Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 29. maí 2003 Fréttir 17 Aðalskipulag Vestmannaeyja - Gosminjar: Uppgröftur húsa undirbúinn í aðalskipulagi Vestmannaeyja- bæjar, annarri tillögu, segir að Eyjanienn hafi lagt nokkuð upp úr því að varðveita gosminjar sem eru ýmsar, auk sjálfs Eldfells og hraunsins. Þannig megi sjá brotin hús og sliguð af hrauni, sem standa í hraunkantinum og vitna um ofurkraft náttúruaflanna og van- mátt mannsins í hamtorum gos- tímans. Þessi hús hafa verið látin standa af ráðnum hug og em á svæðinu frá mótum Heimagötu og Vestmanna- brautar við Jaðar og niður að Grafarholti við Kirkjuveg. Ennfremur em enn hús undir vikuröxlinni austan við bæinn. Þessi hús stóðu við Kirkjubæjarbraut, Búastaðabraut og Suðurveg. Hugmyndir hafa komið fram um að vemda þessar gosminjar með ákvæðum í aðalskipulagi, hverf- isvemd. í tillögu undir heitinu Menning og menningarminjar 5.3.6 segir: „f skóg- ræktarsvæði í brekkunni austan við austurbæinn verði hverfisvemdar- svæði þar sem grafin verða út hús úr vikurskriðunni frá því í gosinu 1973. Hverfisverndin á við útgrafin hús. Útgröfturinn fari fram í samstarfi Byggðasafns Vestmannaeyja og Fom- leifavemdar ríkisins, að almenningi gefist tækifæri til þess að sjá og fylgjast með honum.“ Skipulagið er unnið af Teiknistofu PZ ehf. og í viðtali við Pál Zóphó- níasson byggingatæknifræðing kom fram að í enda á Kirkjubæjarbraut séu tvö til þrjú hús sem líklega em uppistandandi. Hins vegar veit enginn í hvemig ástandi húsin em. Við Búastaðabraut em mörg hús undir sem hægt er að komast að á auðveldan hátt. Annað tveggja er að fara inn um þröngan stíg frá götunni eða fara upp á hrygginn og grafa þá leið niður. Tillaga aðalskipulagsins miðar að því að verkefnið verði í umsjá Byggðasafnsins og Fomleifavemdar rikisins. Samkvæmt lögum skal bera tillögur aðalskipulags undir Fornleifa- vemd og leita umsagnar þeirra. í bréfi frá Agnesi Stefánsdóttur, deildarstjóra Fomleifavemdar ríkisins, dagsettu 19. mars 2003 koma fram ábendingar og vísanir í reglur sem gilda um friðlýstar fomleifar. Þar segir m.a. „Að lokum vill Fomleifavemd ríkisins lýsa ánægju sinni með þá hugmynd að gera gosminjum hátt undir höfði í Vestmannaeyjum. Þó þarna sé ekki um fomleifar að ræða samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga er þetta mikilvægur hluti af sögu Eyjanna sem vert er að varðveita og gera aðgengi- legt. Fomleifavemd ríkisins er fús til samstarfs um nánari útfærslu þessarar hugmyndar. Verkefnið gæti fiokkast undir átaksverkefni í umsjá Byggðasafnsins. Leitað yrði eftir styrkjum til sjóða sem fara með fomleifarannsóknir og einnig mætti hugsa sér að áhugamannafélög styrki verkefnið. Uppgröfturinn yrði langtímaverkefni, þar verði spjallarar með skóflur og hjólbörur sem vinni við mokstur og taki á móti skólafólki og ferðamönnum. Meginverkefni þeirra verður að grafa ofan af gos- minjum og kynna gosið og gos- minjamar. Hins vegar þarf að undirbúa verkið vel og vanda til þess. Gera þarf áætlun um hvernig að því skuli staðið, hafa samband við fyrri eigendur og kynna málið fyrir nágrönnum. Mikilvægt er að húsin, sem verða grafin upp, spilli ekki umhverfi þeirra húsa sem eru í nágrenninu. Hugsanlega má grafa göng inn í vikurkantinn frá götu eða ofan frá þannig að gosminjamar sjáist ekki fyrr en þangað er komið. Einnig þarf að gera deiliskipulag fyrir svæðið með tillili til ferðamanna, hvort hægt sé að tengja það með göngustígum og hvar hægt verði að leggja bílum og rútum. Nanna Askelsdóttir, forstöðumaður Safnahúss sagði að sér litist vel á hugmyndina og Hlíf Gylfadóttir, safnvörður Byggðasafnsins er sama sinnis. „Mér finnst hugmyndin góð að mörgu leyti og vildi gjarnan sjá hana komast í framkvæmd. Við emm alltaf að leita að munum og minjum tengd- um gosinu ekki síst núna þegar þrjátíu ár eru liðin frá upphafi þess,“ sagði Hlíf. gudbjorg @ eyjafrettir. is KORT af svæðinu en kassarnir sýna hvar hús er að finna undir vikri og hrauni. Þau sem eru næst knntinum, fyrir miðju á myndinni, koma helst til greina. Heimsins stærsta GLOBE merki varð til á náttúruvísindadegi grunnskólanna: