Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Page 13
Miðvikudagur 16. apríl 2003 Fréttir 13 Amar Hjaltalín skrifar um fargjöld með Herjólfi: Allt að þrefaldur kostnaður í nútímaþjóðfélagi eru samgöngur einn aðalhomsteinninn. I dag viljum við komast þangað sem okkur hentar, þegar okkur hentar. Byggðarlög sem búa við strjálar og dýrar samgöngur gefa óhjákvæmilega eftir. Vöruverð hækkar og laun lækka vegna þessa ástands. Og fólk greiðir þessu atkvæði með því að fara héðan. Við, og þjóðin öll, höfum hingað til litið svo á að í landinu búi ein þjóð. Ef stjómvöld ætla að vera sjálfum sér samkvæm þá mkka þau ekki eitt byggðarlag um meira en annað fyrir gmnnsamgöngur. Við hjá stéttarfélögunum verðum vör við að fargjöld Herjólfs vega þungt í útgjöldum ijölskyldufólks. Við leitum í ýmsar heim- ildir og öfl- um okkur fanga á ýms- um stöðum þegarþörfer á. Einn af þeim stöð- um er heimasíða F.Í.B. www.fib.is Þar eru athyglisverðar upplýsingar um rekstur bifreiða. Vitn- að er í heimasíðuna í grein í síðustu Fréttum og kemur þar fram grund- vallar misskilningur í túlkun á þeim kostnaði sem er í að „aka“ milli lands og Eyja. Almenningur í Eyjum hefur heyrt ýmsar afsakanir fyrir okrinu á far- gjöldunum með Herjólfi. Nærtæk er fyrmefnd grein, einnig er borið á borð fyrir okkur bflapeningar samkvæmt Ríkisskattstjóra, rekstrarkostnaður skipsins tíundaður nákvæmlega og þar fram eftir götum. Allt til að telja okkur trú um að við séum að borga sama skerf og aðrir landsmenn. Skoðum aðeins bifreiðakostnað eins og hann er settur fram á heima- síðu F.Í.B. Miðað er við nýjan fólksbíl sem kostar 1.700.000 sem reyndar fæst verkafólk hefur efni á, hann eyði 9 1 á hundraðið, ekið 15.000 km á ári og tölurnar eru meðaltalskostnaður á km. miðað við eignartfma í 5 ár. Skoðum tölurnar nánar og athugum kostnaðinn af því að aka bílnum 140 km annars vegar á þjóðveginum Herjólfi og hins vegar að aka honum ekki neitt. Akstur með Herjólfi Kostnaður vegna notkunar, bensín, viðhald hjólbarða 18,18 kr. á km, verðrýmun 3,0 kr á km, samtals 21,18 kr. á km. 140 km. á kr. 21,18 samtals kr. 2.965 eða kr. 1.483 á ferð. Hvort sem einn eða fleiri eru í bílnum. Bílnum ekki ekið með Herjólfi Þó bílnum sé ekki ekið neitt fellur á hann kostnaður samt sem áður, trygg- ingar, skattar, skoðun, verðrýmun, fjármagnskostnaður og finnst flestum nóg um. Af hveiju ættum við eða aðrir sem koma að heimsækja okkur til Eyja að greiða þann kostnað í annað skipti og þá til Vegagerðarinnar. Almenningur ekur ekki einkabílunum á útseldum kostnaði og þarf að bera ferðakostnað sjálfur. Því er alveg út í hött að bæta við hlutfallskostnaði af föstum liðum og rukka þann kostnað aftur í fargjaldinu. Okur og afarkostir Hjón á bíl með 2 böm 6 og 12 ára þurfa að greiða kr. 5.950 aðra leiðina eða kr. 11.900 báðar leiðir. Ef þau eru búsett í Eyjum er kostur fyrir þau að kaupa afsláttareiningar. Þá greiða þau kr. 3.400 kr aðra leiðina eða kr. 6.800 báðar leiðir. Ef þau vinna hjá út- völdum vinnustöðum eða em félagsmenn í tilteknum stéttarfélögum þá geta þau keypt einingar eftir þörfum, þurfa þá ekki leggja út kr. 13.600 fyrir heilu afsláttarkorti til að njóta afsláttar. Þessi ljölkylduvænu fargjöld skila okkur því að við erum að greiða frá kr. 5.300 til 10.400 kr. of mikið á fyrr- greinda fjölskyldu. Það er sem sagt verið að bæta 130 - 