Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Page 11
Fimmtudagur 23. janúar 2003 Fréttir 11 FJÖLSKYLDAN átti eftir að stækka, Marý, Aðalheiður, Gunnar Bergur, Sigfríð og Runi. FJÓRIR ættliðir, Marý, Sigfríð, Anna Guðrún Hallvarðsdóttir og Aðalheiður Jónsdóttir. Myndin er tekin í gosinu. Hraðfrystistöðinni. Það tók mig sólar- hring að ná saman hópi fimm hraustra manna sem voru til í slaginn. Auk mín vom í hópnum Sveinn Pálmason. Sverrir Sveinsson, Sveinbjöm Svein- bjömsson og Antoni Carrera sem var frá Spáni. Við fengum passa sem veitti okkur aðgang að Vestmannaeyjum. Við flugum út þar sem Ami Johnsen tók á móti okkur og keyrði okkur á traktorskenu niður í Edinborg, verbúð sem Hraðfrystistöðin átti. Þar bjugg- um við meðan stætt var,“ segir Runi. Það var ekki auðvelt verk að ná tækjunum út úr Hraðinu og þeir fóra ekki hefðbundnar leiðir þegar kom að því að koma flökunarvélunum út. „Þær vom á efstu hæðinni þar sem vom stórir gluggar. Við settum vír á milli glugganna og rifum þannig vegginn út í heilu lagi. Þá fengum við krana sem hífði vélamar niður. Þetta var ægileg vinna og ekki alltaf hættu- laus. Einn morguninn þegar við komum til vinnu var hálfs annars metra öskulag á þakinu. Það brakaði og brast j öllu, þakið var að hrynja yftr okkur. Ég hringdi í Patton, Svein Eiríksson slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, og eftir fimm mínútur vom mættir 100 hermenn sem voru ekki nema einn eða tvo klukkutíma að hreinsa af þakinu.“ Gerðu sér ekki grein fyrir hættunni Það gekk á ýmsu og tilveran eins og þeir upplifðu hana í Vestmannaeyjum veturinn 1973 var svo lítið ýkt. „Eina nóttina vöknuðum við við mikinn gný frá gosinu og bjarma sem lýsti upp austurgluggann sem ekki hafði verið neglt fýrir. Það var mikið öskufall þessa nótt og einn steinn braut rúðu í glugganum og þá fór askan að koma inn á gólf. Við vomm orðnir hálf- rænulausir af vöku og vinnu og gerðum okkur enga grein fyrir því hvað var að gerast. Tókum við skáp sem þama var og settum fýrir glugg- ann og héldum áfram að sofa. Klukkan sex um morguninn er hurðinni sparkað upp og við vaktir og beðnir um að koma okkur út, þá var allt húsið orðið fullt af reyk frá brennandi húsum í nágrenninu." Nætumar urðu ekki fleiri í Edin- borginni og fluttu þeir upp á Illuga- götu í hús Sigurlaugar og Sigutjóns. „Við héldum áfram að bjarga tækjum úr Hraðinu og gekk vel miðað við aðstæður. Að sjálfsögðu vomm við á launum en fengum aldrei svo mikið sem takk fyrir ómakið. Það var líka skelfilegt að á meðan menn unnu hörðum höndum við að bjarga því sem hægt var vom aðrir hér til þess eins að maka krókinn fyrir sjálfan sig,“ segir Runi á sinn snyrtilega hátt þegar hann er að lýsa þjófum sem hér vom á ferðinni. Matur bara fyrir toppana Þeir vom í fæði í ísfélaginu en heldur fannst þeim kostur orðinn einhæfur. Þeir fréttu af betra og fjölbreyttara fæði á Hótel HB. „Við mættum og vomm í röðinni en ekki komumst við alla leið, var vísað frá áður en við komumst í kræsingamar. En ekki fómm við alveg tómhentir því á gang- inum vora þessir fínu lögregluhjálmar sem við sáum strax að vom miklu betri en rauðu plasthjálmamir okkar. Við skiptum á sléttu og skildum hjálmana okkar eftir. Maturinn á HB var bara fyrir toppana og þeir fengu allar rjómabollumar sem sendar vom út í Eyjar á bolludaginn. En þama var líka selt tóbak og gosdrykkir sem fékkst ekki nema gegn framvísun (bevís). Ég mundi eftir bevísblokk niður í Hraði og hana notuðum við óspart.