Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. maí 2003 Fréttir 9 ómannadaginn hátíðlegan um helgina Ragnheiður Sveinþórsdóttir á Herjólfi hefur lokið 3. stigi Stýrimannaskólans: Það eru alltaf til einhverjir sem segja að það sé ekki hægt að nota konur til sjós -en eftir nokkra daga eru þeir nú yfirleitt sáttir við mig. Ef maður sýnir dugnað og áhuga á starfmu þá hverfa fordómar.“ RAGNHEIÐUR: -Ég hef fengið bæði góð og neikvæð viðbrögð varðandi stýrimannsstarfið, mennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Viðbrögðin eru ekkert öðruvísi en á öðrum vinnustöðum, nýliðum er alltaf misjafnlega tekið. Ragnheiður Sveinþórsdóttir fer ekki troðnar slóðir en hún hóf nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1998 og lauk þriðja stigi þremur og hálfu ári síðar. Hún er þriðja konan sem klárar þriðja stig stýrimannanáms frá skólanum og aðeins ein kona hefur lokið fjórða stigi. I dag er hún tuttugu og eins árs og hefur þegar aflað sér tölu- verðrar reynslu á sjó. Ragnheiður hyggur á nám í sjávarútvegsfræði á Akureyri næsta haust en það nám tekur þrjú til fjögur ár. Fór á sjó sextán ára Ragnheiður er í sambúð með Sigurði Atlasyni sem einnig er sjómaður Þau hafa keypt íbúð fyrir norðan og hann vonast til að fá pláss á Sigurði VE í haust þar sem hann landar mikið á Akureyri. „Við viljum búa hér í Eyjum í framtíðinni. Siggi er Vest- mannaeyingur í húð og hár og mér líkar mjög vel hérna og vil hvergi annars staðar vera.“ Það er ekki algengt að konur stundi sjóinn og einhvem veginn skýtur það skökku við að Reykjavíkurstelpa velji sér þennan starfsvettvang. „Afi var sjómaður og allir hans bræður og systur. Föðuríjölskylda mín er af Suðumesjunum og aft sagði mér að systur hans hefðu stundað sjóinn, reyndar ekki fyrr en ég var sjálf búin að velja mér þennan starfsvettvang. Eg veit hann var stoltur af mér, þótt hann segði það ekki beint.“ Ragnheiður segist eignlega ekki vita hvað sé mest heillandi við sjóinn og sjómennsku. „Eg fór fyrst á sjó með frænda mínum þegar ég var sextán ára gömul en hann er skipstjóri og útgerð- armaður á netabát. Þegar ég var í 10. bekk kynnti ég mér vel sjávar- útvegsdeildina á Akureyri. Mér fannst Stýrimannaskólinn góður grunnur sem gæti nýst mér vel í framtíðinni. Við læmm til dærrús miklu meira en siglingafræði og um stöðugleika skipa. Þar er kennd hagfræði, markaðsfræði, fiskifræði, fiskvinnsla og meðferð afla, auk fleiri hagnýtra greina sem vitaskuld nýtast víðar en einmitt í sjómennskunni. Sjávarútvegsfræðin er í raun rökrétt framhald og ég hef þá verklega þáttinn ef sá bóklegi bregst og þann bóklega ef sá verklegi bregst.“ Góð og neikvæð viðbrögð Þegar Ragnheiður var í skólanum vann hún í jólafríum og á sumrin á fraktskipum, „Eg útskrifaðist úr skól- anum 2001 og hef búið hér í eitt og hálft ár. Ég hef verið á togumm, netabátum, nótabát og er núna háseti á Herjólfi." Ragnheiður starfaði sem afleysingastýrimaður á Bergey VE og Guðmundi VE og hefur verið háseti á Heimaey VE, Gandí VE og Sæfaxa VE. Hún segir karlana um borð taka sér misjafnlega, en oftast vel. „Það hafa komið upp leiðindi. Það er staðreynd að um borð í skipunum em störf sem ég ræð ekki við þar sem ég er ekki nógu sterk til að vinna þau. Ég get t.d. tekið blýið á nótabátum en get það ekki í brælu og veit það alveg. Það eru líka til strákar sem ráða ekki við það. Þó að ég geti flest, þá er hitt og þetta sem ég ræð ekki við. Ég hef bæði fengið jákvæð og neikvæð við- brögð varðandi stýrimannsstarfið, mennimir eru misjafnir eins og þeir em margir. Viðbrögðin eru ekkert öðmvísi en á öðmm vinnustöðum, nýliðum er alltaf misjafnlega tekið. Það em þó alltaf til einhverjir sem segja að það sé ekki hægt að nota konur til sjós en eftir nokkra daga em þeir nú yfirleitt sáttir við mig. Ef maður sýnir