kristjánsson, tónlistarmaður, var val-
inn Eyjamaður aldarinnar og Anna
Þorsteinsdóttir, frá Laufási, Eyjakona
aldarinnar.
Skrautlegur þrettándi
Ekki gaf til hátíðahalda á sjálfum
þrettándanum, 6. janúar en föstu-
daginn 7. var veður hið skaplegasta og
fór kveðjuathöfn jólasveinanna fram
með hefðbundnum hætti, þar sem
flugeldum var skotið, álfabrenna
haldin í Löngulág og jólasveinar,
ásamt ýmsum kynjavemm öðmm,
kvöddu að sinni.
Sölumet hjá Breka
ísfísktogarinn Breki fékk hæsta verð
fyrir afla sem fengist hefur í
Þýskalandi, þann 12. janúar. Aflinn
var 223 tonn og fengust 48,6 milljónir
króna fyrir hann. Meðalverð var 243
krónur en uppistaða aflans var karfi.
Alvarlegt slys í óveðri
Hið versta veður gekk yfir mánu-
daginn 11. janúar. Ekki varð af því
mikið eignatjón en alvarlegt vinnuslys
varð þegar hurð á gámi skelltist á
höfuð manns sem var að störfum á
Friðarhafnarbryggju. Varhann fluttur
á Sjúkrahús Reykjavíkur en sökum
veðurhæðar varð að fá aðstoð þyrlu
Landhelgisgæslunnar til að ná í hinn
slasaða.
Spáir því að birti til
Matthildur Sveinsdóttir, tarotlesari,
spáði í spilin fyrir nýhafið ár. Meðal
þess sem hún sá í spilum sínum var að
loðnan brygðist ekki, bjart væri yfir
útgerðinni, smákóngar gætu reynst
fótboltanum erfiðir, halla myndi
undan fæti í handboltanum, átök yrðu
í menningunni, líkur væm á að hér
yrði stofnuð ný námsbraut, áberandi
kona kæmi íram á árinu og svo hlypi á
snærið hjá Eyjamönnum og vekti
öfund annarra.
Nýtt fólk í Skýlinu
Þau Þorkell Húnbogason og Elín
Frans Hróbjartsdóttir, sem um margra
ára skeið höfðu rekið Veitingaskálann
í Friðarhöfn, eða Skýlið eins og það
oftast er kallað, hættu þeim rekstri og
sneru sér að gistihúsarekstri. Olíu-
félagið, sem á aðstöðuna, auglýsti
hana og bámst 11 umsóknir. Hnossið
hrepptu hjónin Svanhildur Guðlaugs-
dóttir, verslunarstjóri KÁ og Jóhannes
Ólafsson, lögregluvarðstjóri.
Lóðsinn „undirbauð“
Gæsluna
Lóðsinn frá Vestmannaeyjum kom
norsku skipi til aðstoðar og dró það til
hafnar um miðjan janúar. Varðskip
var reiðubúið til þess verks en Lóðsinn
varð fyrir valinu þar sem lægri upp-
hæðar var krafist fyrir verkið af þeirra
hálfu en það sem Landhelgisgæslan
setti upp. Sú upphæð sem Hafnar-
sjóður fékk fyrir þessa aðstoð nam um
4 milljónum króna en Gæslan fór ífam
á talsvert hærri upphæð.
Keikó einráður í Klettsvík
Mjög rýmkaði um háhyminginn
Keikó þegar innsti hluti Klettsvíkur
var girtur af með sérútbúnu neti sem lá
frá Ystakletti í Heimaklett. Yfir-
þjálfari Keikós, Jeff Foster, sagði að
með þessu yrðu þáttaskil í þjálfun
háhymingsins sem fram til þessa hafði
verið í þröngri kví í Klettsvrk.
Dýrt að gleyma sér
Nýju umferðarljósin á gatnamótum
Strandvegar og Heiðarvegar þóttu
auka umferðaröryggi en einhverjir óku
þó enn „samkvæmt minni“ og
gleymdu sér. Ekki olli sú gleymska
slysum en þeir sem fóm yfir á rauðu
fengu tíu þúsund króna sekt fyrir.
