Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 28. desember 2000 EYJASKATAR ásmat Ólafi Ragnari Grimssyni við afhendingu forsetamerkisins. Maí Jón að hætta I I. maí ávarpi sínu sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, að nýgerðir samningar hefðu verið samþykktir með semingi en óánægja kraumaði undirniðri. Þá sagði Jón að þetta yrði í síðasta sinn sem hann ávarpaði fólk sem formaður Verkalýðsfélagsins en hann hefur verið formaður þess í 29 ár. Huginn sjósettur Fyrsta laugardag í maí var Huginn VE sjósettur í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile í blíðuveðri. Kristín Pálsdóttir, frá Þingholti gaf skipinu nafn og sagði: „Huginn skaltu heita. Megi Guð og gæfan fylgja þér og skipshöfn þinni á sjóferðum ykkar. Eg óska þess og bið að þú verðir afla- og happaskip um alla framtíð." Væringar heimafólks og aðkomufólks Tími skólaferðalaga var í algleymingi og sóttu nemendur margra skóla af fastalandinu Eyjar heim. Yfirleitt voru þau samskipti á friðsamlegum nótum og jafnvel innilegum en þó skarst í odda eitt kvöldið. Samkvæmt skýrslu lögreglu réðust Eyjastúlkur að einni aðkomustúlkunni með þeim afleiðingum að fara varð með hana á Heilsugæslustöðina og var talið að hún hefði fengið vott af heilahristingi. Þrjár úr hópi heimastúlkna sögðu í viðtali við Fréttir að frásagnir af þessum atburði væru mjög ýktar og þær væru ekki eins sekar og fréttir hermdu, þær væru engin glæpakvendi. Ekki urðu nein frekari eftirmál af þessum væringum milli „AKP og orgínala." Framkvæmdastjóri 17. júní Menningarmálanefnd, sem hefur með hátíðahöld 17. júní að gera, fundaði og lagði drög að dagskrá hátíðahalda. Þar var Olafur Lárusson skipaður framkvæmdastjóri hátíðahaldanna og hefur þessum þjóðhátíðardegi fslend- inga sjaldan verið gert jafnhátt undir höfði í Vestmannaeyjum, fram til þessa hefur hann verið hálfgerð hom- reka. Tvísótt að þeim sama A árum áður var næsta algengt á vertíð að bátar yrðu að tvísækja, eins og kallað var, þegar svo mikið fiskaðist að ekki var rými fyrir aflann um borð og varð að fara í land og landa áður en unnt var að draga það sem eftir var af netum. Nú á tímum kvóta og skömmtunar er slíkt nær óþekkt. Aftur á móti gerðist það fyrstu helgina í maí að tveir ein- staklingar réðust á mann nokkum og veittu honum skráveifu. Ekki þótti þeim nóg að gert því að sfðar sömu nótt réðust þeir að sama einstaklingi á ný með enn meiri kárínum. Áverkar reyndust ekki miklir eftir þessa tvöföldu ásókn en engu að síður þótt þeim sem á var ráðist þetta fullmikið af því góða og kærði tvímenningana. Nýmæli í messuhaldi Bryddað var upp á þeirri nýjung í messuhaldi í Landakirkju að haldin var þar þjóðlagamessa. Messuformið hefur hin seinni ár orðið æ síbreytilegra, t.a.m. með poppmessunt og þetta messuform mæltist mjög vel fyrir. Bömin sögðu að þetta hefði verið æðislegt. Kirkjunnar fólk boð- aði áframhald á slíkum messum, jafnframt því sem enn yrði farið inn á nýjar brautir, jafnvel jassmessur á dagskrá. Samkór á faraldsfæti Samkór Vestmannaeyja lagði land undir fót fyrstu helgina í maí og hélt tónleika í Digraneskirkju. Voru þeir vel sóttir og þóttu takast prýðilega. Þessi ferð kórsins var nokkurs konar upphitun fyrir Vortónleikana sem haldnir voru rúmri viku síðar í Vest- mannaeyjunr og þóttu ekki takast síður vel. Meiri músík En það vora fleiri en Samkórsfólk sem flutti tónlist í maímánuði. Tónsmíða- félag Vestmannaeyja og Brass- kvintettinn héldu sína tónleika í Gallerí Áhaldahúsinu við mikinn fögnuð og skólakóramir í Eyjum héldu tónleika um miðjan ntánuðinn þar sem sungið var af einlægni og upplifun. Þá komu a.m.k. tveir kórar í heimsókn til Eyja, Islandsbankakórinn og Kór Strandamanna, og