Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Side 10
10 Fréttir Miðvikudagur 16. apríl 2003 Góð útkoma Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi skiptir máli: Styrkir stöðu Eyjanna -segir Guðjón Hjörleifsson sem skipar þriðja sætið á D-lista GUÐJÓN: Ég barðist harðast fyrir því að a.m.k. helmingur auðlindagjaldsins rynni heim í hérað. Á þingi mun ég halda áfram þessari vinnu og þá verður stefnan ekki bara sett á helming heldur að allt auðlindagjaldið verði notað til að styrkja sjávarbyggðirnar. Það á að eyrnamerkja gjaldið í atvinnuuppbyggingu, en jafnframt er svigrúm ef erfiðleikar verða hjá útgerðinni að lækka önnur gjöld tímabunið, t.d. allagjald. Settist þú í kjömefndina til að koma sjálfum þér á framfœrí? „Það var engin launung á því að þegar ég ákvað að hætta sem bæjarstjóri og réð mig til Sjóvá-Almennrra var ég ákveðinn í að minnka við mig í pólitíkinni," svarar Guðjón. „Svo lendi ég í því að til verður mikill þrýstingur á mig, bæði hér heima og á fastalandinu, um að ég gæfi kost á mér til þess að tryggja það að Eyjamaður væri í einu af efstu sætunum. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst samfélagsskylda vegna reynslu minnar sem sveitarstjómar- maður og bæjarstjóri. í þeim störfum vann maður með þingmönnum kjör- dæmisins, m.a. Áma Johnsen í þeim eilífa slag að tryggja hagsmuni byggðarlagsins á Alþingi. I kosning- unum í næsta mánuði er ég eini búsetti Eyjamaðurinn í baráttusæti fyrir þessar kosningar. Ég held ég halli ekki á neinn þegar ég segi að enginn frambjóðandi í kjördæminu þekkir betur hættur og möguleika sem snúa að Eyjum og sambærilegum sveitarfélögum á landsbyggðinni." Með hreina samvisku Var þetta ekki óeðlilegt þar sem þú sast sjálfur í uppstillinganiefitdiimi? „Þegar nefndin tók til starfa var fyrst gengið frá efsta sætinu en um leið og það kom til greina að ég færi fram hætti ég strax í nefndinni. For- maður nefndarinnar, Ellert Eríksson, gerði grein fyrir þessu á kjör- dæmaþinginu þegar listinn var kynntur. Og það voru fleiri í nefndinni sem komu til greina. Eg tel mig því hafa hreina samvisku og það er af og frá að ég hafi sóst eftir sæti í nefndinni til að koma sjálfum mér á framfæri.“ Úr bœjarstjórastólnum Jylgdu þér nokkur erfið mál, Hallarmálið, Hressómálið og síðast en ekki síst Þróunaifélagið þar sem þú varst stjómarfonnaður. „Það er búið að róta upp miklum aur í kringum mig síðasta árið, einkum eftir að ég ákvað að gefa kost á mér til Alþingis. Og það er athyglisvert hvað sumir íjölmiðlar eru tilbúnir að taka upp fréttir athugasemdalítið eða athugasemdalaust. Eg verð var við það á ferðum mínum um kjördæmið að fólk á erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað er um að vera hér úti í Eyjum. Bæði er það að fólk spyr mig um hvað sé hér að gerast og eins fæ ég fyrirspumir á fundum. Fólk er almennt hissa á að oddviti minnihluta í bæjarstjóm og alþingismaður skuli með þessum hætti snúast gegn eigin byggðarlagi. Þessi maður er að hóta kæmm til hægri og vinstri og er með því að dylgja og gefa í skyn að hér sé eitthvað glæpsamlegt á ferðinni. En engin kæra hefur ennþá litið dagsins Ijós. Auðvitað hefur maður tekið þetta nærri sér en verst er að fjölmiðla- umræðan hefur stjómast af pólitískum loddaraskap sem hefur eyðlagt Þróunarfélagið. Hin málin sem þú nefndir em í ákveðnum farvegi, niðurstaða og sátt er að nást í Hallarmálinu gagnvart jseim aðlium er fjalla um þetta mál og Hressómálið er hjá Samskeppnisstofnun. En öll erfið mál hafa af mínum andstæðingum verið eymarmerkt mér sérstaklega, jafnvel þó að ég hafi lítið komið