Nemendur lásu í skýin og á umhverfishitamælinn Náttúruvísindadagur grunnskól- anna var haldinn hátíðlegur á mánudag í tengslum við vinnu nemenda að GLOBE-verkefninu sem byggir fyrst og fremst á um- hverfismennt og upplýsingatækni. Elín Yngvadóttir, deildarstjóri í Hamarsskóla, sem tók þátt í að skipu- leggja náttúmvísindadaginn, segir níu kennara hafa hist vikulega í vetur auk þess sem fleiri komu að undirbún- ingnum undir lokin t.d. við þýðingar á greiningarlyklum. „Síðustu vikur hefur hópurinn hist oftar og mikil vinna liggur að baki degi sem þessum. Þetta var í fyrsta skipti sem dagur sem þessi er haldinn á Islandi en hann á sér hliðstæður erlendis og hafa kennarar og nemendur úr Bamaskólanum tekið þátt í slíkum GLOBE-leikum. Dagurinn var óvenju viðamikill þar sem fengist var við fleiri en eitt af- markað verkefni. Nemendur könnuðu gróðurþekju á Heimaey, fengust við náttúmvísindaverkefni í stöðvavinnu, gróðursettu plöntur og settu að lokum heimsmet með því að setja upp heimsins stærsta GLOBE- rnerki," segir Elín. Dagurinn hófst á því að Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, og Jóhann Guðjónsson. yfirmaður GLOBE á fslandi, ávörpuðu samkomuna. Eftir það var bömunum raðað í hópa og unnið við gróðurþekjumælingar víðs vegar um Eyjuna. „Svæðin vom valin út frá einsleitum svæðum af gervi- hnattamyndum en þær sýna eyjuna í misjöfnum litum og hlutverk nem- endanna var að athuga fyrir hvaða gróður hver litur stendur. Þau fengu í hendumar greiningarlykil og fundu út frá honum númer fyrir sitt svæði en svæði þarf að vera 90 x 90 metrar að stærð til þess að skilgreinast sem sér svæði.“ Því næst tóku við GL0BE leikar en nemendahópamir ásamt leiðtogum sem komu úr 9. og 8. bekkjum fóm á milli tíu stöðva og leystu ýmsar þrautir tengdar náttúmfræði og GLOBE. Nemendur lásu í skýin á himninum og bám saman við skýjakort en veðurblíðan var slík á mánudag að nemendur töldu að helst mætti greina grábliku og bliku þann daginn. Þá mældu nemendur hitastig á heitu og köldu vatni og lásu á umhverfis- hitamælinn. Einnig spreyttu þeir sig á mæla sýmstig á vökva, skoða fugla- myndir og þekkja fuglahljóð af segulbandi, ásamt því að greina hljóð, liti og lykt í umhverfinu. A einni stöð áttu nemendur að finna kennileiti í Vestmannaeyjum af myndum og á annarri að finna út hvaða plöntur vom á myndum. Sömuleiðis áttu nemend- ur að finna týndan hlut með GPS- tæki, framkvæma hæðarmælingar og finna út eðlismassa efna. Sérstaklega var skemmtilegt að fylgjast með krökkunum leysa verkefnin sem tengdust þeirra nánasta umhverfi. Því næst hélt hópurinn inn í Heijólfsdal þar sem síegið var upp heljarinnar grillveislu sem var vel sótt í veðurblíðunni af nemendum, kenn- umm og foreldmm. „Foreldrafélög gmnnskólanna aðstoðuðu við grill- veisluna en undirbúningur fyrir hana var í höndum undirbúningskenn- aranna. Allur ágóði af grillveislunni rennur í ferðasjóði skólanna. En kostnaður við að taka þátt í GLOBE- leikum erlendis er mikill en kostn- aðurinn við daginn var fjármagnaður með styrkjum fyrirtækja. Margir foreldrar létu sjá sig f Herjólfsdal og nokkrir tóku þátt allan daginn. Mikil stemning var í dalnum og þegar flest var vom eitthvað á þriðja þúsund manns þar. Með því að fá svo marga foreldra til liðs við okkur var einu af markmiðum dagsins náð. Við tengjum á skemmtilegan hátt heimili og skóla og opnum skólana fyrir FORELDRAR og börn voru samankomin í Herjólfsdal á vísindadegi, á þriðja þúsund manns. bæjarbúum," segir Elín. Tæplega átta hundmð böm röðuðu sér síðan upp og mynduðu GLOBE merkið og áreiðanlegt að mikil vinna og skipulagning hefur legið þar að baki. „GLOBE-merkið var f 786 bútum, það var annars dýrasti liður dagsins en það kostaði á annað hundrað þúsund krónur. Leikskóla- böm af Rauðagerði hjálpuðu til og héldu á nokkmm bútum. Við í undirbúningshópnum vomm mjög ánægðar með daginn og viljum þakka öllum þeim sem unnu að því að gera daginn eins góðan og raun bar vitni, kærlega fyrir samvinnuna," segir Elín að lokum. MARGT var í boði á vísindadeginum í Herjólfsdal.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.