Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 1
HERJOLFUR
Frá Frá
Vestm.eyjum Þorl.höfn
Daglega 8.15 12.00
Aukaferðir:
Alla daga nema
laugardaga 16.00 19.30
HERJÓLFUR
Landjiitnhgar
Upplýsingasími: 481-2800 * www.heijolfur.is
30. árg. • 22. tbl. • Vestmannaeyjum 29. maí 2003 • Verð kr.180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is
Fjölbreytt dagskrá
Sjómannadags
Uppstokkun í bæjarkerfinu:
Hreyft við yfirmönnum
-segir forseti bæjarstjórnar
Dagskrá sjómannadagsins
verður að vanda mjög fjöl-
breytt. Verður t.a.m. keppt í
kappróðri, koddaslag og
kararóðri á laugardag. Hefst
dagskráin með stórtónleikum
á Stakkagerðistúni á föstu-
dagskvöld og verða aðal-
númerin, Made in China og
Brutal. Ræðumaður á sjó-
mannadaginn verður sr.
Kristján Björnsson. Kaftisala
Eykindils verður á sínum stað
og einnig verður Götuleik-
húsið á svæðinu. Frítt er um
helgina í Fiskasafnið þar sem
eru myndir úr ljósmynda-
samkeppninni en þema hen-
nar er hafið.
í gærkvöldi var lögð fyrir bæjar-
stjórn tillaga frá IBM viðskipta-
ráðgjöf um fyrstu breytingar á
stjórnskipulagi Vestmannaeyja-
bæjar. Meðal þess sem lagt er til
er að leggja niður störf bæjar-
ritara, bæjargjaldkera, ritara og
bæjartæknifræðings. Fækka á
sviðum úr sjö niður í þrjú og
verða ráðnir framkvæmdastjórar
yfir þau.
Andrés Sigmundsson, forseti
bæjarstjórnar, skrifaði undir samn-
inginn við IBM fyrir hönd bæjarins
og sagði hann að með þessu sé verið
að taka stjórnskipulag bæjarins í
gegn og færa það í nútímalegt horf.
„Það verða þrír framkvæmda-
stjórar sem hafa yfirumsjón með
hverju sviði fyrir sig. Þannig munu
allar stofnanir falla undir ákveðinn
framkvæmdarstjóra, höfnin fær t.d.
sinn yfirmann og einnig íþrótta-
húsið.“
Andrés sagði að búið væri að fara
vel yfir þessa hluti. „I dag eru allt of
langar boðleiðir innan bæjarkerf-
isins og eins fellur sumt beint undir
bæjarstjórann, framhjá viðkomandi
sviði, það gengur náttúrulega ekki
upp.“
Andrés sagði að með þessu væri
hægt að ná miklu meiri skilvirkni
og hagkvæmni í rekstri bæjarins.
„Það verður samt að koma skýrt
fram að fólkið sem er að vinna hjá
bænum, fólkið á strípuðu töxtunum
eins og maður segir, þessar breyt-
ingar munu aðeins hjálpa því en
hugsanlega verður hreyft við starfs-
mönnum ofar í kerfmu.“ Andrés
vildi hvetja Eyjamenn til að kynna
sér þær hugmyndir sem eru í gangi
og láta skoðanir sínar koma fram
enda er þarna aðeins um hugmyndir
að ræða en ekki endanlegar
ákvarðanir.
Sjaldan fleiri
stúdentar fró FÍV
Framhaldsskólanum var slitið síð-
asta laugardag. Þar var starfið í
vetur gert upp.
I BLS. 14 oq 15
Erró á listavori
íslandsbanka
Listavor Islandsbanka skartar
að þessu sinni sjálfum Erró.
Verður sýningin opnuð í dag,
uppstigningardag.
| BLS. 2
Hættu-
legur
leikur
„Hringt á lögreglustöðina og
sagðist tilkynnandinn hafa
verið að fylgjast með fjórum
hjálmlausum börnum á reið-
hjólum sem væru um 8-9 ára
og gerðu sér það að leik að
hjóla austur Vestmannabraut
og beint yfír Skólaveginn á
fullri ferð. Þetta sagðist hún
hafa horft á þau gera þrisvar í
röð. Farið á staðinn og í ná-
greninu sást til fimm hjálm-
lausra barna á reiðhjólum og
talað við þau en þau könnuðust
ekki við að hafa verið að hjóla
þarna. Þeim var gert að reiða
hjólin heim sem og þau gerðu.“
Þannig er bókun lögreglunnar
sem hún sendi blaðinu. Eins og
sést er þama um mjög svo hættu-
legan leik að ræða og hvetur
lögreglan foreldra, forráðamenn
og aðra vegfarendur að skipta sér
af börnum sem eru í svona hættu-
legum leik. Jafnframt hvetur
lögreglan foreldra og forráða-
menn barna að láta börn sín vera
með hjálm þegar þau eru að hjóla.
Lögreglan hefur í vor ítrekað bent
foreldrum og forráðamönnum
barna að hvetja börn sín að vera
með hjálm þegar þau eru að hjóla
en það hefur ekki skilað sér sem
skildi, eins og sést á ofangreindri
bókun. Lögreglan sér því ástæðu
til að ítreka þetta enn og aftur.
Aðalfundur
*
Ahugafélags um
vegtengingu
I dag, fimmtudaginn 29. maí
verður haldin aðalfundur
áhugafélags um vegtengingu
milli lands og Eyja í Höllinni.
Á fundinum, sem hefst kl. 16:00
eða strax eftir leik IBV og Fylkis,
verður kynnt athyglisverð könnun
sem félagið lét Gallup gera fyrir
sig. Þá mun Ármann Höskulds-
son jarðfræðingur flytja erindi
um fyrirhugaðar rannsóknir á
botninum milli lands og Eyja, en
þær munu hefjast í sumar.
1 TM-ÖRYGGI BlLAVERKSTÆÐIÐ
kgj Bragginn s.F.ESáa
fyrir fjölskylduna Flotum 20
sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Viðgerðir og smurstöð Sími 4fí1 3235
Réttingar og sprautun Sími 481 1535
Skip og bíll
EIMSKIP
sími: 481 3500 simi: 481 3500