sungu hér. Segja má að andi tónlistargyðjunnar hafi svifið yfir Eyjum í maímánuði, því auk allra þessara uppákoma var einnig sungið á öldurhúsum og í heimahúsum þótt ekki verði hér lagt mat á gæði þeirrar tónlistar. Búfræðingur frá Eyjum Vestmanneyingurinn Jóna Sveins- dóttir, flestum vel kunn sem starfsmaður Sparisjóðsins, útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri og sagðist stefna á nám í dýralækningum. Hluti af lokaverkefni hennar var að skrifa um nýlegar tilraunir til nautgriparæktar í Vestmannaeyjum. Þórshamar eignast Bræðraborg Eigendur Hótels Þórshamars gengu frá kaupum á Hótel Bræðraborg en það hótel hafði Þröstur Johnsen haft á leigu í nokkra mánuði. Ferðamála- sjóður átti húsnæðið. Mega ekki vinna Fyrr á áram þótti eðlilegt að fólk um fermingaraldur tæki þátt í atvinnu- lífinu, ekki hvað síst yfir sumartímann. Vinnuskólinn hefur fram til þessa skipulagt sumarstarf unglinga hjá 7., 8. og 9. bekk en nú kom tilskipun frá Vinnueftirliti ríkisins þar sem bann var lagt við því að nemendur 7. bekkjar yrðu látnir vinna í sumar, þar sem í þeim hópi er eitthvað af 13 ára fólki og samkvæmt reglum má svo ungt fólk ekki stunda vinnu. Sigþóra Guðmundsdóttir, tómstundafulltrúi, sagði að þetta hefði komið sér nokkuð á óvart og þetta þýddi að skipuleggja yrði starfsemi Vinnuskólans upp á nýtt og finna önnur verkefni handa þessu fólki, verkefni sem ekki flokkuðust undir vinnu. Stærsta sýningin til þessa Atvinnu- og þjónustusýningin Vor í Eyjum var haldin í íþróttamiðstöðinni helgina 19. til 21. maí. Hand- knattleiksdeild IBV stendurfyrir þeirri sýningu, sem orðin er árviss viðburður, með stuðningi atvinnu- málanefndar Vestmannaeyja. Þetta var stærsta sýningin til þessa og þótti takast vel en alls sýndu þama 36 aðilar í 42 básum. Menningarmiðstöð í hrauninu? Fram vora lagðar tillögur að Menn- ingarmiðstöð í Vestmannaeyjum en það er hugmyndaverkefni sem Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, hefur unnið í samvinnu við Vestmanna- eyjabæ. Hugmynd Péturs er sú að grafið verði inn í hraunið og miðja miðstöðvarinnar verði á Heimatorgi. Rafveituhúsið gamla gegnir einnig þýðingarmiklu hlutverki í þessum hugmyndum. Þessar hugmyndir þóttu einkar athyglisverðar og skemmtilega útfærðar en ljóst þykir að kostnaður við að hrinda þeim í framkvæmd verður ekki mældur í milljónum heldur milljörðum. Stúdent nr. 400 Framhaldsskólanum var slitið laugar- daginn 20. maí. 21 nemandi út- skrifaðist, þar af 15 stúdentar og með þessari útskrift fór íjöldi útskrifaðra stúdenta frá FÍV yfir 400. Keikó í „gönguferð“ Sprengingar vegna nýs þils við Naust- hamarsbryggju vora taldar geta stofnað andlegri líðan háhymingsins Keikós í nokkra hættu. Því var ákveðið af forsvarsmönnum hans að fara með hann út fyrir dvalarstað hans í Klettsvík meðan sprengt yrði. Var svo gert og kunni hann að sögn vel við sig í ómældri víðáttu undirdjúpanna. Þetta var fyrsta skrefið í fleiri ámóta ferðum yfir sumarið sem vora liður í þeirri fyrirætlan að sleppa skepnunni frjálsri. Ekki tókst þó háhymingnum að laga sig nægilega vel að siðum og háttum annarra undirdjúpabúa, að mati forsvarsmanna hans, og var því slegið á frest til næsta árs fyrir- ætlunum um að veita honum fullt frelsi. Þorsteinn til Stöðvar 2 Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri knattspymudeildar ÍBV og fyrram blaðamaður á Fréttum, sagði upp störfum hjá ÍBV í framhaldi af því að honum bauðst starf íþrótta- fréttamanns hjá Islenska útvarps- félaginu. Þorsteinn hóf síðan störf sem slíkur á Stöð 2 í júnímánuði. Fullnuma nuddarar Oft hafa karlmenn fundið það eiginkonum sínum til foráttu að þær séu að nudda í þeim með hina og þessa hluti. Einkum