Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Page 9
Frcttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 9 Ætlar að synda frá Eyjum til lands Sundkappinn Kristinn Magnússon ætlar sér stóra hluti á laugardaginn þegar hann leggst til sunds frá Vest- mannaeyjum til lands. Er búist við að sundið taki um fjórar klukkustundir og er ætlunin að hann komi til lands nálægt ósum Markarfljóts. Kristinn hefur á undanfömum árum unnið hvert sundafrekið af fætur öðru og meðal annars synt Engeyjarsund, Viðeyjarsund. Hvalfjarðarsund, Drangeyjarsund og synt þvert yfir Þingvallavatn. Vestmannaeyjasundið var inni á áætlun en það tókst ekki síðasta sumar vegna óhagstæðs veðurs og vinda. Björgunarsveit Hafnaljarðar og Vest- mannaeyja munu fylgja Kristni eftir á bátum og einnig verða með í för reyndir kafarar sem þekkja strauma og staðhætti mjög vel. Að sögn Hrafnkels Magnússonar, sérlegs talsmanns Kristins, liggur nokkuð vel á kappanum fyrir sundið en hann bað þó um að fá frið til að undirbúa sig fyrir það. „Það sem liggur mest á honum er að ljúka þessu verkefni sem hann stefndi að allt síðasta sumar. Það tókst ekki en nú í ár hefur þetta verið tímaspursmál hvenær sjórinn er heitastur og hvenær hann er í besta forminu." Hrafnkell segir að Kristinn sé vel undir þetta búinn. „Hann er brattur og hlakkar til að takast á við þetta.“ Sparisjóður Vestmannaeyja eignast meirihluta í Sparisjóði Hornafjarðar: Þjónar svæði sem nær frá Djúpa- vogi í austri að Selfossi í vestri eignarhlut í Sparisjóði Hornafjarðar með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar sparisjóðsins,“ segir í fréttinni. Tveir Eyjamenn í stjórn Með þessari samvinnu telja stjóm- endur sparisjóðanna að sameiginlegt starfssvæði sparisjóðanna muni stækka og þegar fram líða stundir gæti orðið til einn sterkur svæðisbundinn sparisjóður með starfsstöðvar frá Selfossi í vestri til Hafnar og Djúpavogs í austri auk Vestmanna- eyja, en nú þegar rekur Sparisjóður Vestmannaeyja útibú á Selfossi, sem er Sparisjóðurinn Suðurlandi og Sparisjóður Homafjarðar og nágrennis og útibú á Djúpavogi. Vegna breytts eignarhalds á stofnfé í Sparisjóði Homaíjarðar var sjóðnum kosin ný stjóm og er hún þannig skipuð: Ragnar Jónsson, Höfn, formaður, Þór 1. Vilhjálmsson, Vest- mannaeyjum, varaformaður, Arnar Sigurmundsson. Vestmannaeyjum, Hallmundur Hafberg, Reykjavík og Páll Kristjánsson, Höfn. Liður í stefnu okkar Olafur Elísson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Vestmannaeyja, segir að þetta sé í gmnninn framhald af stefnumótun sjóðsins, að leita tækifæra út fyrir Vestmannaeyjar. „Fyrsta skrefið var Sparisjóðurinn Suðurlandi á Selfossi sem við opnuðum um mitt ár 2000. Við höfum verið að leita skyn- samlegra útrásarleiða sem við teljum nauðsynlegt í breyttu bankaumhverfi nú þegar ríkisbankamir hafa verið seldir,“ sagði Olafur. „Með því hefur rekstrarumhverfið gjörbreyst og þó við séum hér úti í Eyjum emm við ekki eyland í þessum geira.“ Ólafur sagði að Sparisjóður Homa- fjarðar hafi vissulega lent í erfið- leikum en þá megi rekja til útlána sem komi daglegum rekstri ekkert við. „Daglegur rekstur hjá þeim er að skila svipaðri framlegð og hjá okkur. Útlánatöp síðustu þrjú hafa ein- faldlega verið of mikil. A þessum tíma hafa þrír sparisjóðsstjórar komið að rekstrinum en nú teljum við hann í góðum höndum. Rekstrar- og stjóm- unarlega er Sparisjóður Hornafjarðar kominn fyrir vind og í ljósi þess erum við að yfirtaka reksturinn. Eða leggja til meira stofnfé án þess að um sameiningu sé að ræða.“ Ólafur segir að munurinn á sjóð- unum sé sá að Sparisjóður Vest- mannaeyja sé fjárhagslega sterkur með lítið stofnfé sem skiptist á 70 stofnfjáreigendur en Sparisjóður Hornafjarðar hafi verið veikur fjár- hagslega en þar eru 200 stofnfjár- eigendur sem verða áfram. „Til samanburðar, þá var niðurstaða efna- hagsreiknings okkar 4,3 milljarðar króna árið 2002 en 2,4 milljarðar hjá Sparisjóði Homafjarðar og hjá okkur starfa 18 þar af fjórir á Selfossi en tíu fyrir austan og þar af tveir á Djúpavogi þar sem er jafnframt póstafgreiðsla.