300 % við kostn- aðinn og senda okkur reikninginn. Okkur eru settir afarkostir, annaðhvort að fara með Hetjólfi á þessum kjörum eða fljúga fyrir tugi þúsunda á fjöl- skyldu. Þúsundir króna til viðbótar En þá er ekki allur kostnaðurinn upp- talinn. Vegna lágrar ferðatíðni skipsins stóran hluta af árinu emm við að lenda í ómældum kostnaði. Ein- staklingur í fullu starfi, sem þarf að leita þjónustu upp á landi, hvort sem um er að ræða opinbera eða aðra, lendir iðulega í því að vera allt að 3 vinnudaga frá. Þó að aðeins sé unt að ræða lítilræði eins og viðtal við opinbera stofnun í Reykjavík. Vinnu- tap hans er þá um kr. 25.000 auk okursins á ferðunum. Atvinnulífinu blæðir Ekki em aðeins einstaklingar sem líða fyrir þá herferð sem beint er gegn okkur með verðlagningu og ferðatíðni skipsins. Fyrirtæki í iðnaði sem em að sækja á markaði uppi á landi em ekki eins samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar að og frá Eyjum. Ferðamannaiðnaðinum blæðir sem sést best á að ferðamönnum fækkar hér. Ekki aðeins missa fyrirtæki í ferðaþjónustu viðskipti vegna þess að viðskiptavinimir annaðhvort komast ekki að eða frá Eyjum þegar þeim hentar. Heldur er verðið það hátt á samgöngunum að fyrirtækin verða gefa eftir af álagningu sinni til að vera samkeppnishæf í verði miðað við aðra staði á landinu. Þetta þýðir aðeins það að fyrirtækin geta ekki endumýjað sig eins og þyrfti, geta ekki borgað sómasamleg laun og uppbygging þeirra tekur lengri tfma en æskilegt er. Lífskjör og samgöngur I nútímaþjóðfélagi eru samgöngur einn aðalhornsteinninn. I dag viljum við komast þangað sem okkur hentar, þegar okkur hentar. Byggðarlög sem búa við strjálar og dýrar samgöngur gefa óhjákvæmilega eftir. Vömverð hækkar og Iaun lækka vegna þessa ástands. Og fólk greiðir þessu atkvæði með því að fara héðan. Við, og þjóðin öll, höfum hingað til litið svo á að í landinu búi ein þjóð. Ef stjórnvöld ætla að vera sjálfum sér samkvæm þá rukka þau ekki eitt byggðarlag um meira en annað fyrir grunnsamgöngur. Við hjá stéttarfélögunum verðum vör við að fargjöld Herjólfs vega þungt í útgjöldum fjölskyldufólks. Þó Vest- mannaeyingar hafi búið við þessa verðlagningu lengi og séum orðnir vanir henni þá er hún að koma í bakið á okkur núna þegar kreppir að. Við verðum að vakna til vitundar um að þessi verðlagning er ekki rétt og því síður sanngjörn og senda skýr skilaboð um það og ekki síðar en í næsta mánuði. ArnarG. Hjaltalín Drífanda stéttarfélagi ísólfur Gylfi Pólmason: Hugmyndir um bættar samgöngur: Skoðum þær með opnum huga Ég lagði fram fyrirspum til samgönguráðherra vegna flugsamgangna milli lands og Eyja þar sem fram kemur aukning á farþegaflugi milli Eyja og Bakka en hins vegar er fækkun á farþegum sem fljúga á milli Eyja og Reykjavíkur sem e.t.v. stafar fyrst og fremst af verðlagi á þessum ferðamáta. Eitt það skemmti- legasta og um leið nauðsyn- legasta sem við stjóm- málamenn gerum er að hitta fólk, skiptast á skoðunum og reyna að finna lausnir á vanda- málum og viðfangsefnum sem brenna á fólki. Eg hef lagt mig fram um það að koma oft til Vestmannaeyja og hitta fólk, eins og reyndar félagar mínir, þingmaðurinn Hjálmar Ama- son og ráðherrann Guðni Ágústsson. Eg hef gjaman sagt að ég sé nú nágranni Eyjanna þar sem stutt er frá Hvolsvelli til Eyja og ekki lengra að fara þar á milli en að fara