Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. maí 2003 Fréttir 19 Knattspyrna - Landsbankadeildin: Valur4 - ÍBV 1 Tvö töp 03 sjö mörk Byijunin á íslandsmótinu hefur reynst karlaliði ÍBV æði erfíð. fyrst tap á heimavelli í leik þar sem allt benti til sigurs ÍBV og svo um helgina var liðið tekið í kennslustund á Hlíðarenda. Heimamenn í Val voru betri á öllum sviðum knattspymunnar, enda þurfti ekki mikið til og niður- staðan varð þriggja marka tap, 4 - 1. Það hefur farið eins og margir óttuðust að lið IB V myndi eiga erfitt í upphafí móts. Margir lykilleikmenn voru meiddir skömmu fyrir mót og einhverjir þeirra eru það reyndar ennþá og þar sem leikmannahópur ÍBV er ekki breiður má Magnús Gylfason illa við því að missa leik- menn í meiðsli eða bönn. Þrátt fyrir að í liðinu leiki elsti leikmaður Landsbankadeildarinnar er liðið reynslulítið og meðalaldur byrjunar- liðsins telur ekki mörg ár iniðað við mörg önnur lið. Nú reynir því á karakter liðsins ef ekki á illa að fara en hættan er sú að þessi erfiða byrjun eigi eftir að hafa áhrif á allt sumarið. Um leikinn gegn Val er ekki margt að segja, IBV lék illa og það virtist skorta á frumkvæði innan liðsins. Bjamólfur Lámsson sinnti því hlul- verki í fyrri hálfleik gegn KA en þar sem hans naut ekki við vantaði drifkraftinn úti á vellinum. Valsmenn skomðu fyrsta markið úr víti eftir klaufaleg mistök Tryggva Bjamasonar og skömmu síðar varði markvörður Valsmanna ágæta vítaspymu Gunnars Heiðars og var staðan I - 0 í hálfleik. Vamarleikur ÍBV-liðsins í heild er áhyggjuefni, þar er ekki aðeins við vamarmenn að sakast heldur allt liðið og Ijóst að það verður að laga fyrir leikinn gegn Fylki. Valsmenn bættu við tveiniur mörkum í síðari hálfleik áðuren Tom Betts minnkaði muninn. Síðasta orðið átti hins vegar landi hans í liði ÍBV, Ian Jeffs þegar hann og sóknarmaður Valsmanna börðust um boltann en Jeffs varð fyrir því óláni að skora í eigið mark. ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannes- son, Trvggvi Bjarnason, Tom Betts, Hjalti Jónsson, Unnar Hólm Olafsson, Bjarni Geir Viðarsson, Atli Jóhanns- son, Ian Jejfs, Gunnar Heiðar Þor- valdsson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn: Andri Olafsson (kom inn á 62. mín), Pétur Runólfsson (kom inn á 88. mín), Bjarni Rúnar Einarsson (kom inn á 74. mín), Mark ÍBV: Tom Betts Landsbankadeild kvenna: ÍBV 9 - Þróttur/Haukar 1 Olsa 03 Mhairi með þrennu ÍBV tók á móti Þrótti/Haukum í annarri umferð Landsbankadeildar kvenna á laugardag. Leikurinn fór fram við bestu hugsanlegu aðstæður, sól og blíða og Hásteinsvöllur góður. Gæði knattspymunnar vom lfka mikil og það kom í hlut ÍBV að skora flest mörkin. Aður en yfír lauk voru mörkin orðin tíu talsins, níu þeirra skoraði heimaliðið en gestimir náðu að pota einu inn undir lokin. Byrjunin á leiknum var erfið fyrir leikmenn. ÍBV sótti án afláts en gest- imir vörðust vel. Þrátt fyrir nokkur ágætis færi gekk illa að fínna réttu leiðina í markið. Það var ekki fyrr en eftir 25 mínútna leik að Olga Færseth braut ísinn með laglegu marki. Annars var lið IBV ekki árennilegt eftir að Mhairi Gilmour var færð úr fremstu víglínu og á vinstri kantinn. Við það varð meiri fjölbreytni í sóknarleik IBV auk þess sem Olga fékk meira rými frammi. Þrátt fyrir mikla yfírburði tókst IBV aðeins að bæta við einu marki fyrir leikhlé og þar var Olga að verki. í seinni hálfleik opnuðust allar gáttir upp á gátt og eftir aðeins mínútu leik skoraði Mhairi Gilmour þriðja mark ÍBV. Á skömmum tíma tókst ÍBV svo að tvöfalda forskot sitt þegar liðið skoraði þrjú mörk á aðeins fjórum mínútum og staðan orðin 6-0. Áfram var sótt og undir lokin komu þrjú mörk. Á síðustu andartökum leiksins var allt kapp lagt á það að skora tíunda markið en þetta nýttu gestimir sér og skoruðu eitt mark eftir skyndisókn. ÍBV spilaði 4-4-2 Petra Bragadóttir, Rakel Rut Stefánsdóttir, Micltell