Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2003, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 29. maí 2003
Annasamt hjá
lögreglu
Alls voru 213 færslur í dagbók
lögreglu í sl. viku sem er svipaður
fjöldi og á undanfömum vikum.
Þrjú skemmdarverk voru tilkynnt
lögreglu í vikunni. Á laugardaginn
var kveikt í timbri við sumarbústað
norðan við Brekkuhús. Leikur
gmnur á hvetjir þarna voru að verki
og er málið í rannsókn.
Á sunnudaginn var tilkynnt um
að tvær rúður hel'ðu verið brotnar í
Hamarsskóla og þann sama dag var
tilkynnt um skemmdir um borð í
trillu en gúmmíbjörgunarbámrhafði
verið blásinn upp um borð.
Ekki er vitað hverjir voru að
verki í seinni tveimur skiptunum og
óskar lögreglan eftir upplýsingum
varðandi hugsanlega sökudólga.
Þann 22. maí sl. var tilkynnt utn
vinnuslys um borð í Sjöfn VE en
skipverji slasaðist þegar krani gaf
sig með þeim afleiðingum að hann
lenti á baki mannsins. Ekki var
talið að um alvarleg meiðsl væri að
ræða.
Af umferðarmálum er það að
frétta að alls liggja fyrir 11 skýrslur
vegna brota í þeim málaflokki. í sjö
tilvikum vom ökumenn og farþegar
sektaðir fyrir að vera ekki með
öryggisbeltið spennt í akstri, þá
voru tveir eigendur ökutækja
sektaðir vegna vanrækslu á að færa
ökutæki til skoðunar, einn öku-
maður var stöðvaður þar sem hann
hafði ekið sviptur ökuréttindum og
einn ökumaður var sektaður vegna
hraðaksturs.
Sjómenn í
Landakirkju
Sjómannadagurinn verður haldinn
hátíðlegur í Landakirkjit með sjó-
mannamessu á sunnudaginn kl.
13.00. Þar lesa dætur sjómanna úr
Ritningunni og sjómannshjón bera
blómsveig úr kirkjunni að minnis-
varða urn drukknaða og hrapaða á
kirkjulóðinni í lok guðsþjónust-
unnar. Það er gamali siður að
sjómenn íjölmenna til kirkju á
sjómannadag með fjölskyldum
sínum.
Sjómannadagur hefur lengi verið
á þessum tíma sem er fyrsti sunnu-
dagur í júní, nema það sé hvíta-
sunna. Það er oft tveimur til þremur
vikum eftir lok vetrarvertíðar og
nálægt hinum gömlu fardögum að
vori. Rík ástæða er til þess að efla
samstöðu sjómanna og fjölskyldna
þein-a. Samverustund í kirkjunni
getur verið bæði ljúf og gefandi,
auk þess sem fyrirbænin er nauð-
synleg meðal manna sem rata þurfa
um haf og mið í misjöfnum veðr-
um.
Guðsþjónustan er liður í dagskrá
Sjómannadagsráðs. Landakirkja
biður sjómönnum öllum Guðs
blessunar og vonar að þeir njóti
allrar hátíðarhelgarinnar með mik-
illi gleði.
Sr. Krístján Bjömsson.
Skólahljómsveit
Skólahljómsveit Austurbæjar ætlar
að láta í sér heyra í Eyjum á
sunnudaginn. Kemur sveitin í
dagsferð, 60 til 70 manns með
foreldrum. Einn forsprakkanna er
Páll Pálsson, Helgasonar sem mætir
á svæðið.
/
Myndlistarvor Islandsbanka - Erró-sýningin hefst í dag:
Með stærri listviðburðum í Eyjum
MENN frá Listasafni Reykjavíkur voru mættir á þriðjudaginn til að setja upp sýninguna.
ERRÓ, er fyrir löngu orðinn heimsfrægur fyrir verk sín.
I dag, uppstigningardag, klukkan
þrjú, verður opnuð sýning á
verkum Errós, Guðmundar Guð-
mundssonar og koma þau frá
Listasafni Reykjavíkur. Sýningin er
sú fjórða á þessu ári á Listavori
Islandsbanka í Vestmannaeyjum
2003. Þar sem þetta er flmmta ár
Listavorsins var ákveðið að enda
með glæsibrag og fá verk Errós til
sýningar. Samningar náðust við
Listasafn Reykjavíkur sem iánar
verkin sem sýnd verða eins og áður
á Listavorinu í Vélasal Listaskólans.