30% hækkun milli ára
Þegar álagningarseðlar fasteignagjalda
bámst húseigendum í janúar þótti
mörgum hækkanir vemlegar. Heildar-
hækkun milli ára var tæp 30%. Þaraf
hækkuðu fasteignaskattar og holræsa-
gjald mest. Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóri, sagði þetta spumingu um
hvort líta ætti á fasteignagjöldin sem
skatt eða þjónustugjald.
Nýr golfhermir
Veðurfar, það sem af var vetri, hafði
illa hentað til golfiðkunar og því
glöddust kylfingar þegar nýr golf-
hermir var tekinn í gagnið í Golf-
skálanum. Nokkrir velunnarar Golf-
klúbbsins fjármögnuðu þau kaup en
klúbburinn sá um daglegan rekstur
hermisins.
Björk í hópi þeirra bestu
Björk Elíasdóttir, þjónustufulltrúi í
íslandsbanka í Vestmannaeyjum, var í
tíu manna hópi sem valdir vom sem
framúrskarandi starfsmenn, úr 750
manna starfsliði bankans á öllu
landinu. Þótti hún vel að þeirri
útnefningu komin.
Ríflega eitt bréf á dag
Samkvæmt bréfi frá úrskurðamefnd
um upplýsingamál, til Vestmanna-
eyjabæjar, hafði Oddur Júlíusson
skrifað 450 bréf til Vestmanna-
eyjabæjar á árinu 1999, þar sem hann
óskaði ýmissa upplýsinga. Bæjarritari
lýsti þvt' yfir að að svo komu máli yrði
bréfum frá honum ekki svarað og væri
sú ákvörðun hrein neyðarráðstöfun til
þess að tíu bæjarstarfsmenn fengju
áreitislaust að sinna þeim störfum sem
þeir væru ráðnir til.
Nýir þingmenn
Tveir 14 ára Vestmannaeyingar, þau
Tanja Rut Rúnadóttir og Daníel
Steingrímsson, vom valin sem þing-
menn Bamaskóla Vestmannaeyja á
unglingaþing umboðsmanns bama en
þingið fór fram á Netinu. Þetta
þinghald stóð fram í mars en þá vom
forseta alþingis afhent álit nefnda.
Vel á fjórða þúsund lágu í
valnum
Ásmundur Pálsson, meindýraeyðir
Vestmannaeyja, birti skýrslu sína um
fjölda deyddra meindýra í Eyjum á
árinu 1999. Þar kom m.a. fram að
fjöldi þeirra var 3.234 og er það nær
tvöfalt meira en var á árinu 1998. Þar
vom vargfuglar fyrirferðarmestir eða
1.389 talsins.
Fiskibökur á innlendan
markað
Aðgerðarþjónustan í Kútmagakoti
setti á markað fiskibökur sem fengu
góðar viðtökur í verslunum í Vest-
mannaeyjum. Boðið var upp á þrenns
konar bökur, mexíkókryddaðar, hvít-
laukskryddaðar og svo sjávarrétta-
bökur.
Fjölmennur kór en fáir
áheyrendur
Hátíðakór Kjalamesprófastsdæmis,
sem komið var á laggimar í tilefni
kristnihátíðar, hélt æfingu og tónleika
í Vestmannaeyjum í janúar. Tón-
leikamir vom haldnir í Safnaðar-
heimilinu og hefur sennilega ekki áður
jafnfjölmennur kór sungið fyrir jaíhfáa
áheyrendur. Það stafaði þó að
einhveiju leyti af misskilningi þar sem
margir töldu að þama væri aðeins um
að ræða generalpmfu kórsins fyrir
messu í Landakirkju á sunnudag en þá
mættu mun fleiri.
í leit að betra útliti?
Eina helgina í janúar var brotist inn í
Snyrtistofu Ágústu við Hilmisgötu og
náðist innbrotsmaðurinn á vettvangi
eftir að árvökull nágranni hafði látið
lögreglu vita. Brotamaðurinn reyndist
nokkuð undir áhrifum og fékk
gistingu í fangageymslu þar til af
honum rann víman. Ekki var á hreinu
hvort hann hugðist flikka upp á útlit
sitt eða hvort aðrar hvatir lágu að baki
innbrotinu.
Erótík loksins í Eyjum
Jón Ingi, veitingamaður á Lundanum,
bauð upp á erótískan dans velskapaðra
ungra kvenna í janúar. Nokkrir
GENGIÐ mót grænu ljósi á nýju umferðarljósunum.