Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. maí 2003 Fréttir 11 og eiga þau tvo syni, Bjama Benedikt og Sigurð Stefán. Guðrún Helga hefur einnig verið með Litla lærisveina þangað til í vetur. Hún er alin upp á Seltjamarnesinu og á ættir að rekja til Vallatúns í Eyjum. Þau em ekki af baki dottin og eiga von á þriðja barni sínu í júní, sem vonandi fær að fæðast í Eyjum. Það fer því liðlega mánaðar- gamalt út til Ameríku, ef allt gengur að óskum og Guð lofar. Bjami og Sigurður byija í skólanum sínum úti 7. ágúst. Skóli Bjarna kennir sig við indíána en skóli Sigurðar við víkinga, þótt nemendur þar sjái líklega afkomendur víkinga í íyrsta sinn þegar prestsfjölskyldan birtist. Kristján á svo tvær dætur af fyrra hjónabandi, Olöfu og Kristínu Rut. Sr. Kristján er annars ættaður úr Reykjavík, ólíkt flestum þeim sem búa þar núna, en einnig norðan úr Hörgárdal og úr Meðal- landinu. Kristján segir að sú breyting sé orðin á ráðningu presta að þeir séu aðeins skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn. Það sé því hollt fyrir þá að hugsa í fimm ára lotum. „Eg var skipaður prestur við Landakirkju til fimm ára 1998, sem er talsvert ólfkt því sem var þegar ég tók við starfi sóknarprests á Breiðabólsstað í Vesturhópi þar sem ég var æviráðinn. Það var ekki stórt prestakall en mér tókst að stækka það með því að taka Hvammstanga inn. Þrátt fyrir stækk- unina var prestakallið vel innan við 1000 manns. Þetta þýðir að skipunin framlengist sjálfkrafa til fimm ára í senn. Og vilji söfnuðurinn losna við mig verð ég að árétta að það er orðið of seint í þetta skiptið. Sú ögurstund er liðin og ég passaði mig á að segja engum frá þessum reglum á aðal- safnaðarfundi í vetur.“ Sterkir einstaklingar sem fara fram úr sér í verkum Hver er sérstaða Vestmannaeyinga að þínu mati, eða er hún einhver? „Það er oft sagt um íslendinga að þeir séu íyrst og fremst einstaklingar og litlar hóp- sálir. í Vestmannaeyjum hef ég kynnst persónum, sem eru miklir einstak- lingar upp til hópa, röskir og duglegir til verka og hér er fullt af krafta- mönnum til vinnu. Það er ekki síst þannig sem Vestmannaeyingar skera sig úr frá öðrum landsmönnum fyrir utan hvað þeir eru félagslyndir. Þeir eiga það að vísu líka til að fara fram úr sjálfum sér í verkum," segir Kristján og brosir. Segist hann samt eiga erfitt með að leggja dóm á sérstöðu Eyja- manna af því að hann lítur á sjálfan sig sem einn af Eyjamönnum. „Það sem mér finnst samt einkenna Eyjamenn er hvað samstaðan getur verið mikil og raunveruleg. Hún er oftast mjög sterk. Ég hef oft fundið fyrir mikilli samkennd hér og um leið ákveðinni umhyggju, sem er oftar en ekki veitt á mjög ákveðinn hátt. Menn sem vilja láta gott af sér leiða gera það mjög áþreifanlega. Lýsir þetta sér oft í praktískum málum. Fólk sýnir einfald- lega góðan hug í verki. Þetta á reyndar við um marga Islendinga en hér er það með ákveðnari hætti en gerist og gengur annars staðar. Aldalöng glíma við náttúruöflin og hættur hafsins hafa örugglega mótað þessi ríku viðbrögð." Óraunhæfur samanburður Kristján segir að sérstaðan geti líka lýst sér í því að fólk sé að býsnast yfir hlutum sem séu í raun meðal kosta Eyjanna. „Það ber stundum á einhverri vanmetakennd í allri þessari umræðu um samgöngumálin. I staðinn fyrir að líta á það sem ævintýri fyrir ferða- menn að fljúga hingað eða sigla með Herjólfi