Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 23. ágúst 2001 Málamiðlunarfillaga sjávarúivegsráðaherra: Bátum í Vestmannaeyjum fækkar um þrjá til fimm -verði tillögur um aukinn kvóta handa trillum samþykktur ÞETTA er enn eitt kjaftshöggið í andlit okkur Vestmannaeyinga þar sem þar sem niokað er frá okkur fiski yfir á trillurnar. Þetta kemur ofan á að 40% þorskkvótans hafa verið tekin frá okkur síðan kvótakerfið var sett á og stærsti hlutinn yfir á trillurnar. Við Vestmannaeyingar höfum unnið eftir afiamarkinu og höfum því verið að fá á baukinn um leið og púkkað er undir trillurnar, segir Sigurjón Oskarsson. Kæra vegna laxeldis A l'undi bæjarráðs 21. ágúst var tekið fyrir bréf frá umhverfis- ráðuneytinu dags. níunda og þrett- ánda ágúst er varðar stjóm- sýslukæru Óttars Yngvasonar f.h. eigenda Haffjarðarár og verndar- sjóðs villtra laxa vegna útgáfu starfsleyfis Hollustuverndar ríkisins fyrir fiskeldisstöð í Klettsvík. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að veita umhverfisráðuneytinu um- sögn um málið að svo miklu leyti sem þörf er á. 190 færslur Alls voru 190 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem eru fleiri færsluren í vikunni á undan. Helsta skýringin er fjölgun kæra vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Maður lemur mann sem lamdi konu Tvær hkamsái'ásir voru kærðar eftir helgina og áttu þær báðar sér stað á veitingastaðnum Lundanum. Þessar árásir tengjast en þarna var um að ræða árás karlmanns á konu og mun vinur konunnar hafa ráðist á karlmanninn og kærðu bæði konan og karlmaðurinn sem réðst á hana líkamsárás. Reiðhjóli stolið Einn þjófnaður var tilkynntur lög- reglu og átti hann sér stað þann 21. ágúst fyrir utan Vinnslustöðina þar sem reiðhjól var tekið ófrjálsri hendi. Um er að ræða grænt Protekk 18 gira hjól. Tvenn eignaspjöll óupplýst Tvenn eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu og áttu þau sér stað á Skansinum þar sem rúða var brotin í hurð að salerni. Hin spjöllin áttu sér stað við Foldahraun 42 þar sem kveikt var í ruslapoka fyrir utan eina íbúðina. Ekki urðu miklar skcmmdir. Ekki er vitað hver var að verki í þessunt tveimur tilvikum en lögreglan óskar eftir upp- lýsingum um hugsanlega gerendur. Einn tekinn grun- aður um ölvun við akstur Nokkur tjölgun varð á kærum vegna umferðarlagabrota. Alls voru 25 kærur vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar, einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur, einn var kærður vegna hraðaksturs, tveir vegna ólöglegrar lagningar. Þá var tilkynnt um árekstur þar sem tjónvaldur fór af vettvangi, hann kom hins vegar aftur á vettvang og var málið klárað á staðnum. Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru æfir yfir hugmynduni sjávar- útvegsráðherra að dusta rykið af sáttatillögu frá í vor og bæta um betur. Tillagan gerir ráð fyrir að krókaaflamarksbátum verði úthlut- að sérstaklega í upphafi næsta iiskveiðiárs, sem hefst um næstu mánaðamót, 1.800 lestum af ýsu, 1.500 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa. Þessu magni verði skipt milli krókaafiamarksbáta á grundvelli afiareynslu þeirra á tímabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Að þeirri úthlutun lokinni verði aflahlutdeild krókaafia- marksbáta aukin í samræmi við þessa breytingu en hlutdcild annarra aflamarksbáta í þessum tcgundum lækkuð. Þetta er ekki allt því ennfremur á að úthluta krókaaflamarksbátum 200 lestum í ýsu og 600 lestum í steinbíl á næsta fiskveiðiári á grundvelli afla- reynslu á tímabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Þessi úthlutun hafi hins vegar ekki áhrif á aflahlutdeild bát- anna. Með þessum ráðstöfunum yrðu afiaheimildir krókabáta á komandi fiskveiðiári í ýsu auknar úr 2.500 lestum í 4.500 lestir, í steinbít úr 3.400 lestuin í 5.500 lestir og í ufsa úr 1.500 lestum í 1.800 lestir. Stór hluti af þessum auknu afla- heimildum rennurtil Vestfirðinga og mikill hluti kemur frá Vestmanna- eyingunt sem em sterkir bæði í ýsu og ufsa. Kemur þetta lil viðbótar sífellt stærri hlut í þorskaflaúthlutun hvers árs. Enn eitt kjaftshöggið Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður á frystitogaranum Þórunni Sveinsdóttur VE, er ómyrkur í máli þegar hugmynd Árna Matthiesen er borin undir hann. „Þetta er skelfilegt," segir Siguijón, sem hefur yftr að ráða 1,5% ýsukvótans. „Þetta er enn eitt kjafts- höggið í andlit okkur Vestmanna- eyinga þar sem þar sem mokað er frá okkur fiski yfir á trillurnar. Þetta kemur ofan á að 40% þorskkvótans hafa verið tekin frá okkur síðan kvótakerfið var sett á og stærsti hlutinn yfir á trillurnar. Við Vesl- mannaeyingar höfum unnið eftir afiamarkinu og höfurn því verið að fá á baukinn um leið og púkkað er undir trillurnar. Menn skyldu því ekki vera hissa á að hér séu menn að fiytja út í gámum til að fá sem hæst verð fyrir fiskinn. Mitt mat er það að fái trillukarlarnir það sem ráðherrann er að bjóða þeint núna fækki bátum í Vestmanneyjum um þrjá til fimm.