Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Page 19
Fréttir 19 Fimmtudagur 29. desember 2000 Nissandeildin: Breiðablik 18 - IBV 28 Skyldusigur Á laugardaginn lék meistara- flokkur karla gegn Breiðabliki á heimavelli þeirra síðarnefndu. Það hefur verið hlutskipti þeirra græn- klæddu að lúta í lægra haldi í leikjum sínum í vetur og í flestum þeirra um að ræða nokkuð stór töp. Það var því ekki hægt að fara fram á neitt minna en stórsigur þegar IBV mætti liðinu og stóðust strákarnir pressuna og sigruðu með tíu mörkum, 28-18. Leikurinn var samt sem áður í jafn- vægi á upphafsmínútunum og ljóst að leikmenn IBV áttu erfitt að ná upp réttu stemmningunni gegn lánlausu Breiðabliksliði. I stöðunni 5-6 tóku leikmenn IBV þó kipp, skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu ásætt- anlegri forystu í leiknum. Staðan í hálfleik var 7-14, sjö marka munur og ljóst að IBV hafði sigrað í leiknum en spumingin bara hversu stór sigurinn yrði. I seinni hálfleik jókst munurinn með liðunum en þó gekk leikmönnum IBV erfiðlega að kaffæra heimamenn, sem háðu hetjulega baráttu. Leikur liðanna var lítið fyrir augað, heima- menn hnoðuðust áfram á meðan áhugalausir Eyjamenn skomðu þegar þeir vildu eða nenntu. Hálfleikurinn endaði með þriggja marka sigri IBV og Jokatölur því 28-18. ÍBV situr því í 7. til 9. sæti deild- arinnar með tólf stig ásamt Val og IR en nú skellur á tæplega tveggja mán- aða hlé á deildinni sökum þáttöku landsliðsins í heimsmeistarakeppn- inni. Erlingur Richardsson sagði í sam- tali við Fréttir að staða IB V í deildinni væri ekki nógu góð. „Það sem pirrar mig helst er það að spilamennskan hjá okkur hefur verið slök. Það er ekki að hin liðin séu svona góð heldur höfum við einfaldlega ekki verið að ná því út úr okkar leik sem við eigum að geta. Við getum miklu meira og ljóst að ef við spilum áfram í sama klassa þá verður erfitt að komast í úrslita- keppnina, en deildin er jöfn og það þarf lítið til þess að við hoppum upp í efri hlutann. Vamarleikurinn hjá okkur hefur ekki verið nógu góður. Við vorum búnir að ná ágætis tökum á 3-2-1 vöminni í lok síðasta keppnis- tímabils og maður hélt að leikmenn myndu búa að þeirri reynslu. Við lögðum mikla áherslu á hraðaupp- hlaup á undirbúningstímabilinu með það í huga að spila sterkan vamarleik og ná hraðaupphlaupum. Síðan hefur vamarleikurinn verið lélegur í vetur og við náum þar af leiðandi ekki þeim hraðaupphlaupum sem við ætluðum okkur. Það spilar líka inn í að Auri- mas er mikið meiddur og gæti jafnvel verið á leiðinni í uppskurð en þegar hann hefur verið með þá hefur leikur liðsins verið mun betri,“ sagði Er- lingur. Mörk ÍBV: Eymar Kriiger 7/4, Jón Andri Finnsson 6/1, Guðfinnur Kristmannsson 5, Mindaugas Andri- uska 5, Erlingur Richardsson 3, Svavar Vignisson 1 og Aurimas Frovolas 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 13. Bikarkeppni kvenna: IBV 34 - Fram 25 Vigdís lokaði markinu IBV mætti Fram í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna síðastliðinn fimmtudag en liðin höfðu áður mæst í deildinni fyrr í vetur og lauk þeiiri viðureign með stórsigri Fram. í þetta skiptið snerist taflið hins vegar við og ÍBV fagnaði níu marka sigri, 34-25 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur fyrir áhorfendur en alls voru skoruð 34 mörk í fyrri hálfleik. