Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Qupperneq 15
Miðvikudagur 16. apríl 2003 Fréttir 15 Kvenfélagið Heimaey 50 ára: Samhentar, glaðbeittar og ákveðnar konur - segir Gyða Steingrímsdóttir formaður Gísli Grímsson slær hér á létta strengi í spjalli við hjónin Steinunni Margréti Finnsdóttur og Friðrik Haraldsson. Systurnar Ása Sigríður, Gunnhildur og Helga Signý Helgadætur voru í feikna stuði í afmælishófinu. Kvenfélagið Heimaey fagnar því um þessar mundir að 50 ár eru síðan félagið var stofnað. Heljar- innar afmælishátíð var slegið upp í húsakynnum Akóges við Sóltún í Reykjavík ekki alls fyrir löngu og mættu um 150 manns til að samfagna afmælisbarninu. Hin víðfræga eyjastemmning sveif yfir vötnunum þetta kvöld og var skemmtidagskráin þétt. Gyða Stein- grímsdóttir, formaður kvenfélagsins Heimaeyjar, bauð gesti velkomna og sagði frá því í stuttu máli þegar stelpur úr Vestmannaeyjum stofnuðu með sér félag í Reykjavík fyrir hálfri öld til að halda tengslum sín á milli sem og við Vestmannaeyjar. Þá var nýr hátíðar- fáni félagsins afhjúpaður til minningar um þær konur sem starfað hafa með kvenfélaginu Heimaey í gegnum tíðina. Fáninn er handunnin af nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði. Þá voru fyrrverandi formenn félagins heiðraðir, en alls hafa 13 konur gegnt formennsku í Kvenfélaginu Heimaey og um 40 konur setið í stjóm. Heiðursgestir kvöldins voru þær Huld Kristinsdóttir, sem er ein af stofnendum félagins og Guðbjörg Jónsdóttir, formaður Kvenfélagins Líknar. Guðbjörg kom ekki tómhenl í þetta hjá okkur og félagið fengið mörg þakkarbréf,“ sagði Gyða. Kaífisamsæti á lokadegi Gyða sagði að í stórum dráttum væri starfsemi félagsins þannig háttað að þær héldu að jafnaði sex fundi á ári auk þess sem felagið stæði fyrir stórri fjáröflun fyrstu helgina í aðventu. „Þá höldum við stóran kökubasar sem má segja að sé okkar aðalfjáröflun. Síðan erum við með kaffi á Hótel Sögu 11. maí ár hvert, en þá var gamli lokadagurinn sem svo var nefndur," sagði Gyða, en lokadagurinn var vetrarvertíðarlok. „í gamla daga, eða um það bil sem félagið var stofnað, fækkaði Vest- mannaeyingum kannski um helming jregar vertíðarfólkið ofan af landi fór á Íokadaginn. Þannig að við höfum haldið þessum sið og verið með kaffisamsæti 11. maí ár hvert,“ sagði Gyða. Öllum Vestmannaeyingum á höfuðborgarsvæðinu, sem kontnir eru yfír sjötugt, er þá boðið til kaffi- samsætis á Hótel Sögu en aðrir borga. „Kaffísamsæti þetta er gríðarlega mikil fjáröflun fyrir félagið og ætíð mikið fjör og mikið gaman. Þá er mikið sungið og spjallað að Eyja- manna sið,“ sagði formaðurinn. Ætla að fjölmenna á goslokahátíðina Stór þáttur í starfsemi Kvenfélagsins Heimaeyjar eru ferðalög í styttri og lengri kantinum. „Við höfum farið á hverju sumri í ferðir, eitt árið í dagsferðir þar sem ferðinni er heitið einhvað í kringum Reykjavík og hitt árið í helgarferðir. Síðan höfum við farið á fimm ára fresti til Vest- mannaeyja eins og stefnt er að nú í sumar,“ sagði Gyða, en kvenfélagið ætlar þá að fjölmenna á gosloka- hátíðina í júlí. „Við höfum fengið