frá Hvolsvelli á Selfoss. En þá er auðvitað miðað við bestu aðstæður. Þama er einmitt kjaminn sem alltaf er til umræðu. Sérstaða Vestmannaeyja er mikil. Samgöngumál em og verða mál málanna þangað til viðeigandi lausnir finnast. Samgöngumálin em nátengd atvinnumálunum og em alls staðar gmndvöllur byggðar. Við framsóknar- menn emm þakklátir fyrir hve margir sóttu opnun kosningaskrifstofu og fundi okkar í Vestmannaeyjum á dög- unum. Þar er einmitt góður vett- vangur til þess að skiptast á skoðunum og leita lausna. Oft taka menn hressilega upp í sig og telja að ýmsar hugmyndir sem lagðar em fram séu óraunhæfar. Við verðum hins vegar að taka þessum hugmyndum með opnum huga og kanna þær til hlítar. Öðmvísi getum við ekki fundið út úr því hverjar em raunhæfar og hveijar óraunhæfar. Þá er sama hvort talað er um hraðaskip, svifnökkva o.s.frv. Mér þótti merkilegt að lesa grein Gísla Jónassonar frænda míns í Frétt- um á dögunum þar sem hann fjallar um hugmyndimar um ferjulægi við Bakkafjöm en við eigum það sann- merkt að tengjast bænum Hallgeirsey í Landeyjum, þar sem hann bjó í eina tíð en ég var þar í sveit sem unglingur. Rannsóknir við Bakkafjöm standa yfir og er ekki útséð hverju þær skila. Herjólfur er enn hin trausta brú milli lands og Eyja og um leið þjóðvegur okkar, og er full ástæða til að fjölga enn ferðum hans meðan enn finnast ekki aðrar lausnir. Flugið skiptir og miklu máli í samgöngum milli lands og Eyja. Eg lagði fram fyrirspum til sam- gönguráðherra vegna flugsamgangna milli lands og Eyja þar sem fram kemur aukning á farþegaflugi milli Eyja og Bakka en hins vegar er fækkun á farþegum sem fljúga á milli Eyja og Reykjavíkur sem e.t.v. stafar fyrst og fremst af verðlagi á þessum ferðamáta. I ferð minni til Eyja í síðustu viku hitti ég áhugamenn um vegtengingu milli lands og Eyja. Svo vel leist mér á forsvarsmenn þessa hóps og hug- myndimar að ég gekk í félagið enda eru hér ekki síður hagsmunir okkar Rangæinga en ykkar ef allt fer að skilum. Þannig eigum við einnig að leggja gangamálið upp. Áhuga- mennimir hafa sett sig í samband við vísindamanninn Ármann Höskuldsson sem er tengdur erlendum vísinda- mönnum sem tilbúnir em að gera frumrannsóknir á hafsbotninum milli lands og Eyja með tilliti til ganga. Tryggð verður 6 milljón króna fjárveiting til þessara frumrannsókna. Hugmyndir þessa hóps em fyrst og fremst þær að kanna til hlítar möguleika á göngum milli lands og Eyja til þess annaðhvort að halda rannsóknum áfram sem leiða síðar til framkvæmda eða þá til þess að útiloka þessar hugmyndir. Það er einmitt mergurinn málsins, við verðum að kanna hugmyndimar til fullnustu til þess þá að geta annað hvort haldið þeim áfram eða útilokað þær. Öðru vísi er ekki hægt að vinna að þessum brýnu málum. Eg er þess fullviss að á endanum finnum við framtíðarlausn sem flestir geta unað og sætt sig við. Það gemm við ekki með þröngsýni og að útiloka hugmyndir fyrirfram - þær þarf að fullreyna til þess að hægt sé að hafna þeim. Spurt er: Á að kíkja á menningar- viðburði um páskana? Þorvaldur Víðisson prestur -Jú, ég ætla mér að gera það og hef husað mér að kíkja á tónleika í safnaðarheimilinu um páskana. Það verður nóg að gera í menningarlífinu um páskana. (íuðný Þorleifsdóttir hlómasali -Ég ætla í kirkju um bænadaga og páska.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.