Erró hefur löngum sýnt að hann ber
taugar til síns gamla lands þó hann
hafi valið París sem sinn starfs-
vettvang. Þetta kom m.a. fram árið
1989þegar Erró gaf Reykjavíkurborg
stórt safn verka sinna, um 2000
talsins, málverk, vatnslitamyndir,
grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og
önnur listaverk, sem spanna allan feril
listamannsins, allt frá bamæsku. Auk
listaverkanna gaf Erró borginni um-
fangsmikið safn einkabréfa, póstkorta,
ljósmynda, skyggnumynda, kvik-
mynda, bóka, veggspjalda, sýningar-
skráa og blaðaúrklippa sem snerta
listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir
hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir
er snerta listamanninn Erró og sam-
tíma hans. Erró hefur haldið áfram að
bæta í safnið sem í dag telur um 3000
listaverk og nú er föst sýning á
verkum hans hjá Listasafninu.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Listasafns Reykjavíkur og þar er
einnig að ftnna nokkrar staðreyndir
um listamanninn sem fæddur er árið
1932 ásamt því að ferill hans er að
nokkru rakinn. „Erró er tvímælalaust
þekktasti samtímalistamaður Islend-
inga og hefur verið þátttakandi í
framsæknu listalífi Parísarborgar allt
frá árinu 1958, bæði innan súrrealista-
hreyfmgarinnar og einnig sem einn af
forvígismönnum popplistarinnar eða
evrópska frásagnarmálverksins. Erró
byggir verk sín á tilvísunum í myndir
annarra sem hann klippir saman og
flytur yfir á léreftið. Hann segir frá
með myndmáli ofurraunsæis og
teiknimynda og frásögn hans er ýmist
einföld og kyrrstæð eða flókin og yfir-
gengileg. Hann klippir og sundur-
greinir, límir og endurbyggir flóknar
sögur þar sem viðfangsefnin eru ýmist
pólitík, erótrk, listasagan, ævisögur,
skáldsagnapersónur, teiknimynda-
hetjur.
Árið 1946 sækir Erró undirbúnings-
nám fyrir gagnfræðaskólann og
teiknitíma í Myndlista- og handíða-
skólann og fær inngöngu í skólann
árið 1949 þaðan sem hann útskrifast
úr kennaradeild 1951. Þaðan lá leiðin
í Listakademíuna í Osló 1952 og árið
1954 innritast hann í Listakademíuna
í Flórens. Árið 1955 fær Erró
inngöngu í mósaíkskóla í Ravenna
(Scuola del Mosaico) og tekur þátt í
samsýningu ungra erlendra listamanna
í Galleria Santa Trinita í Flórens. 1
kjölfarið skipuleggur galleríið fyrstu
einkasýningu Ferrós, eins og hann
kallaði sig fyrst. Síðan tóku við
sýningar í Moskvu. Mílanó og árið
1956 ákveður hann að setjast að í
París. Árið 1957 sýnir hann 150 verk í
Listamannaskálanum í Reykjavík og
aftur 1967 sýnir hann 200 verk á
Islandi en það ár verður hann að
breyta nafni sínu úr Ferró í Erró.
Síðan hefur vegur Errós sem
listamanns vaxið jafnt og þétt og hafa
sýningar á verkum hans í mörgum af
helst menningarborgum heimsins,
gerðar hafa verið um hann kvik-
myndir, sjónvarpsþættir, bækur og
blöð sem staðfestir stöðu hans sem
alþjóðlegs listamanns. Sýnishorn af
þessu öllu má svo sjá á Listavori
Islandsbanka.
Hittu sigurvegarann á heimleið úr Evróvisjónpartýi í Svíþjóð
Það hljóp heldur betur á snærið hjá
þeim systrum, Ingibjörgu og Sigríði
Friðriksdætrum, sem stöldruðu við
á Kastrupflugvelli við Kaupmanna-
höfn í hádeginu á mánudaginn. Þær
voru á leiðinni heim úr Evróvisjón-
partýi hjá vinkonu sinni í Svíþjóð
og þar sem þær biðu eftir flug-
vélinni heim rákust þær á tyrk-
nesku söngkonuna Sertab Erener
sem sigraði með laginu Everyway
that I can.
Ingibjörg og Sigríður eru báðar frá
Seyðisfirði þar sem Sigríður býr en
Ingibjörg býr með fjölskyldu sinni í
Vestmannaeyjum. „Vinkona okkar í
Svíþjóð bauð okkur í sérstakt Evró-
visjónpartý og við vorum á heimleið
þaðan þegar við rákumst á Sertab
Erener á Kastrup. Hún var að skoða
geisladiska og voru blaðamenn og
ljósmyndarar að snúast í kringum
INGIBJÖRG og Sigríður með Sertab Erener, sigurvegara í Evróvisjón 2003.
hana. Við ræddum við hana og sagðist elskulegheitin, gaf eiginhandaáritanir með okkur,“ sagði Ingibjörg um þenn-
hún vera að kaupa diska handa fjöl- til hægri og vinstri og það var ekkert an skemmtilega endi á Evróvisjón-
skyldunni. Hún var ekkert nema mál að fá hana til vera með á mynd partýinu.
FRÉTTIR
Utgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.