“ Frystiklefar frystihúsana vom matarkistur bæjarbúa á þessum tíma og það nýttu þeir sér. Náðu þeir í stóran pott og fylltu af sviðum sem þeir gerðu góð skil. „Þetta gerðum við einu sinni eða tvisvar til auka fjöl- breytnina í mat þó kartöflur og rófur vantaði. Þegar svo kom að því að þvo nærfötin var þessi sami pottur notaður í suðuna." Þorrablótið Þeir lentu líka á frægu þorrablóti sem haldið var í Höllinni. „Það þótti ótækt að eiga ekkert vín en þá kom Ámi Johnsen til sögunnar. Hann bað okkur að koma með sér út í Banka þar sem vom stæður af vodka. Þar tókum við nokkra kassa, settum eina flösku á hvert borð sem nægði til þess að menn náðu því að verða söngglaðir. Þetta varð síðasta uppákoman í Höllinni því stuttu seinna kom gasið sem lagðist yfir miðbæinn,“ segir Runi. I góðu yfírlæti í Reykjavík Á meðan dvaldi Marý í Reykjavík og Iætur hún ekki illa af dvölinni þar. „Ég fór ekkert að vinna og hafði það bara gott með mína fimm ára stelpu og ömmu sem þá var 85 ára. Mamma fékk vinnu í Hagkaup hálfan daginn. Ég hafði lengi verið á leiðinni í Kirkjukórinn og þegar ég hitti organ- istann í Klúbbnum ákvað ég að mæta á æfingu. Sungum við á ýmsum stöðum þetta sumar þar sem Vest- manneyinga var að finna. Það gaf mér mjög mikið. Þegar ég*kom til Eyja fann ég að við höfðum misst mjög sérstakt samfélag, fólkið sem bjó á Kirkjubæjunum. I Kirkjukórnum fann ég nýtt samfélag og það hef ég átt þau þrjátíu ár sem ég hef verið í kómum,“ segir Marý. Ekki var lífið þó á fastalandinu ein- tómur dans á rósum og eins furðulegt og það er, fundu Eyjamenn fýrir óvild landa sinna og líka öfund þar sem því var jafnvel haldið fram að þeir fengju allt frítt. Alltaf ákveðin í að flytja aftur til Eyja En var aldrei vafi í hugum Marý og Runa að flytja á ný til Eyja? „Nei. Þó var okkur úthlutað húsi í Breiðholt- inu,“ segja þau bæði og Runi heldur áfram. „Við komum okkur inn í hóp- inn sem byggði á Dverghamrinum en ég var ekki ánægður með hvemig það gekk og tókst að koma mér út. Marý hafði séð hús, sem búið var að grafa frá að einhverju leyti en það leit ekki vel út, fullt af ösku og gufan stóð upp af því.“ Þetta var húsið við Stóragerði 8 sem hefur verið heimili þeirra frá árinu 1974. Runi og Marý náðu að skoða skipulag hússins með því að skríða inn á vikurbinginn og í framhaldi af því ákváðu þau að kaupa húsið. „Við keyptum húsið í desember 1974 og fluttum inn þann 27. júlí 1975 sem var í vikunni fyrir þjóðhátíð," segir Marý. Eftir að öllum vélum og tækjum hafði verið bjargað úr Hraðfrysti- stöðinni byrjaði Runi hjá Viðlagasjóði og var þar á meðan sjóðurinn starfaði í Eyjum. Nú vinnur hann hjá Steypu- stöðinni. Það hefur verið farið yfir víðan völl í uppritjun á gosinu sem kom upp á hlaðinu hjá þeim Marý og Runa en hafa þau aldrei óttast að sagan endurtaki sig? „Við hugsum aldrei út í gosið og höfum aldrei verið hrædd. Ekki einu sinni ístórajarðskjálftanum sumarið 2000. Við fylgdumst með Surtseyjargosinu og fannst það rosa- gaman. Tíu ámm sfðar kemur gos upp á Heimaey. Við töpuðum á því eins og svo margir aðrir, hjá okkur skipti þetta einhverjum milljónum. Áhrifin vom líka sterk og sem dæmi get ég nefnt þegar skepnum á Kirkjubæ var lógað. Það þurfti leyfi til að lóga skepnunum sem var fáránlegt. Kýmar höfðu ekki verið mjólkaðar í tvö mál þegar leyfið loks barst. Ég hélt að amma myndi deyja þegar skepnurnar vom sýndar í sjónvarpinu. Þama þurfti hún lækni í fyrsta og eina skiptið þó hún yrði yfir 100 ára gömul. Hún tók tvær róandi töflur um nóttina og svo ekki söguna meir. Um vorið sagði sú gamla, „Við förum út og byggjum eyjuna okkar á ný,“ sagði Marý að lokum og Iátum við þessi orð ömmu hennar verða þau síðustu í þessu viðtali. omar@eyjafrettir. is ELDFELLIÐ er þarna farið að taka á sig þá mynd sem við könnumst við. Ljósmynd Guðmundur Sigfússon.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.