Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Page 14
14 Fréttir Miðvikudagur 16. apnl 2003 ADSEND GREIN Birgir Þórarinsson skrifar: Atthagafjötrar í Vestmannaeyjum Það tilkynn-1 ist hér með að Reykja-1 nesbrautin verður lokuð I um páskana, flesta föstu- daga og | laugardaga : sumar. Einnig verður hún I lokuð um1 verslunarmannahelgina. Agætu Suðumesjamenn og aðrir sem eigið erindi til og frá Suðumesjum á þessum tíma, þið verðið að dúsa heima. Þið gætuð þó hugsanlega keypt flugfar til Reykjavíkur. Það er að vísu dýrt og þið verðið að skilja bflinn eftir heima, svo er stundum þoka og þá er ekki flogið. Góðar stundir og gleðilega páska ! Ofangreindum texta myndi ekki nokkur maður trúa. Ef við myndum hins vegar setja ferjuna Herjólf inn í textann, í stað Reykjanesbrautar, og Vestmannaeyjar í stað Suðumesja þá væri textinn sannur og vel kunnugur öllum Eyjamönnum. LJppselt í Herjólf Uppselt er því miður allt of oft á þjóðvegnum til Eyja. Eg gæti nú svo sem vel skilið það að ófært væri fáeina daga á ári vegna veðurs en að komast ekki með fjölskylduna í stutta helgarferð til lands á bílnum, t.d. í júlí mánuði, það er með ólíkindum og Samgöngumál til Eyja verða ekki leyst nú þegar nema með nýrri feiju. Hún þarf að komast á milli lands og Eyja á skemmri tíma en Herjólfur. Það er sérstaklega mikilvægt til þess að íjölga ferðamönnum og um leið atvinnutækifærum tengdum þeim. Það skiptir hinn útlenda jafnt sem innlenda ferðamann máli hvort hann er einn klukkutíma til Eyja eða þrjá tíma. óásættanlegt. Hugsanlegt er þó að ég kæmist í þessa fjölskylduferð mína á laugardegi, þ.e.a.s. væri kominn til Þorlákshafnar seint á laugardegi en kæmist síðan ekki aftur til Eyja fyrr en á mánudegi. Þar með væri ég búinn að tapa laugardeginum í helgarfríinu mínu og síðan væri ég búin að tapa mánudeginum í vinnu. Mikið er langlundargeð Eyjamanna í þessu máli, það verð ég að segja. Hver ber ábyrgðina á því að Eyja- menn sitja ekki við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að samgöngum. Greiða þeir ekki það sama til samfélagsins og aðrir landsmenn? Eru bifreiðar Eyjamanna ekki skattlagðar á sama hátt og annarra landsmanna? Langtímamarkmið Ami Johnsen, fyrrverandi þingmaður, skrifaði langa grein í Morgunblaðið fyrir skömmu um samgöngur til og frá Eyjum. Þar tíundaði hann afrek sín á þingi í þessu máli. Nokkrir aðrir þingmenn sýndu samgöngumálum í Eyjum einnig áhuga á sama tíma en ekki tók því að nefna þá. Ámi ræddi hugmyndir um jarðgöng og ferjuhöfn á Bakkafjöru. Allt hið besta mál. Sjálfsagt að koma sem flestum hugmyndum á framfæri í málinu og láta síðan sérfræðinga finna réttu lausnina til frambúðar. Lítinn áhuga hafði Ámi hins vegar á nýrri, stærri og hraðskreiðari ferju. Enda sú hugmynd ekki komin frá honum sjálfum heldur öðmm þing- manni. Sá heitir Hjálmar Ámason og er framsóknarmaður. Hjálmar hefur stórt hjarta fyrir málefnum Eyja- manna og hefur m.a. ferðast erlendis, á eigin kostnað, í því augnamiði að ná hagstæðum samningum um leigu á nýrri og glæsilegri ferju til reynslu. En hvar vom nú Sjálfstæðismenn þegar Herjólfur var tekinn úr höndum heimamanna, þeirra sem best til þekktu? Hvar vom þeir þegar far- gjaldið var hækkað? Hvar voru þeir þegar flutningskostnaður á vömm og bílum