“ Ólafur segist ánægður með þennan áfanga í sögu Sparisjóðsins og reynslan sýni að stofnun Sparisjóðs á Selfossi hafi verið skref fram á við. „Rekstur hans hefur staðið undir væntingum þrátt fyrir að hann sé með stóru bankana allt í kringum sig. Núna nær starfssvæði okkar frá Djúpavogi í austri á Selfoss og við viljum starfa með fólki á þessu svæði. Við teljum okkur vera að styrkja stöðu okkar og nú getum við nýtt samlegðaráhrifin enn frekar,“ sagði Ólafur. Á fundi stofnfjáraðila Spari- sjóðs Hornafjarðar og ná- grennis 13. ágúst var kynnt að vegna hárra framlaga á afskriftareikning útlána und- anfarin misseri hafi eigið fé hans rýrnað verulega. Á fundinum var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðsins til að endurskipuleggja fjár- hagsstöðu hans og keypti Sparisjóður Vestmannaeyja allt viðbótarstofnféð og eftir það verður fjárhagsstaða Sparisjóðs Hornafjarðar mjög traust að því er segir í frétt frá sparisjóðunum báðum. I framhaldi af því var gert sam- komulag milli sparisjóðanna um nána rekstrarlega samvinnu en gert er ráð fyrir auknu samstarfi sparisjóðanna, bæði að þvf er varðar innri málefni og þjónustu við viðskiptavini. „Með þessum aðgerðum er verið að tryggja framtíð sparisjóðanna og auka vaxtar- möguleika þeirra enn frekar. Eftir aukningu stofnfjár mun Sparisjóður Vestmannaeyja eiga yfir 75% stofnfjár Sparisjóðs Homatjarðar, en annað stofnfé er að mestu í eigu Hom- firðinga. Fjármálaeftirlitið hefur þegar samþykkt að Sparisjóður Vestmanna- eyja sé hæfur til að eiga virkan Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, segir að þetta sé í grunninn framhaid af stefnumótun sjóðsins, að leita tækifæra út fyrir Vestmannaeyjar. „Fyrsta skrefið var Sparisjóðurinn Suðurlandi á Selfossi sem við opnuðum um mitt ár 2000. Við höfum verið að leita skynsamlegra útrásarleiða sem við teljum nauðsynlegt í breyttu bankaumhverfí nú þegar ríkisbankarnir hafa verið seldir,“ sagði Ólafur. Binni í Vinnslustöðinni skrifar: Sameining Sæhamars og Gjögurs Á Eyjafrétt- um.is er haft eftir Guðjóni Rögnvalds- syni um sameiningu Sæhamars og Gjögurs: „Þetta er vamarleikur hjá mér og auðvitað er maður mjög sleginn. Úpphaflega var ég í viðræðum við ísfélagið og Vinnslu- stöðina því best hefði verið ef kvótinn hefði orðið áfram í bænum. En þetta er niðurstaðan." Af þessu tilefni vilja forráðamenn Vinnslustöðvarinnar koma eftirfarandi á framfæri. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar hf. og Sæhamars ehf. hafa aldrei átt í viðræðum um kaup Vinnslustöðvar- innar á Sæhamri eða sameiningu félaganna. Hið rétta er að seinnipart vetrar bárust fréttir af því að Gjafar ásamt aflaheimildum væri til sölu. I vor hringdi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Guðjón Rögn- valdsson og spurði hvort Gjafar ásamt heimildum væri til sölu. í kjölfar þess hittust framkvæmdastjórar félaganna á einum fundi þar sem Guðjón kynnti verðhugmyndir sínar. Svar fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar var að þær væru of háar. Frá sjónarhóli forsvarsmanna Vinnslustöðvarinnar er niðurstaðan því eftirfarandi. Upphaflega var Vinnslustöðinni ekki boðið að kaupa Gjafar ásamt heimildum og þaðan af síður boðin sameining Sæhamars við Vinnslustöðina. Þessu til viðbótar fóru aldrei fram neinar viðræður, þótt framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hefði spurst fyrir hvort Gjafar ásamt heimildum væri til sölu. Það að Vinnslustöðinni hefði verið boðinn Gjafar ásamt heimildum til kaups eða boðið til sameiningar- viðræðna þarf hins vegar ekki að þýða að Vinnslustöðin hefði keypt Gjafar ásamt heimildum eða að félögin hefðu sameinast í kjölfarið og aflaheimildir félagsins haldist þannig í bænum. Þess skal getið í lokin að for- svarsmenn ísfélagsins og Bergs - Hugins höfðu í síðustu viku samband við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar um að sameinast um að kaupa á Gjafar ásamt aflaheimildum - en það reyndist of seint. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvœmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þess skal getið í lokin að forsvarsmenn ísfélagsins og Bergs - Hugins höfðu í síðustu viku samband við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar um að sameinast um að kaupa Gjafar ásamt aflaheimildum ■ en það reyndist of seint.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.