dugnað og áhuga á starfinu þá hverfa fordómar." Meira og meira ástfangin Ragnheiður segir strákana um borð yfirleitt vera góða félaga sína. Ég á fleiri strákavini en vinkonur, það hefur einhvem veginn alltaf verið þannig. Þegar ég bytjaði í skólanum vomm við tvær, ég í Stýri- mannaskólanum og Þómnn Agústa Þórsdóttir í Vélskólanum. Viðerum miklar vinkonur og náðum mjög vel saman. Þórunn er búin með íjórða stigið í Vélskólanum og er í vélaverkfræði og hefur m.a. unnið í virkjunum. Það var mjög skemmti- legt í Stýrimannaskólanum, þetta er lítill skóli og þar þekkja allir alla. Ég var yngst í skólanum og strákamir tóku mig undir sinn vemdarvæng þannig að þetta var hið besta mál. Ég fór með þeim í partý og á þessum tíma sagði ég stundum og segi stundum ennþá, „við strákarnir" án þess að fatta það, “ segir Ragnheiður og bætir því við að mamma hennar leiðrétti hana stundum. Yfirleitt taka konur því vel þegar þær frétta að Ragnheiður stundar sjóinn. „Ég hef fengið mikla hvatningu frá konum og þær segja margar að það sé tími til kominn að einhver standi upp í hárinu á þessum körlum. Ein og ein er afbrýðisöm því þeim líst ekki á að hafa konu með körlunum úti á sjó en flestar em ánægðar með það.“ Hvað er svona heillandi við sjóinn? „Það er gott að komast burt frá öllu, gott að komast frá stessinu og hama- ganginum. Þegar ég byijaði sjó- mennskuna bjó ég í Reykjavík en nú finnst mér auðvitað best þegar Siggi getur verið með mér á sjó. Við vomm saman á Sæfaxa, Guðmundi og Gandí. Við sem ætluðum aldrei að vera saman á sjó en það gengur mjög vel upp, við emm bara félagar þar til við komum í klefann eða heim. Við vomm saman á sjó frá því eftir sjó- mannadag þar til ég fór á loðnu í desember og við verðum bara meira og meira ástfangin. Við fómm reyndar í frí til Tyrklands í ágúst og það var alveg frábært.“ Staðlaðar ímyndir Ragnheiður segir staðlaðar ímyndir og viðhorf ríkja til kvenna sem eru á sjó. „Margir sjá fyrir sér karlalegar konur en það er alls ekki þannig. Éghefhitt nokkrar konur sem hafa áhuga á því að fara á sjó en þessi gömlu viðhorf stoppa þær. Þær hafa ekki nógu mikla framtakssemi til að gera það sem þær langar til. Ég hef samt sem áður orðið vör við minni fordóma en fólk heldur, þó svo einstaka sé neikvæður og finn- ist konur ekkert hafa í þetta að gera. Ef konur hafa á annað borð áhuga á því að mennta sig í sjávarútvegi þá er ekkert sem mælir gegn því að þær láti af því verða Sumum finnst líka annað gildaumkonur á fraktskipum. Fiski- mönnum finnst það hálfgerð sápukúlusjómennska en mér finnst það oft erfiðari vinna, meiri vökur og stundum meira púl. Fiskimenn halda að við séum að mála og þvo allan daginn og finnst þetta ekki vera sjómennska en þeir vita ekki betur,“ segir Ragnheiður sem þegar hefur nokkra reynslu af sjómennsku, aðeins tuttugu og eins árs gömul. gudbjorg @ eyjafrettir. is Sumarstúlkan og Herra Vestmannaeyjar í Höllinni 12. júlí f Lm ■n Æl 1 jw lA L Á H r IV 1 - Jp Sumarstúlka Vustmannaf.yja: Efri röð frá vinstri: Amdís Bára Ingimarsdóttir, Sara Sigurlásdóttir, Sædís Eva Birgisdóttir, Thelma Rós Tómasdóttir og Ingibjörg Osk Þórðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Iris Elíasdóttir, Eygló Egilsdóttir, Asta Hrönn Guðmannsdóttir, Sunna Sigurjónsdóttir og Sigrún Anna Gunnarsdóttir. Myndir Halla Einarsdóttir. Árleg Sumarstúlku- keppni fer að þessu sinni fram í HöIIinni þann 12. júlí nk. Að þessu sinni fá dreng- irnir líka tækifæri til að reyna sig og verður val- inn Herra Vestmanna- eyjar þetta sama kvöld. Herra V ESTMANN AEYJ A R: Efri röð frá vinstri: Ragnar Smári Ragnarsson, Benedikt Oskar Steingrímsson og Stefán Bjöm Hauksson. Neðri röð frá vinstri: Styrmir Jóhannsson, Stefán Atli Agnarsson og Vignir Amar Svafarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.