þar að, en ég læt þetta ekki stoppa mig í vinnu minni fyrir kjördæmið." Kjördæmaþingmaður Er mikill munur á bœjarpólitíkinni og landsmálapólitíkinni? „Hvað snýr að mér persónulega er hún langmest gagnvart fjöskyldunni. Þótt ég hafi ekki verið með mikla viðvem heima sem bæjarstjóri er Ijóst að nú þarf maður að reka tvö heimili og allt annað. Ég held að ég verði þessi dæmigerði kjördæmaþingmaður á þeytingi um kjördæmið sem er mjög stórt eins og flestir vita. Þetta byggi ég á veganesti mínu sem sveitar- stjómarmaður og þannig vil ég og tel rétt að þingmenn vinni, og verði í sem mestum tegnslum við sitt fólk. Ég hef sem bæjarstjóri þurft að ferðast mikið þannig að þetta leggst vel í mig enda á þetta mjög vel við mig.“ Fiskifræðin og verndunin hafa brugðist Stóra málið er að sjálfsögðu sjávar- útvegurinn. Hvar œtlar þú að marka þér bás íþvíargaþrasi? „Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á sjávarútvegi og mér sýnist að það séu fiskifræðin og vemdunin sem hafa bmgðist. Menn tóku þátt í skerðingunni á meðan verið að byggja upp fiskistofnana en aukn- ingin hefur ekki skilað sér. Þetta hefur orðið til þess að einyrkjum hefur fækkað. Ég átti sæti í auðlindanefnd Al- þingis, var eini sveitarstjómar- maðurinn í nefndinni. Þar var staðfest enn betur að fiskimiðin em sameign þjóðarinnar, en aðilar hefðu skapað sér ákveðinn veiðirétt. Til þess að reyna að ná sáttum í þessu máli þá komu tvær tillögur frá nefndinni, annars vegar að leggja á hóflegt auðlinda- gjald og hins vegar var það fym- ingarleiðin. Ég barðist harðast fyrir því að a.m.k. helmingur auðlindagjaldsins rynni heim í hérað. Á þingi mun ég halda áfram þessari vinnu og þá verður stefnan ekki bara sett á helming heldur að allt auðlindagjaldið verði notað til að styrkja sjávarbyggðimar. Það á að eymamerkja gjaldið í at- vinnuuppbyggingu, en jafnframt er svigrúm ef erfiðleikar verða hjá útgerðinni að lækka önnur gjöld tímabunið, t.d. aflagjald. Gagnvart atvinnuuppbyggingu skapast meira svigrúm sem er miklu meira heldur en Byggðastofnun hefur í dag. Auðlindagjaldið varð ofan á en hefði fymingarleiðin verið farin eins og Samfylkingin vill getum slökkt ljósin í bænum og sett slagbrand við Heimaklett. Þá var ég á móti kvóta á skötusel, löngu og keilu og kolmunna. Sem betur fer em nú allar líkur á 30 þúsund tonna aukningu í þorskkvóta strax næsta haust, en togararallið og mælingar styðja eindregið þessa Guðjón Hjörleifsson, fyrrum bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjólfstæð- isflokkins í Vetmanna- eyjum er nú kominn í alvöru slag í pólitíkinni því hann skipar þriðja sæti ó lista flokksins í nýju Suðurkjördæmi. Sjólfur sat Guðjón í uppstill- ingarnefnd flokksins og það var gagnrýnt þegar hann ókvað að sló til og fara fram. Guðjón segist vera með hreina sam- visku, hann hafi ein- faldlega lótið undan þrýstingi í Eyjum og ó fastalandinu að gefa kost ó sér ó listann. Um leið og ókvörðun var tekin sagði hann af sér í upp- stillinganefnd og segist engin óhrif haft ó störf nefndarinnar eftir það, en þó var einungis búið að skipa í fyrsta sætið. Þegar Guðjón ókvað að hætta sem bæjarstjóri fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar ó síðasta óri upphófst mikið moldviðri í kringum hann, fyrst voru það sex mónaða biðlaun sem hann fékk greidd við starfslok eftir tólf óra starf semm bæjarstjóri, næst voru það Hallarmólið og Hressómólið. Síðast en ekki síst Þróunarfélag Vestmannaeyja sem Guðjón segir að hafi verið fórnað til að styrkja V-listann og um leið Samfylkinguna í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.