gistiheimilið Hamar og má því segja að við verðum í miðju djamminu og býst ég við að verði ægilega gaman hjá okkur." Einar Jónsson og Ásthildur Sigurðardóttir, Adda hárgreiðslu, voru kampakát þcgar blaðamann Frétta bar að garði. Núverandi stjórn kvennfélagsins Heimaeyjar með nýjan fána félagsins í baksýn. Sigríður Lárusdóttir gjaldkerí, Agústa Lárusdóttir ritari og Gyða Steingrímsdóttir formaður. Auglýst eítir ungum konum Gyða sagði að félagið hefði eflst með árunum en þó væri áhyggjuefni hvað fáar ungar konur kæmu í félagið. „Þó er alltaf ein og ein sem kemur inn í félagið en við auglýsum hér með eftir fleiri ungum konum til liðs við okkur. Það er ekkert alltaf verið að baka og alveg hætt að sauma þannig að ungum konum ætti ekkert að vera að vanbúnaði að koma í félagið," sagði formaðurinn. Það sem framundan er hjá Kven- félaginu Heimaey er að í apríl er fyrirhugað að vera með hátíðarfund í Skíðaskálanum í Hveradölum þar sem ætlunin er að heiðra þær konur sem ekki gátu verið með á afmælishátíð- inni. I haust er síðan stefnan tekin á að halda í víking úl Barcelona á Spáni. Þá hefur Kvenfélagið Heimaey látið útbúa sérstakt barmmerki til styrktar félaginu. „Sala á barmmerkinu verður okkar aðalijáröflun í ár en aldrei áður hefur slíkt merki verið útbúið," sagði Gyða og hvatti Eyjamenn til að fá sér slík merki, en hægt er að kaupa merkið á Hárgreiðslustofu Guðbjargar í Vestmannaeyjum. -skapti@hi.is Huld Kristmannsdóttir, einn af stofnfélögum Kvenfélagsins Heimaeyjar, og Kolbrún Stella Karlsdóttir voru léttar í lundu í afmælishófinu. afmælið því Kvenfélagið Líkn afhenti stöllum sínum í Heimaey veglega peningagjöf. Þá mættu hinar eiturhressu Borgar- dætur á svæðið og tóku nokkur lög við góðar undirtektir. Það voru síðan eyjapeyjamir galvösku í hljóm- sveitinni Dans á rósum sem léku undir dansi fram á rauða nótt. Hressar ungar konur á öllum aldri Gyða Steingrímsdóttir, formaður kvenfélagsins Heimaeyjar, var kampakát þegar blaðamaður Frétta hitti hana að máli eftir vel heppnað afmælishóf félagsins. „Ég er mjög stolt af félaginu og þeim konum sem hafa starfað með því í gegnum tíðina. Það hafa verið hæðir og lægðir í félaginu, eins og reyndar hjá öllum félögum, en í dag emm við samhentar, glaðbeittar og ákveðnar ungar konur á öllum aldri,“ sagði Gyða og hló við. I kvenfélaginu em 217 konur sem allar em tengdar Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt. Sumar em Vest- mannaeyingar sem búa á höfuð- borgarsvæðinu, aðrar hafa búið í Eyjum og þá em sumar konur giftar Eyjamönnum og vilja halda tengslum við Eyjamar." Kvenfélagið Heimaey er fyrst og fremst líknarfélag og hefur félagið styrkt margt gott málefni í gegnum tíðina og væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau góðu málefni. „Til að nefna eitthvað fóm t.a.m. nokkrar konur í kvenfélaginu til þeirra Vest- mannaeyinga sem komnir em á stofnanir hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og gáfu alls 95 gjafír. Við höfum gert þetta í nokkum tíma rétt fyrir jólin og ætíð verið tekið vel í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.