Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Qupperneq 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 28. desember 2000
Helga Tryggvadóttir námsráðgjafi skrifar:
Að velja próf
í tíunda bekk?
Til foreldra og forráðamanna
Nemendur velja samræmd próf eftir því hvað þeir
ætla að gera í framhaldsskólanum. Allir þurfa að
taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði, því
að á allar brautir eru inntökuskilyrði í þessum
tveimur greinum. Þeir sem ætla sér að verða
stúdentar þurfa einnig að taka samræmt próf í
ensku, og þeir sem ætla á málabraut þurfa
dönskuna einnig.
Með nýjum aðalnámsskrám frá
menntamálaráðuneytinu hafa orðið
ýmsar breytingar á skólastarfi. Sumar
eingöngu sýnilegar þeim sem vinna
og stunda nám í skólunum. Aðrar eru
sýnilegri og kalla á þátttöku fleiri aðila
en þeirra sem innan veggja skóla
starfa. Valfrelsi á samræmdum próf-
um í 10. bekk er dæmi um þetta, en
þar kemur til kasta foreldra og
forráðamanna að styðja við val bama
sinna. Þeir nemendur, sem nú eru í 10.
bekk grunnskólanna, bera þá ábyrgð
að velja um fjögur samræmd próf sem
þeir taka næsta vor. Þetta eru próf í
íslensku, stærðfræði, dönsku og
ensku.
En hvernig á að velja? Nú eru eink-
unnir í samræmdum prófum í 10.
bekk, ásamt skólaeinkunn, orðnar að
inntökuskilyrðum í framhaldsskóla.
Þetta þýðir að ef nemendur ætla sér að
stunda nám í framhaldsskóla þurfa
þeir að sýna tiltekinn árangur við lok
grunnskóla. Nemendur velja sam-
ræmd próf eftir því hvað þeir ætla að
gera í framhaldsskólanum. Allir þurfa
að taka samræmd próf í íslensku og
stærðfræði, því að á allar brautir eru
inntökuskilyrði í þessum tveimur
greinum. Þeir sem ætla sér að verða
stúdentar þurfa einnig að taka sam-
ræmt próf í ensku, og þeir sem ætla á
málabraut þurfa dönskuna einnig.
Meðfylgjandi er tafla yfir viðmiðunar-
einkunnir.
Nú eru alls ekki allir í 10. bekk
búnir að ákveða sig hvað þeir ætla sér
að læra í framhaldsskóla. Fyrir þá sem
eru þokkalegir námsmenn er í góðu
lagi að taka öll prófin, og ef viðunandi
árangur næst, eiga þá greiða leið í allt
nám í framhaldsskólum.
Hafa verður í huga að það að taka
samræmt próf er ekki það sama og ná
viðmiðunareinkunum. Það verður að
ná tilteknum einkunum til að ná
inntökuskilyrðum. Að taka ekki próf
og ná ekki einkunn kemur því í sama
stað niður. Þá komum við að því sem
ég hef mikið verið að velta fyrir mér.
Af hverju að fara í próf í einhverri
grein ef mér hefur alltaf gengið illa í
henni? Það er fullt af nemendum sem
eru hagir í höndunum en hafa minni
áhuga á bókunum og hafa ekki áhuga
að vera lengi í skóla en vilja engu að
síður mennta sig. Ólíklegt er að þessir
nemendur stefni á stúdentspróf (sem
gefur réttindi til áframhaldandi náms),
en líklegra að þeir fari í starfsnám þar
sem inntökuskilyrði eru í íslensku og
stærðfræði. Það sem nemendur og
forrráðamenn þurfa nú að gera er að
velta fyrir sér til hvers á að taka hvert
próf.
Nú eru ekki allir sammála mér í því
að nemendur eigi ekki að taka öll
prófin, en það sem ég kynni er einfald-
lega það sem stendur í aðalnámsskrá,
lögum og reglugerðum.
Nemendur þurfa að skila vali sínu
fyrir miðjan janúar næstkomandi.
Valblöð hafa verið send nemendum í
Hamarsskóla og nemendur Bama-
skóla fá þau væntanlega fyrir lok
ársins.
Þeim sem vilja ráðgjöf er bent á að
hafa samband við undirritaða eða aðra
í skólunum þegar skólastarf hefst aftur
íjanúar.
Að lokum óska ég öllum gleðilegra
jóla og farsældar í komandi prófum.
Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi.
Inntökuskilyrði/viðminunareinkunnir
Braut: 7 Islenska Stærðfræði Danska Enska
Félagsfræðibraut 6 5 6
Málabraut 6 5 6 6
N áttúrufræðibraut 6 6 5
Starfsnámsbrautir 5 5
Listnámsbraut 5 5 + listnám í grunn/sérskóla
/
Sími: 533 1090
Fax: 533 1091
Dugguvogur10
E-mail: avis@avis.is
www.avis.is
Umboðsmaður Vestmannaeyjum:
4812220 & 8603510
Innifalið í verðum eru tryggingar og skattur
Útvegum einnig bíla erlendis
AV/S
Góður kostur
fyrir lands-
byggðarfólk
Opel Corsa 3ja dyra 1 dagur kr. 950,- kr. 26,- hver km m/vsk
Opel Astra 3ja dyra 1 dagur kr. 950,- kr. 30,- hver km m/vsk.