var hækkaður og flutningsrými fýrir bíla minnkað um allt að helming í Ijölmörgum ferðum? Því verður fljótsvarað. Sjálfstæðis- flokkurinn stjómaði samgöngu- málum í landinu og bæjarmálum í Vestmannaeyjum. Oflug sveit það fyrir bættum samgöngum í Eyjum! Þetta er ágætt efni í öfugmælavísu svo ekki sé meira sagt. Ibúar í Vestmannaeyjum þurfa lausn í samgöngumálum nú þegar. Jarðgöng eru mjög athyglisverður kostur séu þau framkvæmanleg. En þau verða ekki byggð á einum degi. Gætu hugsanlega litið dagsins ljós eftir 10 til 15 ár, séum við bjartsýn, Þá held ég að margir verði nú bara fluttir upp á fastalandið Ný ferja Samgöngumál til Eyja verða ekki leyst nú þegar nema með nýrri ferju. Hún þarf að komast á milli lands og Eyja á skemmri tíma en Herjólfur. Það er sérstaklega mikilvægt til þess að fjölga ferðamönnum og um leið atvinnutækifærum tengdum þeim. Það skiptir hinn útlenda jafnt sem innlenda ferðamann máli hvort hann er einn klukkutíma til Eyja eða þrjá tíma. Töluvert atvinnuleysi ríkir nú í Eyjum. Brýnt er að tryggja fyrir- tækjum þar eðlilegt starfsumhverfí með því að jafna flutningskostnað til og frá svæðinu. Ný ferja þarf að taka fleiri farþega og fleiri bfla. Herjólfur er gott skip en of lítið. Skammsýni vinstri manna gerði það að verkum að skipið var stytt frá upphaflegum áformum. Voru það mikil mistök. Það á að vera hluti velferðar- kerfísins að Eyjamenn sitji við sama borð og aðrir í samgöngumálum. Höf. cr á fmmboðslista Framsóktuir í Siidurkjöda'mi ADSEND GREIN Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Krafa um breytingar liggur í loftinu Vestmanna- eyingar opna verslun í Hafnarfirði -auk öflugrar neiverslunar Verslunin Indía ehf. var opnuð í marslok að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði. Verslunareigendur eru Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Vil- berg Eiríksson og Guðrún Halldóra Ólafsdóttir. í Indíu fást fallegar og handunnar trévörur frá Indónesíu á góðu verði. Þar er hægt að fá litlar tækifærisgjafir, afmælis-, brúðar- og fermingargjafir. Einnig selur verslunin húsgögn, s.s. skenka, glerskápa, kommóður og margt fleira. Mikil áhersla er lögð á þjónustu á netinu og á heimasíðu verlunar- innar, www.india.is má kynna sér það sem í boði er og panta vöruna beint af netinu. Þeir sem skrá sig inn á vefsíðuna geta valið um að fá sent til sín fréttabréf en í því eru allar nýjungar kynntar jafnóðum auk þeirra tilboða sem verslunin býður upp á hverju sinni. Einnig geta viðskiptavinir merkt við ákveðnar vörur og eru þeir látnir vita ef varan býðst á tilboðsverði. Fréttatilkynning. Eftir rúman áratug undir stjóm Sjálf- stæðis- flokksins liggur í loft- inu krafa um breytingar og nýja stjómar- hætti. Heilbrigða stjómar- hætti. Ef Samfylkingunni tekst að vinna sigur og komast upp að hlið Sjálfstæðisflokksins markar það þáttaskil í íslenskum stjómmálum. Sá sigur myndi breyta varanlega lands- lagi stjómmálanna. Örþreyttum Sjálfstæðisflokki sérhagsmuna yrði komið frá og frjálslyndur umbóta- flokkur tæki við sem kjölfesta stjómmálanna. Óréttlætið veður uppi í sjávar- útvegsmálum, velferðarkerfið er að breytast í bandarískt for- réttindakerfi og heilu byggða- lögin hrynja vegna kvóta- kerfisins. Um þetta verður kosið í vor, en einnig um