Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Side 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003
Fyrstu tilraun til túnfiskveiða hér við land lokið:
Árni ráðherra hefur reynst okkur erfiður
-segir útgerðarmaður Byrs VE sem vill þó ekki að öllu leyti kenna honum um hvernig fór
Túnfiskbáturinn Byr VE var nýlega
seldur bandarísku fyrirtæki og fer
hann fyrst í stað til Höfðaborgar í
Suður-Afríku og væntanlega fer hann
til veiða við strendur Namibíu. Um
leið er útgerðin komin í þrot og hætt
starfsemi sem má m.a. rekja til
ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að
Byr fékk ekki úthlutað túnfiskkvóta
heldur aðeins veiðileyfi í 30 tonna
potti. Þar fékk Byr ekki að njóta
frumkvöðlaréttar en hann er fyrsti
íslenski báturinn sem gerður er út á
túnfisk og hafði samtals aflað um 73
tonn á tveimur árum. Segir útgerðar-
maður Byrs að Alþjóða túnfiskráðið
hafi úthlutað íslendingum þessum 30
tonnum og sé ekki óeðlilegt að telja að
þar hafi ráðið tekið mið af veiðum
Byrs.
Sveinn Rúnar Valgeirsson, skip-
stjóri og annar útgerðarmaður Byrs,
rakti sögu útgerðarinnar í samtali við
Fréttir. Það var árið 1992 að Sveinn
Rúnar keypti Byr VE ásamt Sævari
Brynjólfssyni án kvóta og bjuggu
hann til línuveiða. „Um leið keyptum
við 150 tonna kvóta, fengum kvóta út
á línutvöföldun og komumst upp í um
300 þorskígildi. Stjómvöld vom svo
að klípa af þessu eins og öðrum afla-
marksskipum," sagði Sveinn.
Þeir keyptu línuvél og stunduðu
hefðbundnar línuveiðar með góðum
árangri til ársins 1996 að þeir settu
frystibúnað um borð, plötu- og laus-
frysti. „Ætlunin var að sækja í
grálúðuna en 1997 var ákveðið að
reyna við túnfisk sem sækir inn í
íslensku lögsöguna síðsumars og á
haustin. Um leið vomm við þeir fyrstu
hér á landi sem gerðum út á túnfisk."
Það var svo árið 1998 að ákveðið
var að breyta Byr í alvöru túnfiskskip
og fór hann í breytingar í Póllandi í
maí það ár. Þær breytingar áttu að
taka þrjá mánuði.
„En það var ekki fyrr en eftir fimm
og hálfan mánuð að við komumst af
stað frá Póllandi. Það kom sér mjög
illa því þá var vertíðin hér við land að
klárast og þegar við vomm að fara út
var síðasta japanska túnfiskveiðiskipið
á leið út úr landhelginni.“
Síðan hefur Byr farið víða í leit að
túnfiski, þeir veiddu við ísland, írland,
Kanaríeyjar, Azoreyjar og syðst
komust þeir út af ströndum Máritaníu
í Afríku hérna megin Atlantshafsins.
Það var svo þann 14. mars 2002 að
þeir héldu til Brasilíu og þá var farið
að þrengjast um hjá útgerðinni. Ekki
varð Brasilíuferðin til að bæta úr því.
„Við vomm komnir í samband við
bandaríska fyrirtækið Export Fish sem
vildi leigja bátinn til að geta sótt bæði
í íslenska og kanadíska kvótann. Skil-
yrðið var að við fengjum að njóta
frumherjaréttarins og fengjum kvóta
úr þessum 30 tonnum sem Alþjóða
túnfiskráðið úthlutaði Islendingum. Er
hann að okkar mati tilkominn vegna
veiða okkar en samtals fengum við 73
tonn af túnfiski á þeim tveimur árum
sem við einbeittum okkur að veið-
unum. Þá er komið að þætti Áma
Matthiesen, sjávarútvegsráðherra, sem
alla tíð hel'ur reynst okkur eríiður. Það
vom mikil viðbrigði frá Þorsteini Páls-
syni forvera hans í ráðuneytinu. Þegar
við leituðum til hans fyrst út af tún-
fiskveiðunum sagðist hann ekki geta
látið okkur hafa peninga en að öðm
leyti ætlaði hann að standa við bakið á
okkur eftir mætti í þessu frumherja-
starfi okkar. Og Þorsteinn stóð við
það,“ sagði Sveinn Rúnar.
