Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 29. maf 2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Herjólfsdalur fallegastur í
goðu veðri á Þjóðhátíð
Það verður nóg um að vera um
helgina í Eyjum enda
sjómannadagurlnn haldinn hátíð-
legur. Einn af þeim sem staðið hefur
í eldlínunni við undirbúning hátíðar-
haldanna síðustu ár er Grettir Ingi
Guðmundsson og hefur hann haft
það vandasama verk undirhöndum
að vera gjaldkeri sjómannadagsráðs.
Grettir er Eyjamaður vikunnar að
þessu sinn.
Watn? Grettir Ingi Guðmundsson.
Fæðingardagur og ár?
17. júní 1958.
Fæðingarstaður? Reykjavík.
Fjölskylda? Konan mín heitir Hrönn
Harðardóttir og eigum við fjögur böm.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðr stór?Tónlistarmaður.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga?
Hondu og stefni á að láta drauminn
rætast og fá mér einn slíkan.
Uppáhaldsmatur? Pastað hennar
Hrannar.
Versti matur? Siginn fiskur.
Uppáhaldsvefsíða? Er ekkert í
slíku.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap? Ég er nánast alæta á tónlist
en það er þá helst gullaldarmúsík.
Með hvaða aðila vildir þú helst
eyða helgi? Með konunni.
Aðaláhugamál? Ætli það sé ekki
vinnan og sjómannadagsráð.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Herjólfsdalur í góðu veðri
á Þjóðhátíð.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag? KFS og Hörður Orri
Grettisson.
Stundar þú einhverja íþrótt?
Nei.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Uppáhalds sjónvarpsefni?
Fréttatengt efni.
Besta biómynd sem þú hefur séð?
Dear hunter og Animal house standa
upp úr.
Hvernig gengur undir-
búningurinn? Þetta gengur vel, allt
komið á lokahnykkinn og aðeins eftir
að ganga frá nokkrum lausum
endum.
Er erfitt að láta enda ná saman hjá
sjómannadagsráði? Já, það er oft
erfitt. Það fylgir þessu mikill
kostnaður.
Hvað verður helst að gerast um
helgina? Það er hefðbundin dagskrá
að sjálfsögðu en einnig má nefna að
í ár verður kappróður og kararóður.
Einnig verður götuleikhúsið á
svæðinu og margt fleira.
Eitthvað að lokum? Ég hvet
sjómenn til að mæta í Höllina, ekki
bíta sjálfa okkur í rassinn með því að
mæta ekki. Gleðilegan dag og
skemmtið ykkurvel.
m
Bakaður kjúklingur
Ég þakka áskorunina og a-tla að hjóða upp á bakaðan
kjúkling og Ijúffengan eftirrélt sem allirgeta gert.
Bakaður kjúklingur
1-2 kjúklingar (soðnir ísaltvatni og kœldir)
2 ds Campell's sveppasúpa
250 gr frosið broccoli
250 gr frosnar gulrcetur
250 gr frosnir sveppir
1 ‘h bolli majónes
1 tsk rajah karrí
1 peli rjómi
kjúklingakrydd, oslur, kartöjluflögur með salti
Takið kjúklingana afbeimmum og setjið í eldfast mót
ásamt grœnmetinu sem búið er að sjóða. Súpunni,
majónesi, rjómanum, karrí og soðinu afgrœnmetinu er
blandað saman og hellt yfir kjötið, ostsneiðar þar yfir,
síðan kryddið og loks kartöfluflögunum. Bakað við
200°c í um 30 mínútur.
Boriðfram með hvítlauksbrauði og hrísgrjónum.
Hér er einfaldur eftirréttur sem allir geta gert
Pönnukökur sælkerans
Pönnukökur eftir eigin uppskrift
Fylling:
I Itr vanilluís
1 dl grófsaxaðar pecanhnetur
Hrefna Guðjónsdóttir
Sósa:
200 gr suðusúkkulaði
'/2 dl vatn
‘/2-1 dl hlynsíróp
1 dl kaffirjómi
V2 tsk salt
2-3 tsk smjörvi
Aðferð:
Sósa: Bræðið súkkulaðið í vatninu við vœgan hita.
Blandið sírópi, rjóma, salti og smjörva saman við. Hitið
vel en sjóðið ekki.
