Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 29. maí 2003
Fréttir ræða við sjómenn sem halda S
Jón Logason, á Smáey VE, fetaði í fótspor föður síns:
Hafði kannski ekki áhuga á að gera
sjómennsku að ævistarfi þegar ég byrjaði
JÓN: -Þetta er harður heimur og skiptir miklu að börn séu í góðum tengslum við foreldra sína og það er stefnan
hjá mér.
Jón Logason var ekki gamall þegar
hann hóf sjómannsferilinn eða
sautján ára. Hann er sonur Loga
heitins Snædals og Höllu Gunnars-
dóttur en Logi var sem kunnugt er
farsæll sjómaður og skipstjóri. Jón
fetar í fótspor föður síns og er 1.
stýrimaður á Smáey VE og systur
hans Sæbjörg og Sigrún hafa báðar
verið til sjós. Það er því óhætt að
segja að sjómannsblóð renni í
æðum þeirra systkina. Eiginkona
Jóns, Berglind Kristjánsdóttir, er af
mikilli sjómannafjölskyldu, og
þekkir því til sjómannslífsins. Þau
eiga þrjú börn á aldrinum tveggja
til tíu ára, Höllu Björk, Loga
Snædal og Sæþór Pál.
í fótspor pabba
Jón var spurður hvað hafi orðið til
þess að hann valdi sjómennsku sem
sinn starfsvettvang. „Pabbi var sjó-
maður og þetta lá vel við. Ég hafði
kannski ekki áhuga á að gera þetta að
ævistarfi þegar ég byrjaði en þetta
æxlaðist svona,“ segir Jón. „Leiðin lá
í Framhaldsskólann eftir að ég lauk
grunnskóla og mér gekk vel enda
hafði ég áhuga á náminu. Sumarið
eftir fór ég á sjó án þess að ég hefði
beint hugsað mér það. Pabbi ýtti
frekar á það, hann var skipstjóri á
Smáey og jrláss þar hafa alltaf verið
eftirsótt. Ég fór í skólann um haustið
en vorið eftir, 1989 hófst kennara-
verkfall sem stóð á annan mánuð
Verkfallið hófst í apríl og það leystist
ekki fyrr en komið var fram í maí en
þá var ég kominn á sjó og einhvem
veginn í annan gír. Ég var í góðu
plássi og var ekkert að stökkva úr
því.“
Svolítil togstreita
Skipti máli að pabbi þinn var sjó-
maður?
„Það skipti máli. Pabbi hvatti mig
frekar en hitt til að fara á sjó og ég
fékk pláss út á tengslin við hann. Það
var nóg af mannskap sem vildi komast
um borð og menn höfðu miklar tekjur.
A þessum tíma varð maður að velja og
hafna. Ég var alltaf í fótbolta á sumrin
og auðvitað saknaði ég þess að geta
ekki verið með. Það myndaðist svo-
lítil togsteita en mér líkaði hins vegar
vel um borð en maður kúplaðist
svolítið frá sínum íyrri félögum. Þama
vom reyndir menn, margir hverjir
fjölskyldumenn og mórallinn allt
annar en maður átti að venjast. Ég
pældi kannski ekki í það þá en maður
skipti um vinahóp. Jafnaldramir voru
yfirleitt í skóla og ég og Hjalti Einars-
son vom þeir einu sem vom á sjó.
Félagarnir á sjónum vom flestir eldri
og við skemmtum okkur þegar við
komum í land og það gat allt eins
verið á mánudegi."
Fékk rauða spjaldið
Jón ákvað fljótlega að fara í Stýri-
mannaskólann eftir að hann var
kominn á sjóinn og byrjaði í skólanum
haustið 1991 þá rúmlega tvítugur.
„Þetta var fínn skóli, þama vom menn
á öllum aldri og ég kynntist strákum
sem fóm á sjó um fermingu og drifu
sig í skólann um og yfir þrítugt. Það
er heilmikið átak fyrir menn að setjast
á skólabekk eftir mörg ár. Þetta vom
oft fjölskyldumenn en eftir að námið
var lengt hefur þetta breyst. Fullorðnir
menn vilja ekki sitja í tímum með
krökkum en áður vom menn saman í
bekk og áttu samleið. Margir nem-
endur skólans sem komu hingað á
árum áður stofnuðu hér ijölskyldur og
settust hér að. Ég kláraði skólann
1993 þannig að það em tíu ár síðan en
í skólanum mynduðust tengsl milli
manna og við emm félagar og vinir og
fáum fréttir hver af öðmm."