Barr, Sigríður Ása Friðriksdóttir, Erna D. Sigur- jónsdóttir, Sara Sigurlásdóttir, Iris Sœmundsdóttir, Lind Hrafnsdóttir, Karen Burke, Mhairi Gilmour, Olga Fœrseth. Varamenn: Hanna G. Guðmunds- dóttir, Elena Einisdóttir (kom inn á 77. mín), Lára D. Konráðsdóttir (kom inn á 77. mín), Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Olga Færseth og Mhairi Gilmour skoruðu sín hvora þrennuna í leiknum á laugardaginn og þar með hafa þær báðar skorað fimm mörk í tveimur fyrstu leikjum deildarinnar. Thelma Sigurðardóttir (kom inn á 46. Mörk ÍBV: Olga Færseth 3, Mhairi Sigurðardóttir, Lára D. Konráðsdóttir. mín) Gilmour 3, Karen Burke, Thelma Knattspyrna karla 2. deild: KFS 2 - Selfoss 1 Hafþór Atli náði að krækja í stisin þrjú í blálokin KFS lék annan leik sinn í 2. deild íslandsmótsins á sunnudaginn á móti Selfossi. KFS tapaði fyrsta leiknum gegn Víði í Garði og voru leikmenn liðsins staðráðnir í að ná í fyrsta sigurinn á heimavelli. Gestimir só.ttu stíft í síðari hálfleik en sigurmark KFS kom á síðustu andartökum leiksins og urðu lokatölur2-l. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi, liðin skiptust á að sækja en lánsmenn frá IBV sáu um fyrsta mark leiksins. Hafþór Atli Rúnarsson tók þá hom- spymu sem rataði á kollinn á Davíð Egilssyni sem skallaði í netið og var staðan 1 -0 í hálfleik. f síðari hálfleik voiu það hins vegar gestimir sem sóttu mun meira og uppskám jöfnunarmarkið fljótlega. Eftir það var nánast um einstefnu að marki KFS en með Hlyn Stefánsson í hjarta vamarinnar gátu heimamenn komið í veg fyrir að Selfyssingar skoruðu. Sigurmarkið skoraði svo besti maður vallarins, Hafþór Atli, eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vöm gestanna. Selfyssingar rétt náðu að taka miðjuna eftir markið en svo var leikurinn búinn. Mörk KFS: Davíð Egilsson. Hafþór Atli Rúnarsson. Tryggvi aftur inn í landsliðið Gunnar Heiðar valinn í U-21 árs liðið íslenska karlalandsliðið í knatt- spymu á tvo leiki framundan, gegn Færeyjum og Litháen og hefur Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, starfandi landsliðsþjálfari tilkynnt leikmannahóp sinn. ÞareruBirkir Kristinsson og Hennann Hreiðars- son á sínum stað og Tryggvi Guðmundsson er nú valinn aftur en Tryggvi kom óvænt inn í hópinn fyrir leikinn gegn Skotum á dög- unum en var ekki með gegn Finnlandi. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson meðal leikmanna U-21 árs landsliðs Islands, liðið leikur ekki gegn Færeyjum þar sem þeir tefla ekki fram liði í þessum aldursflokki en liðið leikur hins vegar gegn Litháen. Alla valin í fyrsta sinn Birkir ívar í karlaliðinu Um helgina lilkynnti Stefán Amar- son, landsliðsþjálfari kvenna, val sitt á landsliðshópnum sem fer í æfingaferð til Danmerkur um miðj- an næsta mánuð. Alla Gorgorian ÍBV er í landsliðshópnum í fyrsta sinn en hún fékk íslenskan dkis- borgararétt í vetur. Þá er Eyjakonan Guðbjörg Guðmannsdóttir einnig í landsliðshópnum en hún lék með Víkingi á síðasta tímabili. Birkir ívar Guðmundsson, Eyjamaður, markmaður Hauka, er einnig í landsliðinu en það leikur æfmgaleiki gegn Danmörku í lok maí. Ester í landsliðið Ein af efnilegri handknattleiks- stúlkum ÍBV, Ester Óskarsdóttir hefur verið valin í landslið íslands, skipað leikmönnum á aldrinum 15- 16 ára. Ester er enn í fjórða flokki en lék engu að síður reglulega með unglingaflokki í vetur. Framundan Fimmtudagur 29. maí Kl. 14.00 ÍBV-Fylkir Landsbd. ka. Kl. 16.00 Valur-IBV Landsbd. kv. Kl. 16.00 KS-KFS 2. deild karla. Laugardagur 31. maí Kl. 14.00 ÍBV-Leiknir R. 2. fl. karla Mánudagur 2. júní Kl. 20.00 KFS-Fram U-23 Visa- bikar. Kl. 20.00 ÍBV-Breiðablik Lands- bankadeild kvenna. Þriðjudagur 3. júní Kl. 17.00 ÍBV-Keflav. 4. II. kv. A ogB Kl. 18.00 ÍBV-Selfoss 3.11. kvenna Kl. 19.15 Grindav.-ÍBV Landsbd.k. Miðvikudagur 4. júní KI. 20.001'BV-Breiðablik 2. fl. kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.