Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 13
Föstudagur 29. maí 2003 Fréttir 13 ADSENDAR GREINAR Þórunn Engilbertsdóttir skrifar: ^ Lok, lok og læs hjá Ástu Vegna fyrir- ætlana nú- verandi meirihluta bæjarstjómar að hefjast handa um byggingu nýs leikskóla í stað Sóla hefur afstaða fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í skólamálaráði, G. Ástu Halldórsdóttur, vakið undrun bæjar- búa. Hún hefur ekki treyst sér til að samþykkja að heíja þessa vinnu og vera þannig þátttakandi í jafn- skemmtilegu starfi og bygging leikskóla er. Aftur á móti hefur hún tekið að sér það hlutverk að vera einn aðalskemmtikraftur fyrir bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á sviði bæjarmála. Aðdáun Astu á síðustu 13 árum í greinarkomi er Ásta skrifar í Fréttir þann 22. maí sl. reynir hún að skýra út afstöðu sína og hvers vegna hún hafí ekki treyst sér að taka þátt í undirbúningi á byggingu nýs leik- Ég tók að mér setu í skóla- málaráði nú í vor fyrir Andrés Sigmundsson 1. mann á B-lista og þeirra sem með honum standa í bæjarmálunum. Ég hef ekki komið að læstu húsi hjá því fólki þegar við höldum okkar fundi. Aftur á móti hef ég komið þrjá laugardaga í röð að læstum dyrum hjá Ástu og co. þrátt fyrir auglýstan fastan fundartíma. skóla. Það sem vekur hvað mesta undrun mína eru þau ummæli hennar um byggingu leikskóla sem ekki verða skilin öðmvísi en að eftir 13 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum séu fjármálin með þeim hætti að útilokað sé að byggja nýjan. Aðdáun og trú Ástu á þá stefnu er ríkt hefur í málefnum leikskólanna í bænum sl. 13 ár vekja undrun, ekki bara mína heldur llestra bæjarbúa. Sem fýrrverandi sveitarstjórnamiaður ált þú Ásta að vita, að ekki er hægt að hefja byggingu nýs leikskóla fyrr en teikningar og fjármögnun em endanlega klár. Þetta var tekið fyrir á fundi skóla- málaráðs í síðasta mánuði. Þar varst þú upplýst um að hér væri um algjörlega sjálfstætt verk að ræða sem myndi á engan hátt skerða þær fjárveitingar er ætlaðar em í starfsemi leikskólanna. Skólamálaráð ákvað án þíns stuðnings að hefja vinnu og undirbúning nýs leikskóla með því m.a. að fara yfir þær teikningar sem til eru. Meðal annars má geta þess að til er lánsteikning af leikskólanum að Fossvegi 1 á Selfossi. I fljótu bragði sýnist mér að sá skóli sé mjög líkur leikskólanum við Sólvelli á Selfossi. I þann skóla hef ég oft komið og er hann mjög skemmtilegur í alla staði að mínu mati. Slíkur skóli myndi hugsanlega henta mjög vel hér í stað gamla Sóla. Lok lok og læs hjá Ástu Ég tók að mér setu í skólamálaráði nú í vor fyrir Andrés Sigmundsson I. mann á B-lista og þeirra sem með honum standa f bæjarmálunum. Ég hef ekki komið að læstu húsi hjá því fólki þegar við höldum okkar fundi. Aftur á móti hef ég komið þrjá laugardaga í röð að læstum dymm hjá Ástu og co. þrátt fyrir auglýstan fastan fundartíma. Þú, Ásta! sem varamaður Andrésar með grænan passa frá lélagsmálaráðuneytinu eftir kæm þína þangað, hefur aldrei boðað mig á fúnd með þér né neinum öðmm nokkurn tímann. Aftur á móti er ég meira en reiðubúin til að mæta á fundi með þér og öðrum til að ræða byggingu nýs leikskóla hvenær sem er. Þetta er knýjandi mál sem snýst ekki um skemmtikrafta Sjálfstæðis- flokksins heldur um bömin í bænum. Ég hef tekið þann kost að vinna frekar fyrir bömin í bænum og með þeim er vilja það gera. Fyrir hvað stendur þú? Það eru ákveðin forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu í bæjarfé- laginu og þá sér í lagi uppbyggingu fyrir börnin í bænum. Það er leitt til þess að vita Ásta að þú skulir ekki treysta þér til að taka þátt í þessu skemmtilega starfi. í grein þinn í Fréttum sem áður var vitnað í segist þú ekki vera spákona. En er ekki kominn tfmi til að þú farir að spá og spekúlara í því, fyrir hvað þú stendur í málefnum bæjarfélagsins? Höf. situr í skólamálaráði fyrír B-lista Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir skrifar: Hvers vegna var Eyjavision blásin af? Okkur áhugafólki um Eyja- vision langar mikið til að heyra það rétta í málinu vegna þess að ótrúlegustu