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og leiddi framan af fyrri hálfleik en um hann miðjan komust gestimir tveimur mörkum yfir. Leikmenn IBV brotn- uðu hins vegar ekki niður við mót- lætið heldur efldust við það og leiddu í hálfleik með íjómm mörkum, 19-15. I seinni hálfleik héldu IBV hins vegar engin bönd, sérstaklega ekki síðasta stundafjórðunginn þegar Vigdís Sig- urðardóttir hreinlega lokaði markinu og ÍBV fékk hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru og tryggði sér sætan sigur. Mörk ÍBV: Tamara Mandizch 12/6, Anita Andreassen 10, Amela Hegic 4, Ingibjörg Yr Jóhannsdóttir 3, Edda B. Eggertsdóttir 2, Gunnleyg Berg 2, íris Sigurðardóttir 1/1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 23. Frábær jólasýnins Jólasýning Fimleikafélagsins Ránar í síðustu viku ber vitni öflugu starfi félagsins. Krakkarnir léku listir sínar fyrir fullu húsi. Var ekki annað að sjá en að allir skemnitu sér vel, krakkarnir og áhorfendur sem samanstóð af mömmum, pöbbum, ömmum og öfum. Fréttir mættu að sjálfsögðu og gefa myndirnar nokkra hugmynd um hvað þar fór fram. Flmm Eyjamenn í æfingahópnum Alls eru fimm Eyjamenn í tuttugu manna æfingahópi Þorbjarnar Jens- sonar landsliðsþjálfara, en íslenska landsliðið tekur þátt í Heims- meistarakeppninni sem fram fer í Frakklandi og hefst keppnin um miðjan janúarmánuð. Þeir Eyja- menn, sem em í æfingahópnum, em þeir Erlingur Richardsson og Guðfinnur Kristmannsson frá ÍBV, Sebastian Alexanderson og Gunnar Berg Viktorsson frá Fram og Birkir ívar Guðmundsson frá Stjömunni. Reyndar var Gunnar Berg ekki inni í myndinni upphaflega en vegna meiðsla hefur honum verið bætt við. Tryggvi til Stabæk Svo virðist sem Tryggvi Guð- mundsson sé á leiðinni til norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en verðmiðinn á Tryggva er upp á 50 milljónir króna. Tryggvi hefur undanfarin þrjú ár verið hjá Tromsö en þangað kom hann frá ÍBV frítt. Tryggvi hefur jafnt og þétt náð að bæta Ieik sinn við komuna til Noregs og á síðasta tímabili var hann markahæsti leik- maður liðsins. Reyndar eru enn lausir endar á máli Tryggva, félögin hafa komist að samkomulagi, sem og Tryggvi og Stabæk en enn hefur Tryggvi ekki náð samkomulagi við Tromsö en ólíklegt er að félagið standi í vegi fyrir Tryggva enda á hann aðeins eitt ár eftir af samningi sfnum við Tromsö og gæti því farið frítt frá félaginu eftir næsta tímabil. Tryggvi hefur reyndar látið hafa það eftir sér að hann vilji helst spila á meginlandi Evrópu eða í Englandi en áhugi liða þar hefur látið standa ásér. Heimaleikur gegn Stjörnunni í bikarnum Dregið var í bikarkeppninni í vik- unni og var kvennalið IBV í pottinum. Þrjú önnur lið voru í pottinum en það voru FH. og Stjarnan. ÍBV fékk heimaleik og verður leikið gegn Stjörnunni en leikimir munu fara fram í byrjun febrúar. Undanfarin fimm ár hefur ÍBV mætt Stjömunni þrisvar sinn- um í undanúrslitum, þar af einu sinni á heimavelli en ávallt hefur ÍBV lotið í lægra haldi fyrir Garð- bæingum. Tap og aftur tap Unglingaflokkur kvenna lék tvo leiki um helgina en báðir leikimir fóru fram í Reykjavík. Á laugar- daginn var leikið gegn Fjölni og þrátt fyrir að vera yfir í leikhléi 6-8, þá töpuðu stelpumar leiknum með tveimur mörkum, 15-13 Markahæstar hjá ÍBV vom þær Aníta Ýr (6), íris (3) og Bjamý (2). Á sunnudaginn var svo leikið gegn Stjömunni en til að gera langa sögu stutta þá steinlá ÍBV 17-8 eftir að staðan í hálfleik var 6-2 en ótrúlegt er að lið sem er með jafn mörg stig og IBV sigri liðið jafn auðveldlega. Markahæstar voru þær Aníta Ýr (2), Dagný (2) og íris (2).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.