er fólk að skapa sér ákveðna óánægju með því að bera sig saman við aðra staði á óraunhæfan hátt. Eins og t.d. umræðan um að það kosti ekki svo mikið að búa annars staðar á Islandi og ferðast á milli staða á fastalandinu," segir Kristján og bendir á að sjálfum hafi honum ekki tekist að láta enda ná saman í bílakostnaði þegar hann bjó fyrir norðan. „Það reyndist mér dýrt að halda úti jeppa eða öðrum góðum ferðabíl til að sinna störfum innan kirkjunnar og öðru félagslífi. Núna er ég miklu fljótari að skjótast til Reykjavíkur á fundi auk þess sem það er oft ódýrara." Kristján hélt áfram að ræða sam- göngumálin og nú var það flugið sem hann vill eindregið gera að raun- hæfum kosti fyrir fjölskyldufólk því það sé ferðamáti framtíðarinnar. En hann heldur áfram að ræða afstöðu Eyjamanna til heimahaganna og nú er það hin hliðin, sjálfsánægjan sem líka getur lýst ákveðinni vanmetakennd. Menn megi ekki detta ofan í þá minni- máttarkennd sem lýsi sér í því að enginn staður taki Vestmannaeyjum fram í allri veröldinni. Fólk velji ekki að búa á einum stað frekar en öðrum vegna þess að það hefur borið hann saman við alla aðra möguleika í veröldinni. „Við veljum að búa hér af því að við unnum Eyjunum. Það er svo einfalt. Víða eru líka leikhús, bíó- salir og Iistasöfn og víða er menningin mjög glæsileg. En það þarf líka að vera tími til að njóta lífsgæðanna. Reykjavík er til dæmis ekki heillandi borg, þar sem mikill óþarfa tími fer í búðaráp og ferðir til og frá vinnu. Lífsgæðin hér eru mikil og auðvelt að njóta þeirra í mannlífmu og úti í nátt- úrunni. Það er óskandi að fólk geti áfram skapað nóga atvinnu og íjöl- breytileg störf svo við getum áfram þrifist vel í Eyjum og mannlíf dafnað. Það er ekkert sniðugt ef fólk ætlar að lifa í algjörri sögurómantík, sem ég tel hættulegt fyrir staði eins og Vest- mannaeyjar. Rómantík liðinna starfshátta má ekki ná lengra en að sýna hvað þróunin hefur verið ör síðustu 100 árin eða svo. Og við verðum að stefna á atvinnutækifæri, íjölbreyttari menntun, rannsóknarstarf og félagsleg tækifæri og reyna að hafa sýn á hvemig samfélagið getur orðið í framtíðinni.“ Að hafa fyrir hlutunum Kristján heldur áfram þessum heim- spekilegu hugleiðingum sem vert er að taka alvarlega. „Fólk á hér góða möguleika á þrífast vel í því fagra og kraftmikla umhverfi sem einkennir Vestmannaeyjar. Það er mikil vinna að skoða möguleg atvinnutækifæri og hún þarf stöðugt að vera í gangi. Ég sé fyrir mér mikla þróun í ferðamennsku og gríðarleg stökk fram á við í sambandi við rannsóknir í náttúmnni. Hvar er nærtækara en að rannsaka eldfjöll og hafið og leyndardóma þess sem gæti orðið angi af ríkulegri há- skólastarfsemi en nú er? An þess að ég geti sagt nákvæmlega fyrir um það hvað á að gera er þetta leiðin fyrir Vestmannaeyjar. Éerðamenn gera sífellt rneiri og meiri kröfur með hverri kynslóð og við megum ekki sætta okkur við stöðnun. Undirstaðan er og verður sjávarútvegur í Vestmanna- eyjum en með því að keyra upp aðrar atvinnugreinar og huga að nýjum tækifæmm emm við að draga úr sveiflum sem alltaf em í sjávarútvegi. Það þýðir ekkert að bera sig saman við vetrarvertíðir eins og þær vom fram eftir allri síðustu öld. Sá tími er liðinn en ég er sannfærður um að verðmætið er mun meira þó atgangurinn sé minni og allt virðist í lægð og kyrrstöðu. Svo ætti að efla skólana og fá t.d. Stýri- mannaskólann