Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 29. maí 2003 Skólaslit Framhaldsskólans: Megum ekki verða ofurseld lífsnautninni og augnablikinu -svo að við ekki sinnum skyldum okkar - Það á hér líklega við, sem á flestum og öllum sviðum öðmm, að meðalhófið er aífarasælast, sagði Baldvin Kristjánsson skólameistari í ræðu sinni ALLS útskrifuðust 23 stúdentar að þessu sinni frá FÍV og er þetta með stærri húpum sem hafa útskrifast frá skólnaum. Framhaldsskólanum var slitið á laugardaginn og voru tuttugu og þrír stúdentar brautskráðir frá skólanum og er það með fjölmennari útskriftum sem haldin hefur verið í skólanum.. Sjö voru útskrifaðir af öðrum brautum, fimm frá grunndeild rafiðna, einn frá vélstjórnarbraut og einn frá iðnbraut í stálsmíði. Alls voru 258 nemendur við nám í skólanum á vorönn og einhverjir stunduðu fjarnám við aðra skóla. Helga Kristín Kolbeins fór yfir starfið í skólanum og Baldvin Kristjánsson, settur skólameistari, flutti ræðu sem verður væntanlega hans síðasta í starfi skólameistara, í bili a.m.k., en Ólafur H. Sigurjónsson er væntanlegur heim úr starfsleyfi í haust. Þær Eygló Egilsdóttir og Erna Grímsdóttir fluttu svo útskriftarræðu stúdentanna í sameiningu. „Enn slítum við skóla. Önn- inni sem nú er að baki lýsti aðstoðarskólameistari nokk- uð í annól sínum eða starfs- skýrslu hér í upphafi þessarar athafnar og mun ég af fremsta megni reyna að sneiða hjó endurtekningu ó því er þar kom fram. Eg vil byrja ó því að koma ó framfæri kveðjum og órn- aðaróskum fró skipuðum skólameistara, Ólafi Hreini, sem enn dvelur við nóm í Skotlandi, en snýr brótt heim aftur. Og sem jafnan fyrr er ég flyt kveðjur hans við svona tækifæri þó brýni ég fyrir nemum þann boðskap sem er hinn rauði þróður gegn- um hans fjölmörgu skóla- slitaræður til þessa. Þar fer virðingin og tillitssemin, sem við eigum að sýna með- bræðrum okkar og sam- ferðafólki í lífinu. Og undir þau orð fæ ég tekið," sagði Baldvin Kristjónsson, settur skólameistari í ræðu sinni við skólaslit Framhaldsskólans síðasta laugardag. „Það er annars ekki bara ánægjulegt að Olafur Hreinn skuli vera að snúa heim heldur e.t.v. einnig nauðsynlegt. Til þess gætu bent þær breytingar sem virðast ætla að verða á starfsliði skólans fyrir næsta vetur, en þær eru óvenju miklar og gætu vissulega stafað af óstjórn undirritaðs á skóla- árinu. A óstjóminni hefur einn starfsmanna skólans a.m.k. þrástagast nógsamlega seinnipart vetrar. Þeir kennarar sem á þessari stundu er vitað að verða ekki með okkur næsta vetur em Guðrún Kristín Sigugeirsdóttir, sem hyggur á frekara nám; Gunnar Þorri, sem sótt hefur um ársleyfi til að kenna annars staðar og Sigurgeir Jónsson, sem ég segi ykkur frekar af hér á eftir. Þá hefur Bertha Johansen sagt upp sem námsráðgjafi og ætlar að einbeita sér að kennslunni. Ingveldur Theó- dórsdóttir er vann sem stuðnings- fulltrúi við skólann í vetur ætlar að leggja land undir fót og dvelja austur í Asíu um tíma. Ég þakka þessu fólki heils hugar fyrir þeirra störf og óska þeim velgengni í því sem þau nú taka sér fyrir hendur. Og tíminn líður Og þá að öðm. Mig langar hér til að velta upp hugleiðingu um tímann, sem er þannig tilkomin að ég asnaðist til að fara að telja saman hversu oft ég hefði upplifað annar- og skólaslit Fram- haldskólans í Vestmannaeyjum. Ég komst að því að þau em fleiri en ég kæri mig um að tíunda, því þannig opinberast nianni óhjákvæmilega hversu aldurinn færist yfir. Þá er hitt ekkert þægilegra að einhvem veginn verður stöðugt styttra milli þessara skólaslita eftir því sem árin líða. Auðvitað styttist rauntíminn ekkert heldur er það skynjun mín á tímanum sem er að breytast. Það sem mér þykir stuttur tími fmnst 10 ára syni mínum eilífð en sjötugri móður minni örskots- stund. Þessi staðreynd kemur og fram í hversu við sem höfum staðið hér á sviði í dag emm sjálfsagt að upplifa varanleik skólagöngunnar með mis- munandi hætti. Þessi fríði hópur sem var að stíga niður af sviðinu er ungur og enn að flýta sér. Til marks um flýt- inn þá em í þessum hópi sjö nem- endur að ljúka stúdentsprófi á þremur ámm þegar venjulegt fólk tekur í það íjögur ár. Þeim finnst væntanlega að þau þrjú til fjögur ár sem það tók þau að ljúka stúdentsprófi, árið sem fór í gmnndeildina eða árin tvö í vél- stjómina og stálsmíðina hafi verið langur tími. Mér finnst hins vegar sem þau hafi öll hafið nám í haust, sum jafnvel um áramót, og eigi ekkert með það að vera að ljúka námi frá okkur. Sigurgeir í Gvendarhúsi Önnur áminning um framgang tímans blasir við mér þar sem er Sigurgeir Jónsson kennari ífá Þorlaugargerði, en nú í Gvendarhúsi. Þetta blasir ekkert við af því hann sé orðinn gamallegur í útliti, síður en svo, heldur vegna þess að hann er að láta af starfi og hefja töku lífeyris. Það em skrítin örlög að hafa verið nemandi Sigurgeirs í 1. umsjónarbekk hans, 6. D í Bamaskóla Vestmannaeyja, þegar hann var að hefja þar kennslu fyrir nokkmm áram og standa nú hér sem samstarfsmaður og þakka honum við starfslok. Ég þykist reyndar vita að Sigurgeir ætli ekkert að setjast í helgan stein, sitja og horfa í gaupnir sér, heldur trúi ég hann eigi eftir að skrifa eitthvert lítil- ræði, slá nokkra golfbolta, taka snókergame með félögunum, spuming hvort hann á ekki líka eftir að taka slemmu og slemmu í briddsinu. Og svo veit ég að hann mun að öllu forfallalausu kenna lítils háttar stunda- kennslu hjá okkur áffam. Og hvemig á svo að tvinna þetta tvennt saman, Sigurgeir og tímans hraðfleygu stund. Ég vil gera það þannig að áminna unga fólkið, sem enn er að flýta sér, um að flýta sér ekkert um of og gleyma ekki að vera til. Það er svo mikilvægt held ég að njóta lífsins og líðandi stundar. Við gleymum því hins vegar allt of oft í flýtinum við að ná einhveiju marki, sem er þó ekkert að fara, heldur bíður okkar þó við verðum svolítið lengur á leiðinni. En hér þarf einnig varúðar með. Ekki megum við verða svo ofurseld lífsnautninni og augnablikinu að við

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.