á það við að vorlagi þegar óspart er nuddað í mönnum að vinna í garði, mála hús og taka til í bílskúr og geymslum þegar hugurinn stendur meira til annarra og skemmtilegri hluta. En þess konar nudd leggja þær ekki stund á, þær Erla Gísladóttir og Guðrún Kristmanns- dóttir, sem útskrifuðust sem nuddarar frá Nuddskóla íslands. Þeirra nudd er af allt öðram toga og veitir bæði líkamlega og andlega ánægju. Þær starfrækja báðar nuddstofur í Eyjum og sögðust hafa nóg að gera. Sýning á Vestmannaeyjamyndum Islenska myndasafnið og fyrirtækið Genealogia Islandorum gengust fyrir útgáfu á ljósmyndaöskjum með gömlum og nýjum myndum frá Vest- mannaeyjum frá þessari öld. Margir höfundar vora að þeim myndum. Þá fylgdu myndunum textar sem Sigurgeir Jónsson, kennari og blaða- maður, skrifaði. Efnt var til sýningar á myndunum síðustu helgina í maí og var sú sýning fjölsótt. Bjargað úr sjálfheldu I lok maí voru tvær tólf ára stúlkur hætt komnar í Ofanleitishamri þegar þær voru að klifra þar. Lenti önnur þeirra í sjálfheldu en hinni tókst að sækja hjálp og var stúlkunni bjargað á síðustu stundu. Fjallamaðurinn Magnús Bragason seig eftir henni og tókst björgunin giftusamlega. Árgangamótin vinsæl Það verður æ vinsælla að árgangar hittist og riíji upp gamla tíð og gömul kynni í Vestmannaeyjum. Má segja að allt sumarið sé meira og minna undirlagt af slíkum mannamótum en maímánuður hefur þó verið hvað vinsælastur. Síðustu helgina í maí komu íjórir árgangar saman í Eyjum, 1928, 1946, 1956 og 1976, og skemmtu flestir sér hið besta. Friðbjöm sækir um fjölnotahús Þótt bæjaryfirvöld væru hlynnt þeirri fyrirætlan að reisa veitinga- og ráð- stefnuhús á vatnstankinum í Löngulág, vora ekki allir jafnhrifnir af þeirri hugmynd. íbúar í næsta ná- grenni lýstu sumir hverjir yfir andstöðu sinni við þær framkvæmdir. I framhaldi af því skrifaði einn þeirra, Friðbjöm Valtýsson, skipulagsnefnd og bæjarstjóm bréf þar sem hann fór fram á leyfi til að byggja fjallaskála í Heimakletti, fjölnota og margnota hús fyrir hvers kyns uppákomur. Frið- björn sagðist hafa langtímasýn til þessa máls, m.a. með svifbraut frá Skansinum upp á Heimaklett. Þá sagðist Friðbjöm hljóta að álykta sem svo að hann fengi umbeðið leyfi þar sem bæjarstjóm væri um þessar mundir einkar örlát á leyfisveitingar úl hvers kyns framkvæmda. Ágreiningur leystur með bitjámi Yfirleitt gerir sambýlisfólk upp ágreiningsmál sín með friðsamlegum hætti. Þó getur skorist illilega í odda, sé ágreiningur mikill, svo ekki sé um talað ef Bakkus er hafður með í ráðum. Sú mun og hafa verið raunin einn sunnudagsmorgun í maí þegar ósætti varð milli sambýlisfólks. Endaði sú rimma með því að konan sótti sér hníf og stakk sambýlis- manninn í handlegg. Sá áverki reyndist þó ekki alvarlegur og eftir að gert hafði verið að sárinu mun ágrein- ingurinn hafa verið til lykta leiddur, að þessu sinni án notkunar bitvopna. Júní Minnkandi áhugi Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn um fyrstu helgina í júní. að vanda. I raun var þama um þriggja daga hátíð að ræða, sem hófst á föstudagskvöld og lauk á sunnudag. Flest atriði vora með hefðbundnum hætti en forsvarsmenn sjómanna- dagsins segja að með hverju ári fækki þeim sem áhuga hafa á hinum hefðbundnu atriðum dagsins. Sjó- mannadagsblaðið kom út í 50. sinn. ijölbreytt að efni, undir ritstjóm Friðriks Ásmundssonar. Fimm ungmenni í stóru fíkniefnamáli Aðfaranótt laugardagsins 3. júní handtók lögreglan fimm ungmenni, Ijóra karlmenn og eina konu. vegna grans um fíkniefnamisferli. Við leit í bíl þeirra og heima hjá einu þeirra STÚLKURNAR sem komust í sjálfhcldu í Hamrinum ásamt björgunarmönnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.