Jón æfði handbolta með meistara-
flokki meðan hann var í skólanum.
„Ég hafði rosalega gaman af því að
vera í boltanum og spilaði aðallega
vöm, enda þéttur á velli,“ segir Jón og
hlær. „Þama vom hökunaglar eins og
Sigmar Þröstur o.O. Seinni veturinn
fékk ég rauða spjaldið fyrir lífstíð. Ég
fékk sex mánaða bann fyrir að kýla
Dag Sigurðsson sem ég held að sé
lengsta bann sem leikmenn fá. Ég veit
um tvo aðra sem hafa fengið jafnlangt
bann. Sibbi Oskars og einhver leik-
maður hjá KR.“
Samhent áhöfn
Jón segir að nú ættí hann erfitt með að
hugsa sér átta til fimm vinnu. I raun
sjái hann ekki annað fyrir sér í
framtíðinni en sjómennsku. „Ég er
bara á sjó og í fríi þegar ég kem í
land. Kaupið fer eftir því hvemig
fiskast og eftir þeim kvóta sem til er.
Það hefur alltaf verið vel að málum
staðið hjá útgerðinni. Undanfama tvo
mánuði höfum við verið að fara út á
sunnudögum og koma inn á miðviku-
dögum. Venjulega em þetta fimm til
sex daga túrar og stopp í sólarhring.
Um borð er samhentur hópur í vinnu
og góð áhöfn enda fiskast vel, það
gerist ekki öðmvísi. Það er blanda af
allskonar jöxlum um borð og þessa
túra undanfarið em menn bara að
vinna og hafa ekki tíma í annað þessa
tvo til þijá daga.
Það er slæm þróun að skipum hefur
fækkað hér í Éyjum en Vestmanna-
eyjar eru eitt fárra sveitarfélaga sem
hefur aðlagast kerfinu. Fyrirtækið
Bergur- Huginn hefur verið að auka
við kvótann undanfarin ár og stendur
vel. Það skiptir auðvitað vemlegu
máli og gott að vinna hjá fyrirtækinu."
Nýti tímann í landi með
fjölskyldunni
Þegar Jón er spurður út í hvort fjarvera
sjómannsins hafi ekki áhrif á fjöl-
skyldulífið segir hann svo vera og sér
finnist mikilvægt að eyða þeim tíma
sem hann sé í landi með Ijölskyldunni.
„Ég ólst upp við þetta og kynntist í
raun ekki pabba fyrr en ég fór að vera
með honum á sjó. Hann var lengur í
burtu í einu. Þá vom meiri útiverur
og maður vissi ekki alveg hvemig
maður átti að vera þegar hann kom í
land. Þegar við vomm kannski
komnir í kontakt þá var hann farinn
aftur. Ég kem hins vegar heim í hverri
viku auk þess sem mikill munur hefur
orðið á mínum högum undanfarin tvö
ár. Ég misnotaði brennivín, ég er
óvirkur alkóhólisti og það em tvö ár
síðan ég hætti eða um það leyti sem
yngstí strákurinn fæddist. Mér hefur
ekki liðið eins vel lengi og ég vildi
ekki skipta aftur. Hér áður datt ég í
það þegar ég kom í land og lífið gekk
heilmikið út á það. Ég var fyrirferðar-
mikill. Ég er ekki að velta mér upp úr
þessu núna og sé enga ástæðu til að
dvelja í fortíðinni. Nú er það mikil-
vægt fyrir mig að vera bömunum góð
fyrirmynd. Þetta er harður heimur og
skiptir miklu að böm séu í góðum
tengslum við foreldra sína og það er
stefnan hjá mér,“ segir Jón, hress að
vanda.
Fjölmiðlarisinn í Reykjavík kærir dverginn í Eyjum
-Norðurljós hafa í hótunum við Eyjasýn vegna sýninga á íþróttaefni og bíómyndum
Sjónvarpsstöðin Eyjasýn, áður
Fjölsýn, hefur um árabil staðið fyrir
útsendingum á sjónvarpsefni í
Eyjum, aðallega efni frá erlendum
stöðvum en með sívaxandi áherslu á
efni sem tengist Eyjum og er unnið
hér.