alfarið til Vestmanna- eyja. Skólar hafa fjórföld marg- feldisáhrif í stöðugildum sem er með því mesta af öllum starfsgreinum." Ekki dæma án þess að líta á heildina Kristján heldur sig áfram á veraldlegu nótunum og nú er það ógnin sem okkur stafar af viðvarandi atvinnuleysi sem hann segir félagslega meinsemd. „Ég var í Þýskalandi á dögunum þar sem atvinnuleysið er um tíu prósent á vinnumarkaði sem telur um 50 milljónir. Þetta er mikil þjóðfélagslegt mein sem við verðum að forðast eins og kostur er. En við skulum minnast þess að í samdrætti síðustu mánaða hefur atvinnuleysið verið mest á suð- vesturhomi landsins. Þegar atvinnu- leysi hefur verið viðvarandi eins og hér hefur verið í vetur megum við ekki dæma staðinn án þess að líta á heildina. Astandið hér verður að skoðast í ljósi þess sem er að gerast á landinu í heild. Mér sýnist að við höfum haldið okkar hlut í afla- heimildum, reyndar svo vel að Vest- mannaeyjum verður örugglega refsað ef kemur að úthlutun á byggðakvóta. Mér finnst menn heldur ekki hafa misst móðinn í móttöku ferðamanna ef marka má þann fjölda sem kemur til Eyja. Sjálfur hef ég tekið á móti mörgum, sem hingað hafa koinið og það er samdóma álit þeirra að það sé sérstaklega ánægjulegt að koma til Eyja. Það þurfa allir að sameinast um að viðhalda þessum ljóma og skynja þennan anda sem fólk sækir í.“ Áþreifanleg samstaða En önnur hlið er líka á samstöðunni, sem Kristján segir svo áþreifanlega þegar einhver verður íyrir áföllum. „Samstaðan sem maður finnur í Vest- mannaeyjum þegar eitthvað bjátar á er sterk og samhugurinn mikill þegar einhver verður fyrir slysi eða áfalli eins og þegar slysið varð við Steypu- stöðina þann 11. maí. Þetta umferð- arslys var mikill harmleikur og sorg- legt á allan hátt. Bæði við andlát Önnu Ragnheiðar og eins við slysin á Helgu Björk og Kristjönu. Það er mjög sárt að horfa upp á ungar stúlkur lenda í svona alvarlegu slysi og erfitt að ímynda sér tilfmningar og þjáningar aðstandenda og vina. Það er þó raunveruleg huggun í því að sjá hvað allir eru tilbúnir að vinna úr þessu áfalli og minnast hinnar látnu á viðeig- andi hátt. Það er óhætt að segja það hér, að framlag allra aðstandenda og vina hafi verið mjög uppbyggilegt en framhaldið getur líka orðið erfitt og tekið á í langan tíma. Það er mjög nauðsynlegt að reikna með að margir haldi áfram að glíma við tilfinningaleg viðbrögð og finna hjá sér alvarleg viðbrögð við missi.“ Teymi í áfallahjálp Aðkoma að þessu hörmulega slysi lenti að stórum hluta á séra Þorvaldi Víðissyni, sem starfar við hlið sr. Kristjáns í Landakirkju. Sjálfur flýtti Kristján heimferð sinni frá Þýskalandi til að styðja við þetta erfiða verkefni. Sr. Kristján segir alla hafa lokið upp einum rómi um að sr. Þorvaldur hafi staðið sig frábærlega við erfiðar að- stæður og sinnti allri prestsþjónustu við andlátið af stakri prýði. Þjónusta prestanna er samt sem áður og verður áfram að mestu unnin í kyrrþey en það sé vert að minnast þess sem vel er gert í opinberri þjónustu. Sr. Kristján lítur á það sem forréttindi að fá að vinna við úrvinnslu og skipulagningu með teymi sem nýlega var stofnað á sviði áfallahjálpar hér í Vestmannaeyjum. Það fékk sitt fyrsta stóra verkefni eftir þetta hörmulega slys. „Ég vona að fólk hafi getað notið þess að teymið var til. Teymið er svo nýtt að segja má að það sé verið að stofna það þessar vikurnar