Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 23. janúar 2003 Sigursveinn Þórðarson blaðamaður skrifar: Mat íþróttafulltrúans ÍRáðið samþykkti því tæpum mánuði síðar rök íþróttafulltrúans en þá var löngu búið að afgreiða málið frá bæjarstjórn. Það hlýtur því að hafa verið íþróttafulltrúinn sem skrifaði greinargerðina og því hlýtur innihald þess að vera á hans ábyrgð, enda íþrótta- og æskulýðsráð ekki formlega búið að samþykkja greinargerðina. íróttafulltrúi bæjarins segir í grein í Fréttum sl fimmtudag að blaðið halli réttu máli í um- fjöllun um Hressó. Þar er hann helst ósáttur við að hann er bendlaður við bréf nokkuð sem hann sjálfur skrifar undir. Um er að ræða svar við fyrirspum Guðrúnar Erlings- dóttir frá 9. desember sl. vegna tilboðs Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. í rekstur líkamsræktarsalar íþróttamið- stöðvarinnar. Undirritaður vann frétt- ina og ákvað að skýra fyrir lesendum og ekki síst íþróttafulltrúanum hvaða rök liggja að baki skrifum mínum. I fyrsta lagi er bréf undirritað af íþróttafulltrúanum þar sem tilboði Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. er lýst oftar en einu sinni sem „algjörlega óraunhæfu.“ Bréf íþróttafulltrúans er svo tekið fyrirá fundi bæjarstjómar 12. desemb- er sl. og þá ber að athuga hvað þar stendur: „Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, las upp og lagði fram svar frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni, íþrótta- fulltrúa, við fyrirspurn Guðrúnar Erlingsdóttur í málinu." Tilvitnun lýkur. Takið eftir að þama var verið að lesa upp svar frá Guðmundi Þ. B. Ólafssyni. Nokkm síðar, eða 7. janúar sl. á fundi í íþrótta- og æskulýðsráði þar sem greinargerð íþróttafulltrúans var til umræðu segir: „íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir þessi rök, enda em þau í samræmi við skoðanir ráðsins eins og þær komu fram á fúndi þess 5 des.“ Tilvitnun lýkur. Ráðið samþykkti því tæpum mánuði síðar rök íþróttafulltrúans en þá var löngu búið að afgreiða málið frá bæjarstjóm. Það hlýtur því að hafa verið íþróttafulltrúinn sem skrifaði greinargerðina og því hlýtur innihald þess að vera á hans ábyrgð, enda íþrótta- og æskulýðsráð ekki fonnlega búið að samþykkja greinargerðina. I fundargerð íþrótta- og æskulýðs- ráðs frá 5. desember, þar sem tilboð Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. er tekið fyrir, stendur: „Iþrótta- og æskulýðsráð leggur til að tilboðinu sé hafnað, enda er það talið algjörlega óraunhæft.“ Tilvitnun lýkur. Hvergi er rætt um einstaka þætti tilboðsins eins og íþróttafulltrúinn gerir seinna í bréfi sínu. Þess vegna hlýtur það að hafa verið embættismaðurinn Guð- mundur Þ.B. Ólafsson íþróttafulltrúi sem gerir nánari grein íyrir málinu með sínum útreikningum, t.d. að tilboðið feli í sér að rekstraraðilinn fái á ársgrundvelli tekjur sem á þessu ári verða um 7.098.000 krónur. Undirritaður situr ekki fundi ráðsins og veit því aðeins hvað þar fer fram af fundargerðum. íþrótta- og æskulýðs- ráð þurfti sérstaklega að samþykkja greinargerð íþróttafulltrúans þar sem hún var í samráði við umræður á fundinum, umræðu og skoðanir sem hvergi em skráðar. Iþróttafulltrúinn er vel sjóaður innan bæjargeirans og veit því að menn þurfa að standa við það sem þeir skrifa undir. Hann sem starfsmaður bæjarins í hlutverki íþróttafulltrúa skrifaði bæði undir bréfið og síðar fundargerðina þar sem tilboðið óraunhæfa var tekið fyrir og því hlýtur að mega ætla að íþróttafull- trúinn telji tilboðið óraunhæft. Hann reyndar segir það síðar í greininni að „ofangreind rök em í samræmi við skoðun íþróttafulltrúa...