sögur hafa verið að heyrast. Og ljótt er ef satt er, ef þessar sögur reynast réttar. Margir voru mjög ánægðir með framgöngu Oðins Hilmissonar með að gangast í þetta góða mál að halda Eyjavision. Loksins var eitthvað að gerast i þessu. Loksins alvömkeppni um þjóðhátíðarlagið í ár sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Og ég veit að það voru margir sem lögðu mikinn tíma og vinnu í lögin sín og texta til að senda inn í þessa keppni. Og fólk vissi ekki betur en að allt væri bara i stakasta lagi. Um það bil 20 lög vom send inn og af þeim vom 8 lög valin Einhverjar annarlegar hvatir urðu til þess að keppnin var blásin af. Og ég er viss um að sannleikurinn kemur fljótlega í ljós. Nú svona rétt í lokin vildi ég segja eitt að mér finnst að fólk eigi að standa saman þegar verið er að reyna að gera svona merkilega hluti eins og t.d. þessa keppni en ekki rífa augun hvert úr öðm, brjóta og rífa niður. Svo vona ég innilega að Eyjavision verði haldin að ári af heilindum og menn standi saman. til flutnings a Eyjavision kvöldi sem haldið yrði 24. maí. En svo var þeirri dagsetningu breytt í 6. júní. Svo næsta sem maður heyrir er að keppnin hafi verið blásin af.....hvað er eiginlega í gangi? Ég hef orð eins meðlims hljóm- sveitarinnar sem átti að flytja lögin í Eyjavision að þau hafi vel treyst sér til að flytja þessi lög en les annars staðar að viðkomandi aðilar hafi ekki treyst sértil þessa, þama varveriðað gera þau að blóraböggli. Svo var nú ein saga í gangi að hljómsveitin Skítamórall hafi verið beðin um að gera þjóðhátíðarlagið í ár. Það er eftir aðila sem hitti nokkra þá lélaga á pöbb í Reykjavík þar sem þeir fullyrtu þetta og viðkomandi lét fólk hér í Eyjum vita af þessu og að þeir hafi ekkert vitað af neinni keppni í sambandi við þjóðhátíð. Hafi svo verið þá væri það ekki í fyrsta skipti. Þetta getið þið lesið á koddinn.com ef þið sem hafið áhuga fyrir þessari keppni viljið fá upplýsingar. Þar hafa margir skrifað og sagt sínar skoðanir á þessu öllu. Endilega lesið það sem Helga skrifar og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Það er einhvem veginn mín tilfinning og margra annarra að Óðinn hafi komið að mörgum lokuðum dyrum og ein- hveijir hafi reynt að gera honum þetta eins erfitt og hægt er. Að hugsa sér og það tókst.. til hamingju með það. Loksins þegar eitthvert nýtt og gott mál kemur upp á yfirborðið er bara blásið á það eins og ekkert sé. Ég vil bara nefna það að það er fjöldi manns afar vonsvikinn yfir þessu. Finnst eins og það hafi verið haft að fífli og gert lítið úr því og þeirra framlagi til þessarar keppni. Og þar er ekki við Óðin að sakast, svo mikið veit ég. Einhverjar annarlegar hvatir urðu til þess að keppnin var blásin af. Og ég er viss um að sannleikurinn kemur fljótlega í Ijós. Nú svona rétt í lokin vildi ég segja eitt að mér finnst að fólk eigi að standa saman þegar verið er að reyna að gera svona merkilega hluti eins og t.d þessa keppni en ekki rífa augun hvert úr öðru, bijóta og rífa niður. Svo vona ég innilega að Eyja- vision verði haldin að ári af heil- indum og menn standi saman um að gera hana skemmtilega og eftir- minnilega. Fyrir hönd úlutgafólks um Eyjavision. Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Félag eldri borgara Ferðafundur vegna sumarferðar- innar 8.-14. ágúst nk. verður haidinn þriðjudaginn 3. júní kl. 15.00 í púttsalnum. Lokaskráning. Stjórnin SÖLUBÖRN Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003 verður afhent á Básum laugardaginnn 31. maí kl. 10.00 Góð sölulaun Sjómannadagsráð Spurt er: Heldur þú sjómanna' daginn há tíðlegan? <%> Sigríður Bjarnadóttir -Já, ef það er gott veður fer maður niður á Stakkó. Auðvitað fer maður í kaffið hjá Slysó. Jóhannes Ólafsson -Já, sem gamall sjómaður þá finnst mér þörf á því að halda því við. Guðmundur Alfreðsson -Ég verð reyndar að vinna um þessa helgi en geri það svona al- mennt. Elsa Valgeirsdóttir -Jú, jú, auðvitað gerir maður það. Eyði helginni með eigin- manninum sem er sjómaður, hann fær að ráða ferðinni þessa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.