Hann segir það einföldun að ætla að
kenna Áma um hvemig komið er fyrir
útgerð Byrs en hann hafi ekki hjálpað
til. „Þegar skötuselur, langa og keila
voru sett í kvóta var gengið framhjá
okkur og ekki tekið tillit til til-
raunaveiða okkar á túnfiski við-
miðunarárin. Þetta var mjög óréttlátt
því við fengum alltaf talsvert af löngu
og keilu þegar við vomm á línu hér
við land. Þegar Áma var bent á þetta
sagðist hann ekki skilja hvað ég væri
að væla, því ég hefði verið að ná mér í
dýrmætan túnfiskkvóta. Svo þegar
kom að því að úthluta þessum dýr-
mæta túnfískkvóta fengum við
veiðileyfi ásamt þremur öðmm í 30
tonna kvótanum. Þama var gróflega
brotinn á okkur fmmherjarétturinn því
við vomm settir í sömu stöðu og
útgerðir sem aldrei höfðu komið
nálægt túnfiskveiðum."
Á meðan Byr stundaði túnfisk-
veiðar leigðu þeir frá sér kvótann sem
þeir áttu í íslenskri lögsögu en stöðugt
hallaði undan fæti og var svo komið
að þeir neyddust til að selja hann á
síðasta ári. Brasilíuævintýrið hafði
reynst þeim dýrt en ljósið í myrkrinu
var að bandaríska fyrirtækið vildi taka
Byr á leigu með hugsanlegum túnfisk-
kvóta. „Þegar ákvörðun sjávarútvegs-
ráðherra lá fyrir var ljóst að við
vorum komnir í þrot en Banda-
ríkjamennimir vom tilbúnir að kaupa
Byr og gengum við að tilboði þeirra.
Þar með er lokið fyrstu tilraun
Islendinga til túnfiskveiða og um leið
nokkur störf í Vestmannaeyjum sem
tapast. Því þó áhöfnin væri stundum
blönduð vom alltaf nokkrir Eyjamenn
um borð,“ sagði Sveinn sem að lokum
sagðist ekki hafa gefist upp.
„Eg hef kynnst mörgum sem starfa
við sjávarútveg vítt og breitt um
Atlantshafið og hef náð samböndum
sem ég er að skoða."
Akveðið að leggja Þróunarfélagið niður
-og koma upp nýsköpunarmiðstöð
FUNDINN sátu Andrés Sigmundsson, Páll Marvin Jónsson, Bergur Eh'as, Viktor Pálsson, Björn Elíasson og Stefán Lúðvíksson.
Á þriðjudaginn var haldinn stjómarfundur í
Þróunarfélaginu sem væntanlega var með þeim
síðustu ef ekki síðasti eiginlegi stjómarfundur í
félaginu.
Þar var samþykkt að halda félagsfund í kringum
mánaðamótin september - október þar sem gengið
verður frá slitum félagsins. Að sögn Bergs Elíasar
Ágústssonar bæjarstjóra fór fundurinn ákaflega vel
fram og var farið yfir málefni félagsins. Algjör
eining var meðal stjómarinnar að slíta félaginu og
jafnframt að setja á stofn nýsköpunarmiðstöð. Sagði
Bergur Elías að menn ættu að draga lærdóm af því
sem miður fór og vinna að heilindum að stofnun
nýsköpunarmiðstöðvar sem gæti haft jákvæðari
áhrif á atvinnulífið en Þróunarfélagið hefur gert.
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjórk Ómar
Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir:
Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi
47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettlr@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði
og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttabIaða. Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.