“ Sigurjón segir það lán Vest- mannaeyinga að hafa reynt með öllum ráðum að halda kvótanum í bænum en það hafi kostað miklar skuldbindingar. „Mér dettur ekki annað í hug en að þeir sem nú láta hæst fari að eins og stóru útgerðimar, selji frá sér kvótann og fái íbúana upp á móti sér. Við höfum reynt að halda í kvótann og verðum að standa skil á því en það getur gengið illa þegar við vitum ekki livar við stöndum." Sigurjón segist ánægður með að steinbíturinn skuli settur í kvóta enda byggist kerfið á því að rnenn fái að vita sem best hvar þeir standi, nóg sé hringlið samt en hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvaða áhrif það hafi í Vestmannaeyjum að skötuselur er líka kominn í kvóta. „Skötuselurinn hefur verið meðafii þangað til fyrir einu eða tveimur árum að nokkrir bátar byrjuðu að veiða hann í net. Þeim veiðum er sjálfhætt þegar veiðin minnkar. Annars fer þetta allt á Vestlirði því ýsuveiði hefur verið góð þar undanfarið og það er viðmið- unartímabilið sem á að notast við en við sitjum eftir með sárt ennið,“ sagði Sigurjón að lokum. Á að drepa einyrkjana Gísli Valur Einarsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Björgu VE. tekur mjög í sama streng og hann segir að tilgangurinn sé sá að drepa niður einyrkjana í útgerð. „Þetta er gjör- samlega út í hött," segir Gísli Valur. „Það er engin hemja að setja kvóta á einn daginn og taka hann af þann næsta. Nú á að setja keilu, sem fæst eingöngu á línu og löngu sem við erum að fá í trollið. í kvóta og er viðmiðunin tvö síðustu ár. Um leið verður til verðmyndun í þessum tegundum. Eg veit ekki hvað þetta á að þýða en löngu höfum við ekki séð í mörg ár fyrr en í vor og sumar að hún gefur sig til. Það er verið að hindra að við einyrkjamir getum stundað útgerð. Hvað ætli mönnum, sem Ijárfestu fyrir margar milljónir á síðasta ári til að stunda veiðar á skötusel, finnist um það að hann er kominn í kvóta? Fyrir mig þýðir þetta bara það að ég get hvorki veitt löngu eða skötusel auk þess sem ég er skorinn niður í ýsu og þorski. Það er verið að drepa okkur þessa aumingja sem enn nennum að standa einir í útgerð," segir Gísli Valur og fær núverandi sjávarútvegsráðheira ekki háa einkunn hjá honum. „Meðan Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra skoðaði hann málin, tók ákvörðun og stóð við hana. Þessi er aftur á móti að fara fram og aftur með hlutina. Hann er að berja mann niður með því að minnka sífellt kvótann en rökin eru engin. Það er ekki einu sinni hægt að telja hreindýrin á Austurlandi hvað þá fiskinn í sjónum. Það ætti að reyna 250.000 til 300.000 tonna jafn- stöðuafla í þorski í fimm ár og sjá til hvemig það gefst. Við höfum engu að tapa,“ sagði Gísli Valurað lokum. Ásmundur Friðriksson fiskverkandi í Aðgerðarþjónustunni Kúttmagakoti segir að minni ýsa skipti sitt fyrirtæki ekki miklu. „Við kaupum okkar ýsu á markaði og þar er enga ýsu að fá. Isfélagið og Vinnslustöðin eru einu aðilamir sem verka ýsu hér en ég geri mér fulla grein fyrir því að bæjarfélagið er að tapa. Bitnar það mest á útgerð og sjómönnum," segir Ásmundur. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Byr VE, segir að þetta komi ekki svo mikið við þá. „Engu að síður líst mér illa á þetla og þetta á eftir að koma illa við okkur í Vestmannaeyjum sem heild," sagði Sveinn Rúnar. Pysjurnar eiga skilið góða meðferð Nú er pysjutíminn í algleymingi, krakkarnir eyða kvöldstundunum með pappakassa undir hönd reiðubúin til að leggja sitt af niörkum til b jargar ungunum. En pysjurnar eru vandmeðfarnar og til að mynda er ekki ráðlagt að setja of margar pysjur sanian í einn kassa, helst ekki lleiri en þrjár til fjórar í stóran kassa. Einnig væri sniðugt að hólfa kassann niður, þannig nýttist hann jafnvel betur og pysjurnar fengju sitt pláss. Eins er brýnt að minnast á að ef mikið er verið að leika sér með þær þá getur það orðið til að pysjurnar eiga sér engan möguleika til lífs, ef fjaðrir á vængjum þeirra eru of tættar þegar þær leggja í ferðalag sitt út á sjó blotna vængirnir og þær hreinlega drukkna. Þess vegna er brýnt fvrir foreldra og börnin að hafa í huga núkilvægi þess að fara vel með pysjurnar. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísii Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrjft og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruvai, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.