Opel Astra station 1 dagur kr. 950,- kr. 34,- hver km m/vsk.
AÐALLEIKARARNIR þrír voru að sjálfsögðu mættir á
frumsýninguna. Þau Irena Dís, Ingvar Örn og Hjálmar sögðust
ánægð með myndina. Öll fengu þau eintak af myndinni á
myndbandsspólu og segjast vera búin að horfa oft á hana í vídeóinu
heima.
Frumsýning á Pysjuþjófnum:
Skrýtið að sjá sjálfan
sig í kvikmynd
segja aðalleikararnir
Kvikmyndin Pysjuþjófurinn var frumsýnd í Bíóinu í Vestmannaeyjum á
fimmtudaginn fyrir viku. Þessi sýning var fyrir þá sem komu að gerð
myndarinnar í Vestmannaeyjum en myndin verður sýnd í sjónvarpinu á
nýju ári, auk þess sem hún verður sýnd víðs vegar um Evrópu í
barnatímum sjónvarpsstöðva.
Sveinn Magnús Sveinsson er leikstjóri og höfundur handrits og sagðist hann
vera þokkalega ánægður með útkomuna en myndin er um 15 mínútna löng. En
hvað segja aðalleikaramir um myndina?
Irena Dís Jóhannesdóttir, sem leikur Önnu, er níu ára og hún segir að sér hafi
þótt myndin góð og hún væri ánægð með hana. „En það er búið að sleppa
mörgu sem var myndað í sumar. Svo fannst mér svolíúð skrýtið að sjá mig vera
í bíómynd."
En heldur írena Dís að hún eigi eftir að leika í fleiri kvikmyndum?
„Eg veit það ekki. En ég væri alveg til í það ef ég yrði beðin, það var svo
gaman að þessu.“
Hjálmar Viðarsson er líka níu ára og leikur Braga, bróður Önnu. Hjálmar segir
að sér hafi þótt myndin skemmtileg en hafi orðið undrandi á því hve mörgum
atriðum var sleppt, myndin hafi verið styttri en hann bjóst við. „En mér fannst
rosalega fyndið að sjá mig í bíómynd. Mamma leikur líka í myndinni og hún
var líka mjög ánægð með hana.“
Ætlar Hjálmar að halda áfram á leikarabrautinni?
„Það væri gaman að reyna það.“
Sjálfur pysjuþjófurinn, Axel, er leikinn af Ingvari Emi Bergssyni en hann er 11
ára. Ingvar Öm segir að sér hafi þótt myndin góð en rétt eins og hin tvö sagðist
hann hafa orðið hissa á hvað mikið var klippt burt af atriðum úr henni.
„En hún var samt mjög góð og ég er alveg ánægður með mitt hlutverk í henni.
Mér fannst samt skrýtið að sjá mig á tjaldinu en bara gaman að því.“
Býst Ingvar Öm við því að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni?
„Það veit ég ekki, það getar samt alveg verið því að það var gaman að taka þátt
í þessu. En það hefur ekki verið hringt í mig frá Hollywood ennþá.“
Hópaleikurinn:
Pörupiltar í
góðum
Þá er bara ein umferð eftir í riðla-
keppni hópaleiks ÍBV og Frétta. Það
vom þeir Pömpiltar, Már Jónsson og
Baldvin Kristjánsson, sem náðu
flestum réttum um síðustu helgi. Það
er greinilegt að þessir uppfræðendur
geta kennt mönnum ýmislegt í hinni
lærðu list, getraunatippi, en þeir
standa vel að vígi í sínum riðli. Rétt
er að árétta reglumar núna þegar
aðeins ein umferð er eftir. Það gilda
allar lOvikumar.
Tveir hópar komast áfram úr
hverjum riðli og er allt galopið í
þeim efnum ennþá. Næst verður
keppt í tveimur riðlum, 4 umferðir,
og síðan keppa tvö efstu liðin í
hvomm riðli í kross í undanúrslitum
og loks sigurliðin úr þeim rimmum
til úrslita.
Ætlunin er að byrja á nýjum
málum
hópaleik fljótlega og hyggjmst við
jaftivel breyta fyrirkomulagi hans og
emm opnir fyrir öllum hugmyndum.
Að lokum viljum við þakka öllum
tippumm fyrir þeirra stuðning við að
efla unglingastarf ÍBV og ekki síður
þeim Fréttamönnum og Vilberg
kökuhúsi fyrir þeirra stuðning.
Gleðilegt nýtt ár!
A riðill: Doddamir 64, Dumb and
Dumber 63, Bahamas Boys 63, F.F.
57 og Austurbæjargengið 56.
B riðill: Reynistaður 66, JóJó 65,
H.H. 63, Bonnie & Clyde 62 og
Húskross 59.
C riðill: Pömpiltar 65, Landafjandar
62, Yngvi Rauðhaus 62, Vinir Ottós
62 og R.E. 61.
D riðill: Klaki 67, Tveir á toppnum
65, Óléttan 64, Bláa Ladan 64 og
Vinstri Bræðingur 60.