Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Qupperneq 20
Allt í Páskamatinn
m l mm 1 - wm i
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
Heimaeyjar-
konur fagna afmæli
Fyrir skömmu átti Kvenfélagið Heimaey afmæli og var
þessi mynd tekin í afmælisveislunni sem haldin var í
Akógeshúsinu í Reykjavík. F.v. - Gyða Steingrímsdóttir,
formaður, Huld Kristmannsdóttir, Steinunn Margrét
Finnsdóttir, Inga Karlsdóttir, Pálína Ármannsdóttir,
Sigríður Guðlaugsdóttir, Fríða Hjálmarsdóttir, Sólveig
Guðjónsdóttir og Hildur Káradóttir fengu afhent gull-
merki Kvenfélagsins Heimaeyjar. Perla Þorgeirsdóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir og Viktoría Jóhannsdóttir áttu
ekki heimangengt í afmælishófið og fá því gullmerki
félagsins síðar.
Sjá nánar á bls. 15.
VIKUTILBOÐ
16. - 22. apríl
Er»n
há rsnyrtistofa
SlMI 481 3666
LTOTERHK
VEITIMGAHUS
BÁRUSTÍG 11
SÍMI 481 3393
Góður matur. Góð þjónusta.
Kostar minna en þó heldur.
Sendibílaakstur
- innanbæjar
Vilhjálmur Bergsteinsson
» 481-2943
» 897-1178
SCMðlTERðABILL
Hundrað atvinnulausir
Bærinn með
átaksverkefni
Samkvæmt upplýsíngum frá
skrifstofu Svæðisvinnumiðlunar í
Vestmannaeyjum eru um það bil
hundrað manns án atvinnu í
Eyjum. Sjómönnum hefur heldur
fækkað á listanum.
Vestmannaeyjabær hefur sam-
þykkt að fara í átaksverkefni sem
útheimta fjórtán störf. Meðal
verkefna er gerð og lagfæring
göngustíga, hreinsun vítt og breitt
um Heimaey, merking gönguleiða
og málun ljósastaura til að sýna
vikurfall í Heimaeyjargosinu. Eftir
er að ráða í þessi störf en það verður
trúlega gert í næstu viku.
Að undanförnu hefur Vilborg
Þorsteinsdóttir, starfsmaður at-
vinnuátaks Vestmannaeyjabæjar.
sent bréf til stofnana og fyrirækja
þar sem möguleikar á átaks-
verkefnum eru kynntir.
Margo Renner, starfsmaður
Vinnumiðlunar, segir að kynningin
virðist hafa haft áhrif því eitthvað er
um að fyrirtækjaeigendur leiti eftir
starfsfólki sem er á skrá hjá
Vinnumiðlun.
Þau eru næg verkefnin \\
Fréttir taka púlsinn á helstu málum í Ijósi kosninga
Nú er rétt mánuður í kosningar
og starf flokkana komið á fullt. í
Fréttum fram að kosningum
verður farið yfir helstu áherslu-
atriði framboðanna og hvernig
þau líta út frá bæjardyrum Vest-
mannaeyja séð.
Við ríðum á vaðið með umfjöllun
um samgöngu- og ferðamál, skóla-
mál og sjávarútvegsmál. Rætt er
við hagsmunaaðila í ferðamanna-
iðnaðinum og samgöngum. Þar
kemur meðal annars fram í máli
Valgeirs Amórssonar framkvæmda-
stjóra Flugfélags Vestmannaeyja að
hann telur að aðstaðan sem boðið er
upp á á Bakkaflugvelli sé ríkinu til
skammar, 26 þúsund farþegar fara
um völlinn og aðeins eitt klósett er
á svæðinu. Sigurmundur Einarsson
eigandi Viking ferða hefur miklar
áhyggjur af flugsamgöngum og það
virðist sem það hafi gerst sem
margir óttuðust þegar Flugfélag
Islands hætti flugi að um leið
töpuðust viss tengsl inn í markaðs-
herferðir Flugleiða og eru Vest-
mannaeyjar nú varla með á korti
ferðamannsins.
Baldvin Kristjánsson, skóla-
meistari Framhaldsskólans og Frið-
rik Friðriksson, formaður skóla-
nefndar Framhaldsskólans em sam-
mála um að nauðsynlegt sé fyrir
skólann að marka sér sérstöðu og ná
að bjóða upp á nám sem ekki er til
annars staðar.
Athyglisverðir útreikningar birtast
um sjávarútvegsmál þar sem farið
er ofan í stefnur flokkana. Það
stefnir í að þetta verði eitt af
aðalkosningamálunum í ár og mis-
munandi áherslur flokkanna. Allt
frá óbreyttu kerfi upp í gjörbylt-
ingu. Þar kemur meðal annars fram
að kvótatilfærsla síðustu ára hefur
kostað Vestmannaeyinga 560
milljónir króna.
Hversdags ís 2 Itr
Scandole ísterta
Coca Cola 4x2 Itr + spóla
Egils Appelsín 2 Itr
Egils Maltöl 0,5 Itr
Kjörís konfektís terta
Mjúkís 1 Itr
Verð Nú
499,-
448,-
1019,-
198,-
98,-
1189,-
389,-
Áður
648,-
628,-