meðferð valdsins gagnvart borgumnum. Samfylkingin er breiður og fijáls- lyndur flokkur, grundvallaður á sanngimi og réttlæti og skýr valkostur við Sjálfstæðisflokkana tvo sem með völdin fara. Það verður kosið urn það í vor hvort Samfylkingin fái brautar- gengi til að breyta. Það verður kosið um réttlæti Krafa um sanngjama stjómarhætti, lýðræðislegar umbætur og almennar leikreglur, þar sem allir standa jafnir, liggur í loftinu sem aldrei fyrr. Krafa um jöfn tækifæri allra íslendinga til atvinnufrelsis og mannsæmandi lífs. Óréttlætið veður uppi í sjávarút- vegsmálum, velferðarkerflð er að breytast í bandarískt forréttindakerfi og heilu byggðarlögin hrynja vegna kvótakerfisins. Um þetta verður kosið í vor, en einnig um meðferð valdsins gagnvart borgumnum. Eins og Ingibjörg Sólnín Gísladóttir, forsætis- ráðherraefni Samlýlkingarinnar, kom að í frægri ræðu í Borgamesi fyrr í vetur. Og allt varð vitlaust. Eimitt vegna þess að hún kom að kjama málsins. Stjómarflokkamir hafa farið illa með valdið og beitt því af miskunnarleysi og hroka. í þágu almannahagsmuna Samfylkingin er klár valkostur við valdhrokann og mismununina. Við spyrjum ekki í hvaða liði neinn sé. Allir standa jafnir og eiga að hafa sömu jöfnu tækifærin. Við ætlum að lýðræðisvæða samfélagið og færa valdið til fólksins. Við ætlum að stjóma í þágu almannahagsmuna í einu og öllu. Við segjum forrétt- indum, fýrirgreiðslu og spillingu stríð á hendur. Við ætlum að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti fyrir fólk og fyrirtæki á öllunt sviðum samfélags- ins. Þetta er kjami málsins og um þetta verður kosið í vor. Vonandi heldur sú umræða áfram sem á dögunum byijaði í Borgamesi. Þá íýrst fer um valdhafana því að þeir hafa vonda samvisku eftir áratug óréttlætis og fyrirgreiðslu. Höf. skiparsœti á framboöslista Samfylkingarinnar í Suöurkjöda’tni Knattspyrnuvellirnir eru í slæmu ástandi eftir veturinn Á fundi íþróttaráðs 4. aprfl sl. var gerð grein fyrir fyrirkomulagi á starfsemi við rekstur og hirðingu íþróttavalla. Kristján Bjarnason garðyrkjustjóri hefur orðið við ósk ráðsins um að koma að ráðgjöf og hafa eftirlit með starfseminni í sam- ráði við íþróttafulltrúa. Þeir hafa fundað með fulltrúum IBV- íþróttafélags sem sér um rekstur vallanna. Ástand íþróttavallanna er misjafnt en Ijóst er að Týs- og Þórs- völlur em í mjög slæmu ástandi. Unnið verður að endurbótum við alla vellimeð tillili til þeirra ábendinga um ástand og úrbætur er fram koma í úttektarskýrslu frá seinasta sumri, eftir Bjama Helgason jarðvegsfræðing. Fimm umsóknir um bæjarlista- mann Á fundi menningarmálanefndar þann 3. apríl sl. kom fram að fimm umsóknir hafi borist um starfslaun bæjarlistamanns fyrir árið 2003. Neíhdin hittist 10. apríl sl. og ákvað hver yrði íýrir valinu og verður það kunngjört við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. Styrkur úr menn- ingarborgarsjóði Menningarborgarsjóður sendi menningamálanefnd bréf fyrir skömmu þar sem kom fram að umsókn nefndarinnar og gosloka- nefndar hafi fengið styrk upp á 600 þúsund krónur vegna verkefnisins 30 ár frá goslokum í Vestmanna- eyjum. Menningamálanefnd vill fyrir sitt leyti flytja menningar- borgarsjóði bestu þakkir fyrir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.