“ sem segir nákvæmlega það sem stóð í upphaf- legu fréttinni. Iþróttafulltrúinn gerir einnig athugasemd við það að bréf hans skuli ekki hafa verið birt í heild sinni. Það er auðvitað álitamál en þó oft sé margt spennandi að gerast á fundum á vegum bæjarins held ég að Fréttir myndu verða heldur leiðinlegri af- lestrar ef fundargerðir bæjarins fylltu síður þess. Virðingarfyllst Sigursveinn Þórðarson, blaðamaður Kristján Bjanason skrifar: Dala- bændur í vondum málum Þrátt fyrir blátt bann Landgræðslu ríkisins síðastliðið haust við því að beita í Helgafelli halda Dalabændur áfram að sleppa fé sínu lausu í fjallið. Landnytjanefnd hafnaði einnig umsókn um vetrarbeit í fjallinu fyrir nokkmm ámm. Ekki er nóg með að Helgafell hafi undanfarinn aldarfjórðung verið yfirlýst land- græðslusvæði og á náttúruminja- skrá heldur hefur Bamaskólinn tekið allt fjallið í fóstur og lagt mikla vinnu í að græða þar upp illa farin svæði. Þessu er nú stefnt í voða af misvitrum „bændum" í Dölum sem, vel að merkja, em einmitt þeir sem hafa yfir að ráða mestu beitilandi víðs vegar um eyjuna. Er nú ekki mál að linni og „bændur" allir sem einn semji sig að þeim lögum og reglum sem í landinu gilda? Kristján Bjamason Selma Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi skrifar: Krafturinn í náttúrunni og okkur Á þessum tímamótum í Já, þetta voru harðir karlar og reyndar konur líka, sem neituðu að gefast upp fyrir þessari miklu ógn, mánuðina sem gosið stóð. Þessa hugsun, þennan kraft og bjartsýni eigum við að varðveita í okkar samfélagi og nýta okkur þessi tímamót sem tækifæri til að grafa okkur upp úr öskunni sem hefur verið að falla á okkur jafnt og þétt. sögu og menningu okkar Vest- mannaey- inga er þarft að hugsa jafnt um framtíð sem fortíð. Hvemig viljum við sjá samfélagið? Fyrir tæpum 30 ámm dundu yfir okkur miklar náttúru- hamfarir og megum við vera þakklát fyrir að þessi ógn varð engum að fjörtjóni. Þessi atburður hefur verið endurvakinn með myndum og við- tölum við fólk, og sett saman í magnaða þætti sem Storm og Stöð 2 eru að sýna landsmönnum. Mér hefur alltaf fundist þessi saga vera stór hluti af lífi okkar og hef ég alltaf fundið fyrir nálægð gossins þrátt fyrir að hafa aðeins verið fimm mánaða þegar það hófst. Farið var með mig í rauða vagninum niður á bryggju frá Búastaðabraut 9 aðfaranótt 23. janúar. Bjuggum við í rúmt ár í hötuðborginni. Ótrúlegt er til þess að hugsa að flest allir höfðu yfirgefið Heimaey nokkr- um klukkutímum síðar. Margir Eyjamenn létu þetta ekki aftra sér og sneru við til að bjarga eignum og verðmætum. Af þessu tilefni langar mig að minnast afa míns, hans Didda á fluginu. eins og hann var oft kallaður, en hann féll frá á þessum degi fyrir ári síðan. Hann var einn þeirra Ijölmörgu sem fóru aftur til að bjarga eyjunni okkar. Hann var mikill dugnaðar- forkur, ósérhlífinn og samviskusamur maður sem ég sakna mikið. Hann hefur ávallt gefið mér kraft og bjartsýni til að takast á við hlutina með bros á vör og góðvild í garð annarra. Já, þetta voru harðir karlar og reyndar konur líka, sem neituðu að gefast upp fyrir þessari miklu ógn, mánuðina sem gosið stóð. Þessa hugsun, þennan kraft og bjartsýni eigum við að varðveita í okkar sam- félagi og líta á þessi tímamót sem tækifæri til að „grafa okkur upp úr öskunni sem hefur verið að falla á okkur jafnt og þétt“. Ástæðurnar eru m.a. breytingar í þjóðfélaginu, kröf- ur um betri samgöngur og aukin tæknivæðing sem hjá okkur hefur haft neikvæð áhrif á atvinnuframboð. Við verðum að bregðast við ef við ætlum að ná lestinni áður en hún þýtur fram hjá, geisandi inn í framtíðina. Allt of oft hefur verið gripið til skyndilausna á ýmsum sviðum, svona rétt til að setja plástur á „meiddið.