En nú em blikur á lofti með
áframhald útsendinga Eyjasýnar,
a.m.k. einhverraþeirra rása sem verið
hafa á dagskrá. Astæðan er sú að Stöð
2 og Norðurljós hafa hótað að kæra
Eyjasýn fyrir að sýna efni sem þeir
telja sig hafa einkarétt á og mun
einkum vera knattspymuleikir.
Gísli Valtýsson, stjómarmaður í
Eyjasýn, segir að fyrst haft komið
kæra á hendur Fjölsýn síðla árs 2001
vegna þessa og Éyjasýn þar sökuð um
sjóræningjastarfsemi. Síðan hafi
málið legið í láginni þar til fyrir
skömmu að lögmaður Norðurljósa
ítrekaði kvörtunina og krafðist þess, í
bréfi til Amars Sigurmundssonar,
stjómarformanns Eyjasýnar, að þess-
um útsendingum Eyjasýnar yrði hætt,
ella yrði gripið til annarra aðgerða. I
bréfinu segir hann að starfsemi
Eyjasýnar hafi valdið Norðurljósum
vemlegu íjárhagslegu tjóni og býður
forsvarsmönnum Eyjasýnar til fundar
vegna þessa máls.
„Við höfum verið á gráu svæði með
sumar útsendingar okkar,“ segir Gísli.
, Aðallega í kringum knattspymuna og
einnig sumar bíómyndarásirnar.
Málið er að Norðurljós hafa keypt
sýningarrétt á ákveðnu íþróttaefni af
ensku knattspymunni, ákveðnum
ijölda knattspymuleikja en hvergi
hefúr komið fram hvaða leikir það ern,
né heldur hversu margir þeir em. Ég
hef gmn um að þeir hafi verið að sýna
frá fleiri leikjunt en þeir hafa greitt
fyrir og við viljurn fá á hreint hvaða
efni það er sem þeir hafa einkarétt á
þannig að við getum hagað okkur
samkvæmt því. Lögmaður okkar
hefur farið ffam á að fá það upplýst en
ég efast um að Norðurljós séu með allt
á hreinu í sínum sýningarmálum. Þá
hafa þeir krafist yfirlýsingar frá okkur,
um að við munum aldrei senda út neitt
efni, kvikmyndir þætti né annað efni,
sem þeir eiga „einkasýningarrétt" á
hér á landi. Þá yfirlýsingu munu þeir
ekki fá, enda ekki hægt. Þegar verið er
að endurvarpa erlendum sjónvarps-
stöðvum er ekki hægt að útiloka það
að eitthvað af því efni sem þar er
sýnt, sé ekki í „eigu“ Norðurljósa. T.d.
hafa leikir úr ensku knattspymunni
verið sýndir á BBC, sem er öllum opið
og norrænu stöðvamar sem t.d. em á
Breiðbandi Símans sýna ýmsar kvik-
myndir og þætti sem Norðurljós telja
sig eiga einkasýningarrétt á á íslandi.
Og þeir hafa ekki krafið Landssímann
um svona yfirlýsingu eins og okkur,
enda eiga þeir þar ekki við sér ntinni
máttar. Að hafa „einkarétt“ á sjón-
varpsefni í einhverju landi, gengur
einfaldlega ekki upp á þessari tækni-
öld þegar sjónvarpsefni er dreift með
gervihnöttum um allan heim. Full-
trúar Sky stöðvarinnar hafa sagt við
okkur að þeir hafi ekkert út á okkar
útsendingar að setja, en hinsvegar sé
Island ekki á þeirra útsendingarsvæði,
þótt efni frá þeim náist hinsvegar mjög
vel hér.
Gísli segir enn fremur að þar til þessi
mál séu komin á hreint, hafi útsend-
ingar á nokkrnm bíórásunum hjá
Eyjasýn verið stöðvaðar. „Ég veit að
Norðurljós hafa ekki amast við þess-
um útsendingum hjá aðilum, sambæri-
legum okkur, annars staðar á landinu
en þeir beina spjótum sínum að okkur,
liggjum sennilega vel við höggi, - og
vilja stöðva okkar starfsemi. Segja
þeir að áskrift að Stöð 2 og Sýn hafi
minnkað í Eyjunt og allt sé það Fjöl-
sýn að kenna."