og tengist það hluta af stöðugildi við Heilbrigðisstofnunina Vestmannaeyjum. Það er mikil fram- för að hafa Kristínu Bjamadóttur, hjúkrunarfræðing, sem nokkurs konar framkvæmdastjóra áfallateymisins." Tilfinningaleg úrvinnsla undir handleiðslu fagfólks Kristján segir að áfallahjálp hafi mikið verið í sviðsljósinu frá þvf í snjó- flóðinu í Súðavík í janúar 1995. Hann segir að talsverðs misskilnings gæti í sambandi við áfallahjálp eins og t.d. að það geti enginn metið áfallið eins vel og sá sem lendir í slysi. Þar af leiðandi er það venjuleg vinnuregla að áfallahjálp er ekki veitt nema eftir henni sé leitað. „Rétt er að taka fram að áfallahjálp er tilfinningaleg úr- vinnsla undir leiðsögn presta, hjúkr- unarfræðinga, lækna, sálfræðinga og fagaðila á formlegum fundum eða í einkaviðtölum eftir ákveðinn skyndi- legan atburð, yfirleitt eftir stórslys eða önnur alvarleg slys t.d. þegar böm eru fómarlömbin. Við þessi slys sýnir fólk oft viðbrögð sem em þekkt og talin eðlileg við mjög óeðlilegu áfalli. Fyrst áfallaviðbrögðin eru jrekkt er hægt að veita áfallahjálp og hjálpa fólki að lesa í þessar eðlilegu tilfinningar sínar og viðbrögð. Þessi vinna með fólki er alltaf miðuð við atburð, sem setur líf þess úr skorðum og ætti ekki að mgla saman við ráðgjöf eða stuðning við fólk sem á einhvem hátt hefur misst tök á lífinu við langvarandi álag eins og t.d. vegna veikinda eða vanlíðunar vegna atvinnuleysis og eða peninga- vandræða. Við erfiðar aðstæður og áföll er samt ekkert sem kemur í staðinn fyrir stuðning fjölskyldu og góðra vina. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir mannlega hlýju og kær- leika, sem allir geta veitt hver öðmm.“ Góður Guð í gleði og sorg Núna höfum við ræðst við í bráðum tvo klukkutíma og varla minnst á Guð. „Já, það er rétt,“ segir Kristján og brosir. „Það eru forréttindi fyrir mig sem sóknarprest að fá að lifa og hrærast í söfnuðinum í heimi trúar- innar og mæta fólki sem á sér sterka trú bæði í blíðu og stríðu. Mér finnst einhvem veginn svo stórkostlegt að ganga með fólki sem trúir á góðan Guð í gegnum gleði og sorg og á ýmsum stórum tímamótum í lífi okkar. Það er ekkert eins merkilegt í mínu starfi og þegar fólk er að dýpka trúarlega reynslu sína og þess vegna er embættið mitt sem sóknarprestur mjög gefandif' sagði séra Kristján undir lokin. „Ég held að Isak Harðarson lýsi ágætlega viðhorfi mínu til þess hvað gefur presti stöðugt nýjan kraft í þjón- ustunni í Ijóðabókinni Stokkseyri: Þegar presturinn stígur í stólinn á jólum og páskum þá stígur hann ástina og horfir á strönd guðslandsins rísa í augum fólksins síns. „Söfnuður Landakirkju í Vestmanna- eyjum hefur alveg sérstakt lag á því að styðja vel við bakið á prestum sínum um leið og hann þorir vel að gera til þeirra kröfur. Söfnuðurinn hefur meira að segja látið mig finna hvemig ég get vaxið áfram sem prestur. Fyrir það er ég afar þakklátur og ég er líka þakk- látur fyrir að eiga fjölskyldu og trausta vini, sem styðja mig í öllu mínu starfi. Ég ætla að lokum að taka það skýrt fram að ég verð hér í fullu starfi fram yfir 20. júlí. Það verður engin kveðjumessa í sumar því ég ætla bara að segja bless á meðan en gaman væri að sjá sem flesta í messu í sumar.“ omar@eyjafrettir. is FJÖLSKYLDAN: Kristján, Bjarni Benedikt og Sigurður Stefán og Guðrún Helga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.