Rúllið pönnukökunum utan um 2 msk afís og dálítið af
hnetum. Hellið heitri sósu yfir. Skreytið með
pecanhnetum.
Verði ykkur að góðu
Eyfi og Ruth í góðum gfr á laugardaginn
Það verður svolítið heimilislegur
bragur á sjómannagleðinni á
Lundanum á laugardagskvöld þegar
Eyjólfur Kristjánsson og Ruth
Reginalds skemmta gestum. Eyfi
sagði að þau verði aðeins vopnuð
gítar, tambúrínu og raddböndum og
ætla að spila þetta frá hjartanu langt
fram á nótt. „Við höfum ekki gerl
þetta áður, þannig að það má búast við
óvæntum uppákomum fram á nótt,“
sagði Eyfi og bætti við að vitanlega
myndu sjómannalögin spila stóran
þátt í kvöldinu. „Lög eins og Gvendur
á Eyrinni og Einsi kaldi munu
örugglega heyrast og eins nokkur
Eyjalög sem Gísli Helgason kenndi
manni fyrir Mylluhólsævintýrið
1984.“ Eyfi sagði að auðvitað myndu
Nína og Alfheiður Björk fá að fljóta
með og eins hefur Ruth lofað
nokkrum vel völdum smellum frá
bamastjörnuárunum. Eyjólfur sagðist
alltaf sækjast eftir því að spila í
sjávarplássum á sjómannadag, þar
Eyjólfur Krist jánsson
myndast stemmning sem ekki finnst á
stöðum eins og Reykjavík og
Akureyri.
Mansal - nútíma þrælahald
Allt í kringum okkur eru alvarlegir
hlutir að gerast. Mansal og verslun
með konur er vaxandi vandamál.
Glæpahringir sjá gróðravon í þessurn
viðskiptum og er veltan jafnvel meiri
en í fíkniefnaheiminum. Vitað er um
fjórar milljónir manna sem verslað er
með árlega. Fólk sem er keypt lendir
gjaman í vændi og kynlífsþrælkun og
er látið hverfa á ýmsan hátt. Fátækt og
fáfræði í mörgum löndum ýtir undir
mannsal. Verslun með fólk kemur
okkur öllum við. Hver er
siðferðisvitund fólks?
Á næsta Aglowfundi, miðvikudag 4.
júní mun Dís Sigurgeirsdóttir
lögfræðingur fræða okkur um "Átak
gegn mansali." Dís er fædd og
uppalin í Vestmannaeyjum og starfar
í Dómsmálaráðuneytinu. Við hvetjum
fólk til að fjölmenna á fundinn sem er
öllum opinn. Á fundinum verður
fjölbreyttur söngur og munu Unnur og
Iris syngja.
Aglow konur
Fréttatilkynning
Fréttaljós
ATH BREYTTUR SÝNINGARTÍMI
Sunmtdag kl. 20.00 Endursýnt mánudag kl. 20.20
I tilefni sjómanitadags fórjúlíus Ingason á sjó og kíkti
um borð í Blíðu VE og spjallað við Georg Eið
Arnarsson. Einnig er rœtt við Harald Hannesson
trillukarl og athugað með lífið á bryggjunum.
I
Nýtt á Fjölsýn
- a bjolsyn
Mánudagskvöld kl. 20.00
Atburðir liðinnar viku, íþróttafréttir, aflatölur og
margt, margtfleira.
Umsjón:
Júlíus Ingason
a döfinni
M
29. Landsbankadeild karla: ÍBV - Fylkir kl. 14.00.
29. Uppsligningardagur. Myndlistarvor Islandsbanka, sýning á
verkum Errós kl. 15.00 í Vélasalnum.
29. Skóladagur í Hamarskóla. Opið hús frá 14-17.
30. Höllin: Endurteknir tónleikar Obbó-sí! kl. 21.00.
31. Lundinn: Sjómannadansleikur með Eyfa og Ruth.
31. Sjómannadagurinn. SSSól í Höllinni.
Júní
2. Landsbankadeild kvenna: ÍBV - Breiðablik kl. 20.00.
4. Vorsýning fimleikafélagsins Rán kl. 18 í íþróttahúsinu.
Ég ætla að skora á Baua, hann er fínn á grillinu.