“ En betur þarf að undirbúia ef duga skal. Það sem okkur vantar og við verðum að huga að, er að hlúa betur að því fólki sem hér er en ekki að kenna öðmm um og benda á aðra. Við verðum að byggja upp og hvetja fólk til dáða og um leið að viðurkenna vanmátt okkar á sumum sviðum og leita þá eftir aðstoð. Þá er ég ekki endilega að tala um hjálp í beinhörðum peningum eða laga- setningum, það virkar ekki einu sinni við uppeldi bama, heldur að efla þann gmnn sem við höfum hér og leiðbeina fólki réttu leiðina með hugmyndir sínar og hugvit. Þannig hlúum við að kraíti fólksins og til verður nýsköpun. Gossagan og náttúran hér em ónýtt auðlind sem við verðurn að fara að huga að. Mögu- leikamir í menningartengdri ferða- þjónustu em óþrjótandi. Og það er efni í aðra grein. Að lokurn, heilræði og uppskrift að „gos“drykk: Blöndum okkur góðan orkudrykk með hæfilegri blöndu af fmmkvæði, þekkingu, bjartsýni og þolinmæði. Þá dugir hann okkur öllum 30 ár í viðbót. Takkjvrir mig, Selnia Ragnarsdóttir, bajaijiilltrúi ogfonnaður menningannálanefiidar Áheit og gjafir til Landakirkju Frá og með I. janúar 2002 til og með 31. desember 2002 bámst eftirfarandi gjafir og áheit til Landakirkju. NN. kr. 1.000,- Eygló Kristinsd. kr. 5.000,- RS. kr. 3.000,- J.H. kr. 5.000,- Soffía Harðard. kr. 2.000,- K.E. kr. 2.000,- Þorvarður kr. 10.000,- Ómar kr. 500,- NN. kr. 3.000,- H.K.O. kr. 2.000,- H.G. kr. 5000,- J.S. kr. 1.000,- G.B. kr. 3.000,- Rannveig Einarsd. kr. 2.000,- Sigurður Jónsson kr. 5.000,- Hörður Óskarsson kr. 10.000,- A.R.P. kr. 2.000,- K.E. kr. 1.000,- Hjördís Antonsdóttir kr. 5.000,- Í.B.V. kr. 50.000,- H.H. kr. 4.000,- NN. kr. 5.000,- M og I kr. 1.000,- G.í. og G.M.G.kr. 1.000,-J.I.kr. 5.000,-G.S. kr. 13.000,- NN. kr. 1.000,- R.S.E. kr. 1.000,- Fjóla Sig. kr. 5.000,- John R.I. Norrie kr. 10.000,- NN. kr. 20.000,- G.M. kr. 10.000,- Rannveig kr. 4.000,- NN. kr. 5.000,- S.S. kr. 5.000,- NN. kr. 5.000,- Guðlaugur Sigur- geirsson kr. 5.000,- NN. kr. 500,- Sólveig Adolfsd. kr. 5.000,- Inga og Hjölli kr. 10.000,- G.J. kr. 5.000,- Ó.S. kr. 10.000,- G.M. kr. 500,- G.T. kr. 500,- G.KÓ. kr. 5.000,- og þar til viðbótar var talið úr söfnunarbauk í lok ársins og reyndust vera kr. 3.289,- í bauknum. Þetta er samtals kr. 257.289,00. Sóknamefnd Landakirkju færir gef- endum og velunnumm Landakirkju nær og tjær þakkir og hlýhug í garð kirkjunnar okkar, og biður þeim Guðs blessunar. Sólaiamefiid Landakirkju. Eric Guðmundsson skrifar: Þakkir vegna framlaga til Hjálparstarfs aðventista Síðastliðið huust sem endranær veitti Hjálparstarf aðventista framlögum viðtöku frá almenningi hér í Vestmannaeyjum til þróunar- og líknarstarfs og vil ég fyrir hönd Hjálparstarfsins konia innilegu þakklæti á framfæri til allra þeirra sem lögðu þessu starti lið þetta árið svo og á umliðnum árum. Hjálparstarf aðventista á Islandi starfar með ADRA - alþjóða þró- unar- og líknarstofnun aðventista sein veitir neyðar- og þróunaraðstoð án tillits til pólitískra skoðana, trúurhragða eða kynþáttar, hvarvetna þar sem neyð steðjar að. Söfnunarféð rennur til verkefna sem unnin eru í samvinnu við ADRA í fjölmörgum þriðja heims löndum svo og á stríðshrjáðum svæðum heims. Enn er mögulegt að taka þátt í söfnuninni með því að leggja inn framlag á bankareikning Hjálparstarfs aðventista nr. 0101- 26-130, kt. 410169-2589. Eg vil aftur þakka Vestmanna- eyingum fyrir hlýhug og örlæti í garð Hjálparstarfs aðventista á liðnum tíma með ósk um blessun Guðs á nýju ári. Eric Guðmundsson, safnaðarprestur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.